Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 4
130 ÞJOÐVILJJNN. XXVII, 33.-34 Björn Þorláksson, Jósep Björnsson og Hákon Kristófersson), lagði það til, að í stað árlegrar eptirlauna-viðbótar (1333 kr. 33 aur) skyldi veita Steingrími 4000 kr. heiðursgjöf í eitt skipti fyrir öll. Efri deild vildi þó eigi aðhyllast þá breytingu, en felldi hana á þingfundi 21. júlí þ. á. Nýtt læknishérað. Eptir ósk Strandamanna hefir Guðjón Guðl. borið fram frumvarp í efri deild, sem ter því fram, að Staðarhreppur í Húnavatnssýslu, Bæjar- og Óspakseyrar- hreppar í Strandasýslu, að Snartatungu, skuli vera sérstakt læknishérað, og sé læknissetur að Borðeyri. Samgöngumálanefndir hafa verið skipaðar í báðum deildum þingsins, efri og neðri deild. Sjávarútvegsnefnd var skipuð í neðri deild 22. júlí þ. á., eptir tillögu Guðm. Eggerz o. fl. þing- manna úr heimastjórnarflokknum, er sig svo nefnir. Ritsimamál. I frv., sem Sk. Th. bar fram í neðri deild, eptir áskorun fjölda manna í Aðal- vík í Norður-ísafjarðarsýslu, kaus deildin þessa fimm menn í nefnd: Sk. Th., Jó- hannes sýslumann, Jón sagnfr., Stefán í Fagraskógi og Þorleif í Hólum. Uppreisn um þessar mundir í Suður- Kína. Hún hefir breiðzt mjög út í Jang- tsekiang-dalnum. Uppreisnarmenn höfðu, er síðast frétt- ist, náð kastalanum Hukon og borginni Tsysan. Mælt er, að uppreisnarmenn séu mjög óvinveittir útlendingum, — kristniboðar o. fl. því óefað í töluverðn hættu. Þara-askan gefur mönnum drjúgar aukatékjur í Lista-héraðmu í Noregi. Blaðið „Spegjelen11 (12. júlí þ. á.) get- ur þess, t. d., að einn maður þar hafi í ár brennt þara, og selt öskuna fyrir eitt þúsund krónur. Afskaplegt hagl-él — höglin á stærð við hænu-egg — hafa nýlega valdið að mun skemmdum á kornökrum í Rúss- landi. Það eru héruðin Armavír og Novot- sjerkask, sem þar hafa orðið mjög hart úti, — skaðinn metinn yfir eina milljón króna. Frestskosningin að Görðum á Álptanes. Prestskosning tór fram að Görðum á Álpta- nesi laugardaginn 19. júlí þ. á. Kosningargjörðinni stýrði settur héraðspró- fastur Kristinn Ðanielsson, og féllu atkvæðin þannig: 1. Síra Árni Björnsson á Sauðárkrók 113 atkv. 2. — Guðm. Einarsson í Ólapsvík 98 — 3. — Björn Stefánsson .... 80 — 4. — Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason 5 — 5. — Hafsteinn Péturssnn, Khöfn Ekkert Liklega verður brauðið veitt þeim, er atkvæð- in fékk flest. Baru drukknar. 13. júlí þ. á. vildi svo slysalega til, að barn á 5. ári datt út af bryggju á Oddeyri, og drukknaði. Baruið átti Benedikt skipherra Steingrímsson á Oddeyri. Sýsluinannsembætti óveitt. Sýslumannsembættið i Húnavatnssýslu var 14. júlí þ. á. auglýst laust til umsóknar, Umsóknarfresturinn er til 14. okt. þ. á. „Gestur eineygði“. Ný skáldsaga. „Gestur eineygði11 er r.afnið á nýrri skáldsögu, sem hr. Gunnar Gunnarsson, bróðursonur Sig. prófasts Gunnarssonar í Stykkishólmi hefur ný- lega samið. Skáldsagan er rituð á dönsku, og frumnafn hennar því: „Gest den enöjede1'. Hún kemur út á forlag G.yldendaisbóka verzl- unarinnar i Kaupmannahöfn seint i sumar. Þingvalla-síminu. Þingvallasíminn er nýlega fullgjör, og tekinn til starfa. Millistöð, þ. e. stöð á leiðinni þangað, er að Laxnesi í Mosfellssveitinni. j Þrír menn drukkna. Bátur fórst 19. júni síðasti. frá Hafnarnesi i Páskrúðsfirði, og drukknuðu þrír menn. Mennirnir voru allir úr Reykjavík, og voru: . Bjarni Hannesson, Grettisgötu nr. 50, og var hann formaður á bátnum. 