Lögberg - 09.01.1896, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.01.1896, Blaðsíða 2
L^OBFRG, FIMMTUDA.GINN 9. JANÚAR 1890, 2 Skólamálið. þetta mikla og margbreytta rnál er auSvitað ísienclingum að nokkru leyti kunnngt, því jafnt og þjett hefur verið gefin saga þess í Lögbergi, svo vjer álítum að Islend- ingar sjeu fyrir löngu afráðnir, hvað stefnu þeirra í því snertir. En vegna þess að Hkr. hefur reynt að villa ínönnum sjónir á því máii, þá áHtum vjer rjett að fara enn um það nokkrum orðum. Aðal misskilningurinn, sem Hkr. og Önuur apturhaldsblöð, sem sumbandsstjörninni og þeim ka- p ilsku fylgja, reyna að innleiða, er sá, að með síðasta úrskurði leyndar- ráðsins á Englandi, hafi Ottawa stjórninni verið skipað að láta þá kaþólsku aptur fá sína sjerstöku trúarbragðaskóla, og sje hún því skyldug til að gera það. En þetta er mesta ranghermi, og er sagt að cins þeirri stjórn til afsökunar, síðan hún afrjeðí að búa til þvingunarlög- in, sem endurreisi þá skóla. það er þess vegna ekki um hið gamla og nýja kkólafyrirkomulag þessa fylkis, sem vjer ætlum að tala, heldur vildum vjer með fáum orðum leitast við að ryfja upp fyrir Jsiendingum, gang og sögu málsins. Nýju lögin voru tilbúin hjer í Manitobaþinginu árið 1890. þau voru auðvitað ógeðfeld mjög ka- þóHku leiðtogunum, og þeir hjeldu því fram, að þeim væri gert rangt til. Meðal annars hjeldu þeir því frain, að þessi nýju lög væru ógild, af því þau kæmu í bága við grund- vallarlög Víkisins, þar sem þeim ka- þólsku væri áskilinn og tilsleginn þessi aukarjettur frarryfir aðra, fyrir sína kirkju. Lög þessi væri því það, sem á ensku lagamáli er kallað unconstitutional. Fylkis- stjórnin var strax viljug að láta prófa þetta mál um gildi laganna, og var svo mál byrjað og flutt fyrir lægri og hærri rjetti þessa fylkis, og varð úrskurður þeirra dómstóla sá, að lögin kæmu ekki í bága við grundvallarlögin, þessu máli áfrí- uðu svo þeir kaþólsku til hæðsta rjettar í Canada og unnu það þar. Manitoba áfríaði því svo til leyndarráðs Breta, æðsta dómsvalds- ins sem til er í enska ríkinu, og sá dómur segir að skólalögin frá 1890 sjeu constitutional, sjeu samkvæm grundvallarlögnnum, því í grund- vallarlögunum sje þeim kaþólsku ekki tilskilinn neinn sjerstakur rjett- ur nje hlunnindi frarn yfir aðra, og að Manitoba hafi haft fullan rjett til þess að búa til sín eigin skólalög og haga sínum skólum eptir þeim, allt svo lengi að slík lög komi ekki í bága við grundvallarlögin, og þessi lög geri það ekki. þegar menn ræða um þetta hi íl og rita, þegar menn hugsa um það og tala, þegar menn lesa um það og lieyra urn það talað, þá ber mönnum vel að minnast þess, að spursinálið um það, hvert Manitoba hefði rjett tií að ráða sínum eigin skólum er útkljáð,og spurstnálið um það, hvort lögin frá 1890 voru lagalega gild eða ekki, er iitkljáð. En svo er ekki þessu máli hjcr rncð lokið, þó maður hefði mátt vænta þess, eptir þann úrskurð, því þeir kaþólsku logðu upp í aðra hringferð með málið. þeir auðvitað neituðu því nú ekki lengur, að hin nýju skóla- lög væru lagalega gild og góð, en þeir sögðu að sambandsstjórnin hefði vald til þess að búa til lög, sem endurreisti aptur þeirra gömlu trúarbragðaskóla og svo tiúðu þeir á hennar náðir með það. 8ir John Thompson sál. sem þá var dóms- mtla ráðherra Ottawastjórnarinnar, livaðst ekki viss í, hvort sú stjórn hefði það vald, mun líka hafa viljað þvo sínar hendur og smeyja af sjer vandanum, svo hann, eða Ottawa- gtjórnin skaut málinu til hæðsta rjettar landsins, „supreme court“, sem gaf þann úrskurð, að sambands- stjórnin hefði ekki þetta vald, svo