Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.10.1914, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 15.10.1914, Blaðsíða 4
180 ÞJOÐVILJINN. XXVIII., 51. -B2 Ný bráðabirgðalög útgefln. Vöruverðlagsnefnd skipuð. Samkvæmt tíllögum ráðherra íslands, hefur konungur vor, 5. okt. síðastl., gefið út svo látandi: Bráðabirgðalög um heimild fyrir ráðherra Islands til að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vörum. Véi Christian hinn tíundi o. s. frv. Gjörum kunnugt: Með því að það hefur verið borið upp fyrir Oss, að verð- lag á nauðsynjavörum hafi farið og fari mjög svo hækkandi vegna styrjaldar þeirrar, sem nú geisar um Evrópu, og það sumstaðar meir en góðu hófi gegnir, og með því að þess hefur verið beiðst frá ýmsum hliðum, að ákveðið hámark verði sett við sölu þessara vörutegunda og annara, er þörf kann á að þykja, þá teljum Vér það brýna nauðsyn til þess að koma í veg fyrir óhæfilega verðhækk- un á lífsnauðsynjum, að gefa út bráða- birgðalög samkv. 11. gr. stjórnarskrár- innar, er veiti ráðherra Vorum fyrir Is- land heimild til að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vörum. Því bjóðum Vér og skipum fyrir á þessa leið: 1. gr. Ráðherra Islands veitist heimild til þess að láta ákveða verðlag á innlendri og útlendri nauðsynjavöru og öðrum vörum, og í þvi skyni skipa nefnd til þessa. Ákvæðum hennar má þó skjóta til stjórnarráðsins til fullnaðarúrslita. Nán- ari reglur um starfssvið nefndarinnar og önnur atriði tii framkvæmdar þessara laga setur stjórnarráðið með reglugjörð. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Eptir þessn eiga allir hlutaðeigendur sér að hegða. I vöru^verðlagsnefndina, sem ræðir um í 1. gr. laganna, skipaði ráðherra síðan, 6. okt. síðastl., þessa fimm menn: Ásgeir konsúl Sigurðsson Björn bankastjóra Sigurðsson Síra G-uðm. Helgason Knud Zimsen borgarstjóra og Pál umboðssala Stefánsson. Síra Guðm. Helgason, sem er forseti landbúnaðarfélagsins, er formaður nefnd- arinnar, sem tekin er 'nú þegar til starfa.. Lögin, sem hér um ræðjr, eru í meira lagi nýmæli hér á landi, nú orðið, og leitt að vísu, að nauður hefur þótt til þeirra reka. . r, , , Víst er um það, að í gagngjörðari Vátryggið eigur yðar (hús, húsgögn, vörur o. fl.) fynr eldsvoða i brunabótafélaginu „ General” stofnsett 1885. Aðal-umboðsmaður fyrir Island: Sig. Thoroddsen adjunkt. Umboðsmaður fyrir Norður-lsafjarðar- sýslu er Jón Hróhja'ttsson verzlunarstjóri. bága við anda frjálsrar verzluuar verður eigi farið. En það er norðurálfu-ófnðurinn, sem lögunum veldur, og fordæmin nóg um þessar mundir, hjá Dönum og öðrum þjóðum, að því er til samskonar laga- setningar kemur. Ærið hæpið þó — eins og ntstjóri blaðs þessa benti á, er rætt var um sams konar lagasetningu á síðasta Alþingi —, að lögin fái samrýmzt við ákvæði stjórn- arskrárinnar, sbr. 50 gr. hennar. *) Lögin gera eigi ráð fyrir neinu endur- gjaldi til þess eða þeirra, sem skaði verð- ur bakaður. En hver munur æ eign eigandans, og honum þá í því verði, sem atvikin hafa skapað. Otlendir fréttamolar. (Úr ýmsum áttum). Símað frá París 10. sept. þ. á. að ná- lega þnðji hver maður hafi þá þegar