Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Page 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Page 3
XXVI- 58.—B9. ÞJOÐVILJINN. 231 Uppkast að lögum um rikjasamband milli Danmerkur og íslands. (Inngangur laganna, er 'þau hafa náð pamþykki bæði ríkisþingsing og alþingis og staðfesting konungs, orðist svo: Vér Chnstian hinn tíundi o. s. ffv. tíjörum kunnugt: Ríkisþing Danmerkur og Alþingi íslendinga hafa fallizt á og Vér með samþykki Voru staðfest eftir- farandi lög): 1. gr. Ísland er frjálst og sjálístætt ríki í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, sem báðir aðilar hafa orðið asáttir um í lögum þessum, að sam- eiginleg skuli vera; það myndar þanriig ásamt Dánmörku ríkjasamband, veldi Danakonungs. i heiti konungs komi eftir orðið „Dan- merkur“ orðin „og Islands“. 2. gr. Skipun sú, er gildir í Danmörku um ríkiseríðir, rétt konungs til að hafa stjórn á hendi í öðrum löndum, trúarbrögð kon- ungs, myndugleika hans og um rikisstjórn, er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það, er konung- dómurinn er laus og enginn ríkisarfi til, skal einnig gilda að því er til íslands kemur. 3. gr. Þessi eru sameiginleg mál Danmerkur og íslands. 1. Konungsmata, borðfé ættmanna kon- ungs og önnur gjöld til konungsætt- arinnar. 2. Utanríkismálefni, þó þannig, að engin þjóðsamninga-ákvæði, sem aðeins snerta Island, ná gildi fvrir það, nema stjórn- arráð íslands samþykki að svo skuli vera. Hvervetna þar, er samþykki Kíkisþingsins þarf til þess að koma fram þjóðarsamningum að því er Dan- mörk snertlr, þarf samþvkki Alþingis að þm er ísland snertir. 3. Hervarnir á sjó landi, og þar með gunnfáninn; sbr. þó 57. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar frá 5. jan. 1874 um landvarnarskyldu á íslandi. Að öðru leyti skulu heimilisfastir Islendingar á Islandi eigi vera skyldir til herþjón- ustu, hvorki í landher né flota, og má eigi reisa neina herkastala né gera vig- girtar hafnir né skipa setuliði á Islandi án heimildar í íslenzkum lögum, nema svo skyldi að bera, að verja þyrfti landið gegn yfirvofandi herhlaupi úr öðrum ríkjum. 4. Fæðingjaréttur, þó þannig, að sá réttur veitist engum manni, búsettum á Is- landi, án samþykkis stjórnarráðs Islands. 5. Gæzla fiskiveiðaréttar þegnanna, en þó að óskertum rétti Islands til að auka eftirlit með fiskiveiðum við Island, eftir samkomulagi við Danmörk uin iram- kvæmd þess. 6. Peiiingaslátta. 7. Hæstiréttur, þó svo, að löggjafarvald Islands getur stofnsétt í landinu sjálfu æðsta dóm í íslenzkum málum, þegar breytt er núverandi fyrirkomulagi á dómsniálameðferðinni. Meðanslík breyt- ing er eigi gerð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæstarétti, að skipaður sé þar í dómarasæti maður, er hafi sérstaka þekkingu á íslenzkri löggjöf og kunn- ugur sé islenzkum högum. 8. Kaupfáninn út á við. 4. gr. Öðrum málum, sem taka bæði til Dan- merkur og Islands, svo sem póstsamband- ið og ritsímasambandið milli landaima, ráða dönsk og íslenzk stjórnarvöld í sam- einingu. Sé um löggjafarmál að ræða, þá gera löggjafarvöld beggja landa út um málið. 5- gr- Danir og Islendingar á Islahdi, og Is- lendingar og Danir í Danmörku njóta fulls jafnréttis að öðru jöfhu. Þó skulu haldast forréttindi islenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupmannahafnarhá- skóla. Um fiskiveiðar í landhelgi við Dan- mörku og ísland skulu Danir og íslend- ingar jafn réttháir meðan DanmÖrk segir ekki Upp samkvæmt 9. gr. og fimmtá lið þriðju greinar. Þó skulu íbúár Færeyja jafnan vera jafn réttháir íslendingiiih til fiskiveiða á landhelgissvæði íslands. 