Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Blaðsíða 4
232 ÞJÓÐVILJINN. 7. gr. Island leggur fé á konungsborð og til borðfjár konungsættmenna, hlut- fallslega eftir tekjum Danmerkur og Is- lands. Framlög þessi skulu ákveðin fyr- irfram, um 10 ár í senn, með konungs- úrskurði, er forsætisráðberra Dana og ís- lenzkur ráðherra undirritar. Að öðru leyti tekur ísland ekki, meðan það tekur ekki frekan þátt í meðferð hinna sam- eiginlegu mála, annan þátt i kostnaðin- um við þau, en að greiða þau útgjöld, sem íslenzki ráðherrann í Kaupmanna- höfn hefir í för með sér (sbr. 6. gr.) Ríkissjóður Danmerkur greiðir lands- sjóði Islands eitt skifti fyrir öll 1,500,000 kr., og eru þá jafn framt öll skuldaskifti, sem verið hafa að undanförnu milli Dan- merkur og Islands, fullkomlega á enda kljáð. 8. gr. Nú ris ágreiningur um það, hvort málefni sé sameiginlegt eða eigi sam- kvæmt 3. gr. sbr. 9. gr., og skulu þá stjórnir beggja landa reyna að jafna hann með sér. TakÍ3t það eigi, skal leggja málið í gerð til fullnaðarúrslita. Gerðar- dóminn skipa 4 menn, er konungur kveð- ur til, tvo eptir tillögu Ríkisþingsins (sinn úr hvorri þingdeild) og tvo eptir tillögu Alþingis. Gerðarmennirnir velja sér sjálf- ir oddamann. Verði gerðarmenn ekki á eitt sáttir um kosningu oddamannsins, gengur dómsforseti hæstaréttar í gerðar- ardóminn sem oddamaður. 9. gr. Ríkisþing og Alþingi getur hvort um sig krafist endurskoðunar á lögum þessum, þegar liðin eru 25 ár frá því er lögin gengu í gildi, eða síðar. Leiði endur- skoðunin ekki til nýs sáttmála innan þriggja ára frá því er endurskoðunar var krafist, má heimta endurskoðun af nýju á sama hátt og áður, að 5 árum liðnum frá því nefndur 3 ára frestur er á enda. Nú tekst ekki að koma á samkomulagi meðal löggjafarvalda beggja landa innan tveggja ára frá því endurskoðunar var krafist í annað sinn, og ákveður konung- ur þá. með 2 ára fyrirvara, eftir tillögu um það frá Rikisþingi eða alþingi, að sambandinum um sameiginleg mál þau, er ræðir um i 5., 6., 7. og 8. tölulið 3. greinar skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyti, allt samkvæmt tillögu þeirri, \ sem fram er komin, eða liafi bæði þingin gert tillögu, þá samkvæmt þeirri tillög- unni, sem víðtækari er. 10. gr. Lög þessi öðlast gildi .... Athugasemd. Það er gengið að því vísu, að skipað verði fyrir, þegar föng eru á, með lögum, sem Rikisþing og Alþingi samþykkja og konungur staðfestir, um framkvæmd á rétti Dlands til þáttöku að réttu hlut- falli í breytingum á skipulagi því, sem nú er á þeim atriðum, sem um ræðir í 2. gr., svo og konungskosning, ef til 1 kæmi, svo og löggjöf um ríkiserfðir fram- vegis. Sömuleiðis er gengið að þvi vísu, að með því fyrirkomulagi, sem hór er stungið upp á, náist samkomulag um, að íslenzk stjórnarfrumvörp og Alþingislög verði á sama hátt eins og hingað til borin upp fyrir konungi í ríkisráðinu, eins og Is- land eftir 6. gr. uppkastsins á rótt á að láta fulltrúa fyrir stjórnarráð sitt vera viðstaddan við uppburð danskra mála í ríkisráðinu. XXVI., 58.-59. Yfirlýsing ráðherrans. Svo látandi yfirlýsing hefir „Þjóðv.“ borizt frá ráðherra, sem hann hefir óskað að birt yrði: „Um húð og jeg veiti samþykki til þess, að niðurstaðan af eftirgrenslunum mínum viðvíkjandi horfum sambands- málsins í Danmörku sé birt á prenti, skal það tekið fram, að uppkast það sem hór fer á eftir, er alls ekki tilboð frá Dönum né tillaga frá mér, heldur á að sýna það, sem jeg eftir undirtektum þeim, er jeg hefi mætt, verð að telja hið mesta, sem unt sé að fá framgengt í Danmörku nú, á grundvelli sambandslagafrumvarpsins 1908, í sambandi við tillögur þingmanna 1912, og það þó því að eins