Lögberg - 14.02.1895, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.02.1895, Blaðsíða 8
L3GBERG, FIMMTUDAQINN 14. FEBRÚAR 1895. ’ 8 UR BÆNUM -OG- GRENDINNI. BlíðviPri er nú kotnið lijer um slóðir eptir langa kuldaskorpu. Voung Mens Christian Associ- ation hjer í bænum hefur kosið sje-ra Jón Bjarnason fyrir heiðursfjelaga. Jón Guttormsson, aldraður bóndi við Íslendingaíljót, ættaður af Austur- landi, er nylega dáinn. Á. Friðriksson hefur mikið af góðu smjöri, sem hann selur á 12^ til 15 cents pundið ef tekin eru heil ílát. Guðmundur B. Ingimundarson á rcgistrerað brjef geymt hjá Mr. A. Friðrikssyni 611 Ross Ave. Frjetzt hefur, að Mrs. Ragnhild- ur Snædal, kona Mr. Nikuiásar Snæ- dals f Álptavatnsnylendunui, góð kona og vel metin, sje nýlega iátin. Tjaldbúðarsöfnuðurinn heldur skemmtisamkomu í Tjaldbúðinni á Jjriðjudagskvöldið kemur. Sjá aug- Jysingu á öðrum stað hjer í blaðinu. Ilver sem kann að hafa að láni leikritið „Hkkmannaglkttur11, geri svo vel að skila pví tafarlaust til J. A. Blöndil 207 Pacific Ave. M7innipeg. Hon. Mr. Greenway hefur legið sjúkur um nokkurn tfma og verið all- pungt haldiun. Hann er nú í aptur- bata, en pó ekki orðinn svo frískur, að hann geti verið viðstaddur J>ing- setninguna í dag. ... Suðausturbrautar-mennirnir ætla cnn að reyna við Manitobastjórnina með styrk til hinnar fyrirhuguðu brautar sinnar, sem mest var um tal- að sfðastliðið sumar, og í pví skyni cru peir komnir hingað f bæinn. Páfinn hefur gert Langevm prest f St. Boniface að erkibiskupi í stað Taches, er Ijezt síðastliðið sumar, og kom páfabrjefið hingaðf sfðustu viku. Hinn nýi crkibiskup á að vígjast í næsta mánuði. Manitobapingið rerður sett í dag kl. 3. Fjölda íslendinga eru boðið að vera viðstaddir. Bezt mun fyrir menn að koma tlmanlega f pinghúsið, ekki löcgu eptir kl. 2, ef menn langar til að ná f sæti, pvf að vafalaust verð- ur par pröng allmikil. Frelsissöfnuður í Argylebyggð hjelt ársfund sinn 30. f. m. Þessir voru kosnir fulltrúar: Árni Sveins- son, S. Christopherson, Friðbjörn Friðriksson, Kristján Ólafsson, Árni Storm. Djáknar kosnir: Jón Björns- son, Þóra Jónsdóttir. Á priðjudagskvöldið kemur, p- 19. p. m., verður „Grand Shakespear- iau Carnival“ á Manitoba skauta- hringnum. £>að verður mjög vel vandað bæði hvað búning og hljóð- færaslátt snertir. Inngangseyrir 25 cents. Þegar lögreglustjórnin ætlaði í sfðustu viku að fara að framfylgja aukalögum bæjarins um að loka búð- um á kveldin kl. 7 (að undanteknum aðfarakveldum hvfldardaga) pá neit- uðu nokkrir matvælakaujimenn (groc- ers) að hlýða boðinu, og kom pað mál svo fyrir lögreglurjett. Eins og áð- ur hefur verið tekið fram hjer f blað- inu, purfa tveir priðju Élutar allra kaupmanna, er stunda hverja sjer- staka verzlunargrein, að æskja