Lögberg - 14.01.1891, Blaðsíða 3

Lögberg - 14.01.1891, Blaðsíða 3
LÖGBERG, MIDVIKUDAGINN 14. JAN. 189«. 3 LJET EKKI ÞVÆLA SIG. Íslendmí'iir, kallaður Óli, átti mil að sækja fyrir lijeraðsrjeitinum í Pembina í haust, Jióttist liafa ver- jð svikinn um kaup. Eitt af þvl sein lionum i>ar á milli við verk- gefanda sinn var }>að, hvort hann hefði fengið kápu upp í kaupið. Verkgefandinu hjelt J>ví fram, og taldi kápuna átta dollara virði. Landinn Jjverneitaði J>ví. Annar ís- lendingur, E., hafði unnið með hon- um, og var fenginn til að bera vitni fyrir rjettinutn hans máli til stuðnings. Áður en fyrir rjettinn kom, var vottinum tekinn sterkur vari fyrir að láta Jivæla sig; liann skyldi forðast að fara að ræða um nokk- uð óviðkomandi og halda sjer sem eindregnast við ínálið sjálft. Hann lofaði góðu um J>að — og efndi J>að líka. Þetrar votturinn svo kemur fram fyrir rjottinn, snýr málsfærslumaður verjanda sjer að lionum, og segir: „Wliere do you live, Mr. E.?“ „ Oli no buy the coat“, svarar landinn. Málsfærslumaðurinn lítur dálítið skringilega til vitnisins, £n lætur p>ó ekki neitt á J>ví bera, að sjer J>yki svarið undarlegt. „How old are you, Mr, E.?“ segir liann svo. „Oli no buy the coat,“ var aptur svarað. Málsfærslumaðurinn spurði vott- inn svo að einum 30—40 spurn- ingum; engin J>eirra kom kápunni minnstu vitund við. En landinn svaraði J>eim öllum nákvæmlega með sömu orðunum: „Oli no buy the coat.“ Meiri skemmtun varð í rjett- inum en menn mundu til að J>ar hefði orðið nokkurn tíma áður. Verj- andi hafði sitt mál fram viðvíkj- andi kápusölunni, J>rátt fyrir J>enn- an inargítrekaða framburð vitnisins. ÚR ÖLLUM ÁTTUM. — Erkibiskupinn í Chili hefur gefið út J>á skipan, að hver brúð- ur, sem ætlar að vígjast í kirkju, verði framvegis að vera svartklædd. Að eins blæjan og hanzkarnir mega vera hvít. — Eins og menn liafa hingað til sent trúlofunarspjöld, kvað nú vera orðinn siður í Bandaríkjunum að senda skyldmennum sínum og vinum hjónaskilnaðar-spjöld. — Enskar konur hafa sent drottn- inxrunni á Rússlandi áskorun um Ö að stöðva ofsóknirnar gegn Gvð- inga-konum á Rússlandi og veita J>eim hjálp og aðstoð í mannúðar- innar nafni. — 18 stúlkur liafa mdega leyst ágætlega af liendi próf við háskól- ann í Dublin. Ein peirra liefur orðið magister í bókmenntum nú- tíðarinnar. — í Liverpool er lífið fjörugt. Á síðastliðnu ári hafa 15,000 menn verið teknir J>ar fastir fyrir drykkju- skap og lineykslanlegt framferði á strætunum. — Vilhjálmur III., Hollands- konungurinn, sem dó í liaust, var í meira lagi bráðlyndur maður. Einu sinni reiddist hann skrifara slnum, de Kocli, svo, að hann barði hann. De Koeh gaf konungi aptur löðrung — I dfpstu lotningu, en afdráttarlaust. Konungur varð sjónvitlaus I bráðina, en J>egar dag- inn eptir hafði hann áttað sig, bað de Koch fyrirgefningar og tjáði lionum ]>ak klæti sitt fyrir að hann hefði á