Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.12.1912, Blaðsíða 5
XXVI., 58 - 59. 235 IÞJOÐVJLJINN. Dm eptirmæli. —o— Herra ritstjóri! Jeg ber mikla virðingu fyrir yðar beiðraða blaði, og mundi meira að segja kaupa það, ef jeg ætti fyrir því. En eitt þykir mér þó að því. Þór megið ekki reiðast, þó að eg segi yður það, að þér kunnið ekki að skrifa um dauða menn. Ekki eins og sá sem vald hefir, ekki eins og sumij kunna. Það er allt of persónulaust hjá yður; það ber allt of lítið á ydur sjálfum i eptirmælunum. A ©g nú að segja yður hvernig þér eigið að skrifa? Nú deyr einhver heldri maður, og þá setjið þér nú auðvitað fyrst þessi venjulegu „data“ um fæðingu og ætt, liám og stöðu, hjónaband og börn, krossa •og trúnaðarstörf o. s. frv. En svo byrjið þér einhvern veginn svona t. d.: „Þótt hinn látni merkismaður væri orðinn fulltíða áður en eg gat girt mig, kynntumst við samt þá þeg- ar, og sá eg óðara hvað i honum bjó. Það mun standa einhvers staðar í gam- alli blaðagrein eptir mig, að eins og sauðakynið væri bezt í átthögum hans, þannig mundi hann og verða afbragð annara manna. — Jeg kunni nú að skriía bæði í gamni og al\öru í þá daga. — En sökum fátæktar mundi hann aldrei hafa menntast, ef ekki hefði atvikast svo, að jeg bauð honum að segja honum dá- lítið til, og varð jeg þá jafnframt að semja kennslubækurnar sjálfur, því að jeg kunni ekki við þær, sem áður höfðu verið skrifaðar. Minntist hann þess opt þakklátlega siðar, þegar hann var orðinn frægur vísindamaður, hverjum hann átti það í raun og veru að þakka. Um fróð- leik hans þarf ekki að fara mörgum orð- um, hann er kunnari en frá þurfi að segja, einkum af því, sem eg hefi skrifað um hann. Þar sem svo stóð á, að hann skorti þekkingu, var einn maður honum litils- háttar hjálplegur — maður, sem sizt sæti á mér að nefna. Hann var og sjálfur jafnan hinn hjálpsamasti við aðra vís- indamenn, og af honum lærði jeg að strika pappir og brjóta blað við það sem jeg vildi finna aptur í bókunum. Sama er að segja um dugnað hans á öðrum svæðum. Meðal annars fékk jeg hann einu sinni i lið með mér til þess að stofna fólag, og var hann ágætur félagsmaður, og gekk allt vel, meðan einn viss maður var formaður, og við átum saman; en þegar hann tók við stjórninni skipti auðvitað um, og er það ekki sagt honum til lasts. Brjóstgóður var hann og góður vinur vina sinna. Það var t. d. einu sinni, að jeg kom honum til að hjálpa ungum rit- höfundi, fátækum, sem hann hafði ekki kunnað að meta, fyr en jeg kom til. Að vísu var hann lengi tregur, en mér tókst það þó með lempni og festu. Síðan þótti þessum manni allt af vænt um hann, en ekki að sama skapi um mig, þótt undar- legt só. En eins og opt vill vera um slíka menn, sem hinn framliðni var, gat það borið við, að tilfinningarnar bæru dómgreindina ofurliða. T. d. kom hann einu sinni að mér, þar sem jeg var að vinna fyrir hann og hafði allan hugann á þvi, að gera ekki meira en jeg var skyldugur til. Þá stökk hann upp á nef sér, sagði að jeg svikist um, og vildi ekki borga mér umsamið kaup. Jeg lót mig nú ekki, gamli maðurinn, og þetta hjálpaði mér til æðra skilnings á mann- inum. öet jeg ekki þessa hér til þess, að kasta rýrð á hinn mikla mann, held- ur til þess, að sýna hve snemma mér var innrætt réttlætistilfinningin. Eins og menn vita, var jeg ýmist með hinum látna höfðingja, eða móti, i stjórn- málabaráttunni. Það er engin furða í landi, þar sem flokkarnir bíta sífellt hver í rófuna á öðrum, og ekki gat hann allt af verið í meiri hluta. En þetta ætti einmitt að vera til þess, að jeg gæti því betur dæmt um manninn, og að menn tryðu mér því betur til þess, þegar jeg nú lýsi yfir því, að mór var auðvitað aldrei alvara með allar þær æruleysis- skammir, sem jeg lót út úr mér um hann. Jeg veit auðvitað vel að hann sagði aldrei neitt nó gjörði móti betri vitund, þó að afstaða mín heimtaði að jeg lóti það í veðri vaka. Að endingu þakka jeg hinum mikla manni í nafni mínu og alls landsins fyrir æfistarf hans“. Sjáið þér nú til, herra ntstjóri! Ein- hvern veginn svona verðið þór að skrifa, til þess að láta mönnum skiljast það, að það séuð þér einn, sem eruð sjálfsagður 86 „Jó, jeg hefi heyrt það!