verið flúinn úr borginni. Eigi er það sjaldgæit, að eyður séu í blöðunum í París um þessar mundir, eins og ail-títt er hér í „Lögbirtinga- blaðinu1', þ. e. lesendurnir fá hvítan papp- írinn á sumnm stöðum í blaðinu, þar sem lesmálið ætti þó ella að vera. Eyðurnar stafa af því, að ritskoðunin hefur þá bannað að birtar væru grein- arnar, sem þar áttu að standa. Loptför láta Breta nú sífellt vera á sveimi yfir Lundúnaborg, svo að þýzk eða austurrísk loptför ráði síður á borg- ina að ÖUum óvörum. 8. sept. síðastl. var banst svo ör- skammt frá Parísarborg, að glöggt heyrð- ust þangað fallbyssuskotin. Búist var þá og almennt við þvi, að sezt yrði um borgina, er minnst varði. Daglega voru þá og flutt kynstrin öll af frosnu keti o. fl. vistum til Parísar frá Liverpool (á Bretlandi), svo að varist yrði vistaskorti í lengstu lög, ef til kæmi. *) 1 50. gr. stjórnarskrárinnar, frá 5. janúar ! 1874, s.agir: „Eignarrétturinn er friðhplgur. Engan m.á skyIda til að láta af hendi eign sina I , nema almennings þörf krefji; þarf til þoss lagaboð oj l:omi /ullt verð fyrir.“ Atvinnuleysi var þegar farið að brydda á að munj^á Þýzkalandi í öndverðum sept. þ. á. Verksmiðjurnar þarfnast þar æ árlega mestu kynstra af ull, bómull, hör, silki, sínki, kopar o. fl. o. fl., sem flutt er að frá öðrum löndum, og því óðar allt í voða, er aðflutningarnir teppast. Það er þessi „innri voðinn“, sem margir óttast að Þjóðverjum verði þyngst við að fást í ófriðnum, sem nú stendur yfir. Alla sölu áfengis hefur stjórnin á Rúss- landi nýlega bannað meðan er ófriðurinn helzt. Bankarnir í París hafa nú allir flutt aðal-beykistöð sína þaðan vegna ófriðar- hættunnar I byrjun ófriðarins kom Prakklands- banki („Banque de Erance“) og gullforða sínum til Lundúna. Bakari nokkur, Johannes Nielsen að nafni, andaðist nýskeð (í sept. þ. á.) í Holbæk í Danmörku. Hann var sjöundi sonurinn, sem móðir hans átti á bak að sjá, og átti hún þá engan soninn eptir. Rússar hafa í ófriðnum, sem nú stend- ur yfir, dregið lið að sér úr fjarlægustu héruðum. í liði þeirra berjast því að þessu sinni bæði Mongólar, Tungusar (úr Austur- Síberíu) o. fl. o. fl. Um 6 milljónir 447 þús. króna voru í ágústmánuði þ. á., teknar út úr spari- sjóðnum „Bikuben" í Kaupmannahöfn, en innlögin alls þá að eins um 2 millj. 141 þús. króna. Það er stríðið, eða áfergjan i fólkinu að birgja sig að nauðsynjum, sem talið er að mismuninum valdi. Símað er frá Kristjaníu (9. sept. þ. á.), að gengið hafi í sunnanverðum Nor- egi meiri þurrkar en elztu menn muna. I Guðbrandsdölum og Heiðamörk, sem nefnd eru þó „Kornforðabúr Noregs“, búast menn því við, að uppskeran verði að þ#ssu sinm mjög léleg. Úr „Miniiingarljóðum“ Ouðm. Gruðmundssonar. (Útíör Þorsteins skálds Erlingssonar.) Dísir ljósar, harmblíð Huld, haustsins blæjum faida. — Þér á mikla þakkarskuld þjóðin öll að gjalda. r: i ,i 4 ! Þegar harðstjórn hríðarbyl hótar geisluín vonar, þá er að grípa „þyrna“ til Þor steins ÉrUngssonar. I;l id "/[ :r v. . > >« . Þegar um augu mæðumanns myrkur og þréýta strjiíka, á hún, góðá, harþan hans, hlýja tóna’ og mjúka. ,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.