Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Blaðsíða 2
230 Þ JC ÐVjlLJINN. XXVI., 58. -59. ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. o? í Ameríku doll.: 1,50. Borgist íyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skrifleg ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og knupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. má ganga að því vísu, að það verði að eins í bráðina, og að landsbúar fái í raun og veru engu þar um að ráða, þóttráða eigi einir, en að stórveldin heimti, að þar verði fursti eða konungur á laggir settur. Meðal þeirra, sem nefndir eru sem fursta- eða konungs-efni í Albaníu — auk þeirra, er blað vort hefir áður getið , þá eru nú og tilnefndir: hertoginn af Abruzzeme, og egypzkur prins luad að nafni. — Hann er af albönskum ættum, en hefir alizt upp á Italíu, og ann mjög ítalskri þjóðmennmgu, að mælt er. Er stórvelda ófrið að óttast? Meðan er þrætan stóð sem hæðst milli Serba og Austurríkismanna, út af því, hvort Serbar fengju að halda hafnar- borginni Durazzo við Adría-hafið*), var því um hríð mjög almennt spáð, að eigi vrði komizt hjá stórvelda ófriði. Rússar fylgdu Serbum öfiuglega að máli, — tóku þegar að leggja nýjan veg, til að greiða fyrir herflutningi o. fl., til borgarinnar Toporeutz, sem er í grennd við landamæri Austurríkis Ungverjalands. Jafn framt höfðu Rússar þá og lið- safnað á Pólverjalandi, og víðar, — enda siðurinn, að menn eru reknir í hópum og láta reka sig á slátrunarvöllinn, er stjómendunum sýnist. Austurrikismenn tókust þá og að her- væðast sem ákafast, — eigi síður en Serbar —, og draga herlið að landa- mæmnum, er að Serbíu og að Rússlandi vita. Enn fremur lýsti þýzki ríkiskanzlar- inn, Beihmann-Hollveg, því þá og yfir í ræðu, er hann flutti í þýzka rikisþinginu, að ef bandamenn Þjóðverja, Austurríkis- menn, sættu árásum, myndi og Þjóðverj- um að mæta. Ræðan auðvitað í því skyni flutt, að draga úr vígahug Rússa, enda urðu og áhrifin þau, sem til var ætlast, að óðum fór að draga úr fylgi Rússa við Serba, og Serbar, er í skjóli Rússa — höfðu látið mjög vígamannlega, ogsagzt aldrei mundu sleppa borginni Durazzo, fóru þá og að verða mun deigari, og gera sig líklegri eða tilleiðanlegri til samkomu- '*) Borgin Durnzzo — nefnd á serbnesku Dratsh — hét i fornöld Epidamnos, en var síðar af Rórnverjum, nefrnl Dyrrhachium. — Hún var upphafiega byggð árið 625 f. Kr., en komst á vald Tyrkja seínt 4 miðöldunum, tekin herskildi árið 1501 e. Kr. Borgin (íbúar um 5 þús.) er siglingaborg mikil þótt eigi sé hún fjölmennari, og enda þótt böfn- in sé að vísu hvergi nærri góð, vegna sandgrynu- inganna, sem þar oru. lags, þótt mjög gremdist þeim, sem von var, hversu Rússar höfðu brugðist þeim. Fór loks svo, að Nicola Pasic (les: Pasjitsj), forsætisráðherra Serba (fæddur 1846), sá sig til knúðan, að lýsa yfir því, að Serbar myndu eigi alls ótilleiðanlegir j til að víkja i'ir Durazzo, þótt fána sinn | hefðu um hríð látið blakta þar, og kveðja I herlið sitt þaðan. Fari nú þetta svo, eins og líklegt j mun megja telja, mun mega telja það l alveg áreiðanlegt, að hjá stórvelda ófriði | verði þá stýrt að þessu sinni. En hefði Rússum og Austurríkis- mönnum lent saman, má telja víst. að Italir hefðu og — auk Þjóðverja — veitt Austurríkismönnum að málum (sbr. þrí- veldasambandið), en Frakkar þá einnig j séð sig knúða, að koma til skjalanna, og j veita Rússum, bandamönnum sínum. Sízt og að vita, hvort Bretar þá og j eigi orðið við ófriðinn bendlaðir, þar sem j vinfengi