Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 3
XXVII., 33.-34. Í>J0ÐVIL;JINN. 129 Fregnir frá alþingi. m. Landsbankinn. Frá nefndinni, er neðri deild kaus, til að koma fram með tillögur, er Lands- bankanum gætu orðið til eíiingar, eru komin tvö frumvörp: 1. ad landsjóður taki að öllu leyti að sér ábyrgð á sparisjóðsfé og innlánsfé Landsbankans, og útbúa hans. i Jafnframt er og í frumvarpinu j ákveðið, að Landsbankinn megi hafa i alian varasjóð sinn í veitu. 2. ad landssjóður leggi Landsbankanum árlega til 100 þús. króna í 20 árin næstu, til þess að greiða tveggja millj. króna ián bankans, er tekið var samkvæmt lánsheimild í lögum frá 22. nóv. 1907. Frumvörpin bæði mjög þörf Lands- bankanum, og þvi óskandi, að fram nái að ganga. Skoðun á síld. Frumvarp, er lýtur að nokkrum breyt- ingum á lögum frá 11. júlí 1911, um skoðun á síld, hafa þeir Magn. Kristjáns- son og Matthías Olafsson flutt í neðri deild Alþingis. Hafnarbryggja á Isaflrði. Bæjarstjórn Isafjarðarkaupstaðar vill fá eignarnámsheimild, að því er snertir lóð og mannvirki á Isafirði — í viðbót við þrjár bryggjur þar, er eimskip geta lagzt að —, sem og til að geta reist á byggingar, er í sambandi við bryggjuna standi. Girði iiga-friiín varpi þm. Arnesinga (Sig. Sig.) var á fundi neðri deildar 17. júlí þ. á. vísað til land- búnaðarnefndarinnar. Yflrdómslögmennirnir. Stjórnarfrumvarpinu um skilyrðin fyr- ir því, að geta orðið yfirdómslögmenn, sem samþykkt hafði verið í efri deild, vísaði neðn deild til nefndar, og voru í hana kosnir: Kr. Jónsson, dr. Valtýr, Sk. Th., Guðm. Eggerz og Lorleiíur .Jóns- son. Nýir verzlunarstaðir. (I Barðastrandarsýslu.) Verzlunarstaði er farið fram á að lög- gilda á tveim stöðum í Barðastrandar- sýslu, þ. e. í Karlseyjarvík og í Hagabót. Frumvarp hér að lútandi hefir þm. Barðstrendinga (Hákon Kristófersson) bor- ið fram í efri deild. Sveitarstjórnarlögin. Útsvars-gjaldskyldan. Stefán í Fagraskógi hefur í neðri deild borið fram frumvarp þess efnis, að auka- útsvar megi leggja á verzlanir, og aðrar arðsamar stofnanir og fyrirtæki, sem rekið er í sveitarfélagi eigi skemur, en 4 vik- ur af gjaldárinu. Neðri deild skipaði 5 manna nefnd, til að íhuga málið. Líftrygging sjómanna. Fjórir þigmenn í neðri deild (Matth. Ólafsson, Magn. Kristjánsson, Kr. Daníels- son og Sk. Th.) hafa borið fram frum- varp um líftryggingu sjómanna, er komi í stað laganna um vátrygging sjómanna frá 30. júlí 1909. Liítryggingartimabilin þrjú á ári h verju: 1. Frá 1. janfiar til 30. apríl 2. — 1. maí til 31. ágúst, og 3. — 1 sept. til 31. des. En iðgjöldin, að því er hvert nefndra timabila snertir, eru: 5 kr., 3 kr. og 4 kr., en 10 kr., sé greitt fyrir heilt ár í senn. 800 kr., þ. e. 200 kr. á ári i 4 ár, greiðir líftryggingarsjóðurinn námennum hinna líftryggðu, drukkni þeir í sjó. Ábúðarlöggjöfln. Frumvarp, er lýtur að breytingu á henni, flytur Sigurður bútræðingur í neðri deild. Málinu var vísað til landbúnaðarnefnd- arinnar. Landskiptalög. Lrír efri deildarmenn (Jón Jónathans- son, Guðjón Guðlaugsson og Jósep Björns- son) hafa borið fram frumvarp um eig- andaskipti á jörðum. TJttektarmönnum ætlað að framkvæma og má þó. skjóta gjörð þeirra til yfirmats- manna, er sýslumaður skipar. Eptirlauna-viðbót Steing). 