út leit fyrir um tíma að Ottawa- stjórnin ætlaði að komast hjá þeim vanda. að skera úr málinn En þeir kaþólsku uppgát'ust ekki við það, en áfríuðu nú Til leyndurráðs Breta til endilegs úrskurðaf, sem fjell þannig, að sambandsstjóinin hefði þetta vald. Hjer verða menn að nema staðar og átta sig. Menn verða að gá að hver þessi úrskurður var. Hann var ekki sá, að skólalögin frá 1890 væri ógild. Sami dómstóll var búinn að gefa þann úrskurð áð- ur, að þau væru gild og góð. Ekki var þessi úrskurfur heldur á þá leið, að sam’oandsstjórnin væri ftkyldug til að endurreisa kaþólsku skólana, eins og Hkr. og þe;r ka- þólsku halda fram, því málið var um það, hvort sambandsstjórnin hefði vald til að skerast í leikiun og endurreisu þessa skóla ef hón vildi, og úrskurðuninn segir að hún hafi það vald. Nú var vandinn kominn á sambandsstjórnina; nú gengu þeir kaþólsku að henni með oddi og egg, og hún sá að hún þurfti að skera úr og segja já eða nei. Hún þurfti að komast að niðurstöðu um það, hvað væri rjett af sjer að gera. Hún vissi vel, að skólarnir í Manitoba, eins og þeir eru nú, bera langt af skólunum, setn liju' voru fyrir þann tíma, að breytingin var gerð. Hún vissi vel, að þeir kaþólsku höfðu ekki neinn lagalegan rjett til sinna fyrri skóla, því úr því skar fyrri dómur leyndarráðsins. Hún vissi fullvel, að þeini kaþólsku er ekkert rangt gert til með núverandi skóla- fyrirkcmulagi, úr þv* sannaðist að þeir áttu ekki til þeirra neinn laga- legann rjett. Hún vissi vel að síð- ari úrskurður leyndarráðsins var ekki skipan til hennar, um að þrengja upp á fylkið þessuin skól- um, að eins þýddi hann það, að hún hafði vald til þess, ef þeim kaþólsku væri gert rangt til. Hvað gerir hún svo, þessi stjórn? þessi dómari milli Manitoba og ka- þólska klerka líðsins í landinu, hún dæmir þannig að hún skipar Mani- stjórninui að afnema skólalögin frá 1890 og endurreisa aptur sjerstöku tróarbragða skólana fyi ir kaþólska, og halda þeim uppi á almennings tje. Ef Manitobastjórnin óhlýðnist þeirri skipun, þá hótar hún að búa til lög 4 næsta þingi, nl. í yíirstand- andi mánuði, sem þrengi Manitoba til lilýðni. Og því ræður Ottawa- stjórnin af að snúast á móti Mani- toba í þessu máli, en með þeim ka- þólsku? Var það fyrir það að hún hjeldi að það væri rjettur og sam- vizkusamur dómur? Ef hún liefur haldið það, á hverju byggir hún það? Lagalega heiratíng á þessu áttu þeir kajrólsku enga, eins og sýnt var og sannað með leyndarráðs úrskurði. Og ekki hefur Ottavvastjórnin borið við að sýna fram á, á hverju hún byggir þennan úrskurðsinn. Og af hverju hefur hún ekki gert )?að? Af því hún getur það ekki. Iva- þólskum er ckkert rangt gert til, þeir njóta allra sömu rjettinda, 'und- ir þessum nýju lögum, eins og allir aðrir í fylkinu, svo ekki var mögu- legt að byggja þennan úrskurð á neinu rjettlæti, og þess vegna var hann, og hlaut að vera, órjettlátur. En á hverju var hann þá byggð- ur? A því og engu öðru að k&þólska fylkil Quebec, sendir á Ottawa- þingið 65 þingmenn, en veslings Manitoba að eins eina 5. þetta eru þær heimuglegu og göfugu dóms- ástæður þess r jettláta dómara, þeirr- ar rjettlátu stjórnar. það vita allir. Manitoba er fámenn og scndir ekki nema 5 menn á þing. Quebec er fjöl- menn og sendir 65 menn á þing; svo marga menn, að ef það fylki snýst á móti stjórninDÍ, þá missir hún völdÍD, en þótt Manitoba snúist á móti með sína fimm, þá er skaðinn minni og stjórnin ekki í eins mikl- um pólitískum voða. „því dæmist rjett að vera“, seg- ir svo þetta Ottawa rjettlæti. Mani- toba skal fram stdjast, til að gera eptir vilja fólksins, marga fólksins