6. gr. Þangað til öðruvisi verður ákveðið með lögum, er Rikisþing og Aþingi sam- þykkja og konungur sf aðfestir, fara donsk stjórnarvÖld einnig fyrir Tslands hönd með ríkisvaldið yfir málum þeim, sem sameiginleg téljast samkvæíht 3. gr. sbf. 9. gr., þó þannig, að íslenzkur ráðherra búsettur í Kaupmannahöfn, gætir hags- muna Islands gagnvart hinum dönsku stjórnarvöldum í öllum sameiginlegum málum' þegar ákvæði um J etta eru tekin upp í stjórnarskrá íslands. Hann skal eigi hafa öðrum sjálfstæðum stjórnar- störfum að gegna, bera ábyrgð fyrir Al- þingi og eiga sæti í ríldsráði Dana, með umboði til þess að koma fram fyrir hönd. annara íslenzkra ráðherra í fjarveru þeirra. Að öðru leyti ræður hvort landið um sig að fullu öllum sínum málum. 88 Það, hve kvíðafull hún virtist vers, Patrick’s vegDa, virtist honum að eins geta bent í eina áttina. „Mér er mjög óljúft, að gera Patrick lávarði ónæði, sé hann sjúkur“, mælti hann, kurteislega, en á hinn bóg- inn verðið þér þó að játa, að jeg hefi að visu rétt, til *ð Vera hér, þar sem faðir minn er í raun og veru rétt- ur eigandi herragarðsÍDs! Hvort hann krefst þess réttar, eður eigi, læt eg ósagt um, en hitt veit eg, að míns réttar krefst eg, og gjöri það nú þegaru. Mary skalf og nötraði. Hún vissi eigi, hvað hún átti að segja, eía til bragðs að taka. Hún þorði eigi að andmæla honum, þó að hún væri sannfærð um, að hann væri að ljúga, og þagði hún því langa lengi. Ókunnugi maðurÍDn reikaði frarn og aptur, blístraði, og veitti henni í laumi nákvæma eptir;tekt. Hann hugsaði málið og taldi víst, að eitthvað byggi hér undir, og eptir þvi, hvað það væri, varð hann að komast. Ekki taldi hann vafa geta á því leikið, að Gregory Barminster hefði gert vart við sig á herragarðinum, og þá var dÚ, að verða enn meira vísari. „Leitt, að jeg skyldi eigi verða honum samferða, er hann fór hingað“, hugsaði hann. „ÞA ætti eg hægra um vik. — En eg þarf, að veiða meira upp úr stúlkunni!“ Honum varð nú og aptur litið á Mary, og þá datt honum skyndilega nokkuð í hug. Hann hafði staldrað við nokkra kl. tíma í þorpinu, og heyrt þar getið um manninn, sem drukknað hafði. 77 „Jeg skil af orðnm þínurn", mælti hann síðan, „að þú telur maDninn hafa fyrirfarið sér, pd eigi hafa lát- izt af slysförum. — En svo er þó eigi almennt litið á málið, mamma!u Frú Barminster yppti öxlum. „Lögreglumennirnir hérna reiða hvorki byggindin, né bragðvisina, i þverbakspokunum“, mælti hún, „og sjá því eigi það, sem öllum ætti þó angljóst að vera! Sjálf er eg eigi i neiunm vafa um það, að hér er um sjálfsmorð að ræða! Hvernig hefði maðurinn ella átt að finnast örendur í jafngtunnu vatni?u „Yænt þætti mér um það, mamroa, mælti Patrick lávarður, eptir nokkra þögn, „gæti eg látið málið liggja mér í jafn léttu rúmi, sem það liggur. — En það hefur haft meiri áhrif á roig, en þig gruDar, og virðizt mér —- þótt eigi geti eg sagt þér, hvað veldur —, að við ber- um þó á einhveru hátt ábyrgð á dauða mannsins! Mér finnst dauði mannsins vera einhvern veginn svo óendan- legi sorglegur, og vildi eg óska, að sannað yröi, hver hann var. — Mér skilst hann hafa verið vel klæddur, og baft nóga peninga, og hafa verið langferða-maður! Hvernig getum við komizt eptir, hvaða erindi hann átti hingað? Getur annars eigi verið, að hann hafi vsrið ættmenni, okkar? Við eigum skyldmenni hér og hva: i heiminum! Ef til vill hefur hann, sem ættmenni, vænzt greiða, og góðrar viðtöku. — óskandi —w Patrick lávarður sagði þetta lágt, og hugsandi, og þvi líkast, sem hann talaði það við sjálfan sig. Móðir hans rak upp skellihlátur, og þvi var það, ao hann þagnaði, „Góði Patri*k!“ mælti frú Barminster. „Það grun-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.