Lögberg - 11.11.1891, Blaðsíða 8

Lögberg - 11.11.1891, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, MIÐVIKUDAGINN 11. NÓVEMBER 1891. Meltingarleysi pr ekki að eins illur sjúkdómur í sjálfu sjer, heldur franileiðir |>.tð og óteljandi veikindi, með J/ví að |mð spillir blóðimi og veikir líkamsbyggiuguna. Að Aycr.S Sarsiipuriila sje bezta meðalið vi3 meltiugarleysi, jafnvel þsgar lifrarveiki er (>ví sámfara, það er sannað með ept- irfylgjandi vottorði frá Mrs. Joseph Lake, Brockway Centre, Mich.: „Lifrarveiki og meltingarleysi gerðu íf mitt að byrðí og höfðu nær því kom- ið mjer til að ráða mjer bana. Um meirn en fjögur ár leið jeg óseigjan- iegar kvalir, varð nœstun því ekki nema skinin beinin, og jeg hafði naumast krapt til að dragast um jörðina. Á öll- um mat hafði jeg óbeit, og jeg gat alls ekki melt nema ljettusiu fæðu. Á þess- um tíma var jeg undir ýmsra lækna hendi, en þeir bættu mjer ekkert. Eak- ert, sem jeg 'tók iun, vírtist gagna mjer stundu lengur, þangað til jeg fór að við hafa Ayers Sarsaparilla; af því hefur á- rangurinn orðið dósamlegur. Skömmu eptir að jeg fór að taka Sarsáparilla inn, fann jeg til bata. Jeg fór að fá matar- lyst aptur, og jafnframt fór jeg að geta melt alla fæðuna, styrkur minn óx á hverjuin degi, og eptir að jeg hafði um fáeina mánuði fylgt leiðbeiningum yðar vandlega, var jeg orðin alheilbrigð og gat gengt öllum mínum heimiiisskyldum. Meðalið hefur gefið mjer nýtt lif“. AYERS SARSAPARILLA. Búin til af Dr. J. C. Ayer & Co.t Lowell, Mass. Til sölu hjá öliuir lyfsölum. UR BÆNUM Oö GRENDINNI. Á tornbólunni, sem haldin var 1 síðustu viku til arðs fyrir íslenzka söfnuðinn, komu inn $130,30. Munið eptir húsbúnaðinum hjá Mountain & Pico í Cavalier. Mr. Sigtr. Jónasson kom frá Melita á sunnudaginn. Ætlar pang- að aptur innan skamms. Mrs. Lambertsen (547 Jemima Str.) býðst til að sauma kjóla og ön'nur föt fyrir lægsta verð. ' John F. Anderson & Co., Milton & Crystal, hafa fallegar og ódyrar stundaklukkur. T.W.Taylor og Alex. Macdonald ætla að reyna að ná í borgarstjóra embættið fyrir næsta ár lijer í bænum. 700,000 bush. af hveiti voru flutt út úr Manitoba næstsíðustu viku. Hveitiflutnirgurinn fer nú stöðugt vaxandi. J5gT“l næsta blaði kemur auglýsing frá Uglow’s bókabúðinni. 50 dollara sekt eru peir veit- ingamenn farnir að fá hjer í bæn- um, sem selja vín á peim tímum, sem drykkjustofurnar eiga að vera lokaðar. Nú er tíminn til pess að skoða ofnana hjá Curtis & Swanson, Cavalier. Munið eptir pví sem Magnús Stefánsson gefur peim sem kaupa af lionum stó. Lesendurnir eru beðnir að af- saka, að áframhaldið af “Knúti vitra“ komst ekki inn í blaðið í þetta sinn. John Flekke, Cavalier, vill gjarnan að sem flestir íslendkigar skoði hjá sjer vörurnar og verðið. Hestur fældist á Main Str. á sunnudagskveldið var með íslenzk- au dreng, Jóseph Johnson. Dreng- urinn datt af baki fram undan City Hall og meiddist til muna. Mr. t>orsteinn Hórarinsson, sem verið hefur business manager fyrir Heimskringlu um alllangan tíma undanfarinn, er hættur pví starfi, og orðinn iiúðarmaður hjá Mr. Árna Friðrikssyni. Jbriðjudaginn 3. p. m. voru N. DAK0TA. Hefur nýfengið miklar byrgðir af haust- og vetrar-vörum handa al menningi að velja úr. DÚKA- OG SKRÁUTVÖRU og SMÁ-ÁIIÖLD Föt og fataefni og altt par til heyrandi fyrir bæði herra og dömur. Leirtau og Glcrtau, Kaffi, Sykur og önnur mat- og kryddvara. Allt njfjar og fallegar vörur. Eins