Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 2
123 ÞJOÐVILJINN XXVII, 33.—84. ÞJÓÐVILJINN. Verð árgangsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 50 a., erlendis 4 kr. 50 a. o°r i Ameriku doll.: 1,50. Borgist fyrir júnímánaðarlok. Uppsögn skrifleg ógild nema komin só til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína yrir blaðið. Launahækkunarfrumvörpin felld. Hraklegasta íitreiðin, sem nokkur stjórn hefir fengið. Launahækkunarfrumvörp stjómarinn- ar vora rædd í neðri deild 25. júlí þ. á. Þar varð niðurstaðan sú, að launa- hækkunarfrumvörpin voru öll felld. Með hækkun biskupslaunanna greiddi t. d. alls enginn atkvæði, nema háyfir- dómarinn (hr. Kr. J.) — aleinn. Að því er launahækkun landi itara og skt ifstofustjóranna i Stjórnat i ádinu snert- ir, varð stjórnin þó enn liraklegar úti, því að þar fylgdi henni — alls enginn. Tveir á bát reru þeir Jóhannes sýslu- maður og Jón bæjarfógeti Magnússon, að því er laun háyfirdómarans, og hinna yfirdómaranna, snerti. Með launahækkunpdsfwewtera, lands- simastjóra og vet kfi œdings landsins greiddi engin atkvæði, — allir þar á móti, nema Kr. J. aleinn, er eigi greiddi þó atkvæði. Söm urdu og úislitin ad þvi er önn- ur launahœkkunar ft umvóip stjór narinnar snerti, — stjórnarmennirnir í deildinni farandi í nær öllum tilfellunum það lengst, að greiða ekki atkvæði, þ. e. vera hvorki með né móti. Óhætt að fullyrða, að öllu hraklegri meðferð hafi aldrei nokkur stjórn ínokk- uru landi ordid ad sœta. Lögreglumenn í Pétursborg fundu í vor poka, er var á reki í stór-ánni Neva, og sáu þeir, er að var gætt, að í pok- anum var partur af mannslíkama. Síðar fundust og tveir aðrir pokar á reki í ánni, og var þar í það, sem á vantaði mannslíkamann. Hefir nú orðið uppvíst, að maðurinn, sem drepinn hafði verið, hét hr am Jagello, og hafði kona hans, með tilstyrk annars kvennmanns, myrt hann í svefni, er hann einhverju sinni hafði að vanda komið heim drukkinn. Líkinu höfðu þær síðan skotið undan, sem fyr segir. Canterno-stöðuvatnið á Ítalíu hvarf nýlega gjörsamlega. Stendur þar nú eldstrókur hátt í lopt upp, sem vatnið var áður. Viti á Straumnesi i Norður-ísafjarðarsýslu. Eins og getið var í síðasta nr. blaðs vors, bar þm. Norður-ísfirðinga (Sk. Ih.) fram þingsályktunartillögu í neðri deild, um skodun vitastœdis á Str aumnesi i Nord- ur -lsafjar darsýslu. Þingsályktunartillagan var svo látandi: „Neúri deild Alþingis ályktar að skora á landstjórnina, að lita, svo fljótt, sem unnt er, skoða vita-stæði á Straumnesi í Norður- ísafjarðarsýslu, og gera áætlun um kostn- aðinn við v'tabyggingu þar“. Þingsályktunartillaga þessi var síðan rædd á þingtundi neðri deildar. Flutningsmaður tillögunnar (Sk. Th.) gat þess, að tillagan væri bonn fram samkvæmt tilmælum eigi all-fárra manna í Sléttuhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu, eins og þingmönnum hefði gefizt kostur á að kynna sér á lestrarsal Alþingis, þar sem áskorunin hefði verið lögð fram. Sýndi hann síðan á ýmsa vegu fram á, hve afar-bl’ýn nauðsynin væri, að því er vitabygginguna á Straumnesinu snertir, og skírskotaði í því efni eigi ad eins til fyrgreindrar bænarskrár, eða áskorunar, Sléttuhreppsmanna, heldur og til áskor- unar ýmsra skipnerra, og til áskorunar frá „Fiskifélagi íslands11, er að sama mál- efm lúta, og sýna það glöggara en allt annað, hve afar-rika nauðsyn sjómanna- stéttin telur hér vera um að ræða. Skjöl þessi hafa bæði verið lögð fram á lestrarsal Alþingis, og er skjalid frá skipherrunurn svo hljóðandi: „Samkvæmt ákvæði um fjárveitingu*) til byggiugu vita við strendur íslands, er oss kunnugt, að í ráði sé, að uæsti viti, sem tyggja á, sé reistur