Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1913, Blaðsíða 4
24 jÞJOÐVILJINN. XXVII., 6.-7. Hjón nokkur, og vinnukona þeirra, voru nýlega myrt i Ortwig (milli borg- anna Berlínar og Stralsund). Tvær dætur bjónanna höfðu morð- ingjarnir lokað inni í klæðaskáp, meðan er morðið var framið, — ekið líkum hjónanna síðan burt, og íalið í heystakk, en kveikt síðan 1. —• En líkin fundust þar, áður en brunnin voru. Svissaraland. 'Þar er lýðveldisforsetinn að eins kos- inn til eins árs í senn, sem kunnugt er. Forsetinn í ár heitir Eduard Muller. Frá Vestur-íslendingiim. Fregnir frá Vestur-íslendingum segja, að síra Jón Bjarnason í Winnipeg, er verið hefir prestur Vestur-íslendinga í þrjátíu ár, eða þar um, ætli nú að láta af prestsþjónustu, — kenni sig eigi mann til þess lengur, að gegna prestsembættinu. Mælt er að hann muni og bregða sér til íslands á komanda sumri. Maður drukknaði fyrir nokkru mður um ís á Winnipegvatninu. Hann var þar við fiskiveiðar. Maður þessi hét Július Guctmundsson, og var að eins hálf-þrítugur. Hitt og þetta. Norska blaðið „Spegjelen“ getur þess, að daginn eptir kosningarnar í Noregi í haust, er leið, oafi kona nokkur komið i búð, til að kaupa sykur, og hafi þá orðið fokvond, er hún heyrði að verðið væri hið sama, sem verið hafði. Einhver Imfði sagt henni, að yrði sá kosinn, er kosninguria blaut, lækkaði sykurpundið um 20 aura, þar sem tolluriun félli þá niður. Á GRÆNLANDl eru alls gefin út tvö blöð, bæði rituð á tunga Eskimóa, en að eins prentuð 650 eintök af báðum, þ. e. þá líklega um þrjú hundruð eintök af hvoru blaðinu um sig. Samkvæmt síðustu skýrslu dönsku hagfræðisskrifstofunnar voru alls 64 barna- skólar á Gfrænlandi, og tala barnanna, er þá sóttu, alls 2541. Ljósmæður eru alls 76 að tölu á Q-ræn- landi, en grænlenzkir aðstoðarprestar (,,Kateketar“) 130 að tölu. I grennd við verzlunarstaðinn Uma- nak, við Umanak-fjörðinn á vesturströnd Grænlands, hefir siðustu árin verið rekin kolanáma, og þykja kolimþaðan eigi eins hitamikil eins og ensk kol, en brenna reyk- og loga-laust. Fólkinu a Gfrænlandi hefir ögn fjölgað síðustu árin, en sízt þar að vísu við fram- förum að búast, meðan danska einokunar- verzlunin læsir allt í heljar-greipum. Stúlka fyrirfer sér. Stúlka nokkur, Ólöf Jónsdóttir að nafni, ætt- uð úr StykkÍ8hölmi, hvarf ný skeð í Vestmanna- eyjum, og er talið víst, að hún hafi fyrirfarið sér, — Kklega þá drekkt sér. Hún hafði verið all-þunglynd um hrið. og er gizkað á, að það hafi verið tilofnið til tiltæk- is hennar. Búnaðarnáinskeið að Þjórsárt&ni. Það var haldið 6. —11. janúar þ. á. (1918), og nemendur alls 54 að tölu fallir úr Árnes- og Rangárvalla-sýslum.) Fyrirlestrar voru haldnir: um jarðvepnn oq sáðræktina — um verk- færi — um hirðinq og kynbœlur sauðfjár — um steinsteypu oq liúsabyggíngar £— um heyverkun — um fðður og fóðrun — um mjaltir og mjaltavélar — um trjárækt til hsimilisprýðis — o. fl. o. fl. i'yrirlestrana fluttu: alþingismennirnit Jón Jónathansson og Sigurður Sigurðsson, Jón verk- fræðingur Þorláksson, Einar E. Sæmundsen (skógarvörður), Jón H. Þorbergsson (fjárræktar- maðurj, og Valdimar búfr. Bjarnason í Ölves- holti. Hr. Kári Arngrímsson frá l.jósavatni leið- beindi og í íþróttum. Áheyrendur nokkrir alla dagana. auk nem- endanna, — flestir, að þeim með töldum, nær hundrað. Úr Árnessýslu. Að tilstuðlan ungmennafélagsins í Sandvíkur- hreppi o. fl. var skemmtisamkoma baldin að jSig- túnum við Öifusárbrúua milli jóla og nýárs, — sýndur álfadans, sem svo er nefndur, og var þar fjölmenni .all-mikið saman komið. 