eptir aukalögum um að búðum peirra skuli lokað á vissum tfmn, skrifa undir beiðni um pað, til pess að bæjar- stjórninni sje heimilt að gefa út aukalög pess efnis. Nú sannaðist fyrir rjettinum, að töluvort vantaði á, að nógu margir matvælakaupmenn hefðu skrifað undir pá beiðni, og voru aukalögin par af leiðandi dæmd dauð og ómerk, að pví erpá verzlunargrein snertir. Þar á móti hefur enn ekki fengizt neinn dómur viðvfkjandi pví, hvort bærinn hafi vald lil að gefa út slík lög, hve margir sem æsk ja pess. En pað er vitaskuld aðalatriðið, og mörgum lögfróðum mönnum pykir pað mjög vafasamt. Tjaldbúðarsöfnuður hjelt fund í kirkju sinni fimmtudagskveldið í síð- ustu viku, eins og auglýst var hjer í blaðinu. Málfrelsi fengu á fundin- um, auk safnaðarmanna, sjera Jón Bjarnason, fulltrúar 1. ísl. lút. safnað- arins og Mr W. H. Paulson. Sjera Hafsteinn lagfi fyrir söfnuðinn pá spurningu, hvort hann vildi ganga inn í kirkjufjelagið íslenzka. Mr. Jóh. Polson gerði tillögu um inn- göngu, og Mrs. S. Hermannson studdi hana. Umræður urðu nokkrar um málið. Móti inngöngunni töluðu Guðjóu Jónsson, Mrs. J. Sigfússon, Jóhannes Gottskálksson og Sigurður Hermannsson. Aðalástæðurnar, sem fram komu gegn inngöngunni, vcru pær, að söfnuðurinn væri svo illa efnum búinn og hefði bundið sjer svo pungan bagga fjárhagslega, að hann væri ekki fær um að bæta á sig peim útgjöldum, sem pví væru samfara að standa f kirkjufjelaginu, að söfnuðurinn mundi lítinn hag hafa af að vera í kirkjufjelaginu, og að allmikill hluti safnaðarmanna mundi hafa inn í söfnuðinn gengið einmitt af pví, að peím hefði skilizt svo, sem sá söfnuður mundi aldrei inn í airkju- fjelagið ganga. Jafnframt var pað gefið í skyn af sjera Hafsteini Pjet- urssyni, að fleira mundi fyrir mönnum vaka gegn inngöngunni en uppi hefði verið látið. Með inngöngunni töluðu uppástungumaður og styðjandi og af utansafnaðarmönnum W. H. Paulson og sjera Jón Bjarnason. Ræða sjera Jóns var ein hinna fegurstu, sem vjer höfum heyrt hann eða nokkurn annan mann halda undirbúningslaust. Yið atkvæðagreiðsluna varð niðurstaðan sú, að tillagan um inngöngu safnað- arins í kirkjufjelagið var felld með öllum atkvæðum gegn 7. Sjera Haf- steinn Pjetursson greiddi atkvæði með tillögunni. Islands frjettir. Seyðisfirði, 18. des. 1894. Ísfirzka OKILAN. Ó3S er skrif- að af áreiðanlegum manni á ísafirði, að peir alpm. Skúli Thoroddsen og cand. theolj Grímur Jónsson sjeu nú sáttir, og hafi Grímur orðið að láta 60 kr. úti til sveitar, taka öll meið- yrðin um Skúla aptur og borga máls- kostnað. Slysfök. Snemma í vetur drukknaði beitarhúsamaður frá Holta- stöðum í Langadal í Blöndu á leið á beitarhús paðan, sem standa á land- spildu nokkurri vestan Blöndu, er liggur undir Holtastaði. Íshósby&uingin er nú langt á leið komin í Reykjavík fyrir ötula forgöngu bankastjóra Tr. Gunnars- sonar. Hefur landsbankinn lagt 5,000 kr. í fyrirtækið, en álíka náðst saman með hlutabrjefum.