Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1911, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1911, Blaðsíða 1
Yerö drgavgsins, (minntt 60 arhir) 3 hr. 60 aur. erlendis 4 hr. 50 aur., og í Ameríhu doll.: 1.60. j Borgist fyrir júnimánaö- arloh. 0 |= Txjttuoasti og fimmti Aroanöur. = |-:-— = RITSTJORI SKÚLI THORODDSEN. —> Uppsögn shrifleg ógild nema komiö sé til útgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaöar og haupandi samhliöa uppsögninni borgi shuld sína fyrir blaöið. M 52—53. li EeYKJAVÍK 23 NÓVEMBER. II 1911. ítalir og Tyrkir. Hvað ófriðnum líður. — o— Af ófriðmim milli Itala og Tyrkja eru helztu tíðindin, er vér höfum rekið oss á í útlendu blaði: Mikið manntjón er mælt, að Italir hafi biðið, er þeir náðu á sitt vald borg- inni Derna í Tripolis, en greinilegar fregn- ir um það, eður og um mannfallið íliði Tyrkja, hafa eigi borizt, enda símfregnir heptar, er málsaðilum, ekki sízt ítölum, býður svo við að horfa. — 14. okt. síðastl. var simað frá Eóma- borg, að ófriðurinn hefði þá þegar kostað ítali um 1 ’/, milliard lira (þ. e. 1500 milljónir lira; en einn líri er 72 aur.). Tyrkir hafa lagt hald á eigi all-fá ítölsk verzlunarskip, þar á meðal 65 skip í Smyrnaflóanum í Asiu, og svo erumik- il brögð að óvild þeirra í garð ítala, að Konstantínópel hafa menn tekið sig saman um, að kaupa engan ítalskan varn- ing, né heldur liagnýta italska verka- menn, ©ða tala ítölsku. 18. okt. höfðu ítalir alls hleypt 18 þús. hermanna á land í Tripoiis, en Tyrk- ir höfðu þar þá að eins 10 þtís. vopnaðra manna, að mælt er, en stóðu þó mun betur að vígi á landi, með þvi að bæði höfðu þeir góð hervirki sér til athvarfs, og þarlenda menn sór hliðholla. — Enski blaðamaðurinn W. Stead brá sér í okt. á fund Tyrkja-soldáns, og hvat-ti hann til þess — þar sem Tyrkir vildu þá og gjarna, að vopnahlé tækist —, að skjóta máli sínu til friðardómsins í Haag, og hefir Stead siðan, ásamt 6 tyrknesk- um þingmönnum, brugðið sér á fnnd ýmsra þjóðstjórna, til þess að reyna að vinna þær til þess, að styðja málið. — Yar og í ráði, að í förina með þeim slæg- ist einn, eða fleiri fulltriiar frá hverri þjóð, þar sem þeir kæmu. Hvort nokkuð leiðir af ferðaiagi þessu verður eigi 6agt að svo stöddu: og það því síður, sem stórveldin í álfu vorri höfðu áður lýst því yfir, að þau ætluðu sér að láta ófriðinn afskiptalausan, — þ. ©• ætl- uðu sér, að svíkjast um þá skyldu, sem á öllum þjóðum hvílir, að skakka þegar leikinn, er ófrið ber einhvers staðar að höndum. — Eða hvað munu eigi ekkjur og börn fallinna hermanna finna, sem og særðir hermenn? Munu þau í vafa um það, að öllum hafi verið það skylt, livarrar þjóðar sem voru, að fyrirbyggja ófriðinn, eður að stöðva Jian n tafarlaust, jafn svívirðiJegt at.hæfi, sem striðin eru? 27. okt. síðastl. bárust þær fregnir, að barizt hefði enn að nýju verið í grennd við Derna, og stóð bardaginn í 2 daga, og biðu Italir þar mikinn ósigur, og skipti tala fallinna og særðra hermanna mörgum hundruðum, en af Tyrkjum — og Aröbum í liði þeirra. — féllu mikJum mun færri. Yfirleitt stóðu svo sakir seinast í okt., að Tyrkir höfðu alla yfirburðina á landi, og þorði Canova, jbershöfðingi Itala, eigi að hætta sér inn í landið, eða lengra en svo, að hann geti notið verndar ítaJska herskipaflotans. — iÞá fóru og Italir ófarir miklar íyrir Tyrkjum í grennd við Bengasí, sem er verzlunarstaður á norðurströnd Afríku. — Sá hét Abdul Asis Achmed, er þar stýrði liði Tyrkja, og misstu ítaJir í þeirri við- ureign 800 manna. Yar þá og komið svo, að ítalirvildu fegnir, að vopnahló kæmist á, og að frið- ur yrði saminn, og kom jafn vel til mála, að stórveldi norðurálfunnar sendu her- skip til Tyrklandsstranda, til að þröngva Tyrkjum til friðar, ef á þyrfti að halda. 