unt, að frum- varp, þannig lagað sé tekið upp að fyrra- bragði af Islendinga hálfu, og samþykkt af alþingi, áður en það er borið undir Ríkisþingið. Það er sett í frumvarpsform þannig, að breytingarnar eru settar inn í teksta sambandslagafrumvarpsins frá 1908, til hægðarauka við samanburð á frumvörpunum. Frumvarp verður því að ems lagt fyrir þingið af stjórnarinnar hálfu, að þjóðin hafi áður við nýjar kosn- ingar eða á annan hátt látið í ljósi, að hún óski þess, og engar ákvarðanir verða teknar um, hvort málið skuli, þannig vaxið, borið undir þjóðina, fyr en al- þingismenn hafa átt kost á að athuga það á næsta sumn. Þessar athugasemdir óska eg að sóu birtar jafn framt niðurstöðunni af eftir- grenslunum mínum í Danmörku. H. Hafstein«. 78 aði mig sízt að þú ættir svona rikt ímyndunarafl til. — þú ættir sannarlega. að semja einhverja skáldsöguna í tómetnndum þinum!“ TTngi maðarinn blóðroðnaði, en varð siðan náfölur. Svaraði hann móður sinni i »11 æstum róm: .Við Htum á fitið sitt frá hvoru sjónarmiðinu, móðir mín! Sért þú ánægð með sjónarmið þítt, jykir mór vænt um það, — þín vegna! En meira tölum við nú aldrei saman um þetta málofni!“ .Eins og þér þóknast!* svaraði frú Barminster. og ypti aptur öxlum. „Mér þykir leitt, að eg get ekki breytt lund minni, svo að þér sé að skapi; én mér er nú svo báttað, að mér hefur aldrei geðjazt að veiklunar- kenndri tilfinningarsemi, — fit æ fremur á hygginda hliðina! En fyrst maðurinn fannst í landareign okkar, verðum við að sjá um, að hann komist í jörðina, sem vera ber, — og ráðstafaDÍr í þá átt hefi jeg þegar gjört. — En um hitt er eg eigi fær, rð fara að sýta, og syrgja mann, eem eg alls ekki þekki. — Það get eg jafnvel eigi gert fyrir þig!“ Að svo mæltu, sýndi hún á sér fararsnið, en nam þó staðar við dyrnar, og !eit við. „Jeg hefi um aDDað að hugsa“, mælti hún, „þar sem Mary Stirling hefur nú rétt í þessu fundið sig knúða til þess, að sýna, að hún vilji vera óháð, — vill fara hóðaD, er hÚD er nú kominn á þann aldurÍDn, að eitt- hvað lið ætti að geta farið að vera að heDni. Vill þá fara að eiga með sig sjálfa — En eg hefi sagt hreint og beint nei, og vona eg, að þú, Patrick lávarður, verð- ir á minu máli, hvað þetta snertir! Jeg lít eigi að eins svo á málið, sem það sé réttur nrinn, að hún sé hér kyr, 87 Loks mælti hún: „Jeg held eigi, að Patrick lávarður geti sagt yður neitt, að því er föður yðar snertir! Það var tæpast, að hún gæti stamað þessu út úr sér. Hvernig gat maður þessi verið sonur gamla, þýð- lega mannsins, sem hún hafði átt tal við? Og svo kom það: Sagði hann eigi, er þau töluðu saman — þá stuttu stundina —, að hann væri maður, sem vælr ^jdveg einn síns liðs, er enga fjölskyldu eða ættiogja ætti. Hvernig gat maður þessi þá verið „sonur“ hans? Þa5 var, sem maðurinn skildi, hvað hún hugsaði, og gerðist hann þá all-þungbrýnn. „Jæja! Þér trúið mér ekki? Þér trúið því ekki, að eg sé sá, sem eg segist vera?“ Mary styggðist, sneri sór við, og ætlaði einhverju að svara í þá áttina, að hann æcti kollgátuna. En henni datt þá í hug, að þá kynni hann að gruna, að G-regory hefði komið þangað, og sizt að vita, hvað illt gæti þá af þvi hiotizt. Hún stillti sig því, en svaraði skjótt, og þó hálf- hikandi: „Ekki hefi eg neina ástæðu, til að tortryggja yður, en — en saga yðar sýnist þó kynleg! Þér segist vilja ná tali Patrick’s lávarðar, sem er veikur. — „Hann —“ Hún þagDaði allt í einu, þvi að ókunnugi maður- inn einblíndi etöðugt á hana, og lá við, að hann ræki upp skelli-hlátur. Hann hrósaði happi, með sjálfum sér, og taldi hæpið, að svo langt væri komið, hefði hann eigi rekizt á Mary.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.