230 Filippus. „Jeg trúi þó eigi öðru, en að hún sé þjófur! Tekurðu eigi eptir því, að hún hliðrar sér hjá því, að koma nokkurs staðar?“ „Patrick verður að hafa góðar gætur á konunni sinni“, mælti Lola enn fremur. „Hann skammast sín auðvitað fyrir hana!“ Filippus var, er slíkt bar á góma, vanur að yppta öxlum og segja: „Þú getur glaðzt af því, kæra Lola, að þú ert lik- lega eina manneskjan, sem eigi vilt sjá, að frú Barminst- er lagleg, og ástúðleg kona, sem maður bennar lætur sér þá og mjcg annt um“. Filippus Harcourt þekkti það þó eigi, nema að sumu leyti, hve göfug, og eðallynd Mary var! Maðurinn hennar var eini maðurinn, sem það gerði. Eitt vissi hann þó ekki. Hann vissi eigi, hve einkar annt Mary lét sér um það, að vaka yfir leyndarmáli móður hans, og halda heiðri hennar þannig á lopti. Fráleitt hefði hann og getað elskað hana beitar, en hann gerði, þótt hann hefði þekkt þetta. Einu döpru augnablikin í lífi Mary, voru þær stund- irnar, er hún varði, til að leggja blóm á leiði tengdamóð- ur sinnar sálugu, eða á hitt leiðið, sem enginn hafði lengi vitað, hver átti. En á það leiðið höfðu þau hjónin nú látið setja hvítan marmara-kross, og letra á hann nafnið: Gregory Barminster Mary hætti aldrei, að biðja fyrir veslings sálinni, aem syndgað hafði svo voðalega, sem fyr segir, á holds- vistardögunum. 7 „Jeg skal saekja hana!u svaraði maðnrinn hennar, ofur-stillilega. „Jeg rata, og hefi ljós með mér! En ekki er rétt, að tafið sé fyrir öðrum!u „Þakka þér, Henry!u svaraði hún dræmt. „Mér þætti leitt, að missa hana, því það er í henni bréf að heiman! En jeg fer með þér, því að jeg held, að eg muni, hvar eg lagði hana frá mér!“ Kerr ætlaði, að mótmæla því, en hætti þó við það, er hann sá, hve ákveðin hún var. Hann sagði uú förunautum sínum, að þau hjónin yrðu að hverfa aptur, en kvaðst vænta þess, að þau næðu þeim þó brátt aptur. Þau gengu nú þegjandi ofan í grafhvelfinguna. Dagsbirtan náði þar skammt inn, en lítt mögulegt, að komast áfram, án þess ljós væri tendrað. Kerr nam nú staðar, og kveikti. Ljósið gerði eigi betur, en varpa umhverfis þau . ofur-lítilli ljósglæta, og Muríel sýndist þá líkari vofu, en mennskum manni, þar sem hún var, sem fyr segir hvít- klædd Þau gengu nú hægt og hægt áfram, og var maðuc- innn hennar einatt til taks, til að styðja hana, ef henni ætlaði fótur að skrika. Treysti hún honum og fyllilega, en var þó lengst- um all-þegjandaleg. Það var rétt komið fram á varirnar á henni, að segja, að nú héldi hún sig sjá handtöskuna, en þá heyrð- ust allt í einu afskaplegar dunur, og dynkir. Svo slóg öllu í dauðakyrrð. „Hvað gengur á, Henry?u spurði Muríel, og saup hveljur.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.