Lögberg - 12.02.1890, Blaðsíða 3
LÖGBERG," MIDVIKUDAGINN 12. FEBRÚAR 1890
3
Svar til Logbsrginga.
Eptir síra Jón Steingrlmsson.
(Niðurl.).
Herra E. H. segir þa5 líka
satt vera, aö ósannindi hafi átt
sjer staö meðal íslendinga vestra;
þaö heföi líka orðiö ervitt að
neita því nieð rjettu: en skyldi
freniur verða mögulegt að neita
því með rökum, að þetta ó-
samlyndi þeirra hafi einhverju sögu-
iega þýðingu? Eins og á stendur
furða jeg mig reyndar ckkert á
ósamlyndinu, þótt hr. E. H. spinni
það upp, að jeg segi það. þess
vegna ^r þess alls ekki getiö.
En liinu þótti mjer vert að leiða
athygli manna hjer að í þessu
sambandi, hvernig það ósamlyndi
minnir áþreif inlega á það ósam-
lyndi, er átt hefur sjer staðanu-
arsstaðar meðal íslendinga er-
lendis. 0" hr. E. H. er víst ekki
O
sí Færeyjagikkur, að hann ekki
muni eptir að til skamms tíma voru
3 Isleudingar á Stórbretalandi. sem
hötuðu liver annan i’it af afskipt-
um sínuin af Islandi. Og „Fjallk“:
mun geta frætt hr. E. H. á, hvern-
ig samlyndi ísl. stúdenta í Khöfn
var til skamms tíma, ef hr. E.
H. rekur ekki minni til þess af
eigin reynd. Nú á það að vera
hróplegt af mjer að segja að þetta
ósamlyndi Isl. erlendis liafi verið
„orðlagt“ hjer; meira segi jeg
ekki í Fr. Hver ætli vilji neita
því nú með hr. E. H. ?
þá eru ekki lítið herraleg
mótmælin, er sú grein Fr. 1888
sætir, sem getur um álit íslend-
inga hjer á afskiptum (ekki Lögb.
c i n s, svo sem hr. E. H. lætur
nng sagt hafa, heldur) Vestur-ís-
lendinga yfirleitt af málum manna
hjer á landi. Hann gleymir því
algerlega áfskiptum íslenzku prest-
anna vestra af prestum hjer,
kirkjumálum og kristindómi þessa
lands, þótt hann gleymi því ekki
að jeg er prestur. En má jeg
nú fyrst spyrja: Hvernig gat hr.
E. H. búizt við, að jeg færi að
rannsaka í Fr., hvort „aðfinning-
ar Vestur-Islendinga hafi ekki ver-
ið á rjettum rökutn byggðar", þar
sem hann sjálfur segir mjög rjett-
lega í byrjun greina sinna, að
„ekki sje um það að ræða, að
skrifa neina sögu í eiginlegum
skilningi“? Jeg þóttist ekki eiga
þar við annað að gera, en skýra
frá áliti manno hjer á þeim, eptir
því sem jeg komst næst, auðvit-
að þá þeirra manna, sem taka
eptir því, hvað Vestur-íslendingar
segja. Öllum hinum sorglegu spurn-
ingum hr. E. H. svara jeg því,
að þeim mönnum hjer, sem unna
bróðurlegri sainvinnu við Vestur-
Jslendinga í öllum framfaramálum
Isíands og vænta að vestan þýðra
og alúðarfullra bendinga til að
siora í baráttunni við allt sem
o
liindrar fmmfarir þjóðarinnar, þeim
þótti sorglegt að fá í þess stað
stórmennsku-dóma og stóryrði, lít-
ilsvirðing og fyrirdæming, háð og
kulda frá mönnuin þeim, er gerst
liafa ráðsmenn almenningsmála
vestra. Jeg skal nú sleppa aðfor-
um ísl. prestanna vestra gegn Is-
landi og þjóð, en minnast á I-.ög-
berg eitt, eins og hr. E. H. ger-
ir. Honum má líka vera kunn-
ngast um andann, tóninn og til-
lögurnar í því blaði; hann nefnir
2 íslenzk mál úr blaðinu, st.jórn-
Lreytingamálið og afnáin Möðru-
vallaskólans; undirtektír Lögb. und-
ir þau mál eiga að hrekja orð
inín í Fr. eða veikja þau. í
stjórnbrcytingamálinu stvðst hr.
