Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.10.1914, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.10.1914, Blaðsíða 2
178 XXVIII., 51.—52. ÞJ0ÐVILJINN5 í greininni, som birt er hér næst á undan, er Þorsteins heitins Erlingssonar að nokkru getið sem skálds. Hér verður nú helztu æfi-atriða hans í fám orðum getið. Hann var fæddur að Stórumörk undir Eyjafjöllum mánu- dagmn 27. sept. 1858, og var því freklega réttra 56 ára að aldri er, hann andaðist. Eoreldrar hans voru: Erlingur Pálsson (Ólafssonar, Arn- bjarnarsonar frá Vestfjörðum), og kona hans: Þuríður Jóns- dóttir, er var náskyld Páli sáluga skálda í Vestmannaeyjum, og skáldskapargáfan því arfgeng í móðurættinni. ■ Um fæðingu og fyrstu uppvaxtar-ár Þorsteins heitins, farast bróður hans, Páli sundkennara Erlingssyni, meðal ann- ars, þannig orð í „Morgunbiaðinu (7. okt. þ. á.): „Móðir hans kom svo hart niður að honum, að tvisýnt var mjög orðið um líf Hennar og barnsins: en Skúla Thorar- ensen, sem þá var læknir á Móheiðarhvoli, lánaðist að bjarga lífi þeirra. Hann var snillingur að hjálpa konum í barnsnauð, svo sem í fleiri læknisstörfum sínum, og náði hann drengnum með verkfærum. Hann handleggsbrotnaði í fæðingunni og ekki sást þá hvort hann var lífs eða liðinn, en lækninum tókst samt að lifga hann og sagði að drengurinn hefði fæðst í sigur- kufli. Þorsteinn var tvíburi, hitt barnið var stúlka og fædd- ist á undan. Hún var skirð Helga, lifir enn, og fylgir nú bróður sínum til grafar. Þorsteinn var mánaðargamall tekinn til fósturs að Hlíðar- endakoti í Fljótshlíð af Helgu Erlingsdóttur föðurmóður sinni og Þorsteini bóndi Einarssyni, sem hann var heitinn í höf- uðið á, seinni manni Helgu. JJrengurinn dafnaði vel og naut þar góðs uppeldis. Allir á heimilinu unnu honum mikið, því hann var fallegt barn og varð fljótt skír og skáldmæltur. Hann fór að yrkja vísur 5 ára gamall. Hann var hjá þeim meðan þau lifðu fram undir fermingaraidur sinn.“ Föður-systir Þorsteins heitins, Guðrún Pálsdóttir að nafni, er verið hafði með hann sem barn, styrkti hann í byrjuninni til skólalærdóms, auk þess er hann naut þar og góðiar aðstoðar Steingríms skálds Thorsteinssonar o. fi. vegna skáldskapar- gáfunnar, sem vituð var hjá honum búa. Stúdentsprófi lauk Þorsteinn sálugi siðan vorið 1883 og sigldi þá þegar samsumars til háskólans í Kaupmannahöfn og byrjaði þar þá á laganámi, en hafði þó frekar hugann við skáldskapinn, og lagði það siðan að lokum á hylluna, er hann hafði sætt ávítum danska háskólaráðsins og megnum árásum ýmsra danskra blaða út af kvæði hans, er sungið var á aldar- afmæli Rask’s sáluga í Kaupmannahöfn árið 1887. En þó að lokið væri þá laganáminu og embættisvonum Þorsteins heitins, dvaldist hann þó áfram í Kaupmannahöfn til ársins 1896, orti þar ýms af beztu kvæðum sínum og vann fyrir sér með kennslustörfum og átti þá opt við þröngan kost að búa. Kvæntist hann þar þá danskri konu, er hann síðar skildi víð, eða hún við hann, eptir það, er hann var kominn heim til Islands, og þau höfðu búið um hríð á Seyðisfirði. A Kaupmannahafnar-árum sínum brá hann sér og snögga ferð til Ameríku, ásamt dr. Valtý Guðmundssyni, árið 1894, og var erindið, að rannsaka hvort eigi finndust þar fornar menjar, er stafað gætu frá Vínlands fundi Islendinga. Síðla sumars árið, sem hér um ræðir (1894), hitti ritstjóri blaðs þessa Þorstein heitinn að máli í Kaupmannahöfn, eins og getið er í blaði voru um þær mundir, og barst þá í tal kveðskapur hans o. fl., sem hér verður eigi frekar farið út í. Nokkru síðar (árið 1896) fiuttist Þorsteinn heitinn til Seyðisfjarðarkaupstaðar og gerðist þá ritstjóri „Bjarka“, og gegndi þvi starfi til aldamóta-ársins (1900), og var skömmu síðar um tíma á Bíldudal. og gaf þá út blaðið „Arnfirðmgur11. Arið 1902 fluttist hann síðan til Reykjavíkur og dvaldi þar síðan til dánardægurs, starfaði