Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1911, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 23.11.1911, Blaðsíða 4
208 ÞJÓBVILJINN. XXV., 52.-B3. att varbugavert, að sækja eigi kjörfundi, enda faeri þá opt ílla, ef margir höguðu svo ráði sínu, sem ófatlaðir eru, að sitja heima. Að því er atkvæði hr. Magnúsar Torfa- sonar snertir, hefir farið mjög n»rri því er ritstjóri blaðs þessa hafði ímyndað sér, að bann gaeti mest feDgið, og er því auð- sætt, að þeirn megin hefir það eigi verið forsómað, að tjalda því, sem til var, og gæta þess, að enginn heltist úr lestÍB»i. Húsbrnni. Timburhús brann i rEyjafirði (í þorpi fyrir norðan Glerá) 18. okt. þ. á. Húsið var eign Ouðm. trésmiðs Ólafssonar á Akureyri. Vitryggt krað það hafa verið fyrir 2000 kr. Gullbrúðkaup. HjónÍD Friðbjörn bókaali Steiasson og Ouðný Jónsdóttir á Akureyri minntust gulJbúðkaups síns 4. okt. síðastl., og barst þeim þá fjöldi samfagnaðar •keyta, þar á meðal frá Ameríku. Bókmenntaielagsfundur í Kaupnmnnahöfn. Deild íslenska bókmenta- félagsinns í Kaupmannahöfn hélt fund 81. okt. síðastl. A fundinum var „rætt „heimflutningsmálið11 ■vo nefnda, og varð niðurstaðan sú, að samþykkt var, með samhljóða 14 atkvæðum, að Hafuar- deildin skyldi lögð niður, þ. e. sameinuð Keykia- ▼ikurdeildinni. Plögg félagsins í Kaupmannahöfa verða því Bend hingað, áður langt um liður. Prá Akureyrí. Þar rar í haust slátrað alls um 14,500 fjár, að því er skýrt er frá i einu norðanblaöanna. Af fé þessu slátraði „Kaupfélag Eyfirðinga" á tólfta þúsund. Nýr doetor. 30. f. m. (okt.) varði hr. Agúst Bjarnason við háskólann i Kaupmannahöfn doctors ritgjörð sína, og hefur því hlotið dootorsnafnbót. Ritgjörðin var um frakkneska heimspekinginn Guyan (framber: Gyjo), et- var fæddur 1854, og andaðist 1888. Ileyhlaða brunniu. 15. okt. brann heyhlaða að Kjarna í Eyjafirði, og i henni um 30 hestar af heyi. Asmt hlöðuuni brunnu og tveir torfkofar, er áfastir voru við hana. Umsjúnarmaður áfenyiskaupa. Hr. Jón A. Egilsson, bókhaldara í Ólafsvík, hefur ráðherra skipað umsjónarmann áfengis- kaapa. Umsækendur um starfa þennan kvað alls hafa verið sextán. Stúdcntasjóðut-inn. ísl. stúdentar í Kaupmannahöfn hafa átt dálít- ian sjóð, er safnast hefir siðustu árin, og átti sjóðurinn nú í haust um 1500 kr. (að meðtöldu fé, er hann á úti standandi). Sjóð þenna ákváðu þeir nú að flytja hingað j heim — samþykktu það á fundí 26. okt. síðasti. —, ! og verja honum, til þess að stofna utanfarar sjóð j fyrir kandídata frá háskólanum. Jafn framt samþykktu þeir og skipulagsskrá | fyrir sjóðinn, sem lögð verðurþví ogfyrir stúdenta- félagið í Reykjavik. Ungmennafélögin. Hr. Tr. Ounnarsson, fyrverandi bankastjóri. hefur ný skeð gefið „ungmennafélögunum" 1401 /2 vallardagsláttuúr Öndverðarnesstorfunni íÁrnes- sýslu, sem ætlað er til skógræktar. Úr Árnessýslu. Talsverður grasbrestnr varð þar á túnum síðastl. sumar, og segir blaðið „Suðurland11, að í Ölfusi hafi töðufaliið orðið íjórðungi minna, en vant er, og sums staðar enda eun minna. Útjörð, einkum votlendi, varð á hinn bóginn í meðallagi, með því að roeð ágúst byrjun dró mjög úr kuldur.um, sem voru i júní og júli. Húsbruni t Hajnarfirði. 