Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.07.1913, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN 33.-34. tbl. Reykjavík 31. júlí 1913. XXVII. árg. Ráðherra harðlega ávítaður. Á öndverðu þingi bar hr. L. H. Bjarna- son fram svo látandi fyrirspurn til ráð- herra: „Hvernig stendur & því, að frumvarp Alþingis 1912, til laga um stofnun pen- ingalotterís fyrir ísland, var ekki staðfest af konungi? Ráðherra rnun hafa verið miðlungi vel við fyrirspurnina, — vitad fylgi sitt litid í nedri deild, og viljað því helzt komast hjá því, að svara henni þar. En hversu sem því var varið, þá er það víst, að nokkru eptir það, er fyrir- irspurnin var komin fram, var allt í einu boðaður fundur í sameinuðu þingi. Þar var fyrsti liður dagskrárinnar á þessa leið: „Káðherra gofur skýrslu." En þó að dagskráin væri þannig látin vera á huldu, renndi þó ýmsa þegar grun í. hvers kyns vera myndi, — þ. e, þótt- ust vita, að ráðherra ætlaði sér í sam- einuðu þingi — með tilstyrk kkj. þing- manna og vina sinna annara í efri deild — að fá framkomu sína í „penmgalotterís- málinu" lýsta góða og gilda, en neita síðan að svara fyrirspurninni, er til neðri deildar kæmi. Fundurinn í sameinuðu þingi var síð- an haldinn, eða látinn byrja, i fundarsal neðri deildar, 14. júlí þ. á. en þar gerð- ist það þá sögulegt, áður en til dagskrár var gengið, að tveir neðri dnldar- þingmenn, annar úr heimastjórnar-flokkn- um (L. H. Bj.), en hinn úr sjálfstæðis- flokknum (Sk. Th.) spurðust fyrir um það, að hverju skýrsla ráðherra ætti að lúta. Gátu þeir þess, að lyti hún að „pen- ingalotterís-málinu", er fyrirspurn hefði þegar verið gerð um í neðri deild, þá gætu þingflokkarnir er þeir heyrðu til, eigi litið öðruvísi á málið, en ad gerd vœri — af hálfu ráðherra — tilraun til þess að draga úr áhrifum neðri deild- ar, og væru þingmenn téðra þingflokka þá til þess neyddir, að ganga þegar af þingfundi. En er því var þá játað, gengu heima- stjórnarmennJ) allir og sjálstæðismenn2), sem sæti eiga í neðri deild þegar af fundi, ásamt dr. Valtý. Fundurinn i sameinudu þingi vaid þannig eigi bær um það, að taka nokkra ályktun,7*öw sem meiri hluta nedri deildar- manna vantadi á fundinn. Ráðherra þuldi þó engu síður upp skýrslu sína, og tók það á annan kl.tíma. En ekki var laust við, að brosað væri i að öllu þessu. sem í neðri deildinni eru, sem og sjálf- stæðismenn,5) og enn fremur dr. Valtýr. Enginn vaii er á þvi, að i hverju öðru laudi, en íslandi, þar sem þing- ræðisstjórn er talin að vera, hefði r«áðherra tafarlaust beðizt lausnar, ept- ir netnda útreið. Pyrirspurnin var síðan rædd í neðri deild 28. júlí þ. á., og bar flytjandi henn- ar, hr. L. H. Bjarnason, að lokum fram svo látandi tillögu til rökstuddrar dag- skrár: „Deildin telur frammistöðu ráðherra í lottorímálinu mjög aðfinnsluverða, en tekur þó fyrir næsta mál k dagskránni i því trausti, að likt komi ekki íyrir aptur". Taldi hr. L. H. Bj. ráðherra hafa bakad landssjódinum teícjumissi, er hann bar eigi málið upp fyrir konungi, og hafa þá og framið stjóinarskrárbrot og brotid rádherra-ábyrgdarlögin. —- Benti og á, að þingræðið væri í voða, ef ráð- herranum héldist það uppi, að bera eigi lög Alþingis upp fyrir konungi. — Ráðherra kvað breyttar kringumstæð- ur — þ. e. dönsku lögin frá 1. apríl 1913 — hafa valdið því, er málið var eigi borið upp fyrir konugi,8) og frá þess- i um breyttu kringumstæðum hefði kon- J ungur falið sér að skýra