billegar og nokkru sinni áður og jafnvel billegri. íslendingur er í búðinni. gefin saman í hjónaband af sjera F. J. Bergmann Benidict t>órar- inn Bjarnason og Jónína Guðrún Hörgdal á lieimili foreldra brúð- gumans nálægt Canton. Sjera Jón Bjarnason og Mr. & Mrs. W. H. Paulson fara I dag (miðviku- dag) snður í íslendinganýlenduna í Dakota. Sjera Jón kemur ekki heim aptur fyrr en í næstu viku. Leiðrjetting. í síðasta blaði er dálítil vilia, sem kann að valda misskilningi, í greininni á 4. bls., sem byrjar með orðunum: “Vjer vekjum með ánægju.“ Síðasta orð- ið I greininni er “strandferðamálið;* 1, I pess stað ætti að standa málið um innlendar gujuslcipsferðir. Hveiti liefur fallið I verði um fjögur cents á bushelinu, vegna pess að flutningskostnaður hefur verið færður upp milli Fort William og Buffalo. Skip eru ekki nóg til til pess að flytja hveiti pað sem að berst, og svo hafa skipaeigend- ur notað tækifærið. Árni. Ekki llzt mjer 4 að kaupa brauð ef jeg ekki get feng- ið betri vigt á þeim en að tarna! Jón já, pú hefur farið I skakk- an stað til að kaupa pau kunn- ingi, farðu hinumegin I strætið til hans landa okkar íslenzka bak- arans, par kaupi jeg nú brauð og er harðánæsður. Mr. Sigurður Glslason, bóndi új Þingvallanýlendunni, fann oss að máli I síðustu viku, rar á heimleið sunnan úr Dakota, hafði verið I vinnu nálægt Cavalier, N. D. Flann hjelt, að bændur mundu fráleitt al- mennt geta þreskt allt hveiti sitt I haust. Brjef hefur oss borizt með jessari dularfullu utanáskript; Mr. Svain G. Northfield, Pembina Co., Manitoba, N. D., America. Póst- stjórnin hefur ekki vel treyst sjer ti) að koma brjefinu til skila eptir jessari merkilegu adressu, og hef- ur pví beðið oss fyrir pað. Eig- andinn getur vitjað þess á skrif- stofu Lögbergs. Hvert fara menn í pessum kulda að fá sjer hressingu? beina leið til íslenzka bakarans 589 Iíoss Str. t>ar fáið pið ljómandi gott Kaffi, með miklu og góðu krydd- brauði, ef þið óskið einnig aðra drykki, svo sem heitt lemonade mjólk eða chocalade, allt vei ogfljótt úti látið. hann borið. Hann situr nú I fang- elsinu I Pembina og býijhr dóms. Mr. Arni M. Freeman bóndi I eystra parti Álptavatnsnýlendunnar (Shoal Lake byggð) heilsaði upp á oss I síðustu viku. Hann sagði góða líðan manna par nyrðra. Hesta- salar höfðu komið I nýlenduna alla leið vestan frá Edmonton. Peir vildu taka nautgripi með háu verði fyrir hestana, en ekki varð af nein- um kaupum par I nýlendunni. Bænd- ur hafa eignazt talsvert af sauðfje I nýlendunni, en Mr. Freeman hjelt (>að mundi naumast ’borga sig par, nema hver uin sig ætti pá mikið af því, vegna úlfa. Ómögulegt að vernda fjeð fyrir peim, nema maður væri til að sjá um pað. Mr. Björn Sigvaldason I Argyle- nýlendunni ritar oss á pessa leið um síðustu mánaðamót: Hjeðan er fátt að frjetta, nema bærilega líðan manna og heilsufar allgott. Uppskera hjer hefur reynzt I fullkoinnu meðallagi, prátt fyrir pað að skemmdir urðu töluverðar á hveitinu af frosti pví s«m hjer gerði vart við sig I ágúst. t>að bafa I oinstaka stað blettir orðið ónýtir og ekki slegnir, en óvíða cr það. Dresking og samdráttur á hveiti hef- ur gengið með seinasta móti I haust, bæði vegna þess að stráið hefur verið svo mikið, og hitt að tíðin var svo vætusöm og óhentug fram- an af síðasta mánuði (okt.), en seinni párt mánaðarins hefur verið hentug- asta tíð, þangað til aðfaranótt p. 31. Dá gerði hjer mikinn snjó, svo ef hann tekur ekki