svo kurteislegan og lag- legan liátt bent sjer á, hvað gentle- manni sæmdi. — Stanley, Afríkufarinn nafn- frægi, hjet upprunalega Rowlands, en á unga aldri var hann arfleidd- ur af kaupmanni I New Orleans, Stanley að nafni, sem tók hann sjer I sonar stað. í byrjun borgarastríðs- ins var Stanley I her suðurríkjanna en var tekinn höndum af norðan- mönnum, og síðar barðist hann með peim. — í Ivína er til sá einkenni- legi siður, að gefa dautt fólk sam- an I hjónaband. „Andar“ drengja, sem dáið hafa I æsku, er .. eptir nokkurn tíma gefnir saman við „anda“ stúlkna peirra sem dáið hafa á svipuðum aldri. Foreldrar drengs- ins snúa sjer til einhvers hjóna- bandsmiðils, sem heldur lista yfir dauðar stúlkur. Þegar foreldrarnir hafa valið sjer einhverja tengda- dóttur, ráðfæra pau sig við prest, sem gætir að pví 1 stjörnunum, hvort pau liafi valið heppilega. Sje svo, er ákveðin nótt er brúðkaup- ið skuli fram fara. Heima hjá for- eldrum drengsins er stóll settur I liátíðarsalinn og á honum manns- mynd úr pappír, og á hún að vera svo lík „brúðgumanum,“ sem fram- ast er mögulegt. Kl. 9 um kveld- ið senda foreldrarnir I nafni sonar síns ofurlítinn burðarstól til foreldra „brúðarinnar,“ ásamt peim tilmæl- um, að pau leyfi dóttur sinni, sem líka er úr pappír, að fara til síns nyja heimilis. Þangað er og venju- lega farið með föt pau sem brúð- urin hefur átt meðan hún var enn á lífi. Svo er lagt af stað með brúðurina; tveir hljóðfæraleikendur ganga I liroddi fylkingar. Þegar pappírsbrúður pessi er komin alla leið, er hún sett við hlið brúð- gumans með mikilli viðhöfn. Fyrir brúðhjónin er sett borð ineð alls konar rjettum, og pau eru beðin að gera sjer gott af matnum; jafn- framt svngja einir sex j>restar sálma og biðjast fyrir. Að lokum eru ný- giptu hjónin brennd ásamt fjölda af pjónutn, fötum, skrautgripum o. s. frv., sem allt er úr pappír. — Lundúna-blaðið 7'ttnes hefur I undirbúningi bók, sem pað ætlar að gefa út; ]>ar á að verða ná- kvæm sa<ra af Parnells-O’Shea-mál- inu, Kilkenny-kosningunum o. s. frv. — Yegna frostanna I Vin hafa par verið búnar út „hitastofur“ handa snauðum mönnum á sextíu stöðum I borginni; stofurnar eru allt af troðfullar. — Litla stúlkan, sem að nafn- inu til stjórnar Hollandi, er I em- bættismálinu nefnd „konungur,“ en ekki drottning. — N)fr trúarbragðaílokkur hefur á síðustu tímum látið allmikið á sjer bera I bænum Zwickau á Sax- landi og uinhverfis hann. Flokkur- inn trúir pví statt og stöðugt, að heimsendir muni koma mjög bráð- lega, og svo sannfærðir eru menn- irnir um petta, að J>eir fást ekki til að gera nokkurt handarvik. I>eir verja öllum tímanum til bænalialds og áskorana til nágranna sinna um að búast við dómsdegi á hverri stundu. — Indíánar I Bandaríkjunum voru pegar síðasta manntal var tekið, 244,704, að ótöldum Indíán- um I Alaíka. Þeir fara óðum fækk- andi. TAKIÐ ÞIÐ YKKTJR 111 OG HEIMSÆKIÐ EAT0N. og pið verðið steinhissa, hvað ódýrt pið getið keypt nýjar rörur, ---EINMITT NÚ.