Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.12.1911, Blaðsíða 1
Verð árgangsins, (minnst I
30 arkir) 3 kr. SO aur. I
erlendis 4 kr. 30 aur., og
S Ameríku doll.: 1.50. |
Borgist fyrir júnlmánað- [
arhk.
ÞJÓÐVILJINN.
V*
=: Tuttugasti og fimmti árgangub. ~ | -
RlTSTJORl SJCÚLI THORODDSEN.
j Uppsögn skrifleq ógild
I nema koniið sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
j mánaðar og kaupandi
I samKliða uppsögninni
| borgi skuld sína fyrir
\ blaðið.
M 56—57.
ReYKJAVÍK 18 DESEMBEB.
1911.
Sambandsmálið
og
stj órnarskr ár br eytingin.
(Grein í danska tímaritinu »Tiden«.)
—o-
1 danska tímaritinu >Tiden«, sem
geiið er út af J. G. Christensen, fyrr-
um yfirráðherra Dana, birtist grein (1.
des. þ. á.), þar sem getið er kosninga-
úrslitanna hér á landi á síðastl. hausti,
og er þar látið yel yfir sigri »heima-
stjórnarmanna«, eins og eðlilegt er, frá
dönsku sjónarmiði.'
Að öðru leyti eru það tvö málefni —
samhandsmálið og stjómarskármálið —,
sem greinin gerir að umtalsefni, og skal
hennar því getið hér í blaðinu að nokkru.
I.
Að því er til sambandsmálsms kem-
ur, lætur greinin þess getið, að nú hafi
kosningarnar að vísu eigi snúizt um það,
þar sem »heimastjórnarmeim« hafi alls
eigi viljað við »uppkastið kannast á und-
an kosningunum, heldur þvert á móti
lofað kjósendunum, að málið skyldi eigi
verða tekið fyrir að nýju, né útkljáð,
nema kjósendum hefði áður gefizt kost-
ur a, að láta skoðun sína í ljósi.
»Uppkastið« sé því úr sögunni, hafn-
að af Islendingum, og fer hr. J. C. Christ-
ensen jafnframt mörgum fögrum orðum
um »tilslökunarsemina«, sem Danir hafi
sýnt Islendingum, er »uppkastið» var
samið (!)
Hann fer og nokkrum orðum um það, að
sáttmálinn, er Islendingar gerðu við Há-
kon gamla, Noregs konUng, árið 1262,
heimili íslandi alls eigi, að telja sig
sjálfstætt ríki, og bendir að öðru leyti
á það, hversu og hafi háttað verið í sex
hundruð ár, enda hafi Islendingar í
verkinu viðurkennt lögin frá 2. janúar
1871 (stöðulögin, sem svo eru nefnd),
þó að þeir hafi öðru hvoru mótmælt
með orðunum.
En hvað sem þessum atriðum liður,
— atriðum, sem Dani og íslendinga
hefur einatt greint á um, og sem telja
má vist — hvort sem þrefað er um
lengur, eða skemur —, að eigi leiði til
neinna lykta á máliim, þá hefði J. 'C.
Christensen, til þess að glöggva ögn
skilning sinn á málinu — átt að líta til
landa sinna, Dana í Norður-Slésvík.
Hvað finnur hann þá?
Honum er það, sem Dönum yfirleitt,
sár kvöl, að þuría að vita til þess, að
þeir skuli liáðir vera erlendu valdi.
Finnur hann það þá og alóyggjándi
rétt að vera, að það 'sé rangt af þjóð-
verjum, að halda nokkrum hluta dansks
þjóðernis undir yfirráðum sínum.
Hann finnur það þá og — ekki sízt,
sárni honum að mun —, að fyrir þetta
ætti Þjóðverjum að hefnast, — og hljöti
jafn vel að hefnast, [fyr eða síðar. I
En setji hann sig síðan í spor Islend-
ings, er ríkt finnur til þess, að land hans
nýtur eigi fuils þjóðarsjálfstæðis, hvað
heldur hann þá, að hann finni.
Heldur hann eigi, að hann kenni ein-
hvers svipaðs, sem Danir kenna, er þeir
hugsa til landa sinna í Norður-Slésvík?
Fráleitt dylst- honum, að svo muni
vera.
Og að oss eigi skjátlist, er vér af
ríkri tilfinningu kennum slíks — þ. e.
finnum, að það hefnir sín, að unna eigi
hverju þjóðerni fulls þjóðarsjálfstæðis —
það sýnir mannkynssagan oss.
Nægir í því efni að minna á, hversu
fór um rómverska ríkið, hversu æ liefir
saxast meira og meira á limi spanska
ríkisins, og hvernig komið er, að því er
sjálfa Danmörku snertir.
