Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.10.1914, Blaðsíða 8
184
ÞJOÐ.YILJINN.
XXYIII., BI.—52.
Ungu hjónin eru Byatkinaborn, með þvi að
■íra Sigurður og móðir brúðurinnar, eru systkin.
Bitstjóri blaðs þessa fæiir ungu hjónunum
beztu heilla-ósk sína.
„Ceres“ kom hingað, frá Austfjörgum og út- |
löndum, sunnudaginn 11. þ. m.
Ungfrú Leopoldíne Daníelsson (dóttir Halldórs
yrfirdómara Daníelssonar), og Guðm. umboðssi.li
Eiríkss, voru gefin í hjúskap hér í bænum að
kvöldi 10. þ. m.
Blaðið færir ungu hjónunum heilla-ósk sína.
THE
North British Ropework C°y
Kirkcaldy
Contractors to H. M. Goyerment,
Þiisi. tll
rússneskar og ítalskar
fiskilínur og færi,
Manila, Coces og tjörukaðal,
allt ór bezta efni og sérlega vandað.
Biðjið því ætíð um KirTtoalcly
íiskilínur og færi hjá kaupmanni þeim,
sem þér verzlið við, því þá fáið þér það,
sem bezt er.
RITSTJÓRI OG EIGANDI:
KÚLI y HORODDSEN.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
Til lesenða „íiiTiijans”
Þeir, sem gjörast kaupendur að 29.
árg. „Þjóðv.“, er bófst síðastl. nýár og
eigi bafa áður keypt blaðið, fá
alveg ókeypis,
sem kaupbætir, síðasta ársfjórðung næstl.
árgangs (frá 1. okt. til 31. des.).
Sé borgunin send jafnframt því, er
beðið er um blaðið, fá nýjir kaupendur
einnig, ef óskað er,
200 bls. ai skemmtisögum
og geta, ef vill. valið um 8., 9., 10., 11.,
og 14. sögubeftið í sögusafni »Þjóðv.«.
Þess þarf naumast að geta, að sögu-
safnshepti „Þjóðv. bafa víða þótt mjög
skemmtileg, og gefst mönnum nú gott
færi á að eignast eitt þeirra, og geta þeir
sjálfir valið, hvert söguheftið þeir kjósa
af sögusöfnum beim, er seld eru í lausa-
sölu á 1 kr. 50 aura
ZZZZ Ef þeir, sem þegar eru kaupendur
blaðsins, óska að fá sögusafnsbepti, þá
eiga þeir kost á því, ef þeir borga 29.
árgang fyrir fram.
Til þess að gera nýjum áskrifend-
um og öðrum kaupendum blaðsins
sem hægast fyrir, að þvi er greiðslu
andvirðisins snertir, skal þess getið,
að borga má við allar aðal-verzlanir
landsins, er slika innskript leyfa, enda
sé útgefanda af kanpandannm sent
innskriptarskirteinið.
Þeir, sem kynnu að vilja taka.
að sér útsölu »Þjóðv.«, sérstaklega í þeim.
sveitum, þar sem blaðið hefir verið lítið-
keypt að undanfömu, geri svo vei, að
gera útgefanda »Þjóðv.« aðvart um það,
sem allra bráðast.
Nýir útsölumenn, er útvega blað-
inu að minnsta kosti sex nýja kaup-
endnr, sem og eldri útsölumenn blaðsins,
er fjölga kaupendum um sex, fá — auk
venjulegra sölulauna — einhverja af
forlagsbókum útgefanda „Þjóðv.“, er
þeir geta sjálfir valið.
Gjörið svo vel, að skýra kunn-
ingjum yðar og nábúum, frá kjömm
þeim, er »Þjóðv.« býður, svo að þeir
geti gripið tækifærið.
Nýir kaupendur og nýir útsölumenn
eru beðnir að gefa sig fram sem allra.
bráðast.
Utanáskript til útgefandans er:
Skúli Thoroddsen, Vonarstræti 12,
Reykjavík.
86
Um yður er öðru máli að gegna, og fe! egjð-
ur því starfanu.
Ef þér ýtið á fjöðrina undir lokinu, hrekkur
askjan upp.
Yðar
Gío Verdenu.
Windmuller brendi þegar seðlinum og stráði öskunni
út um gulggann.
Dáðist hann að því, hve varkár Gío væri, eins og
líka er hún lét Moighan’s-hjónin heyra, er hún bauð hon-
um til morgunverðar.
Gío hlaut sjálf að geta séð, að alls aigi var ólíklegt
að grunur gæti vaknað hjá Morghan's-hjónunum, út af
þar veru hans.
Hann hætti nú við að fara út, — hafði nóg við
tíman að gera.
Verið gat að hann sæi það af skjölunum, hvort nokkuð
hefði misfarizt af skjölunum; er móðir hennar lét eptir sig.
Windmuller settist nú niður, — valdi sér svo þægi-
legt sæti sem föng voru á, opnaði síðan öskjuna, svo sem
Gío hafði mælt fyrir um, og dró þar út þrjá bögla, er alls
eigi voru fyrir ferðar miklir.
BÞað sviptir eigi nætursvefni að blaða i þessu!“
hugsaði hann, og vóg bögglana í hendt sér.
Síðan athugaði hann utanáskriptina á bögglunum,
og var hún sem hér segir.
nBréf frá konunni minni:
Hans von Verden“
87
í öðru lagi:
„Bréf frá eiginmanni mínum:
Vanna von Verden“.
Og að lokum:“
Ymis konar bréf:
V. v. V *
Síðast nefndi böggullinn var mestur um sig og þó>
alls eigi stór.
Annaðhvort var að frú von Verden hafði eigi stað-
ið að mun í bréfaskriftum, eða hún hafði að eins g*ymt
það er hún taldi þó einhvers virði, — nema einhverir
hefðu tekið eitthvað af bréfunum, svo að Gfo næði ekkl
í þau
Það hlaut nú að sjást, hvað líklegast var.
Windmuller tók fyrst böggulinn, er í voru biéfin
frá frú von Verden til mannsins hennar.
Þau voru rituð á ítölsku, og var skriptin smá, en
glögg og einkennileg.
Hver maður, þ. e. þótt eigi væri sérfróður, að því
er áhrif lundarfarsins á skriptina snertir, hlaut þegar að
sjá, að bréfin voru frá veru, er gædd var sterkum vilja,
og áreiðanleg í hvívetna.
Efst voru þar í bögglinum nokkur bréf frá Lundún-
um, er stöfuðu frá þeim tíma er ÍYv aro hertogi var sendi-
herra þar, og dóttir hans sem þá var nýgipt, heimsótti
hann.
Þau voru fagur vottur um innri mann ungu frúar-
innar, og sýndu ljóslega ást hennar til manns hennar, og
hve mjög hún þráði hann.