---- IVJiklar byrgðir af svörtum og mislit um kjóladúkum. 50 tegundir af allskonar skj'rtuefni hvert yard 10 c. og par yfir.- Fataefni úr alull, union- og bðm- ullar-blandað, 20 c. og par yfir.— Karlmanna, kvenna og barnaskór ----með allskonar verði.—— Karlmanna alklæðnaður $5,00 og par yfir.----- Ágætt óbrennt kafEi 4 pd. fyrir % 1. —Allt ódýrara en noJckru sinni áður W. K. E/\T0K & Co. SELKIRK, MAN. TIMBUR YERZLAN ROBINSON & CO. SELKIHK, YÆASJST. hafa J>ær mestu og beztu birgðir af alls konar söguðu timbri hefiuðu og óhefiuðu og alls konar efni til húsabygginga. Hið helzta er peir verzla nieð er: GRINDA-YIÐIR (heílaðir og óheflaðir) GÓLF-BORÐ (hefluð og j>lægð) UTANKLÆÐNING (Siding) liefluð INNANKLÆÐNING (Ceiling) hefluð og plægð ÞAKSPÓNN, ýmsar tegundir YEGGJA-RIMLAR (Lh) ýmsar tegudir. HURÐIR og GLUGGAR, ýsar stærðir BRÚNN PAPPÍR og T.IÖRU-PAPPIR. Komið og skoðið og spyrjið er verði og öðrum kjörum áður ---------en pið kaujiið annars staðar- 3?red, ilobiaxson* ág 13, 3tn. --Forstöðumaður.- INNFLUTNINGUR. í því sltyni að flýta sem mest að möguleeh er fyrir því a uðu löndi £ MANITOBA FYLKI byggist, óskar undirritaður eptir aðstoS við að útbreiða uppiýsingar viðvíkjandi landinu frá öllum sveitastjórnum og íbúum fylkisins sem hafa hug á að fá vini sína til að setjast hjer að. þessar upp- lýsingar fá meun, ef menn snúa sjer til stjórnardeildar innflutn- ngsmálanna. Látið vini yðar fá vitneskju um hina MIKLU K0STI FYLKISINS. Augnamið stjórnarinnur er með öllum leytilegum meðulurn að draga SJERSTAKLEGA að fólk, SEM LEGGUR STUND Á AKURYRKJU og sem lagt geti sinn skerf til að byggja fylkið upp jafnfranit því sem það tryggir sjálfu sjer þægileg heimili. Ekkert land getur tek ið þessu fylki fram að LANDGÆDUM. Með HINNI MIKLU JÁRNBRAUTA-VIDBÓT, em menn bráðum yerða aðnjótandi, opnast nú ÁRMMLEGUSTB MLEMJ-STÆDl og verða hin góðu lönd J>ar til sölu með VÆGU VERDI oa AUDVELDUM BORGUNAR-SKILMÁLUM. Aldrei getur orðið of kröptuglega brýnt fyrir mönnum, aem eru að streyma inn í fylkið, live mikill hagur er við að setjast að í slíkum hjeruðum, í stað þess að fara til fjarlægari staða langt frá járnbrautum. TIEOS. GREENWAY ráðherraakuryrkju- og innfiutningsmála. WlNNIPÍG, MANITOBA. 92 við J>að, að þjer hafið verið að ganga milli góðbúanna.“ „Já, ]>að er rjett til getið,“ sagði Mr. Rolleston; „pað eru vand- ræðin við að vera víða kunnugur. Það gefur manni dauft tevatn og punnt smjerbrauð, par sem —“ „Þjer vilduð heldur cognak og sódavatn o<r eitthvað annað undir- stöðu-betra,“ tók Brian fram í. Menn fóru að hlæja að pessu, en Mr. Rolleston hirti ekkert urn að tekið hafði verið fram í fyrir lionum. „Eini hagurinn við að fá sjer tevatn kl. 5,“ hjelt hann áfram, „er sá, að ]>að kemur mönnum sainan, og svo fær maður að lieyra, livað gerist.