upp aptur, pá verð- ur lítil liaustplæging manna, og er pað pó lífsspursmál fyrir okkur bændurna að geta plsegt á liaustin fyrir allt pað hveiti, sem við ætlum að sá að vorinu, til þess að pað skuli hafa sem lengstan tíma til að vaxa áður en búast má við haust- frostunum, Eptir pví sem jeg hef komizt næst, mun uppskeran verða frá 20 til 40 bush. af ekrunni. Jeg hef látið preskja hjá mjer á fjórða púsund hveiti-bush. og hefur upp- skeran orðið frá 20 til 37 af ekr- unni og var pó meira en helming- urinn frosið. Jeg hef fengið á mark- aði fyrir frosið hveiti 50 cent, en fyrir pað óskemmda hæst 78 c. Mj er telst svo til, að jeg hafi orðið fyrir frá 600 til 700 dollara skaða af frosti I ár. Auðvitað eru marg- ir, sem hafa lítið og ekkert frosið. A Ð V ö R U N. Næstkomandi laugardagskvöld (14. p. m.) lieldur hin íslenzka Hod Carriers Union í Winnipeg fund I ísl. fjel. húsrinu á Jemima Str. Allir peir sem óska eptir að tilheyra ofannefndri Union eru vin- samlega beðnir að sækja fundinn. Fundurinn byrjar kl. 7. 30 e. m. Böðvar Laxdal Forstjóri íslendingur I Cavalier, Friðrik Johannesson, leitaði til skottulæknis jar, Bentons að nafni, I síðustu viku, til pess að fá iækning við augnveiki. Skottulæknirinn skoðaði manninn vandlega og notaði tækí- færið til að stela af honum $56,91, sem hann hafði I brjóstvasa slnum, eða að minnsta kosti er pað á Lífsábyrgðargjöld sín skyldi peir sem ábyrgð hafa I „The Mu- tual Reserve Fund Life Association of New York“ borga til A. R. McNichol, Mclntyre Bl., Winnipeg. Hann er fullmektugur innlieimtu- maður fyrir fjelagið um þessar slóð- ir. Einkum vil jeg vinsamlega mælast til pess, að menn ekki sendi mjer pess konar peninga. Bæði er mikil ábyrgð og fyrirhöfn fyrir mig að standa I pess konar, fyrir alls enga borgun, en þó vil jeg sjer I lagi benda mönnum á hve hættu- legt pað er. Setjum til dæmis að einliver maður hefði átt að greiða fjelag- inu gjald sitt I siðasta lagi fyrsta nóvember, að öðrum kosti fjelli niður eptir pann dag, samkvæmt samningnum, hans fjelagsrjettindi 458 MAIN STREET, Næstum beint á móti Pósthvisinu. SÚ S T ÆRSTA QG B 1 L L EG A STA F A T A BÚÐ FYR- I R V ESTAN S UPE R IOR V A T N I». þctta haust erum vjer betur viðbúnir aS byrgja skipiavini vora með biilegum og góðum fötum en nokkru sinni áður. Byrgðir vor- ar eru meiri og höndlun vor að stækka og þar af leiðandi gerum vjer oss ánægða með minni ágóða. Af HAUST- OG YETRAR-FÖTUM höfum vjer allar tegundir hvað snertír efni og snið, og á öllum prísum. Byrgðir vorar af YFIRFRÖKIvUM eru, ef til vill, stærri en nokkurs annars hiíss í landinu. Munið eptir að öll okkar föt eru Skraddara-caumuð og kosta hjer um bil helmingi minna en föt keypt af ,.Merchant“ Skröddurum. t Ef þjer þurfið að kaupa góðan nærfatnað, þá er þetta staður- inn að fá liann. Ef þjer þurfið klæðis- eða loð-húu billega þá er þetta búðin. Ef þjer, i það hoila tekið þurfið að kaupa nokkuð af því scm vjer höfum, þá skulum vjer selja yður það fyrir lægsta verð. Mr B. JúIíuh, sem er búðarmaður hjá okkur, mun tala við yður yðar eigið mál. Yorir skilmálar eru peningar út í hönd, sami prís til allra jafnt og peningunum skilað aptur, ef jkaupartdi er óánægður með vörurnar. OARLEY BROS. M I K L I F A T A - S A L I N N. ALÞÝÐUBÚÐIN • i ....... ■ ... ■ á Baldur ... Mnn. Yjer höfum nú fengið alskonar vörur fyrir háustið og veturinn: Kjóltaau, Skirtutau, flaujels ée. &c.