Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.01.1914, Síða 3
XXVIII., B.—4.
ÞJOÐVILJINK
11
Lénharðnr fógeti.
Leikrit þetta hefur verið sýnt hér á
leiksYÍðinu að undanförnu. Svo verður
'og væntanlega framvegis. Virðist því
yfirleitt, vera vel tekið, þótt dómummanna
fiafi verið farið á nokkuð misjafna vegu.
ÍEins og kunnugt mun vera, er leikritið
•samið upp úr öðru ritverki höfundarins,
og er hann byrjandi í þeseari grein
‘•skáldíkaparins. Aðalstefna leikritsins er
*ú að sýna baráttu Islendinga gegn ofsa
og hrottaskap hins danska stjórnarvalds
á 16. öld. Má það heita vel farið, að
•höfundur hefur nú tekið sér þetta til
yrkisefnis í frumsmið sína sem leikskáld.
Þess, sem menn verða fyrst varir, er að
áhrif leiksins eru hvergi nærri eins sterk,
vbg við mætti búast eptir yrkisefni.
-—Aðalpersónurnar eru: Torfi sýslum.,
'bóndi í Klofa, Lénharður fógeti, og
‘ 0-uðný á Selfossi.
Samræmi er allgott í Torfa, þótt
skörungsskapurinn virðist þoka allmikið
liyrir varfærninni, og er það álit okkar,
að 'Torfi yrði engu minni persóna, þótt
meira bæri á ríki hans. — Höfundinum
virðist og takast mjög vel með Lénharð,
þótt orðfæn hans og annara, mætti vera
nokkuð á annan veg, og komum vér
siðar að því.
<Guðný á Selfossi er að mörgu glæsi-
kona, og víða vel frá henni gengið.
Sama <má segja um Helgu konu Torfa,
nema fremur sé. — Um Eystein skal
það sagt,. að hann fullnægir hvergi kröf-
um þeim, < er menn hljóta að gera til
hans. Hann er ekki hetja í leiknum.
Er þó sjálfkjörinn til þess, því að hann
er atgjörfis- en ofstopa-maðurinn. Viður-
eign hans og Lénharös í fjórða þætti er
i næg sönnun þessa. Enga tni höfum við
á því, að hið mesta ofurmenm Suður-
lands, mundi skiljast svo við unnustu
sína, sem þar verður raun á. — Myndi
rnokkrum áhortanda farast svo í sporum
hans? Til þeae þyrfti Ereystein frá Kot-
strönd.
Bjarni er mjög vel úr garði ger.
Hann segir ekkert illa, en margt mæta
vel.
Ingólfur á Selfossi á að vera bænda-
skörungur og er það nð mörgu leyti.
Lögn hans á hlaðinu á Selfossi og til-
svör við Lénharð, þá er hann situr bund-
mn á hestasteminum, ber vott um stað-
festu og kjark.
ÞákeraurKotstrandarkvikindið. Hann
er önnur kýmnispersóna leiksins (hin,
^ón bóndi er óþörf og að htlu nýt).
Ereysteinn segir marga hluti ágæt-
lega, en tönl hans á reipunum, 6 sinn-
um í 4 þá.ttum leiksins, er ófyrirgefan-
^®g endurtugga, er hlýtur að spilla per-
sónunni í au^um hvers einasta áhorfanda.
Magnús Olafsson er göfugmennið, sem
aldrei horfir á eigin hag, en rolulegur
'6r hann í meira lagi, og trúum við eigi
iþví, að til þess sé ætlast.
Ingiríður er svo vel fir garði ger, að
hún nær þegar fullkomnu valdi á áhorf-
endunum, með þeim fáu orðum er hún
segir. Hetjan kemur þar fram í alvöru-
gerfi ellinnar, sem fulltrúi hreinnar ætt-
jarðarástar. Leggur hún smiðshöggið á
aðalþráð þáttarinns.
Snjólaug er einörð, óhlífin bónda-
kona, mikil fyrir sér, og tekst höfund-
inum þar sæmilega.
Sögulegt gildi hefir leikritið ekki, að
öðru en því, er snertir aðalstefnu þess,
sem þegar hefur nefnd verið. Mikil skáld-
leg tilþrif eru sjaldgæf, þó er sumstaðar
allvel gengið frá heilum köfium. en þesa
á milli syfjár skáldið og verður úr því
máttlítið hjal. Kennir þessa einna til-
finnanlegast í 5. þaetti.
Sumstaðar eru og tilfinnanlegar
smekkleysur og málið óviðkunnanlegt.
T. d. virðist höfundur taka orðið „ynd-
islegur11 fram yfir öll aðdáunarorð, þótt
Lénharður megi vel hafa þann kæk.
Ekki kunnum við við, að höf. leggi
óbreyttum alþýðumanni í munn orðin á
bls. 50: .... „þótt það verði niðri í
gjám glötunarinnar . . .“. Sama er að
segja um orðin á bls. 58: .... „eíns
og fleinar, sem stungist hafa inn í sál-
irnar . . . .“.........„friðlausar eptir
hefnd ....“, .... „minntist við
mig á Magnús á bls. 12: er
ónmlega að orði komist. Á bls. 121:
.... „kötturinn þekkir það . . . .“.