—Vjer Austfirðing- ar verðum eigi pvflíks opinbers styrks aðnjótandi til pess að koma hjer upp íshúsum, — en byggjum pau samt. Tíbakfai! hefur allt fram að pvf fyrir fáum dögum verið hið blíðasta og stormar venjufremur litlir, snjór varla verið teljandi nema á fjöllum uppi. En nú síðustu dagana hefur veður kólnað og dilftið snjóað, en pó liafa engar hríðar verið og snjókoma enn lítil, eptir pví sein hjer er venju- legt um petta leyti. Sílharafli má alltaf heita góður á Reyðarfirði, og pó einkum á Eski- firði 1 seinni tíð. Þar láu nú fyrir skemmstu 5 gufuskip í einu, og gátu öll fengið fulla hleðslu, en útgerðar- menn mun nú f seinDÍ tfð hafa vant- að tunnur undir síldina, og jafnvel orðið pessvegna að sleppa nokkru af henni úr lásunum. Seyðisfirði, 31. des. 1891. Austur-Skaptafellssýslu, 5. des. 1895. — Sumarið næstliðna var hjer um sveitir eitthvert hið bezta er menn pykjast muna, sffelldar stillingar og blíðviðri, grasvöxtur góður og nýt- ing sömuleiðis, pótt nokkuð purk- lint væri framan af túnaslættinum; haustveðrátta mátti heita hin bezta, allt fram til vetrainótta. En síðan hefir verið mjög umhleypingasöm og Ó3tillt tíð, opt stórrigningar og ofsa- veður (22. nóvember prumur og eld- ingar miklar) og stundum hlaupið snögglega í norðurátt með nokkru frosti og töluverðri snjókomu til fjalla. Nú með jólaföstunni hefur dálítið stillst til, hvað lengi sem pað verður. Bráðafárið hefur geisað í Nesjum og drepið fjölda fjár, en hjer í Lóni hefur lítið borið á pví (nokkuð í Mýrum og Suðursveit). Verzlun hefur verið miklu betri f haust en undanfarin ár, pví að bæði kom nú fjárkaupmaður (Coghill), sem pótti gefa vel fyrir sauði (mest 17 kr. fyrir fullorðna,en viðlíka sauðir lögðu sig pó eins vel eða betur við verzlan- ina hjer á Papós), og svo kona nú haustskipið í tæka tíð og verður varla mikill skortur af nauðsynjavörum hjer að pessu sinui. Á jólanóttina var hjer stórviðri, einkum úti í firðinum, ogfauk pá pak af fjárhúsi á Dvergasteini. Nóttina tnilli pess 28. og 29. geisaði hjer eitthvert pað mesta of- veður og fauk í pví Vestdalseyrar- kirkja að mestu af grunuinum, og stórskemmdist, en skrúðhúsið slitnaði frá kirkjunni í heilu lagi, en brotnaði pó eigi. Ymsar aðrar skemmdir urðu á húsum, bátum og bryggjum. Eptir „Austra“. Spurningiir «g svör. Sp. 1. Getur sá maður verið hluthafi í fjelagi, sem skuldar fjelag- inu allt af margfalt meira en hlutir hans nema? Getur hann notið allra rjettinda, sem hver annar hluthafi, tekið vöxtu til jafns við pá er í skilum standa við fjelagið, verið embættis- maður pess o. s. frv.? 2. Hvernig verður pað skilið, par sem svo er sagt fyrir í lögum: „Tilgangur fjelagsins er að kaupi og selja fyrir peninga út I hönd?