“ „Ójá, Rolleston,“ sagði Mr. Frettlby og leit á hann brosandi. „Hvað segið J>jer í frjettum?“ „Góðar frjettir, vondar frjettir, og slíkar frjettir, sein J>ið liafið al- drei fyrr heyrt,“ sagði Rolleston alvarlega. „Já jcg segi dálítið I frjettum — hafið pið ekki heyrt pað?“ Með pví að enginn vissi, hverjar 101 boðnir vom, komu inn, var verið að leika lagið með allsterkum bassa (pað er að segja stóra pedalnum var hleyjit niður), og með sífeldum trillu-glamranda, svo að hið skræka Idjóð ]>eirra bar lagið alveg of- urliði. „Þetta er að fara yfir aldin- garðsvegginn í haglveðri“, sagði Felix um leið og hann gekk yfir að píanóinu, J>ví að hann sá að sú sem við J>að sat var Dora Featlier- weiglit, rik stúlka, sem hann var stimamjúkur mjög við um pað leyti í peirri von að hún kynni að láta til leiðast að taka sjer nafnið Rolle- ston og eiga }>að með honum sjálf- um. Þegar svo }>essi fagra Dora hafði ; hálfdrepið áheyrendur sína moð lamningi og glamri í endanum á laginu, eins og herramaðurinn, sem var að fara yfir aldingarðs- veggifln, hefði hrajiað niður á skíð’ garðinn utan um agúrkurnar, pá var Felix óspar á yfirlýsingum um pað hve mikill unaður sjer væri að hljóðfæraslættinum. „Slíkur kraptur, sern pjer hafið, Miss Fcatherweight,“ sagði haun, 100 VIII. KAPÍTULI. Brian. Þcgar karlmennirnir komu inn í samkvæmissalinn, var ung stúlka að leika á jiíanóið eitt af J>essum ópolandi lögum, sem kölluð eru Morceau de, Salon; J>au eru pann- ig undir komin, að meinlaust söng- lag er tekið og lljettaðar inn í pað tilbreytingar, pangað til pað verður að hreinu og beinu kvalræði að greina lagið sjálft innan um enda- lausan trillu-glamranda. Sönglagið, sem hjer var um að ræða, var lag- ið: „Yfir aldingarðs-vegginn“ og hafði Signor Thumpanini gert breyt- ingarnar, og yngismærin, sem Ijek J>að, hafði fengið tilsögn hjá [>essum ágæta ítalska hljóðfæra- uiuistara. Þcgar karlmennirnir, sem 93 frjettirnar voru, pá gat heldur ekki neinn sagt um pað, hvort hann hefði heyrt pær eða ekki, cg Rolle- ston J>óttist góður, að geta æst ujip í mönnum forvitnina. „Jæja, vitið pið,“ sagði hann og lagaði á sjer g]eraugi.ð með alvörusvip, „að [>að hefur kvmizt upj>, hver maðurinn var, sem var myrtur í hansom-kerrunni ?“ „Það er ómögulegt!“ hrójmeu allir með mesta ákafa. „Jú,“ lijelt R.olleston áfram, „og meira að segja, pið pekkið liann“. „Það er pó aldrei Whyte?“ sagði Brian í skelfingar-róm. „Hvernig í ólukkanum fóruð pjer að vita pað?“ sagði Rolleston, hálfgramur út af að liinn hafði orð- ið á undan honuin. „Jeg sein heyrði pað rjett núna á lögreglustöðvun- um í St. Kilda.“ „Ó, pað skal jeg segja yður“, sagði Brian, dálftið utan við sig. „Jeg hef verið vánur að sjá Wliyte stöðugt, og með pví að hann hefur ekki orðið fyrir mjer slðustu tvær vikurnar, |>á datt nijer í hug að það kynni að vera hauu.“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.