—Miklar og vandaðar byrgðir af Karlmannafötwm, Stígetjelum, og Skóm.— Leirtau og glastau. Allskonar matvöru góða og ódýra. Framúrskarandi KafflogTc. >T- stvlith: & oo. Baldur, Man. eða ábyrgð. Setjum svo að pessi maður liefði sent borgunina I tæka tíð, en vel að merkja innan í brjefi til min. Setjum enn fremur að jeg hefði ekki verið í bænum þegar brjefið kom. Sto hefði liðið fram yfir síðasta gjalddag. Hefði þá að sjálfsögðu ábyrgð mannsins fallið úr gildi frá gjalddeginum og pang- að til jeg liefði komið heim, brotið upp mín brjef, fundið pessa pen- inga, farið á skrifstofu fjelagsins og borgað. Hefli pá þessi maður dáið á pessu um tali ða tímabili, pá befði fjelaginu ekki borið neitt að borga fjölskyldu lians. Það eina, sem jeg get inn- kallað af peningum fyrir fjelagið og get gelið kvittun fyrir, sem bindandi er fyrir fjelagið sjálft, er fyrsta borgun eða inngangseyrir. Mjer er annt um að allir ís- lendingar sem I lífsábyrgðarfjelög- um standa, og þó einkum peir sem I pau hafa gengið fyrir mín orð, hafi gott af pví og þekki sem bezt samning pann sem þeir hafa gert, svo þeii geti varazt pað sem getur gert liann ógildan. W. 11. Paulson. Ritst. Lö<ri). n Gerið svo vel að flytja lesend- um yðar eptirfylgjandi MJÖG ÁRIÐANDJ PWJETTIli Samkvæmt brjefi frá Ottawa dags. 4. November 1891, eru ís- leridindar sem fluttu frá íslandi til Canada I sumar 1891, gjörðir að- njótandi peirra hlunninda, sem aug- lýst voru I 1. blaði “Landnem- ans“ nfl.: Sjerhver fjölskyldufaðir sem tekur heirailisrjett og byrjar búskap á 160 ekrum af stjórnar- landi I Manitoba eða Norðvestur- landinu innan 6 r.iánaða frá pví hann flutti úr landi, og sannar pað fyrir H. H. Smith, Commission- er of Dominion Lands, Winnipeg, fær útborgað I peningum $12 fyr- ir sjálfan sig og $6 fyrir konu og hvert barna þeirra yfir 12 ára að aldri, er með honum flutti vestur. Þeir sem hafa, eða hjereptir kunna að ávinna sjer rjett til pessa peningastyrks, geri svo vel að senda kröfur sínar til undirritaðs, sem kemur poim á framfæri og útvegar peningana. Kröfurnar ættu að vera formlega ritaðar, stutt-og gagnorðar, þær purfa að taka frain nöfn og aldur allra sem peninga er krafizt fyrir, með hvaða skipi peir komu yíir Atlantshaf og hvc- nær. Enfremur I hvaða fjórðung, section, Township og Range peir hafa tekið heimilisrjett og hvert pað er austur eða vestur af 1. 2. 3. &c bádegisbaug. Einnig skyldi taka fram hvað búið er að gera á landinu, stærð húsa & c. B. L. Baldwinson, Dom. Immigration Hall SIKIIR-A^IDIDYYIRI 312 MAIN STR. Andspænis N. P. Hotelinu. Býr til eptir máli yfirfrakka og föt úr fallegasta „Worsteds“, skotsku vaðmáli og „Serges“. Hann selur billegar en flestir skraddarar I bórginni. Hann ábyrgist að fötin fari eins vol og unnt er. ÖNNUIl MIKIL ELDSVODA-SALA! BLUE STORE 434 MALN STR. Keypt þrotabúsbyrgðir .1. .J. Schraggei fyr- ir 25 cent af dollárnuir; þeir selja því föt etc. óheyrilega billega. Þeir mega til aö selja allt í búðiuni, fyrir )>að sem þeir geta fengið. BLUE STORE, NR. 434 MAIN STR. I SLENZKA BAKARÍID AÐ 587 ROSS STR. Ef pú þarfnast nokkurs af pvl sem menn alraennt kalla sælgfeti, pá borgar pað sig að f-i.ra pangað par er allt pess báttar ætíð á reið- um höndum, o£ er yfir höfuð tölu- vert billegar en. annarstaðar I borg- inni. Ef þjer þurfið að anglýsa eitthvað einhverstaðar og einhverntima, þá skrifið St. Gko. P. ItowEM, & Co. 10 SrnucK til Ns;w. *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.