£ H. þó að eins við skilnaðar-
Lrallið í „fjallkonunni“, sem þó
reyndar komst í algleyminginn
íyrst eptir að Fr, voru skrifaðar.
<Jg nú getur hr. E. H. sjeð, hve
Vel sá stafur styöur hann í þessu
máli. Annars veit jeg, að hr.
E. II. getur því nærri að þeim
mönnum heí'ur ekki þótt undir-
tektir Lögb. undir stjórnbreyting-
amálið neitt gleðilegar, sem væntu
þaðan liðsinnis við þá stefnu, sem
fjöldinn hafði orðið ásáttur að
halda fram, álíka og norska blað-
ið „Verdens Gang“ segir að Norð-
menn vestra hafi styrkt Norð-
menn heima til að koma á lagi
því í stjórnmálefnum, er þeir helzt
vildu.
En svo er afnám Möðruvalla-
skólans. Jeg segi í Fr. að eins,
að það hafi verið „flest“ framfara-
mál hjer, sem leiðandi menn Vest-
ur-Islendinga hafi virzt hafa á
hornum sjer. ]).ið er því óráð-
vandlega frá sagt af hr. E. H.
þar sem hann vill láta mig hafa
sagt öll inál undantekningarlaust;
það virðist eins og hann hafi lang-
að til að lýsa mig ósanninda-
mann að einhverju, en til ]iess
hefur hann orðið aö leggja mjer
í munn þau orð, er jeg sjálfur
hafði aldrei haft. ])ess vegna spyr
hann ckki litið drýldinn: „þorir
Jón prestur Steingrímsson að standa
við það, að ölluin Islendingum
heima hafi þótt sorglegt, hvernig
vjer litum á það mál?“ En ímynd-
ar nú hr. E. H. sjer að jeg hafi
haft það mál sjerstaklega í huga
í áminnztri grein, þar sem jeg
sjálfur greiddi atkvæði móti til-
lögunni á þingvallafundinum, í
sömu andránni og hann ber mjer
á brýn, að orð Fr. sjeu sleggju-
dómar sprottnir frá rnínu brjósti?
Hins vegar skilur hann að sum-
um mönnum hjer kunni að hafá
þótt þessar undirtektir Lb. „sorg-
legar“, þeim sem annars hafa gef-
ið þeim gaum; svo mikið fydgi
hafi tillagan fengið víða um land.
þá skal minnast á, hvort „leið-
beiningar“ Lögb. í íslands málum
hafi verið „hentugar“ („hentug
' meðmæli" hef jeg akhei sagt, það
er tilbúningur hr. E. H., enda fer
hann ])á uð tala uni „makalausa
íslenzku“ hjá mjer o. s. frv.).
Fyrst minnist hr. E. H. jí bók-
monntirnar 1888; þar mælti hr-
E. H. mest með því, sem sjera
J/attías Jochumsson, uppáhald
Liiffbergs, sagði um, að mönnum
þætti prjedika „holdsins evangel-
íum“. Ætli að þeim mönnum hafi
þótt þau meðmæli hr. E. H. „hent-
ugar leiðbeiningar"?
þá eru tillögur íslendinga-
fjelagans („iitstjórans“ segir Matt.
Joeh.) í Lögb. ]>að á að vera goð-
gá af mjer að segja, að menVi
hjer hafi ekki talið þær „hentugar
leiðbeiningar". Nú segir sr. Matt.
Joch. um þær (í Lýð 17. ur. þ. á.):
Flestuin mun fyrst verða fyrir að
segja: ,,Heyr undur mikil og ör-
lygi! heyr loptkastala! heyr „vest-
urheimsku" á hæsta stigi! Ætlar
hr. E. H. að þeir sem slíkt segðu
muni hafa talið tillöguna „hent-
ugar leiðbeiningar“? Sjálfur segir
Matt: „Efiaust eru tillögur ísl.fjel.
óframkvæmilegar í jafnstóruin stíl
og á jafnstuttum tíma og hann
tekur fram“. Ætli þetta sje sama
sem Matt. álíti þær ,hentugar‘,
eins og ástóð í vetur? Og mjcr
verður spurn: Hver skyldi í vet-
ur hafa látið þessar tillögur, byggð-
ar eins og ]iær voru á 8 mjllí-
ón ki’óna lántöku á næstu 10
áruin, „hentugar“, allra helzt eins
og fjárhagur laridsins þá var:
Með skuld við ríkissjóð Dana og
þurð á tekjum landsins móts við
útgjöld, eignum viðlagsjóðs f ö s t-
uin í hallærislánuin o. v. og all-
mörgum landsjóðsjörðuin 1 eyði o.
s, frv? Eða er það „hentugt“, að
þær 5 sýslur, §em aðalpóstleið
liggur yfir milli Reykjavíkur og
Akureyrar, borgi hver 18000 kr.
