Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 5
XXVIL, 33,—34. ÞJOÐVILJINN ltl 2. Tómas skósmiður Halldórsson, ekkjumaður, er lætur eptir sig nokkur börn 8. Sveinn Einarsson, Bergstaðastræti nr. 27, ungur maður, og ókvæntur. Hvernig slysið hefur atvikast höfum vér eigi frétt. Læknishérað óveitt. Reyðarfjarðarlæknishéraö var 14. júlí þ. á. auglýst til umsóknar. Umsóknarfresturinn er til 14. okt. þ. á. ÍTr Skagaíirði. Síld^ var þar töluverð úti fyrir um miðjan júli þ. á. Eitt skipið, þ. e. „Danía“, fékk þá nm það leytið 130 tn. síldar f herpinót. H eiðurs-samkoma. 20, júlf þ. á. var ekkju frú Steinnuni Sívertsen 1 Höfn í Borgarfirði sýndur sómi é þann hátt, að ýmsir sveitunga hennar sóttu hana heim; — hún hefur húið í Höfn f hálfa öld. Það var ungmennafélagið „Haukur11 f Leirár- sveit, er gekkst fyrir heimsókninni, og voru þar ýmsar skemmtanir um hönd hafðar (sýndar í- þróttir o. fl.) Lögreglustjóri á Sigluflrði. Oand. jur. Eiríkur Einarsson er settur lög- reglustjóri á Siglufirði í sumar, þ. e. yfir þann tímann, sem sildarveiðarnar eru aðalega stund- aðar, og mest er þar um útlendinga vaðal.; Islands glíman 1913. „íslands glíman“, sem svo er nefnd, verður f ár háð í Reykjavík 24. sept. næstk. Það er fþróttafélagið „Grettir á Akureyri, sem hoðað hefur til glímunnar. Hvíld frá embætti um hrið. Hr. Guðl. Guðmundsson, sýslumaður Eyja- fjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri, hefur fengið leyfi, til að taka sér hvíld frá emhættis- Btörfum um hrfð í sumar, vegna heilsuhrests. Cand. jur. Júlíus Havsteen, sonur etazráðsins á Oddeyri, gegnir á Meðan emhættunum. Herlæknir á Java. Hr. Björgúlfur Ólafsson, cand. med. & chir. hefur nýlega gengið í þjónustu Hollendinga, og gjörzt herlæknir á eyjunni Java. En Java er ein stóru Sunda-eyjanna, — fyrir austan Sumatra. Landshókasafnið. Innan fárra ára þ. e. 1918, eru 100 ár liðin, síðan er Landshókasafnið var stofnað. Nú verandi landsbókavörður getur þessa f skýrslu, sem lögð hefur verið fram á lestrarsal Alþingis, og þykir eigi vanþörf á þvf, að auknar yrðu að mun ýmsar fjárveitingar til safnsins. Úr Árnessýslu. Aflatregt mjög f verstöðunum þar eystra, er síðast fréttist. Grasspretta hafði og orðið með minna móti, en grasvextinum þó óðum að fara fram, er leið að miðjum júlí. „Gjallarhorn“. „Gjallarhorn", hlaðið, sem hr. Jón Stefánsson hefur gefið út á Akureyri, hefur — um þingtím- ann — verið gefið út í Reykjavik, enda hann sjálfur verið staddur f Reykjavík, Mannalát. —O— í síðasta nr. blaðs vors, var getið láts Lárusar G. Lúdvikssonar, kaupmanns og skósmíðameistara, er andaðist að heimili sinu í Reykjavík 20 júlí þ. á. Hann var fæddur 14 ágúst 1860, og var sonur Lúðvíks steinsmiðs Alexíusson- ar, lögregluþjóns. Skósmíði nam hann á uppvaxtarárun— um, hjá .Jakobsen Færeying, er árum saman stundaði skósmíða-iðn í Reykja- vík, og settist Lárus síðan sjálfur að, sem skósmiður, í Reykjavík, er hann var að eins 19 ára að aldri. Ári síðar, að eins freklega tvítugur, kvæmtist hann eptirlifandi ekkju sinni, Málfríði Jónsdóttur (frá Skálholtskoti), og varð þeim alls tólf barna auðið. Síðustu ár æfinnar var heilsan að mun tæp, þótt eigi væri aldurinn hár, og voru synir hans, Lúðvík og Jón, því teknir við verzlun hans, og skósmíða-vinnustofu, áður en hann andaðist. Lárus