1 hor steinssonar. Nefnd, sem efri deild skipaði (síra 8 „Bíddu ögn við! Jeg skal gá að þvi !u svaraði HeDry, ofur-stil!ilega, eins og ekkert hefði í skorizt. Muríel var þá og aptur rólegri. „Þorirðu að bíða hérna stundarkorD?“ mælti Henry enn fremur. Muríel jankaði þvi, og fór haÐn þá frá henni. Henni fanDst haDn vera burtu afskaplega lengi. Hún fór að verða hrædd, og ýmiskonar hjátrú vakn- aði í huga bennar. Loksins koro hann þó aptur, og duldist henni það þá eigi, þó að ljósbjarminn væri litill, að hann var afskap- leg8 fölur í framan. „Það er réttast, að eg segi þér allan sannleikann!“ mælti hann, mjög stillilega. „Eitthvað það hefur orðið, sem því hefur valdið, að afskapleg skriða hefur orðið, svo að eiei verður nú komizt út úr jarðgÖDgunnm sömu leiðina, sem við komum!u „Erum við lokuð inni?u mælti hún, og voru varirn- ar náfölar. „Hver verður afleiðingin af því?u „Jeg ekal gera þér það eins ljóst, eins og mér er auðiðu, svaraði hanD. wÞað er að segja —u Meira sagði hann ekki, með því að Muríel æpti nú upp af hræðslu. Það heyrðist nú og glöggt fótatak einhvers, sem kom æ nær og nær. „Vertu óhrædd!" mælti Kerr. „Það aýnir að eins, að við erum þá eigi að eins stödd hérna tvö! Það hefur einhver samferðamannanna orðið hér optir!u Haun brá nú upp ljósinu, og sá þá glöggt framan i mann Dokkurn, UDglegan, sem þokaðist » Dær þeim. Muríel hljóðaði upp, því að hún þekkti strax manninn. 229 En hún var hyggÍD, og lét Lolu því aldrei verða neins áskynja i því efni, — vissi það og vera sjálfri sér hollast. Filippus, sem var hrifinn af kvonfanginu, leyndi hún þvi á hinn bóginn eigi. Lola þreyttist og aldrei á þvi, að prédika það lyrir hverjum. sem heyra vildi, að hún hefði farið heiojskulega að ráði sína „Æ, góða minu, var hún þá vön að segja. „Látið aldrei augnabliks áhrifin leiða yður í gönur! Lítið á mig, — og látið það verða yður til viðvörunar! Jeg varð í svipinn ósátt við Patrick Barminster, og ásetti mér þá, að giptast öðrum, rétt til þess, að stríða honum; — nú er eins nm okkur bæði, haDn og mig, að við erum hvort öðru ógæíusamara!u Sumir létu í ljósi, að þetta myndi tæpast rétt, að því er Patrick Barminster snerti, og aðrir gjörðust enda svo djarfir, að segja beint upp í opin eyrun á Lolu, að hvar, sem farið væri, tinndust líklega engin hjÓD, er ánægðari væru, en Patrick, og kona hans. Yið Emily Prentice þorði Lola t. d. aldrei að inna eitt orð í fyrgreinda átt. „Yertu nú ekki að þessari heimsku, Lolau, sagði Emily einhverju sinni við hana. „SannleikurÍDn er sá, að þér öfundjð Mary, enda gerðuð, hvtð þér gátuð, til þess að reyna að hepta hjúskap hennar, og Patrick’s“. Lola reiddist þessu, og jók það fremur heipt henn- ar til Mary, — og þá eigi siður hitt, að brátt varð það öllum lýðum ljóst, að Patrick lávarður var eini rétti eig- andinn að Lynch-Tower-herragarðinum. „Segðu, hvað sem þú viltu, mælti hún opt við

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.