á Ingólfshöfða. — Ef svo er. þi leyfum vér oss virðingarfyllst, að skora á hið háa Alþingi íslendinga, að á því sé gjörð sú breyting, að vitinn sé reistur á Straumnesi á Ströndum. Þessi tilmæli vor eru byggð á þeirri reynzlu, sem vér höfum á siglingum okkar íslendinga hér við land. Eins og öllum er kunnugt, eru okkar aðal- flskistöðvar — svartasta skammdegið —- mán- uðina okt., nóv., des., jan. og frara í febr., fram undan þeim stað, sem vér mælumst til, að vitinn sé reistur. Enginn vafi getur því á því leikið, að þar þarfnast íslenzk fiski- skip tyrst vita settan, sem verið er að veið- um dimmasta og erfiðasta hluta ársins. Reykjavík 11. júli 1913. H. Kr. Þorsteinsson Geir Sigutdsson skipstj., s/s „Skúli fógeti“. skipstjóri Jón Sigurdsson M. Magnússon. skipstj., s/s „Jón forseti“. Jóhannes Bjarnason Kr. Kristjánsson skipstjóri, s/s „Atlas“. skipstjóri. Einar Einarsson Jón Jónasson skipstjóri, s/s „Albatros11. skipstjóri. Jón Jóhannsson. K. Þorsteinsson. skipstjóri. skipstjóri. Gudm. Jónsson Þorgrimur Sigurdsson skipstjóri. skipstjóri, s/s „Apríl“. I. Gottsveinsson skipstjóri. *) í frumritinu stendur að vísu: „Samkvæmt ákvæðum fjárveitinga til bygginga vita“ o. s. frv., sem hlýtur að vera misritan, og því af oss í blaðinu leiðrétt, sbr. meginmálið. Ritstj. En áskorunarskjalid frá »f iskifélagi Islands« er svo látandl: Frfkifélag íslands Reykjavík. Askorun, dagsett 11. júlí, frá nokkrum skipstjórum, um að þingið samþykki *ð byggja vita á Straumnesi, norðanvert við ísafjarðardjúp, hefir verið send oss til um- sagnar. Með því að oss er kunnugt, að síðari ár hafa innlendir botnvörpungar og þilBkip, og auk þess opnir bátar af ísafirði, fiskað á þessu svæði um þann hluta ársins, sem nótt er dimm, og verða opt að leita lands, undan ís og íllu veðri, þá vilum vér mæla með þessari áskorun, og óska, að viti verði reist- ur þarna sem fyrst. Virðingarfyllst. Reykjavík 18. júlí 1913. I stjórn Fiskifélags Islands Matth. Þórdarson. Tryggvi Gunnarsson. Jón Ólafsson. Til Alþingis. Deildin tók málinu yfirleitt vel, og urðu þ\d þær lyktir á, að þingsályktunar- tillagan var samþykkt. Telja má því óefað, að stjórnin vindi svo bráðan bug að þvi, sem unnt er, að láta rannsaka vita-stæði á Straumnesinu, þ. e. láta vita-umsjónarmanninn fram- kvæma nauðsynja-starf þetta jafn skjótt er hann fær tóm til. Grlatt þykjumst vér þá geta sjómanna- stéttina, og þá eigi síður Norður-ísfirð- inga, með því, að Straumnesvitinn verði síðan, er rannsókn vita-stæðisins er um garð gengin, látinn sitja fyrir öðrum vit- um hér á landi, enda nauðsynin óefað hvergi jafn tilfinnanleg. Hit t og l>etta. Elzta kona á Þýzkalandiheitir Hedwig Straw ia, og á heima í Posen. Hún er 118 ára að aldri, og hefur þó til þessa getað sinnt um jarðeplagarða o. fl. Norska blaðið „Spegjelen“ getur þe9s, að dr. phil. Jacob Jacóbnm bafi nýlega samið orðabók yfir norræn orð, sem enn eru notuð í málinu, sem talað er á Hjaltlandseyjum, og hafi hann fundið alls tiu þúsund slik orð. Dr. Jacobsen hefur nú og í huga, að semja sams konar orðabók, að því er snertir noirænu orðin, sem enn finnast í tungumáli manna á Orkneyjum. Talið er, að árið, sem leið (þ. e. 1912), hafi alls farizt 95 menn á fjallgöngum í Svissaralandi. 18. maí síðastl. (þ. e. 1913) fór danskur mað- ur, Alfred Hubscher að nafni, á vatnshjóli yfir Eyrarsund, milli Kaupmannahafnar, og Lands- krona í Svíþjóð. Hann var alls 2‘/a kl. tíma á leiðinni, og var þó hvassviðri, og sjór nokkur. Foss nokkur í Jamtalandi í Svíþjóð var nýlega seldur félagi í Noregi. Fossinn er talinn hafa sjö þúsund hesta afl, og var kaupverðið 250 þús. króna.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.