Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.10.1914, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.10.1914, Blaðsíða 3
XXVIIL, 51.—52. ÞJOÐVILJINN. 179 (Hvað helzt hefur tíðinda gjörzt.) Síðan er blað vort var síðast á ferð- inni, hafa daglega orðið bardagar á ýms- ran stöðum í Frakklandi norðvestanverðu, og þó enn eigi stór-orustur orðið, er úr úr hafi skorið. Herinn allur mjög dreifður, — orustu- , svæðið sagt að ná alls yfir 300 mílur enskar. Getið er í símfregnunum um bardaga við verksmiðjubæinn Roye (les: Roa) í Somme-fylkinu, norðarlega, sem og í Arras-héraðinu, þ. e. í grennd við borg- ma Arras, þar sem nafnkunni, frakkneski, byltingamaðurinn var fæddur. Ennfremur getið og um orustur við Aisne-fljótið, og milli stór-ánna Somme og Oise (les: Oas), og ýmsum veitt betur, Þjóðverjum eða bandamönnunum (Bretum og Frökkum), en fregnirnar yfirleitt óljós- ar, sbr. eptirlitið af hálfu brezku stjórn- arinnar, að því er til stríðsfregnanna kemur. Símað er og (9. okt. síðastl.), að Þjóð- verjar hafi þá hafið ákafa skothríð gegn þorpinu Champigny (sjangpinji), skammt frá París, og hafi þá eyðilagzt hús, sem Poincaré (lýðveldisforseti) átti þar, — verið varpað á það alls 48 sprengikúlum. Að því er snertir viðureignina í Belgíu, skal þess oms getið, að konungur og stjórn Belga, er sezt hafði að í Antwerpen, litlu áður en Þjóðverjar tóku höfuðborg- ina Brússel, hefur nú orðið að nýju að hafa sig á kreik og flytja stjórnar-aðsetnð til borgarinnar Ostende. En Ostende er fögur borg og sæbaða- staður við Norðursjóinn (íbúarnir um 42 þús.), og kemur það sér nú ekki ílla, að konungur á þar mjög snoturt lysti-hús, er hann hefur þá sezt að í. « Á hinn bóginn sitja Þjóðverjar nú um Antwerpen, og var símað 9. okt. síðastl. að allur suður-hluti borgarinnar stæði þá þegar í björtu báli. Borginni Alost (les: Alst) í Austur- Flandern, hafa Þjóðverjar og náð á sitt vald nú í októbermánuði, og voru íbúarmr, um 30 þús. flúnir þaðan áður. í öndverðum okt. þ. á. brá Nicolaj Rússakeisari sér til herstöðvanna, og var, er síðast fréttist, seztur að í borginni Brest-Litowsk, sem er við járnbrautar- línuna til Austur-Prússlands. Símað er, að Þjóðverjar hafi og litlu áður (3. okt. þ. á.) biðið ósigur í grennd við borgina Augustovo (í rússneska Pól- verjalandi) og sé Rússum þá vegurinn greiðari, að brjótast nú að nýju inn í Austur Prússland. Mælt er, að komu Nicolaj keisara til hersins hafi verið tekið afskaplegum fagn- aði og hafi þá hjá hermönnunum kveðið við ópin: „Til Yínar! Til Berlínar!“ Að því er snertir viðureign Rússa og 1 1 ÞJÓÐVILJINN. Verð árgaDgsins (minnst 60 arkir) 3 kr. 60 aur., erlendis 4 kr. 60 aur. og í Ameríku doll.: 1,60. Borgist fyrir júni- mánaðarlok. — Uppsögn skrifleg, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 30. dag júnimánaðar og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. 1 • Austurríkismanna, voru Rússar um mán- aðamótin síðustu, sagðir komnir inn í Ungverjaland, miðja vegu til höfuðborg- arinnar Buda-Pest Talið og vist, er nú siðast fréttist, að borgin Przemysl (í Galizíu) yrði að gefast upp fyrir Rússum, er minnst varði — sögð standa þá víða í bjöitu báli eptir skothríðina. Borgina Mármaros-Szigel við ána Theisz (íbúar þar um 18 þús. og frekur þriðj- ungur þeirra Gyðingar) hafa Rússar og nýlega tekið, en á hinn bóginn beðið ósigra við Opatow (borg í rússneska Pól- landi og Klietontow. Líklegt því, að símfregnirnar, sem oss íslendingum berast, geri um of orð á óförum Austurríkismanna, þó að áreið- anlegt sé það að vísu, að margan slæman skellinn hafi þeir þegar fengið. Sannfrétt mun mega telja það, að Serbar hafi nú um mánaðamótin siðustu náð borginni Semlín að nýju á sitt. vald. En Semlín er borg í Kroatiu-Slavoníu, á bökkum Dónár, andspænis