heitinn var stakur dugnaðar- og ráðdeildar maður, og því eptirsjón að hon- um, eigi eldri manni. Reykjavík. —o— 31. júlí 1913. Rigningar æ öðru hvoru að undanförnu, eða þá dimmviðri, svo að alls ekki nýtur sólar. Ýrasir Skautafélagsmenn hér í hænum brugðu sér skemmtiferð upp í Kollafjörð sunnudaginn 27. þ. m. Skautafélagið er vant þvf, að taka sér árlega einhverja slíka skemmtiför að sumrinu. Biskupinn, hr. Þórhallur Bjarnarson, sem ver- ið hafði í vfsítazíu-ferðalagi um Norður-ísafjarð- arsýslu, kom heim aptur 22. þ. m. A hæjarstjói narfundi er haldinn var eigi alls fyrir löngu, var samþykkt, að freista að fá, jarð- irnar Skildingarnes og Bústaði lagðar undir lög- sagnarumdæmi Reykjavíkur. 231 Árum saman lauguðu tárin og æ augu hennar, er hún kraup hjá leiði Gregory Barminster’s, og minntist þess, er þau hittust í fyrsta, og einasta skiptið. Að öðru leyti var líf hennar einlæg ánægja. Hvað Emily Prentice snertir, mátti heita, að Lynch- Tower-herragarðurinn væri“orðinn annað beimilið hennar. En í þorpinu Langton bjó margreynd, kyrrlátleg kona, er gerði sór það að atvinnu, að sauma fyrir hina og þessa. Það voru glöðustu augnablikin í lífi hennar, er börn- in frá Lynch-Tower herragarðinum komu, og heimsóttu 'hana. Emily Prentice heimsótti Lis og einatt, er hún átti leið til herragarðsins. Lís var enn ungleg, og þó hafði lífið rist raunaleg ellimörk i andlit hennar hér og þar. Stundum var svo, er Lis sat við gluggann, og sá Filippus Harcourt ríða fram hjá, að skjálfti fór um hana alla. Það voru enduiminningar liðna timans, er þá vökn- uðu hjá henni, og sköpuðu henni endurkenningu kvalanna, og hræðslunnar, er hún hafði áður orðið að þola. En Filippus Harcourt hafði nú löngu gleymt Leith, eða hætt, að hugsa um hana. Aðrar sorgir, og áhyggjur sóttu hann nú heim Dutlungasemin — og þó eigi síður eyðslan, og ó- hófið — í konunni, bakaði honum kvíða, og áhyggjur. Filippus stundi því opt, er hann sá Patrick lávarð, og frú hans, — minntist þá gömlu daganna, er löngu Voru horfnir, og aldrei komu aptur. En hvað Patrick og Mary snerti, myndu þau engu 6 Hún flýtti sér því inn í herbergið, og var henni, sem hún heyrði þá enn óminn sf orðunum: „Nóttin á sér óteljandi augu!“ En örvænting hennar var meiri, en svo að lýst verði, eða skilin. II. Muríel, og maðurinn hennar, voru eigi hin einu, er daginn eptir lögðu af stað til staðar þess, er almennt var kallaður: „Gröfin hans Hewíson’sK. Hópurinn, sem lagði af stað, í sama leiðangurinn, var eigi all-fámennur. Muríel var snemma morguns ferðbúin. Hún var i hvíturn fötum, og létt-klædd, en fremur föl ásyndum, og þó hin stillilegasta. Maðurinn hennar hafði töluvert vit á fornleifum, og gat því orðið að töluverðu liði, að því er það snerti, að gera mönnum ýmislegt ljósara en ella myndi. Menn rannsökuðu nú „Q-röfina hans Hewíson’s, sem svo var nefnd, og skemmtu sér ágætlega. Var eigi laust við, að menn ættu mjög bágt með að slíta sig þaðan. „Engu Hkara, en manni sé hleypt út úr fangahúsi“, mælti ein stúlknanna þó, er hún var aptur komin upp úr gjöfinni svo nefndu, og farin að baða sig í sólskininu. En þá heyrðist Muríel allt í einu kalla upp: „Hand- taskan mín! Jeg hefi misst hana! Hún hefur orðið ept- ir, en óra-vegur að fara að leita hennar!u

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.