14. þ. m. (nóv.) kviknaði í verzlunarhúsum Júrgen Hansen’s í Hafnarfirði. — Brann sölubúð- in að mestu, og enn fremur gamalt ge.ymslu- hús, er var áfast við búðina. Af verzlunarvörum brann nokkuð, en sumu varð bjargað. Skaði á húsum kvað vera metinn 4 þús. krónur, en á vöruu, um 5 þús. Hvorttveggja, hús og vörur, var vátryggt. Yerzlunarhúsin voru áður eign Linnot’s kaup- manns, tengdaföður Jörgen Hansen’s. — Bjó hann þar lengi og rak þar verzlun. Fyrirlestra-ferðir. Samkvæmt samningi við fjórðungsstjórn Ung- mennafélaganna hefit- hr. Guðm. Hjaltason hald- ið fyrirlestra á ýmsum stöðum í austur-sýslun- um) frá 27. okt. til 18. nóv. þ. á. Vafalaust beldur hann og fyrirlestra á ýms- um stöðum i vetur, auk þeirra, er nú voru taldir. Frá Stokkseyri, Þaðan að frétta góðan aíla, er á sjó gefur. 30 til blutar af stórýsu, er síðast fréttist. Laust prestaknll. Hof i Vopnafirði í Norður-Múlaprófastsdæmi, Hofs- og Vopnafjarðarsóknir. Veitist frá fardögum 1912, með launakjörum binna nýju prestalaunalaga. Erfiðleikauppbót 150 kr. Ákvæðisverð á heimatekjum: Prestssetrið Hof með Steinvarartungu og Mælifelislandi................... 200 kr. Arðut- af æðarvarpi í 2 æðarvarpshólm- um fyrir Austur-Skálaneslandi . . . 711 — Arður af hvala- og viðarrekum .... 5 — Ákvæðisverð keimatekna svratals . . 916 kr. Þrjú lán hvíla á prestakallinu: Húsabyggingarlán, upphaflega 2800 kr., tekið úr landssjóði 1896 og endurgreiðist og ávaxtast moð 65/0 í 28 ár, 168 kr. á ari. 68 H»dd var rjóður, og æstur, og skalf í hoDum rödd- in af hræðslu og reiði, er hann mælti: Hvar er hans hátign konungurinn? Ungfrúin svaraði þessu á þá leið, að hún gerði sig s*m derringslegasta. .Teljið þór mig barnagæzlukonu hans hátignar?u Lochleven lávarðar greip þá í handlegginn á henni, og m»lti: „Þú veizt, hvað við viljum vita! Neitaðu þvi Kata, ef þú getur, að hans hátign hafi átt tal við þig siðaata hálf-tímann ?“ „Fyrst Loohleven hugsar meira um vínið og um dansleikinn, en um unnustuna sína“, mælti hÚD, „má þá eigi hans hátign kenna í brjósti um mig?* Að svo mæltu gekk hún nokkur fet frá þeim, en jarlinn aptraði henni, og mælti aptur: „ Hvar er hans hátign konungurinn? Það kom hik á hana í svipian, unz hún benti á hesthús konungs. „Hans hátign yfirgaf mig rétt ný skeð! Það var einhver þarna, sem kallaði á hann, og beiddi hann að flýta sér!“ Þeir sneru þá brott frá henni, og hittu aðra, sem þeir fóru að tala við. Varð það nú brátt hljóðbwrt, að konungurinD finnd- ist hvergi. „Angus finnur ekki konunginn! Konungurinn er fluinn ! Eo frá »pákerlingunni er það að segja, að hún hafði leogi beðið í klefanufn, sem var rétt hjá hliðinu þar sem Sengið var inn í hallargarðinD. 67 svefn minn, og ekki bjóst eg við þvi, að eg vaknaði fyr en eg yrði vakinn. * * * Símon bauð mér góða nótt í lágum róm, og lát aíðan gluggtjöldin fyrir gluggana. En er haun gekk aptur frá glugganum, rak hann fótinn í ferðaposann minn, og bað mig þá afsökunar, jafnframt því er hann bar munninn upp að eyranu á mér, og hvislaði að mér, að ganga hægt, er eg færi út úr herberginu að morgni. En eg var orðinn svo syfjaður, að eg heyrði hvorki né sá, og fám sekúndum aíðar, svaf eg fastar, en steinn- inn. Eg veit ekki, hve lengi eg hafði aofið, er eg vaknaði, og fanst eg fi*na það á mér, að eitthvað hefði gjörst í herberginu. Hvað það var, visai eg ekki, — ef til vill var það ekkert, nema draumuj-. Eg settist upp í rúminu, studdist á annan olnbogann, og blustaði með allra mestu eptirtekt. Ekkert hljóð heyrðist, og mór fannst kyrrðin vera hræðileg. Tunglið skein inn um gluggann, og sá eg því hitt rúmið glöggt, og virtist það líkast hvítum líkbörum. Það var nú nær slokknað í ofninum, ng kuldi, og dauðakyrrð í herbergÍDU, en gott var það þó, að við þurft- »m eigi að liggja úti, og villast uppi á heiði. Eg lagðis aptur fyrir, en gat ekki sofnað. Nokkrum sinnum seig þó mók á mig, en eg hrökk

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.