Vantar þó sízt, að ríki þessi hafi skír-
skotað til laga og gamalla gjörniuga, er
áttu að réttlæta yfirdrottnan þeirra yfir
erlendum þjóðernum.
En svona fór nú samt.
Gegnir það því furðu, að Dönum
skuli enn eigi hafa lærzt af sinni eigin
reynzlu, og að stórþjóðimar skuli jafn
vel enn — og það hver í kapp við
aðra — vera að brjóta undir sig erlend
þjóðerni, og að halda sem fastast í yfir-
drottnanina yfir þeim, er þeim
háfa lotið, — vitandi þó, og æ liljót-
andi að finna, að eigi geti hjá því far-
ið, að söm verði leikslokin, fyr eða síð-
ar, sem fyr er get-ið, að orðið hafa, að
því er til Spánar, og fleiri rík]a kemur.
Yfirleitt tjáireigi, að líta á það, hvað
verið hefur, eða viðgengzt, enda hefur
það hvorki hlíft Rómverjum, Spánverj-
um, Dönum, eða »kalifatinu« o. fl. við
því, sem allir fundu, eða áttu að finna,
að fram hlaut að koma.
Danir, sem svo opt tala um góðvild-
arhuga sinn til íslendinga, ættu því að
temja sér það, að líta á sambandsmálið
— sem og önnur ágreiningsmál sín við
OSS — frá því sjónrmiði. sem nú hefur
verið bent á.
Ætt-u að líta á það, hvers þeir vilja
sjálfir aðnjótandi verða, — og skilja oss
íslenzku sjálfstæðismennina betur en gjört
hafa. ís-
Yegna fyr greindrar lífsreynslu sinn- i
ar, sem og hins, hversu ástatt er um j
Norður-Slésvík, standa þeir og ýmsum
öðrum betur að vígi.
Það, að sú þjóðin, er yfir annari
drottnar að einhverju leyti, getur eigi
annað, en fundið. hver réttur hinnar er,
veldur því og, hve henni — eða þá að
minnsta kosti einstökum meðlimum henn-
ar — eru þjóðarsjálfstæðiskröfurnar opt
og einatt viðkvæmar.
Það er meðvitundin um það, hvað
rétt er i ttj'álftt sér, sem viðkvæmninni,
eða leiðanum veldur.
Og svo er hitt, að eins og hverjum
einstaklingi er skylt, að vilja eigi að eins
sjálfur njóta sjálfstæðis síns, heldur og
að óska sama öðrum til handa, svo og
á þjóðernunum, smáum sem stórum, að
lærast það tvennt, að vilja sjálft. njóta
fulls þjóðarsjálfstæðis, og að óska þess
og öðrum til handa.
Sjálfstæðiskröfur vor Islendinga ættu
því í raun réttri miklu fremur að
vera. Dönum — sem og öðrum þjóðum —
gleði- en hryggðareíni, og kosninga-úr-
slit.in hér á landi 28. okt. síðastl. því
fremur að vera þeim leíða- en gleði-efni,
Eigi myndi og hr. J. C. Christensen
falla það vel í geð, ef vér Islendingar
kenndnm gleði yfir þýzlaim kosninga-
sigri í Norður-Slésvík.
En svona fer mörgum því miður, að
þeir finna það, að skórinn kreppir að
þeim sjálfum, en eigi, að þá mun síður,
er liann kreppir eða. öðrum.
II.
Að því er til stjórnarskrárbreytingar-
innar kemur. er samþykkt var á síðasta
alþingi, lætur hr. J. C. Christensen þess
getið, að Jeitt sé. að svo sé að sjá, sem
íslénzkir kjósendur hafi eigi fengið fuJJar
upplýsingar um málið, þ. e. um það,
hvaða augum konungur (og danska stjórn-
in) liti á það.
Telur hann það Jeiða af ákvæðum
dönsku grundvallarlaganna, að öll Jög,
og mikilsvarðandi stjórnarmálefni, verði
að*lierast upp fyrir konungi i rikisráði
Dana, og þar sem konungur hafi unnið
eið að grundvallariögunum, verdi hann
að jylgja því fast fram, að öll mál, er
er fyr er getið — og hvort sem þau
varða- Danmörku eða ísland —, séu borin
upp í ríkisráðinn.
Farast. honúm siðan svo orð:
„þetta hefur kenungurinn og gjört, og
látið það ótvírætt í Ijósi við miveraudi
ráðherra íslands; en hann hefur dulið ís-
lenzka kjósendnr þess á undan kosningunum.
Þetta er ámælisverð aðferð.l<t)
*) A dönsku eru orðin, sem lúta að því, að
konungr ætli sér eigi að staðfesta stjórnarskrár-
hreytinguna, svo látandi:
„Det hat' Kongen ogsaa g'jört, og derom har