Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.12.1911, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.12.1911, Blaðsíða 2
222 J>jÓBVILJ.UNti. XX.V., 56.-57. Getur hann þess og, að verði stjórn- arskrárfrumvarp síðasta alþingis sam- þykkt að sumri, þá sé valán *deila milti atyingis og konungsvátdsins, þar rern konungur aetli sséi* eigi að dað- jesta frumvarpid«, enda séþað og »skoðun konungs, er við gild rök eigi að styðjast að Islandí sé það hagkvæmast, að ráð- herra þess mæti í ríkisráðinu, til þess að geta jafnan gætt hagsmuna þess«. Þetta eru aðal-atriðin í grein hr. J. C. Christensen’s, að því er til stjórnar- skrárinnar kemur. Teljum vér eigi ólíklegt, að ýmsa muni furða á því, hve miklu hr. J. C. Christensen þyki þetta nú skipta, þar sem hann var einn þeirra,"er sæti áttu í »sambandslaga-nefndinni«, og þar var þá — af hálfu dönsku nefndarmannanna — eigi talið því neitt til fyrirstöðu, að hætt væri að bera málefni Islands upp í rík- isráðinu. f En hvað því fveldur, pað" því er nú fylgt svo fast fram, að í bági fari við grundvallarlögin, væri fróðlegt að vita? Annars em grundvallarlög Dana oss Islendingum vitanlega algjörlega óvíð- komandi. þar sem þau hafa aldrei gilt hér á landi, — aldrei hér löglega birt, og fara í bága við heityrði Friðriks kon- ungs VII. — gefið á einveldistímanum — sbr. bréf hans til Islendinga, dags. 23. sept. 1848, þar sem því er heitið, að ekki skuli verða neitt endanlegt ákveðði, að því er stjórnskipulega stöðii Islands í rík- inu snerti, fyr en leitað hafi verið álits íslendinga, á sérstökum þjóðfundi í land- inu sjálfu — og svipað loforð síðar marg- ainnis ítrekað í boðskap konungs til al- þingis. Hér er þá eigi um annað, en tylli- ástæðu að ræða, og sanna ástæðan — en hún er sú, að Danir vilja með ríkisráðs- ákvæðinu geta haft að einhverju leyti hönd í bagga með ísl. sérmálalöggjöfinni — ekki látin U])pi. Teljum vér því og næsta ólíklegt, að til staðfestingar synjunar kæmi, yrði stjórnarskrárbreytingin samþykkt á næstk. alþingi, þó að gott og vel þyki, verði samþykkt hennar fyrir byggð. III. Nú verður fróðlegt að vita, hverju ráðherra vor hr. Kr. Jónsson, svarar hinum afar-alvarlegu aðdróttunum hr. J. C. Christensen’s, fyr yfirráðherra Dana. Hann segir í grein sinni, fullum stöfum, að honum hafi verið það Ijóst á undan kosningum, að stjómarskrárbreyt- ingunum yrði. ef til kæmi, synjað stað- festingar. — konungurinn hefur sjálfur »]átið það ótvíræðilega í ]jósi« við hann. Hví þagði hann þá yfir þessu á und- an kosningunum? Og hann gerði eigi það eitt, heldur það, sem enn verra var. lian givet den nuværende isiandske Minister klar Besked, men denne har ikke givet det islandske Vælgerfoik fuld Opiysning derom för Valgene. Dette^er forkasteligt“. Fyrirspurnum er beint var til hans, þessu viðvikjandi, á [þingmálafundi í Borgarfjarðarsýslu. svaraði hann á þá leið, að málið hefðí sama sem alls ekki borið á góma við konunginní!) Ekki er það mjög trúlegt. að þetta hafi verið alóviljandi gert. Vitanlega hefðu og kosningaúrslitin getað orðið [allt Jönnur, en f|»au urðu, hefði þjóðin vitað allan sannleikaun í þessu máli. — 200 ára afmæli Skúla landfógeta Magnússonar. (Hátíðahaldið á hótel íteykjavík.) —o— Samsæti var haldið á hótel Reykjavík að kvöldi 12. des. síðastl., til minningar um 200 ára afmæli Skúhl landfógeta Magnússonar. I samsætinu voru hátt á annað hundr- að manna, karlar og konur. Asgeir kaupmaður Sigurðsson setti samsætið, en síðan mælti Jón sagnfræð- ingur Jónsson fyrir minni Skúla land- fógeta, og var síðan sungið svo látandi kvæði, er orthafði Guðm. skáld Magnússon: Vér Bjáum þig í sögu þinnar ljéma sem Boninn bezta’, er land vort átti þá, og tvennar aldir orð þín til vor hljóma, sem eggjan þínum snörpu sennum frá. Vér finnum streyma styrk frá þinum boga, hans stál í geguum aldarskvaldrið