á ári innan nrestu 10 ára í vexti
af járnbrautarláni, þegar járnbraut-
in varla borgaði sig fyrstu árin
og sýslurnar ættu þar á ofan að
veita henni sjerstök hlunnindi og
að sjálfsögðu einnig á sama tíma
taka þátt í að .koma upp verzl-
unarflotum o. s. frv?
þá koma or í^inhi: „cnda menn
vestra mjög farnir að glata íslenzkri
tungu og þjóðei ni.“ þessi orð skýrir
hr. E. H. hcimildarlaust á þann
hátt, að jeg „hljóti að eiga við
það, að þessu sje svona varið al-
mennt“ og segir mín orð þau að
Isl. vestra „hafi glatað“ tungu
sinni og þá verður hægra fyrir
hann að segja orð mín „alsendis
tilhæfulaus.“ Nú segir liann þó:
„það má ineira en vera, að einstak-
ir íslendingar, sem einhverra hluta
vearna hafa einanorazt frá löndum
o o
sínum og eiga heima hjer og þar
á stangli úti um Ameriku, hati
að meira eða minna leyti glat-
að tungu sinni“. Ekki koma
þessi orð vel lieiin við það, er
sr. Jón Bjarnason segir í ,,Sam.‘,
1888 nr. 0: „Gyðingar voru þá“
(eptir Babylónar-herleiðing) „rjett
e i n s o g rruirgir íslendingar
lijer í Ameríku nú, búnir
a ð h á 1 f m i s s a s í n a c i g i n
feðratungu“. þessi orð voru
tekin upp í „þjóðviljann" nr. 13
sama ár og þeim ekki mótmælt
þá af Lögbergi. Meira að segja:
í Lögbergi sjálfu hljómuðu raddir
eins og þessi: „íslenzkan má ekki
deyja hjer í Ameríku" (Lögb. I. 3.).
Sjálfur segir E. H. seinna í grcin
sinni afdráttarlaust um íslendinga
vestra: „M á 1 margra manna
h j e r ermjögsvo ó v a n d a 8“
og talar uui „hættu fyrir jjóðerni
vort“, sem stafi af þessu „blend-
ingsmáli"; hann hafði líka í Lögb.
1888 komið með skýringar grein
aðra eins og þessa: „Nú líður
naumast svo pokkur dagur, að
vjer ekki heyrum talað um hann
L ö g b e r g, að þetta standi í h o n-
um „Lögbergi (Lgb. I. 39); mcð
öðrum orðum: Vestur-íslendingar
voru farnir að karlkenna orðið
Lögberg og béygja það eins og
nafnið þorbergur! það kom enda
fyrirspurn í Heimskr. um, hvers
kyns Lögberg væri? Og hver vott-
ur eru nafnabreytingarnar, sein
Lögberg skrifaði svo vel um? Jeg
gat ekki rengt vitnisburð síra Jóns
Bjarnasonar ómótmæltan, en jeg
sje okki, að jeg þurfi þess heldur
enn sem koiniö er, og ineð honum
standa mín orð í Fr. að minnsta
kosti. En nú segir hr. E. H., að
þótt þessi orð væru sönn og rjett,
þá sje það fjarstæða að ætla, að
þessi spilling málsins hafi nokkur
áhrif á tillögur og skoðanir þeirra
manna á ísl. málefnum, sem ekki
sjeu farnir að glata tungu og þjóð-
erni, og meðal þeirra sje hann
sjálfur o. fl. En hjer ber að gæta
þess sem er undanfari þessarar
sýnilegu þjóðernishnignunar; svo er
um stefnu þá, sem síra Jón B.
minnist á í „Sam.“ 1888 iir. 2
með þessum orðum: „Smnir Islend*
ingar verða, þegar til þessa lands
(Am.) eru komnir, hreinir og bcin-
ir Færeyjagikkir. þó þeir luití
ekki kynnzt öðru en verstu og
ruddalegustu einkenmun mannlífs-
ins hjer, þá verða’ þeir svo upp
með sjer af þessum nýjungum,
sem þeir hafa sjcð og komizt inn
1, að þeim finnst allt sem íslenzkt
er fyrirlitlegt og langt fyrir neð-
an sig og apmingjí^ Íslgnd, ætt-
jörðin sem þá bar, vorður wvo ó-
merkileg í huga þeirra, að J>að er
eins og þeir geti elýki skilið, að
þar sje neltt gott oða jafnvel að
nokkur maöur geti veriö þar með
viti“. Og menn eru „roggnir og
reigingslegir yfir tilveru sinni og
ástæðuin hjer“ (í Am.; sjá Sam.