—Hjer er pað eiginlega orðið „tilgangur“ sem skiptar skoðanir eru um og valdið hefur deilum meðal hluthafa, með pvl að sumir skildu petta upprunalega svo, sem ekkert lán ætti að eiga sjer stað, en önnur reynd hefur á orðið. Sv. ad 1 og 2. Spurningunum verður naumast svarað til fulls, nema maður sjái áður fjelagslögin. En eptir pví sem almennt viðgengst, er pað sem um er spurt á valdi stjórnar- nefndar fjelagsins; hún getur kveðið á um slíkt með aukalögum, se m eru f gildi pangað til hluthafafundur kann að gera á peim einhverja breytingu. Sp. 1. Er leyfilegt að brúka blett af landi sínu fyrir grafreit án pess að fá til pess leyfi? 2. í hverju eldsábyrgðaifjelagi er bezt að tryggja eignir sfnar? Pipestonebyggðar-búi. So. ad 1. Engin lög eru til, som banna yður að nota blett af landi yðar fyrir grafreit. Ad 2. Spurningin er ekki pess eðlis, að henni verði svarað í Lög- bergi. ____• Sp. Ber safnaðarnefnd (forseti, skrifari ásamt 3 fjárhaldsmönnum) á- byrgð á fjármálum safnaðar allir fyrir einn og einn fyrir alla, eða að eins fjárhaldsnefndin? Hvað segja kirkju- pingslögin hjer um? Sv. Sje söfnuðurinn löggiltur, bera fjárhaldsmenn hans (trustees) ábyrgðina. En sje hann ekki löggilt- ur, ber hverábyrgð á pví að eins, sem hann hefur undir gcngizt á löglegan hátt. Kirkjupingslögin segja eðli- lega ekkert um petta, með p"í að pað verður sð fara eptir lögum pess lands, sem söfnuðurinn er f. IiSLANDS FERDIR. Dönsku póslskipanna 1895. [Skammstafanir: Gr: Grantcn; Bf: Berufjörður; Fás: Fáskrúðsfjörð- ur; Ef: Eskifjörður; Norf: Norðfjörð- ur; Sðf: Seyðisfjörður; Vf: Vopna- fjörður; Hv: Húsavík; Ak: Akureyri; Sgl: Siglufjörður; Sðk: Sauðarkrók- ur; Skst: Skagaströnd; Bl: Blönduós; Bo: Borðeyri: Rf: Reykjarfjörður; ís: ísafjörður; Ön: Önundarfjörður; Dýr: Dýrafjörður; Arn: Arnarfjörður; Pat: Patreksfjörður; Sth: Stykkishólmur; Fl: Flatey; Rv: ReykjavíkJ. I. Til Íslands. 1. Gr. jan. 19; til Ilv. 28. 2. Gr. marz 5; til Rv. 13. 3. Gr. marz 26; Fás. 30; Ef. 31; Norf. apríl 1; Sðf. 1; Vf. 2; Ak. 4; Sgl. 5; Sðk. 6; ís. 8; ön. 9; Dýr. 10; Pat. 10; Sth. 11; til Rv. 14. 4. Gr. apríl 23; til lív. 30. 5. Gr. maf 20; Ef. 25; Sðf. 25; Vf. 26; Hv. 27; Ak. 29; Sgl. 30; Sðk. 30; Skst. 31; Rf. 31; ís. júní 2; Ön. 3; Dýr. 3; Arn. 4; Pat. 4; Sth. 5; Flatey 5; til Iív. 8. 6. Gr. júní 5; Bf. 15; Ef. 15; Sðf. 17; Ak. 20; Skst. 21; Bl. 21; ís. 22; ön. 22; Dýr. 23; Arn. 24; Pat. 24; Sth. 24; Fl. 24; til Rv. 26. 7. Gr. júlí 6; til Rv. 16. 8. Gr. ág. 1; Ef. 6; Sðf. 7; Vf. 7; Hv. 8; Ak. 10; Sgl.ll; Sðk. 11; Skst. 12; Bl, 13; Rf. 14; ís. 15; ön. 15; Dýr. 16; Arn. l6;’Pat. 17; Sth. 17; til Rv. 19. 9. Gr. ág. 10; til Rv. 16. 