hefir um hríð verið eigi all-lítið ! milli þeirra og Frakka, en kali að mun til Þjóðverja, sökum þess, hve mjög þeir eru á seinni árum farnir að reyna að keppa við Breta, að því er til yfirráðanna kemur á sjónum. En sem betur fer, mun nú sneitt hjá þessum ófögnuði, stórvelda ófriðinum, að sinni, enda flutti Lundúna-blaðið „Times“ (les: tæms), 26. nóv. síðastl., grein nokkra er mjög mikla athygli vakti, og dregið mun hafa úr ófriðarhuganum að mun. I grein þessari er sýnt, fram á, að alls engin ástæða væri til stórvelda ófriðar, sem stendur, — hvorki blöðin nó þjóð- irnar, er slíks óskuðu, og ríkja stjórnirnar tæpast heldur, ekkert það áhuga-efni þjóð- anna efst á baugi, er slíku gæti valdið. Stórvelda-fundur. (Um Balkan-málin). Loks er nú svo langt komið, að full- trúar stórveldanna (eða þá flestra þeirra), sem og fulltrúar Balkanþjóðanna, er við ófriðinn hafa verið riðnar, hafa sezt á rökstóla í Lundúnum, til þess að semja um friðarskilmálana. Lundúnafundurinn hófst 16. des. þ. á., og er utanríkisráðherra Breta, Edward Grey lávarður, heiðursforseti hans. Mun þá vera svo að skilja, að ann- ar forseti sé þá og jafnframt, sem fund- arstjórnin o. fl. er ætluð. En Edward (xrey hefur, að því er segir í erlendum blöðum, talið þetta þrennt mundu verða aðal-verkefni fundarins: a, að trygga það að Albania verði sjálf- stætt ríki 1), að sjá um, að ekkert stórveldanna á- gyrnist nokkra af tyrknesku eyjunum í Ægæiska hafinu, hvað sem um þær verður að öðru leyti. c, að sjá um, að herskipum allra þjóða verði leyfð jafn frjáls leið um Darda- nella-sundið; —en samningar, er stór- veldin gerðu 1841, hafa til þessa ó- heimilað öllum herskipum, nema her- skipum Tyrkja, leið þar um. Hver vill ná i Milljónina? Um það er von fyrir hvern þann, ■ sem kaupir sór lotteriseðil í flokki þeim, sem í hönd fer af: Danska Kolooial klasse-Lotteríiuu sem er tryggt af danska ríkinu. í lotteríinu eru 50.000 hlutir, 21.550 vinningar og 8 verðlaun og nemur þetta alls 5 milljónuin 175.000 franka. Stærsti vinningurinn er, ef heppni fylgir: í.000.000 franka (ein milljón franka) og skiptist þannig: 450 þús. 5 á 15 þús. 250 — 10-10 — 150 — 24 - 5 — 100 — 34 - 3 — 80 - 64 - 2 — 70 — 210 - 1 — 60 — og 21.197 50 — vinningar á 40 — 500 300 250 30 — 200 150 20 — o. s. frv. 1 - 1 - 1 - 2 - 2 - 2 - 3 - Það er dregið einu sinni í mán- uði og kostar seðillinn í hverjum drætti: í þesíu er fólgið burðargjftld unáir seðilinn og ilr£.tt- arskrána. V, seðill kr. 22.50 V, — — 11-50 v4 — — 6.00 Vs - - 3.25 Vegna hinnar miklu fjarlægðar og strjálu póstferða verður að borga fyrir minnsta kosti 2 drætti í einu og má senda andvirðið í póst- ávísun eða ábyrgðarbréfi. Danska ríkið ábyrgist að vinningar sé fyrir hendi og eru þeir greiddir áu affalla. Vegna þess, hve líkindin lil vinn- ings eru mikil (nærri annað hvort nr. vinnur), er líklegt að seðlarnir seljist fljótt upp og skuluð þér þvi eigi fresta að panta þá. Utanáskript er: 0. Edeling, Köbenhavn Ö. Danmark. Um skiptingu á löndum Tyrkja i norðurálfunni, virðist hann því gera ráð fyrir, að Balkanþjóðirnar semji að öðru leyti sjálfar við Tyrki. Líklega þó nokkuð hæpið, að sú verði niðurstaðan, eða stórveldin vilji eigi, er til kemur, bafa þar einnig hönd í bagga. Tyrkir hafa hafið andmæli gegn því, að fulltrúi (Irikkja taki þátt í friðarsamn- ingunum, þar sem þeir hafi enn eigi sam- ið vopnahlé. En ekki er svo að heyra, sem þess- um mótmælum Tyrkja stjórnar verði þó sinnt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.