þar að ljóðagerð, sem fyrr- um, en varð þó einatt að sinna að mun kennslustörfum o. fl. að vetrinum, til þess að geta dregið fram lífið, og gat því eigi sinnt kveðskapnum, sem ella myndi. Eptir það, er Þorstemn og fyrn kona hans voru skilin, gekk hann að eiga seinni konu sína, Guðrúnu Jónsdóttur, er lifir hann nú, ásamt tveim börnum þeirra, er bæði eru í æsku og heita: Svanhildur og Erlingur. Var hjúskapur þeirra Þorsteins og Guðrúnar mjög inni- legur, enda hún kveðskap mjög unnandi og fróð í þeim efnum. Má og óhætt, fullyrða, að árin, sem þau bjuggu saman, hafi venð blóma-árin í æfi Þorsteins sáluga. Jarðarför Þorsteins heitins Erlingssonar fór fram að við- stöddu afar-miklu fjölmenni, miðvikudaginn 7. okt. þ. á. Sorgarathöfnin hófst á heimili hins látna, í Þingholtsstræíi, kl. ll1/^ f- h., og voru þar fyrst sungin kveðjuljóö, er Bjarni alþm. Jónsson frá Vogi hafði ort í nafni konunnar og barn- anna, en síðan flutti sira Magnús Helgason, kennaraskólafor- stöðumaður, húskveðjuna, og að henni lokinni voru að nýju sungin skilnaðar- eða kveðju-ljóð eptir Guðm. skáld Guðmunds- son*) (ort einnig í nafni konunnar og barnanna. Áður en líkið var hafið út, var síðan að lokum sungmn Hallgríms-sálmurinn: „Af því að út var leiddur“.j Sorgailög voru leikin á lúðra meðan líkinu var ekið í Fríkirkjuna, og var kistan mjög fagurlega blómsveigum skrýdd, og hafði þó minnst á hana komizt af því, sem sent hafði verið, og sumir þó látið skrá nafn hans á ártíðaskrá Heilsu- hælisins, í stað þess að senda krans. Ymsir af kunningjum Þorsteins sáluga báru líkið úr lík- vagninum inn í kírkjuna, sem klædd hafði verið svörtu og fagurlega var ljósuð. I kirkjunni voru fyrst sungin þrjú fyrstu erindin úr minn- ingarljóðum Guðm. Guðmundssonar, en síðan gekk Bjarni alþm. .Jónsson frá Vogi að kistunni og flutti Þorsteini sáluga hinnztu kveðju íslenzku þjóðarinnar, og endaði ræðuna með nokkrum kjarnyrtum erindum, er hann hafði ort, og eru þau birt á öðrum stað í þessu nr. blaðs vors. Haraldur prófessor Níelsson flutti síðan skörulega ræðu, sem honum er lagið, og að henni lokinni söng Einar E. Hjör- leifsson (sonur Einars skálds Hjörleifssonar) þrjú erindi úr „Aldamótaljóðum" Þorsteins: „Þú ert móðir vor kær“. Að lokum var sunginn latneski sálmurinn: „Pequiem æternam“ og er lagið við hann, sem kunnugt er, einstaklega fagurt og áhrifamikið, og gerði því útförina að mun viðhaf'nar- meiri en ella myndi. Skáldin sex (Bjarni frá Vogi, Einar Hjörleifsson, Guðm. Guðmundsson, Guðm. Magnússon, Jón Olafsson og Þorsteinn Gíslason) báru síðan líkið úr kirkjunni og út í líkvagninn. Lúðra-sveit Helga tónsmiðs Helgasonar lék síðan sorgar- lög meðan er líkfylgdin þokaðist hægt og hægt áfram eptir Frikirkjuvegi, Vonarstræti og Suðurgötu, upp í kirkjugarðinn. Þar var svo líkið lagt í síðasta hvílu-staðinn. *) Nokkur eíðuatu erindin ur MinningarJjóðunum eru birt í þessu nr. blaðs vors. Sk. Th. Skýrsla um kennai'askólann í Reykjavík 1913 — 1914. Af skýrslunni, er hér ræðir um, sézt að nemendur voru alls 63, er skóla-árið hófst, og voru 30 þeirra nýir, þ. e. höfðu eigi sótt kennaraskólann fyr. Undir kennaraprófið í síðastl. apríl- mánuði gengu alls: 11 stúlkur og 9 sveinar. F'ramhalds- eða kennara-námsskeiðið, er stóð yfir frá 15. maí til 26. júní þ. á., sóttu alls 23 barnakennarar (þ. e. 12 konur og 11 karlar). Nemendasjóðurinn, sem árið áður nam alls að eins: 74 kr. 89 aur., var í lok skóla-ársins orðinn alls: 181 kr. 75 a., og munaði þar mestu — til aukningar — um arðinn af kvöldskemmtun nemenda, er nam alls: 90 kr. 50 aur. Lestrarfélagið keypti alls 30 bindi af íslenzkum og norskum bókum á skóla- árinu, — bættist og auk þess 10 bækur að gjöf. Fallegt að hugsa til hvorstveggja, nemendasjóðsins og lestrarfélagsins, þeir, sem það geta.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.