Belgrad, höfuðborg Serba, — og bærinn iðnaðar- borg að mun (íbúar um 15 þús.), svo að sjálfsagt þykir Serbum það slægur mikill, er hún er nú á þeirra valdi. Að því er kemur til áhrifa norðurálfu-ófrið- arius utan álfu vorrar (norðurálfunnar), látum vér, að þessu sinni, þessa eins (íetið: Japanar hafa nýlega slegið eign sinni A evj- una Yab, sem er ein Karolin-eyianna, fyrir norð- an Nýju Guineu, og hafa þser lotið yfirráðum Þjóðverja siðan Spánverjar seldu þeim þær, ásamt nokkru af Marían-eyjunum, árið 1899, fyrir allB frekar 16 millj. króna. En Karolin-eyjarnar — alls um 600 að tölu — draga nafn sitt af Karli II., Spánar-konungi (t 1700), er var síðastur konunganna af Habs- borgar-ættinni, er ríkt hafa á Spáni, og var um hríð ágreiningur um yfirráðin, seint á öldinni, sem leið milli Þjóðverja og Spánverja, unz páfinn dæmdi Spánverjum eyjarnar, er síðar seldu þær Þjóðverjum, sam fyr segir. Á Yap vex að mun af kokospálmum og mikið er þar um perluskeljar, skelpöddur o. fl., en ibúar þar um sjö þúsundir, svo að eigi er þar þá eptir miklu að slægjast. — Hermennirnir frá Indlandi, er sendir bafa verið til liðs Bretum og bandamönnum þeirra, lentu í Marseille i öndvorðumjjokt. þ. á., og var þá þegar tekið þar forkunnar vel, og sendir siðan tii ófriðarstöðvanna i norðvestur Frakklandi. Láta Bretar og mikið af vasklegri framgöngu þeirra á orustuvöllunum, •— vilja, sem skiljan- legt er, gjarna fá meira af slátur-fénaöi austan af Indlardi, Hearst, blaðstjóri i New York, var er siðast fréttist, nýlega farinn að gangast fyrir funda- böldum i Bandarikjunum, til þess að fá þar sam- þykktar áskoranir til norðurálfu-þjóðanna, er við ófriðinn eru riðnar, að semja nú frið sem allra bráðast. Fyrsti fur.durinn var haldinn í New York 20. sept. síðastl., og var margt stórmenna Banda- rikjanna þar saman komið. Ekki virðast Austurríkismenn treysta sem bezt vinarþali Itala til sín, enda italska, sem kunnugt er, töluð í Tyrol o. fl. héruðum, er til Austurríkis enn teljast. Fréttir, sem borizt hafa mjög nýskeð, segja Austurríkismenn þvi og hafa um 200 þús. ht.r- manna tii taks í grennd við ítölsku iandamærin. Vjlhjálmur Þýzkalands keisari var nú, er nýlegu fréttist, seztur að í þýzku sendiherra- höilinni í Luxemburg, — þykist þar vera nær ófriðarstöðvunum og gota þá betur haft áhrif á rás viðburðanna en ella. F'-egn er boi-izt hefur frá Amsterdam (á Hol- landi) 10. okt. þ. á. segir að Antwerpen sé fallin, þ. e. borgin komiu í hendur Þjóðverja. Her Belga, er eigi var fallinn, eða óvopnfær orðinn, hafði og hörfað úr borginni daginn áður (þ. e. 9. okt. þ. á.) Við útför Þorst. Erlingssonar. (Úr ræðu Bjarna alþni. frá Vogi.) Laufaþytinn og lækjarnið iézt þú í stuðla falla, ljósálfadans og lóuklið, litprýði blómavalla. Þýðleikans minnist brúðurin blárra fjalla. Heyrði stundum með hrannagný hafrót í strengjum gjalla, þórdunur bragnum bornar í bergmála um hamrastalla. Styrkleikann elskar brúðurin blárra fjalla Heyrði þar niðraf hvörmum tár höfug og úrig falla, auminginn vonlaus sefa-sár sáran á hjálp að kalla. Mildinni ann hún, brúðurin blárra fjalla. E íðingshættinum hatursljóð hörpuna lézt þú gjalla, sem þá bálvinda áhlaup óð ýlfra um jökulskalla. Gremjuna þakkar brúðurin blárra fjalla. Frelsis vonum þú ortir óð, áhrinsbragmn þinn snjalla, einstakling frjálsum, frjálsri þjóð: frjálsa vildir þú alla. Frjáls skal hún verða, brúðurin blárra fjalla. Hugsjón festir þú ástir á, engum þær vannst að spjalla, hugsjónum kveikt bar hiartans þrá hreinleika vetrarmjalla. Hugsjónum elst hún, brúðurin blárra fjalla. Torfyllt er fyrir skildi skarð, sköpum má engi halla, sár til ólífis síðast varð söngvarinn góði að falla. Kveður nú svaninn, brúðurin blárra fjalla

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.