25. janúar þ. á. (1913) mintist og ungmenna- félagið á Stokkseyri afmælis síns, — hélt skemmti- samkomu, þar sem kvæði voru sungin, íþróttir sýndar (glímur, aflraunir o. fl.), og sjónleikur sýndur á leiksviði. 118 -Fögur knrteisis-orð“, mælti bún. „Þau fæ eg hvergi veglegri, eða betur úti látin, en frá yður, br. Harconrt! En nn erum við komin að húsinu, og vona eg, að aHt sé nú til, og sð sjónleikirnir takist að óskum!“ Þegar þau voru komin inn i húsið, skildu þau, og Lols fór upp á berbergi sitt. Hún var nú í bezta skapi, hló, og klappaðí saman höndunum, er hún var komin í einrúmið. rJeg skal vinna!“ mælti bún. „Það sem slapp út úr Harcourt skal hjálpa mér! Mig grunaði það, að um eitthvert leyndarmál hlyti að vera að ræða, og það nota eg mér i vil, er eg hefi komizt betur á snoðir um a11t“. Mary var í íllu skapi, er hún var að týgja sig, til að taka þátt í veizlnnni, sem halda átti þá um kvöldið, — hetði holzt kosið, að sitja grafkyr á herbergi sinu. Hún vsr, bæði hrædd, og kviðin, — klakkaði að vísu til kvöldsins, en lagðist þó íllla í hana. En er Mary hafði lokið við að klæða eig, gekk húu út að glugganum, og horfði út um hann. Datt heDni þá í hug, hverju bún hafði lofftð, og skalf þá og nötraði. Breyttí bún réttilega? Hefði húo eigi átt að skýra frú Barminster frá því, er gjörzt hafði? 8ízt að furða, þótt Mary væri í vafa. — En nú varð eigi úr bætt, nema hún færi þá ina til frúarinnar. og segði henn, hvað gjörzt hefði, en það átti hún bágt með. „Segi eg henni frá því“, hugsaði Mary, „svarar hún að eins með fyrirlitnÍDgu! Hefi eg eigi rekið migáþað? Hún er steinharkan sjálf, — og kann ekki að bræðast! 127 Maðurinn skildi. hvers kyns var, og fór að hlægja. Jog veit“, mælti hann, „að þér viljið losa húsráð- endnr við hræðslu, — að minnsta kosti annan þeirra. — En fyrst. þér komuð, segið mér þá, hvað yður er í hugal Jeg segi vður svo, hvað mér býr í skapi!“ Mary þagði um hríð, ev mælti eíðan lágt, og þó með skýrri röddu: „Ef eg segi yður hugsanir mínar, mun yður eikki geðjast að þeim“. Leith yppti öxlum. „Jeg er ekki hræðslugjarnu, mælti hann. „Talið, sem yður býr í skapi!u Mary herti nú upp hugann, og mælti síðan : „Þér tjáist vera sonur Gregory Barminster’s en því trúi jeg ekki, og skal eg segja yður hvað veldur. — Jeg átfi tal við Gregory Barminster kvöldið er hanu kom hingað, og sagði hann mér þá, að hann væri ein- stæðingur í heiminum, ætti hvorki konu eða börn. — Kvaðst hafa brugðið sér til Englands, til að sjá fornar stöðvar, af þvi að —“ Meira gat hún eigi sagt, með því að hún komst mjög við, er hún minntist gamla mannsins. Jobn Leith stóð grafkyrr, og horfði á haDa. „Þér eruð sannarlega huguð“, mælti hann, og það í fyllstu alvöru, — furðaði, að hún skyldi hafa þorað, að koma til fuodar við sig, henni gagnókunougan. Hann horfði nú nokkur augnablik þegjandi á hana- „Jeg geri hvorugt, að segja, að þér farið með rétt, eða rangt mál“, mælti hann að lokura; „en eitt segi eg yður, og það er það, að hvort sem eg er sonur Gregory BsrmÍDSter, eður eigi, þá er um glæp að ræða, er fram-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.