28. okt. þ. á. bárust fregnir um það, að ítalskt herskip hefði sökkt tveim tyrkn- neskum herskipum i Dardanella-sundinu. Mælt er, að ítölsk herekip ha.fi og ráðið á eyjarnar Ehodos og Mytilena, og unnið eyjarskeggjum töluvert. ógagn. 26. okt. bárust þær fregnir, að 6 þús. Tyrkja, og Araba hefðu ráðið á borgina Tripolis, en herskip Itala, er lágu þar skammt undan landi, veittu Itölum lið, og segja ítalskar fregnir, að Tyrkir hafi þá í fyrstu farið all-miklar ófarir, misst tvö þús. fallinna og særðra manna, en Italir að eins um hundrað. — Bardag- inn hélt þó engu að síður áfra.m, og er barist hafði verið í tvo daga, fóru svo leikar, að Tyrkir náðu borginni, eptir að fallnir voru og sárir af ítölum 5 þús. manna. — Mælt er, að Tyrkir hafi og tekið 700 Itali, sem fanga, og náð eigi all-litlu af ýmiskonar herbúnaði. — Þegar fregnin um að Tyrkir hefðu unnið Tripolis-borg aptur úr greipum ítala barst til Konstantínopel, urðu fagn- aðarlæti Tyrkja svo mikil, að mælt er, að menn hafi faðmast á götum úti. — Jafn framt barst þá og fregn um það, að ítalir vildu þá og fyrir hvern mun, að friður yrði saminn; en hvort alvara hefir fylgt því máli, eður eigi, það er enn ófrétt. — Miklar sögur hafa borizt um það, að ítaJir hafi á ýmsan hátt sýnt svívirðilega grimmd í ófriðinum, t, d. skotið fanga, án dóms og laga, sem svo er nefnt. — 27. okt. síðastl. hafi þeir og slegið hring hring um 500 Araba, og skotið þá alla, er þeir vildu eigi gefast upp. Kært hafa Tyrkir það og fyrir stór- veldunum, að ítalir hafi eitrað vatn i brunnum, bæði í Tripolis og í Derna, og að fundist hafi eiturefni i sprengikúlum þeirra, —o— II. Auk alþingisko»ninganna, er getið var í aíðasta nr. blaðs vore, þá er nú frétt um kosningaúrsiitin i þessum kjördaemum: Austur-Skaptafellssýsla. Þar hafa koaningaúrslitin orðið þau að kosinn er: Þotleifur bóndi Jönsson, Hólum 82 atkv. Þar var og í kjöri síra Jón Jónsson í Stafafelli, og hlaut hann 68 atkv. Síra Jón mun hafa boðið sig fram af hálfu nheima»tjórnar“- eða nviðrei»n- ar“(!)lið»in». — Ví»t er um það, að hann er ekki fylgjandi „»amband»lögunum“, er samþykkt voru á alþingi 1909, en fellir sig betur við „uppkastið“. Barða slrandarsýsla. KoBningaúrslitin urðu þar þau, að ko»- inn var: Björn Jónsson fyr ráðherra . 235 atkv. Sýslumaður Guðmundur Björnsson á Patreksfirði, er þar var í kjöri, hlaut 119 atkv. — Hann bauð »ig þar fram, eem verandi Butan flokka“. IV orður- tsafjarðarsýs La. Þar- voru atkvæðin eigi talin fyr en 20. þ. m. (nóv.), og urðu úrslit kosning- anna þau, að kosinn var: Skúli Ihoroddsen......... 232 atkv. Sýslumaður Magnús Torfason. er þar var og í kjöri, hlaut 100 atkv. 39 atkvaða-seðlar voru taldir ógildir; en hvað því hefir valdið, og hvað af þeim hvort þingmannaefnanna hefir átt, hafi þeir borið þess merki, vitum vér eigi. Útlönd. (Símfregnir) —o— Símfregn barst hingað ný skeð þess efnis að nú væru lyktir orðnar á Mar- occo-málinu. Mun það eiga að skiljast svo, sem stórveldin, er þar eiga hlut að máli, liafi nú komið sór saman um, hvaða yfirráð hvert þeirra um sig (Frakkland—Spánn — Þýzkaland) skuli hafa í Marocco

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.