Þetta er sá Bakkaköttur, sem étur
upp allan fremri enda greinarinnar, sem
annars væri fullgóð.
Svar Guðnýar á bls 137, viljum við
biðja áhorfendur að athuga. Mjög er
langleitað að orðunum á bls. 70: ....
„Mér finnst óttinn . .“, o. s. frv.
Betur stæði það í samræmi við skap-
lyndi Torfa, að gera gys að afglapanum
Freysteini, á bls. 67, heldur en leggja
eins mikið upp úr orðum hans og hug-
leysi og hann gerir þar, sbr.............
„Mór liggur við að fara að taka eitthvað
aptur“ . . . o. s. frv.
„. . . . varna þess . . . .“ á bls. 18,
er málleysa.
Málleysur mætti, ef til vill, finna
víðar, en ekki nennum við að ganga í
grafgötur eptir þeim.
Um útbúnaðinn, svo sem tjöld, bún-
inga o. fl., mætti margt segja, on ekki
skuium við fjölyrða um það. Tjöldin
eru góð, mjög lík veruleikanum. Bún-
ingar minna menn á riddarabúninga mið-
aldanna, en tæpilega á bændabúninga
íslendinga.
Undarlegt virðist okkur það, að Torfi
skuli koma úr lestaferð, heim að Sel-
fossi, í hárauðum, óvelktum leistabrók-
um, og fullglæsilegur er l)versdagsbún-
aður Ingólfs, er hann gengur að hey-
verkum. Sama mætti segja um fleiri
búninga.
Alldrei höfum við hugsað okkur bar-
daga jafn hljóðlátan, sem bardaga þeirra
Eysteins og Torfamanna.
Ahorfendum virðist þar glamrað sam-
an borðhnífum á bak við tjöldin. Op
og hergný rantar tilfinnanlega.
Höf. og leiðbeinanda til afsökunar
má geta þess, að Lónharður og Guðný
talast við á sviðinu á meðan hinir ber-
jast. Óþarfi þó að sleppa hergnýnum.
Lónharður gæti sagt aðal-setningu sína
áður en hann hefst, úr því verður sam-
tal óþarft, því svipur þeirra og lireyf-
ingar, segja nóg, þótt orðaskil heyrist
ekki.
Sem heild er leikurinn betur gerður
en ógerður, þrátt fyrir misfellur þær,
sem getið er um. En því ber eigi að
neita, að margir munu hafa vonast ept-
ir meiri list frá höfundarins hálfu, jafn
hugleikið, sem yrkisefnið er.
Um leikenduma viljum við að sið-
ustu fara nokkrum orðum. — Torfi er
leikinn af góðum skilning af Andrési
Björnssyni. Er það þó alls ekki vanda-
laust hlutverk. Gerfið er ágætt óg rödd-
in góð. — Lénharð leikur Arni Eiríks-
son yfirleitt vel. „Eptirlegukindina frá
víkingatímanum11, eins og höfundur kemst
ágætlega að orði, snilur hann vel, þótt
honum farist öllu miður að leika dmkk-
inn mann. — Eysteinn verður þegar fyr-
ir hnútukasti áhorfenda, með því að leik-
andann, Jens B. Waage, skortir mjög
líkamsatgerfi og rödd þá, sem Eisteinn
verður að hafa. Annars leikur hann
vel. — Freystein leikur Jakob Möller
ágætlega. — Ingólf leikur Herbert Sig-
mundsson sæmilega, og Bjarna leikur
Jóuas H. Jónsson mjög vel. — Magnús
Olafsson leikur Kagnar Hjörleifsson mjög
lélega, enda óþakklátt hlutverk. — í>á
eru konurnar. — Ingiríður og Snjólaug
eru ágætlega leiknai af þeim Indriða-
dætrum, Guðrúnu og Emelíu. Er leikur
Guðrúnar, ef til vill, beztur allra í leikn-
um. Helga (Þóra Möller) hefir gerfi gott.
Er hún glæsileg og hin ásjálegasta. Bæt-
ir það upp misfellur nokkrar, sem eru á
limaburði hennar. — Guðnýu leikur
Stefanía Guðmundsdóttir eigi eins vel
j og ákjósanlegt væri. T. d. er meðferð
vísnanna í 4. þætti afieit, og óeðlileg
tilgerðarlausri sveitastúlku, enda á frúin
naumast heima í hlutverkmu.
Leikendurnir fara yfirleitt vel með
leikinn, þrátt fýrir anmarka þá, sem
taldir hafa verið, enda á höfundur og
leiðbeinandi frekar sök á beim en leik-
endnrnir.
J.-j-S.
Amerískur prófessor, I. Fischer að
nafni, hefur nýlega vakíð máls a þvi, í
tímaritinu „Uníversum“, að rótt væri, að
skipuð vært alþjóða nefnd, er í sætu full-
trúar ýmsra þjóða, og væri henni falið,
að rannsaka sem ýtarlegast, af hverju
það stafaði, er matvælin hækka sí og æ
í verði.
Nefndinni ætlar hann þá og jafnframt,
að semja yfirlit, eða samanburð, yfir mat-
væla-verðið í ýmsum löndum.