hvín, og sál þín hrein, sem Hekla öll í loga, í hverri vorri framsókn síðan skín. Þá göfga, sanna, djarfa mikilmenni, þín minning kveikir loga enn í dag, og enn oss finnst þín augu jafnan brenni gegn öllu þvi er níðir lands vors hag. Þú studdir þá, sem hrjáðir voru’ og liraktir, þú hnekktir þeim, er áttu fé og völd. Þitt fræga nafn sem fáni enn þá blaktir og fangami'rk þitt prýðir íslands skjöld. Og það er íslenzkt'eðli, sem þar drottnar, með Egils skap og framsýn gamla Njáls; það lægir ei, er löðursjórinn brotnar, og leitar yls til fornra sagna báls. Og þótt þig megi ætíð fremstan íinna, á fleiri góða drengi minning skín. Og á þann konung vel er vert að minnast, sem virti, Skúli, djörfu ráðin þin. Já, Skúli sæll. Það er með hlýju hjarta að hoiðram vér þinn tveggja alda dag. Vér vonum nú á framtíð fagra bjarta, og tinnum mikla bót á vorum hag. Þitt æfistarf oss aldrei framar gleymist, það á i vorum sálum djúpa rót, og nafnið þitt í mætri minning geymist, á meðan Viðey klífur öhlurót. Bankastjóri Sighvatur Bjarnason mælti síðan fyrir minni Islands, og var, að ræð- unni lokinni, sungið: »Eldgamla Isa- fold«. Þá mælti og Halldór bankagjaldkeri Jónsson fyrir minni Keykjavíkur, en Ás- geir kaupmaður Sigurðsson og Svemn yfirdómslögmaður Björnsson minntust verzlunarstéttarinnar. Eptir það, er risið var íví borðum, skemmtu menn sér um hríð, er þess ósk- uðu, ýmist við spil, samræður eða dans. TJ t-lönd. — o— Til viðbótar tíðindunum { síðasta nr. blaðs vors, skal þessara fregna enn getiðt Danmörk. Hér og hvar í Danmörku hefir munn- og klaufa-veiki í stórgripum nýlega stungið sér niður. 3. nóv. )». á. var merkisdagur í sögu líkbrennslunnar í Danmörku, með því að þá var brennt þúsundasta líkið, síðan er líkbrennsla hófst þar,. — 13. janfiar 1893. Nýlega hefir Knút.i IV., Dana kon- ungi, er nefndur er almennt Knútur h e 1 g i, verið reistur minnisvarði í Odense^ — Hann réð ríkjum í Danmörku 1080— 1086, og var óskilgetinn sonur Sveins Ástríðarsonar, Dan* konungs, en myrtur í St. Albans kirkju í Odense 10. júlí 1086, og bein hans síðan skrínlögð undir há- altarinu í Knútskirkjunni í Odense. 3. nóv. síðastl. voru 40 ár liðin, síð- an er Georg Brandes hélt í fyrsta skipti fyrirlestur við háskólann í Kaupmann*- höfn, <»g mælti rector háskólans, Kr. Erslev, í því skyni til hans nokkrum orðum, og afsakaði framkomu háskólans við hann um þær mundir. Alberti, fyrverandi dómsmála- og Is- landsráðherra, hafði ný skeð, er hann hafði verið tæpt ár í »tugthúsiira« í Hors- ens léttzt um hundrað pund, og kvað vera orðinn andlega og líkamlega eyði- lagður, — enda kvað hann og opt hafa verið veikur, og gegnir því furðu, að hann skuli eigi þegar hafa verið náðaður. í öndverðum nóv- þ- á. gengu afskap- legir stormar, rigningar og enda liaglél yfir Danmörku, og ollu þar víða tölu- verðum skemmdnm, einkum á vestur- •tröndum .Jótlands. — Tal- og ritsíma- staurar brotnuðu, ogskipströnd urðunokk- ur. Á þingi Dana er nú verið að ræða um ýmsar breytingar á skattalöggjöfinni, — sem og um meiri háttar breytingar á grundvallarlögunum, þar á meðal um rýmkun kosningarréttarins o. fl. I dönskum hagfræðisskýrslum (1909 — ’IO), þá er þess getið, að af 1 millj. 158 þús. manna í Danmörku, er eldri eru en 18 ára, hafi 2/a minni árstekjur, en svo, að 800 kr. nemi. — Milljóna-eigend- ur í Danmörku eru alls 229, og eru eig- ur þeirra taldar samtals 590 millj. króna, — en öll er þjóðareign Dana talin 4742' millj. króna. Noregur. Næstk. sumar, er Yilhjálmur, Þýzka- lands keisari. heimsækir Noreg í 25. skipti, gefur hann Noregi »Eriðþjófs-líkneski«, er verður 23 metrar á liæð, og verður það þá afhjúpað að Framnesi í Sognfirði, þar sem munnmæla sagnir segja, að Frið- þjófur og Ingibjörg séu grafin. Mælt er, að líkneskið muni kosta 20O< þús. kr.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.