1888 nr. 3). I sambandi svo við
þetta stendur í mínum auguni hinn
vaxandi ókunnuglciki Vestur-Is-
lendinga á Islands-málum, sem víða
kemur í ljós; jafnvel íslendingafje-
lagsmaðurinn fór í vetur að brigzla
ritstjóra Heimskringlu um ókunn-
ugleik (Lögb. II. 3). Mjer tínnst
allt þetta bera að sama brunni og
einuig í þessu máli eigi við lýsing
og játning síra Jóns Bjarnasonar
í Sam. 1888, nr. 8 bls. 123. Fyrir
einhverjam meiri og minni áhrif-
uin af þcssum þjóðlífseinkcnnum
Vestur-Islendinga verða jafnvel hin-
ir helztu menn þeirra, óafvitandi
ef til vill; mun liver ólilutdrægur
tslendingur sjá þetta t. d. í hall-
ærismáli Islands. Jeg veit að lir.
E. H. vill ekki við þetta kannast
og ber líklega mjer á brýn ókunn-
ugleik á Atneríku; jeg játa, að
jeg er ekki þar nógu kunnugur
nje þekki nægilega mál Islendinga
þar; en í „Fr. frá íslandi“ setjeg
ekkert nema það, sem stondur í
þeirra eigin blöðum eða tímaritum
eða mörgum markverðum brjefum
samhljóða, og jeg hef ekki ástæöu
til að rengja. Hr. E. H. kallar
orð mín í Fr. um ósamlyndið og
um hnignun þjóðevnisins „brigzl".
Brigzl cr það engan veginri, þótt
sagt sje með hógværum orðum frá
því, sem miður hefir farið meöal
Vestur-Islendinga. Eins og jeg hef
getið þessa, eihs hef jeg líka getið
þess, sem mjer hefur fundizt inega
segja Vestur-Islendingum til hróss.
Jeg skipti mjer ekkcrt af
því í Fr. hvort einstöku mönnum
kunni að líka betur eða ver að sjá
viðburðina skrásetta.
Hr. E. H. talar um, að „alls-
endis óskyldum atriðum sje bland-
að saman" hjá mjer. Getur vel
verið, en hvernig á það öðruvísi
að vera í annáls-beinagrind, eins
og jeg vil láta Fr. vera? Kafla-
skipting mín er ekki til neins
anuars en hægðarauka. En frem-
ur segir hr. E. H. aðjeg fullyrði
sumt, sem „naumast nokkur flugu-
fótur er fyrir"; þetta er ósatt;
hinu get jog ekki viðgert, þótt
orð mín í Fr. sjeu rangfærð og
misskilin. Sem dæini upp á ástæðu-
lausa staöhæfing hjá mjer tekur
hann upp orð mín um fyrirlestur
sr. Jóns B. „Island að blása upp“.
„Ekki verður móti því borið, að
höf. notar sumstaðar rangskilin
dæmi sínu máli til sönnunar"’, en
svo sleppir hr. E. H. orðunum:
„eins og bent var á að nokkru
leyti í mótmælum þcim er hann
sætti h jer“; jmr var hr. E. H.
innanhandar að sjá þessi clæmi,
þótt jeg nefndi þau ekki. Eða
mun nokkur, seni nægan kunnug-
leik liefur, geta efazt uin, að það
sjeu rangskilin dæmi hjá sr. J. B.
