Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1913, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 20.02.1913, Blaðsíða 7
XXVIL, 6.-7. ÞJOÐVILJINN. 27 Yerzlunar og MðarMs á Reyðarfirði, ásamt bryggju, er til sölu eða leigu, allt í góðu standi. J?ar sem Fagradalsbrautin er nú í þann veginn að verða fullgerð, er hér álitlegur staður til verzlunar. Lysthafendur eru beðmr að snúa sér t.il undirritaðs. JaKob Gunnlögsson. Kaupmannahöfn K. Brotist kvað og hafa verið inn í jreymsluhiiB „milljónafélagsinB11, sem rvo er nefnt, og Btolið þar bO—40 kr. i peningum. •f Aðfaranóttina 7. þ. m. andaðist hér i bæn- um frú Vilhelmina Bartels, 65 ára að eldri, fædd i Keflavíkurverzlunarstað í GullbringuBýBlu 22. -des. 1847. Foreldrar hennar voru: Martin Glausen (dansk- nr kaupmaður) og Þorgerður Gunnlaugsdóttir, frá AsláksBtöðum i Gullhringusýslu. Arið 1874 giptist hún á ísafirði Heinrieh Jo- han Bartele, verzlunarmanni, er varð verzlunar- ®t.jóri í Keflavík 1882. Þaðan fluttu þau hjónin hingað til Reykja- Vikur 1804, og dvöldu hér síðan. Af níu hörnum þeirra hjóna eru þessi sjö á I lifi: ( 1. Þorgeiður, ógipt. 2. Louise, gipt Hannesi Thorarensen, sem I er forstöðumaður „sláturfélags Suðurlands11 hér í bænutn. 3. Ingileif, gipt Agúst prentara Sigurðssyni í Reykjavik. 4. Hedvig, gipt Ól. póstafgreiðslumanni Blön- dal i Reykjavík. fi. Arndis, gipt Haraldi'verzlunarmanni Árna- syni. 6. Garl, úrsmiður. 7. Martio, bankaaðstoðarmaður. Banamein hennar var hjartaslag. Aðal-fundur „íshússfélagsins við Faxaflóa11 var haldinn hér i bænum 3. febr. þ. á. Agóði félagsins hafði árið, sem leið, að öllum kostnaði frádregnum, orðið 6 þús. krónur, og var ákveðið að greiða hluthöfum 20°/0 arð af hlutabréfa-upphæðinni. Formaður félagsins, hr. Tr. Gunnarsson, er 8&nga átti úr stjórninni, var endurkosinn, Akveðið var, að byggja á komanda vori nýtt ishus fyrir félagið (steinsteypuhús), er sé 25X16 alnir að stærð, og vegghæðin 12 álnir. Auk innbrotsþjófnaðanna, sem getið er hór að framan, hefir og ný skeð verið framinn inn- brotsþjófnaður á tveim öðrum stöðum hór í bænum: I. Brotist inn í „Félagsbókhandið11,—stung- in upp peningaskúffa, og teknir tuttugu aurar, er þar voru. II. Brotist inti i skrifatofu íshússins við Faxa- flóa, — opnuð peningsskúffan, og hirtar þar um tuttugu krónur. Ekki er enn neitt orðið uppvist um það, hver eða hverir séu að verknaði þessum valdir. Sjö.vikna fastan hófst2. þ. m. (á kyndilmessu), og er nú byrjað að halda miðvikudagspró likanir — „föstu-prédikanir“, eem svo eru nefndar — í dómkirkjunni hér í bænum. Dúmkirkjuprestarnir, síra Jóhann og síra Bjarni, skiptast á um að halda þær. sinn mið- vikudaginn hvor. ý 5. þ. m. andaðist hér í bænum ungfrú Rósa Jónsdóttir. Foreldrar hennar voru hjónin: Ingibjörg Kapr- asíusdóttir og Jón ±>,smundsson. sem engi hefir verið við afgreiðslu sameinaða gufuskipafélags- ins hór i bænum. „Sterling“ lagði af stað héðan til útlanda að kvöldi 11. þ. m. Meðal farþega héðan til útlanda voru: Banka- stjórarnir Sighv. Bjarnason og Tofte, Forberg símastjóri, kaupmennirnir Garðar Gíslason, H. S. Hanson og Vald. Thaulow, ullarmatsmaður Sigurgeir Einarsson og ljósmyndasmiðírnir Carl Olafsson og Pétur Brynjólfsson o. fl. o. fl. A stúdentafélagsfundi, sem haldiun varhérf bænum að kvöldi 1þ. m., hóf bankaatjóri Bjöm Kristjánsson umræður um Landsbankann „Botnía“ kom hingað frá útlöndum 13. þ. i«. Meðal farþegja, er hingað komu, voru: Guðm, listmálari Thorsteinsson, Kofoed Hansen (skóg- ræktarstjói), Páll agent Stefánsson o. fl. Frá Vestmannaeyjum kom og Brillouiu, fyr konsúfl Frakka. — Vesta afskapa veður hlaut „Botn(a“ á leiðinni« hingað frá Vestmannaeyjum. hlaft eptir Aasberg skipherra, að eigi hafi hann í verra veðri á sjó verið. Nýja hafnarbryggjan í Hafnarfirði var vígð sunnudaginn 10 þ. m. Jebrúar), og þá haldið þar samsæti, að tilstuðlan bæjarstjórnarinnar. Boðið var þangað héðan úr bænum: Ráðherra, landritara, Birni bankastjóra Kristjánssyni (þm. Gullbr. og Kjósarsýslu), og einhverjum fleirum. A leið „Botníu“, hingað til landsins að þessu sinni, kviknaði í olíufatnaði, sem geymdur var i kassa í lestinni, — hafði kviknað í ósjálfrátt. Skipherra lét þegar dæla vatni f lestina, og varð eldurinn þá óðara slökktur. RITSTJÓRI OG EIGANDI: KÚLI T HORODDSEN, Prentsmiðja Þjóðvijlans. 124 Frú Harcourt skildi ekkert í því, hvernig á þvi gat staðið, að sonur hennar sneiddi sig alveg hjá Mary Hún reyndi aptur og aptur að leiða athygli hans að sér, en hann sinnti þvi eigi, og þótti gömlu konuDni það miður. „Hefur yður og Filippusi borið Dokkuð á milli?u Enselti hón við MaJy. IJnga stúlkan rétt brosti. „Þsð eru margir dagar, síðan eg hefi talað eitt orð við hr. Harcouit“, mælti hún. Frú Harcourt glennti upp augun. „Getur það verið?“ sagði hún. „Og þó er hann hér nær eÍDatt, sýknt og heilagt!u mælti hún enn tremur. Mary reyndi aptur að brosa. En nú var tilbynt* að miðdegisverðurinn væri á borð borinn, og varð því eigi meira úr samræðu þeirra að sinni. (xarriall maður, fremur vandræðalegur, leiddí Mary j1 borðs, og sinnti hun honum, sem henni var lagið. Patrick, er sat fyrir öðrum ©Ddanum á borðinu, vertti henni mjög nákvæma eptirtekt. ^ .. ^ve bÍart» °& unaðslegt, hlyti eigi lif hans að verða, honum, að verða astar hennar aðnjótandi! n eg verd í kvöld að segja henni, sem er!“ hugsaði nann stöðugt. , þcssar hugsanir sinar, hafði bann hugann svo ig undinn, að hann gætti þess þrásinnis alls eigi, að wvara, er Lolu yrti á hann. Lola beit sig í vörina, og gramdist enda að mun, eigi bvað sízt, er henni var litið framan í frú Ba»- 121 mig snertir, að játa það, að jeg er ekki svo tilfinningar- næm, að eg sé að sygrja það, sem eg get eigi’litið á öðru vísi, eu sem hugsunarleysis verk ókunnugs manns, þótt í ákveðnum tilgangi hafi óefað framið veriðu. „En þarna kemur Patrick“, mælti frú Barminster «nn fremur, „og gengnr nú aleinn! Mesta furða, hve batannm miðar fljótt áfram!u Lola leit við, og sá þá, að Patriak kom ofan stigann. Annari höndinni studdist hann við stafinn sinn, en hinni hélt hann um rimlana, sem voru anDars vegar stigans. En hve hann var nú tallegur, — aadlitið svipmikið, og karlmannlegt! Hve mikið myndi heDni eigi þykja til hans koma! Aldrei skyldi hún gefa honum tiletni til þess, að kalla sig harða, og kuldalega! Hún gleymdi nú öllu, nema honum, og gekk þegar nokkur fet móti honum. Frú Barminster gaf henni auga, og brosti all-ein- kennilega. Henni þótti fyrirætlun sin, — að hegna Lolu fyrir Utnliðna tímann, hafa tekizt vel. Henni var ánægja að því, þó að margt væri það, er angraði hana, og gerði henni gramt í geði um þessar mundir, — ánægja að því, að sjá, að syni hennar virtist vera alveg sama um Lolu. Frú Barminster gekk nú brott frá Lolu, og fór að spjalla við aðra gesti sína, og yrti þá, meðal annnars, á frú Haroourt, er stóð við hliðina á Mary. Það var sem kynlegur eldur brynni úr augum henn- •ar, er hún leit á Mary.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.