Alþingi. Síra Eggert tjáði sig rökstuddu dag- skránni fylgjandi, — vildi eigi fylgja ráðherranum, er hann teldi hann hafa rangt gert. Kvaðst yfirleitt eigi manna- þræll vilja vera. I hljóði stjórnarinnar töluðu: Jóhannes sýslumaður, Kr. Jónsson (háyfirdómari), Jón bæjarfógeti Magnússon og Einar frá Geldingalæk. Töldu alhr sýnilegan þann tilgang rökstuddu dagskrárinnar, að fá ráðherr- anum hrundið úr embætti. yrði hún sam- þykkt, og sérstaklega lagði Jóhannes sýslu- maður mjög klökkur og viknandi að honum, að sleppa eigi embættinu, þótt verið væri að stynga hann með títu- prjónum. Ráðherra hughreysti þá og Jóhannes, vin sinn, með því, að sér dytti ekki ann- að í hug en að sitja sem fastast, þótt dagskráin yrði samþykkt í einu hljóði. — Kallaði hann hana „loðna", en því mót- mælti hr. L. H. Bj. þegar, sem rétt var, — taldi hana þvert á móti skýra. Að umræðunum loknum var rök- studda dagskráin síðan — að viðhöfðu nafnakalli — samþykkt med þrettán at- Jcvœdum gegn ellefu. 'Þeir, sem atkvæði greiddu með dag- skránni, voru: heimastjórnarmenn allir4), 1) Sbr. nöfn þeirra í 4. neðanmálsgr. við gr«in þeasa. 2) Sbr. nöfn þeirra í 5. neðanmálsgr. 3) Þ?.ð, að ráðherra — eptir fortölum dönsku ráðherranna, eða vegna mótmæia þeirra — frest- aði því, að bera lotterí-frumvarpið upp fyrir kon- ungi til staðfestingar, olli því, að þeim — dönsku ráðherrunum — vannst tími til þess, að fá lög sam- þykkt af ríkisþinginu (þ. e. lögin frá 1. apríl Balkan-ófriðurinn nýi. Nýi Balkan-ófriðurinn, þ. e. ófriður- inn milli Búlgara annars vegar, en Serba og Grikkja hins vegar, leiddi til þess, að Tyrkir rufu þegar friðarsamningana við Búlgara, er þeir sáu að þeim vegnaði miður í viðureigninni við hina. Hermdi símfregn frá Kaupmannahöfn (22. júli þ. á.), að her Tyrkja væri kom- mn til Adrianopel, og að Búlgarar hefðu yfirgefið borgina. Síðari fregnir segja og, að Tyrkir hafi tekið Adrianopel, og kref jist þess yfirleitt, að Búlgarar láti af hendi löndin við Marmarahafið. Eptir síðustu fregnum eru Búlgarar nú og mjög aðþrengdir, þar sem sótt er að þeim úr öllum áttum: Rúmenar a& norðan, Serbar að vestan, Grikkir að sunnan og Tyrjjir að austan. Hershöfðingar Búlgara sundurþykkir sín á milli, og höfuðborginni, Sofiu, talin að mun hætta búin, því að þangað stefna óvinir Búlgara hernum. Búist og við uppreisn í Sofíu, er minnst varir, og lífi Ferdinand's keisara jafn vel eigi talið óhætt. Grikkir ná æ meira og meira af Make- doníu á sitt vald. Hér við bætist enn fremur, að kólera hefir gert vart við sig í herliði Búlgara, og eykur það eigi all-litið vandræðin og skelfingarnar er ófriðinum fylgja. Búlgarar hafa nii og leitað ásjár Rússa' keisara, — vilja, að miðlað sé málum og friðinum komið á sem fyrst. En Rússar kvað hafa eigi all-lítinn her, altýgiaðan til ófriðar, enda hafa auga- stað á Armeníu, — vilja gjarna nota tækifærið til að ná henni frá Tyrkjum. Tíminn sýnir nú bráðlega hvað verður. 1913), er þá og gerðu staðfestingu íslenzka lott- erí-frumvarpsins ómögulega. Dönsku ráðherrarnir hata því leikið á ráð- herra vorn, eða reynzt honum hygffnari. Ritstj. 4) Heimastjórnarmennirnir í neðri deild erur Síra Eggert, Guðrr.. Eggerz, Halldór Steinsson, Jón Olafsson, Jón sagnfræðingiir og Lárus H. Bjarnason. b) Sjálfstæðismennirnir í deildinni eru: Ben. Sveinsson, Bjarni frá Vogi, Björn Kristjánsson, Kr. Daníelsson, Sk. Th. og Þorleifur í Hólum.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.