10. Gr. sept. 17; Sðf. 24; til Rv. 26. 11. Gr. okt. 1; Fás. 6; Ef. 6; Norf. 7; Sðf.8; Vf. 9; Hv. 10; Ak. 12; Sgl. 12; Sðk.' 13; Skst. 13; ís. 15; Dýr. 15; Pat 16; til Rv. 18. 12. Gr. nóv. 12; til Rv. 20. II. Vksturlandsfkkðik. 1 a) Frá Rv. maí 2; um vesturhafnir; til ís. 5. b) Frá ís. maf 7; til Rv. 10. 2 a) Frá Rv. sept. 29; um vesturhafn- ir; til ís. okt. 2. b) Frá ís. okt. 5; til Rv. 11. III. Fra' Ísla NDI TII. GltANTON. 1. Rv . febi :.3; til G r. 10. 2. JJ marz 20; JJ JJ marz 28. 3. JJ apr. 21; JJ JJ maf 5. 4. ma! 13; JJ JJ maf 19. 5. júní 12; JJ JJ júní 29. 6. JJ júlí 2; JJ JJ júlí 18. 7. JJ júlí 24; JJ JJ júlí 30. 8. JJ ág- 28; JJ JJ sept 15. 9. JJ ág. 23; JJ JJ ágúst 29. 10. JJ okt. 14; JJ JJ okt. 21. 11. JJ okt. 24; JJ JJ nóv. 7. 12. JJ nóv. 28; JJ JJ des. 6. Skór sein passa, Skór sem endast, Skór sem eru eins og menn vilja hafa. Johnson’s $1,25 skór, Kvenn- manna Kid, Oxford Alfred Dolges og Moscow flókaskór. C. H. Meade’s 35c og 50c barna Moccasins. Til sölu hjá A. G. MORGAN 412 Main St. ÍSLENZKUR LÆKNIR Dr. 3ME. HalldóvsBOii. Park liioer,-jV. Dak. Fyrirlestur — í — Islendingabygdunum. EINAK HJÖRLEIFSSON IIELDUR FYRIRLESTUR - Oli- les nokkra skemmti- legra kafia á peim stöðum og tíma, er nú skal greina: PEMBINA, N. D.: mánud. 4. marz kl. 8 e. h. GARDAR, N. D.: miðvikud. 6. marz kl. 5 e. h. EYFORD, N. D.: fimmtud. 7. marz kl. 2. e. h. MOUNTAIN, N. I).: fimmtud. 7. marz kl. 7. e. h. HALLSÖN, N. D.: föstud. 8. marz kl. 4. e. h. í SAMKOMUHÓSINU Á SaNDIUKÐUNUM FYRIR NOKDAN TuNGÁ, N. D.: föstud. 8. marz kl. 7 e. h. í SA.MKOM UHÖSINU HJÁ KIKKJU VÍDA- LÍNSSAFNAÐAR Á SaND- HÆÐUNUM, N. D.: laugard. 9. marz kl. 4 e. h. MARSHALL, MINN.: miðvikud. 13. marz kl. 7,30. e. h. MINNEOTA, MINN.: fimmtudaginn 14. marz kl. 7.30 e. h. í Íslkndingabyggðinni f Lincoln Co., Minn.: föstud. 15. marz kl. 1 e. h. í AUSTURBYGGÐ, MINN.: laugard. 16. marz kl. 1 e. h. Inngangur að hverri samkomu um sig kostar 25 cent. SKEMMTI- * * SAMKOMA Verður haldin í „Tjaldbóðinni“ (cor. Sargent og Furby St’s) priðju- dagskvöldið 19. p. m. PROGRAM KR SKM fylgir: 1. Söngflokkurinn: Syngur. 2. E. Hjörleifsson: Ræða. 3. S. Þórðarson: Upplestur. 4. Quaitett. 5. H. Pjetursson: Ræða. 6. Söngflokkurinn syngur. 7. E. Ólafsson: Upplestur. 8. Mr. & Mrs. H. Hjálmarsson: Duet. 9. B. L. Baldvvinsson: Ræða. 10. Söngflokkurinn syngur. 11. Mrs. Polson: Upplestur. 12. H. Hjálmarsson: Solo. 13. H. Lindal: Upplestur. 14. Söngflokkurinn syngur. Inngangseyrir 25 c. fyrir fullorðna, 15 c. fyrir börn innan 15 ára. Samkoman byrjar kl. 8. e h. Seymour House, Hlarket Square % Wlnnlpeg. (Andspænis Markaðnum). Allar nýjustu endurlxetur. Keyrsla ókeypis ti og frá vagnstoðvum. Aðbúnaður hinn be*ti. John Baird, Eigandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.