eins og hr. J. Ól. sýndi fram á
í Fjk. 1888 32: dæmi af stjórn-
breytingamálinu á þingi 1887 og
þjóðfulltrúunum þá, dæmin af
Möðruvallaskólanum og búnaðar-
skólunum og af verzlunarfjelögun-
um. En að jeg segi þar með, að
síra J. B. hafi beðið lægri • hlut í
rildeilunuin, það cr heilaspuni hr
E. H.
Jeg skal ná láta ósagt, hvort
hr. E. H. liefur náð tilgangi sínum,
nl. þeim að sýna, að jeg sje „ó-
trúlega ópennafær". Menn sjá að
grein hans miðar því nær eingöngu
til ]iess að hrekja að efninu til
n»kkur orð í Fr. 1888 úm ísl. í
Ainenku, og þá vil jeg leyfa mjer
að spyrja, hvort það muni ekki
dálítið gloprulega liugsað eða að
minnsta kosti dálítið naglalegar á-
lvktanir hjá hr. E. H., að jeg
sje „ótrulega ópennafær" og þess
vegna sjeu aðrir prestar íslands
Jiað líka..? Mun það ékki heldur
mega segja um hr. E. H., að „sá
sem sannar of mikið, sannar ekki
neitt'. Annars get jeg ekki að
því gert, að mig grunar sterkloga,
að ef jeg í Fr. hefði eingöngu
borið hól á \ estur-fslendinga og
Lögberg syerstaklega, en gert htið
úr flestu hjcr, pá mnndi hr. E.
H. hafu þótt jeg fullvel pennafær,
jafnvel þótt jeg væri prestur á
Islandi og eins meinlega illa og
honum synist vera við þá stjett,
af hverju seni það kaun að vera-
Jeg vona, að menn geti nú að
uokkru dæuit uui, hvort uinrædd
atriði í Fr. sjeu ósönn eða sleggju-
dómar, eins og hr. E. H. og líka
síra Matt. Joch. (í Lýð) segja;
en síra Matt. vil jeg segja það
eitt, að þó að jeg sje ungur, eins
og hann bregður mjer um, þá er
jeg þó of gamall orðinn, til þess
að ansa ósannindum lians greinar
frekar en hjer er jafnframt gert.
ATTUNDA
ilíSSÁLAS
OHEAPSIDE
-ÞAKKARÁ VARP.----------
línn á ný )>ökkum viS okkar mörgu
skiptavinum og nlþýðu rnanna yfir höfuð lyrir
þá mklu velvild og þa3 traust, Sem okkur
hefurverið sýní mcðan þessi Áttunda árs
sala stóð yfir.
I’rátt fyrir peningaleysið erum við f.erír
unt að segja að sala okkar síðasta janúar hefur
verið fullkomlega 20 prCt. rneiri en jafnvel
fyrir ári sfðan, og sýnir það ónvitanlcga að
árssalan í Cheai'SIDf. cr æfinlega á-
reiðanleg og ekta.
P. S. Miss Sigurbjörg Stefám-
dótlir er hjá okkur og talar við
ykkur ykkar eigið mál.
Banfield k McKiechan.
578, 580 Main St.
Fjelags-nppleysing.
Hjermeð tilkynnist almenningi að víðí
undirritaðir, sem um undanfarinn 4 ár höf-
um haft eignir okkar og “Skó’verzlnn i sam-
fjelagi hjer í bænurn, undir nafninu A. F.
Reykdal & Co., höfum í dag, eptir beggja
samkomulagi uppleyst fjelagið.
Verzlaninni verður framvegis haldið á-
fram af, og undir nafni A. F. Keykd.il, sem
borgar allar skuldir hins nýuppleysta fjelags.
Skiptavinir vorir eru vinsamlegast beðnir að
borga herra A. F. Reykdal allt það er þeír
hafa skuldað fjelaginu.
pað er vor beggja ósk að íslendingar
vildu framvegis halda áfram að verzlft við
herra A. 1-. Reykdal, og sýna honum þá
sörnu velvild er þeir að undanförnu hafa sý n;
voru nú-uppleysta fjelagi.
Winnipeg 25. Janúar 1S90.
A. F. Reyltlal.
II. Ij. Ilaldvinsson.
......................—
nieö „Dominion Linunni“
frá Islandi til AVinnipeg:
fyrir fullorðna yfir 12 úra ýi4,50
„ börn 5 til 12 úra.... 20,75
u „ 1 ,, 5 ara.... 14,75
seiur b. L. Baldvinsson
175 ROSS STR. WIJMNIPEG
A. Haggart. James A. Ross.
BAfifiART & ROSS.
Málafoerslumenn o. s. frv.
DUNDEE BLOCK. MAIN STIi
Pósthúskassi Xo. 1241.
íslendingar geta snúið sjer til þeirra meí»
mál sín, fullvissir um, að þetr iáta sjer ver:i
sjerlega annt um að g reiða þau sem ræki
[egast.