“ mælti hún lágt. „Þtð eru nú tiu dsgaru, mælti maðurinn, „siðan eg skildi við hann í borginni. Hann var ekki laus við að vera dálítill sérvitringur, karlinn! Honum þykir gaman, *ð vera einn á flakki, og veit eg því naumast, hvers vegna hann )ét mig fylgjast með sér til Englands! En haDn sagði mér að bíða sín í Lundúnum! Jeg hefi nú oggert það, en þegar dagurinn í gær leið, án þess mérbæiistnokkuð "bréf frá honum, ásetti eg mér, að bregða mér hingað, og jjeg vcit, að einhverstaðar bér hlýtur hann að vera!“ Þau voru nú komin að einum bekkjanna, er stóðu uiður við sjóinr, og nam Mary þar staðar. Hún var þreytt og angurvær. — Skyldi það geta verið, að einhver óhamingja vofði yfir Patrick? Það var því líkast, sem hana væri að dreyma ein- Sivern voðalegan draum. Ókunnugi maðurinn lét sem hann skimaði í allar áttir, en horfði þó mest á MBry. „Það er eitthvað, sem bakar stúlkunni áhyggjur“, hugeaði hann með sjálfum sér. „Henni stendur stuggur af komu minni hingað! Jeg verð að fara varlega að öllu! Hetur verið, að hún geti orðið mér að mesta liði! Það var heppni, að eg skyldi rekast á hana!“ „Jeg vonau, mælti haDn hátt, og þó mjög hæversk- lega, — „voua, að þér fyrirgefið mér, þyki yður eg vera •of nærgÖDgull! En eg er kvíðafullur, föður mins vegDa, ,því að haDn er farinn að eldast, og eigi vel hraustur!“ Mary beyrði naumast hvað hann sagði, því að hún ihafði allan hugann á því, hvernig hún ætti að aptra þvi, að hann hitti Patrick. Hvað gat eigi hlotist illt afþví? 79 heldur tel eg hana og alveg ófæra um það, af fara að eiga með sig sjálf, — verða búðarjungfrú, eða þvi um likt. — Öl!u fé, sem varið hefur verið henni til menn- ingar, má þá telja á glæ kastað”. „.Ta!u sagði Patrick lávarður. „Hefðu þá máttvera óhræ ðir á bankanum, unz húu varð myndug, — hefðu þá aukizt sð vöxtum“. Þetta sagði bann svo stillilega, en þó í svo ákveðn- um róm, að roðinn kom fram í kÍDDarnar á trú Barminster. „Það er nú gömul sagau. mælti Patrisk lávarður enn fremur, og fitlaði við pappírskurðarhnífinn, er lá á borðinu fyrir traman hann „gömul saga, að Mary hafl verið hér, sem þiggjandi náðarbrauð hjá okkur, því að ekki er þér síður kunnugt um það, mamma, en mér, að féð, sem varið hefur verið henni til menningar, hefur ©igi verið tekið úr okkar vösum. — Það er að vísu satt að Mary hefur átt hér heimili, — eða eitthvað, sem því nafni átti að nefnast, en misskilningur er það, að hún sé nokkuð upp á okkur komin, og fæ eg alls ekki séð, að við eigum heimtingu á nokkuri þakklátssemi frá henai, þar sem við höfum engu til hennar kostað, og hún eigi átt hór neinum sældarkjörum að sæta. — Furðar mig mest á því, að hún skuli eigi hafa viljað koma sér héð- an, fyr en nú. — Tel eg eigi sennilegt, að hún leiti minna ráða, en geri hún það, býst eg eigi við, að geta talið henni hughvarf, þó að þér þyki við geta haft not hennar, nú orðið“. Frú Barminster gjörðist all-þungbúin. „Jeg held nú reyndar ekki, að hún spyrji þig ráða“, rnelti hún, og reyndi að láta svo, sem hún talaði blátt léfram, en mér þótti þó rétt, að skýra þér frá þessu, þar

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.