og mörgu þingmannanna í Quebec. þarna geta menn nú speglað sig í þessari einstöku lipurð, sem síðasta Heimskr. dáist að Ottawa- stjórninni fyrir að hafa sýnt í þessu máii. Niðurlag á 7. bls. I hfivo pros. rilxul Mcnthol Plastcr !n a nrnnbcr of (uuu*a of nen algic and rhemnatic ]>iiina, and ain vcry ii u. ii plcnscd vith tlie rffwts nnd Idoasnntncsj o« its applicati.»n —\V, H. CAKPEN- teií, M.D.. Hotcl Oxford, Boston. I hava n-. -I Menthol Plasters in sevoral cascs of nmscular liieiunatisin, and fiml m cvery cus« that it gn v« alinost Instant and porinanent roliof. —J. B. Mookk M. D . Washington, I).C. It Cures Sciatica, Liumbaffn, Neu- ral"la, Pains in Rack or Side, or any Musculnr I'aiim. Pricc i Daris & Lawrence Co., Lttl, 25e. | Sole Proprietors, Montreal. • « • t e e « « «« LESID! Jeg hef um tíms umboðs-sölu á ckta ameríkönskum klukkum og úrum, af nýjustu og beztu tegundum, 1 vönduð- um pjettum, Gull, Silfur og Nikkel- kössum. Einnig panta jeg reiðhjól (Cycle) fyrirlivern sem vill, frá hinum beztu reiðhjóla verksmiðjum f Amer- íku. Samt allskonar borðbúnað og jewelery, og get sparað ykkur mikla peninga ef borgun fylgir pöntuninni, Komið landar, og talið við mig um allt petta áður en pið kaupið ar:nars- staðar. 8. Sumarlidason. MILTON - - N. DAK ♦ ♦'♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦ * Ilvergi í bæu um er mögulegt að fá fall- egri og betri úr og klukkur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ N. W. Cor. Main & PortageAve. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ en í búð G. THOMAS, FLUTTUR! ISLENZKI SKÓSMIÐNRINN, Stefán Stcfánsson, sem lengi hefut haft verkstæði sitt á Jemima Str., er nú fiuttur á Aðalstrætið Nr. (>k55, par sem hann, eins og áður, býr til allar tegundir af skóm eptir máli, og endurbætir pað sem gamalt er fyrir talsvert lægra verð en algeDgt er á meðU innlendra, eins og mörgum mun pcgar kunnugt. Munið eptir staðnum. STEFAN STEFANSS0N, 625 MAIN STR. Tannlífiknep. Tennur fylltar og dregnar út án sárs auka. Fyrir að draga út tönn 0,50. Fyrir að fylla tönn $1,00. <Sc BTJSH 527 Main St. Globe Hotel, 146 Prixcess St. Winnipeg. Gistihiís þetta er útbúið með öllum nýjasta útbúnaði. Ágsett fæði, frí baðherbergi og vínföng og vindlar af beztu tegund. Lýst upp með gas ljósum og rafmagns-klukk- ur í öllum herbergjum. Ilerbergi og fæði $1,00 á dag. Einstakar máltíðir eða hsrbergi yflr nóttina 25 cts. T. DADE, Eígandi. C. HENBHICKSEN AND CO. VERZLA MEÐ Vbndud Medöl, SkrifTæri, Skólabœkur, Toilet Articles, og allt pað, sein vanalega er haft f beztu lyfjabúðum. Meðala samsetning eptir læknaforskript, sjerstakur gaumur gefinn. Gleymið ekki að við böfum allskouar einkaleyfis meðöl. Crystal, HIKLA-tt VÖRUlí ! L.ÍGIR PRÍSAK ! N. DAK. EdlnDorgar Lufjatiud Höndla með alLkonar MEÐÓL, SKRIFFŒRl, BŒKUR oo SKRAUTMUNI Fyrir hátfðirnar fáum við mikið af skrautmunum, lient- ugum fyrir Jólag.afir og þess háttar, sem verður selt með rýmilegu verði. Óskað er eptir verzlan yðar. \ DR. FLATEN _ EIGANDI EDINBURG, N. Dak. IIMi© Peoples 8tor©« Aldrei hbfum við getað gert eins vel við skiptavini okkar og nú, og e Vegna pess að i>æði höfum við meiri vörur en nokkru sinni áður, og svo eru pær keyptar á stórmörkuðum eystra, par sem prfsar eru beztir. Einkum vil*um við minna á margskonar ný kjólaefni og allt sem til peirra parf. Bráðlega fáum við mikið af ýmsum skrautvarningi, sem er sjerlega vel valinn til jólagjafa. — Allt með góðu verði. J. SMITH & CO., Fyrsti Islendingurinn gefur vottord um rafmagnsbelti Dr. Owens. Hafói þjáðsl of giyt í 15 ár\ beltid bcetti honum eptir 10 nœtur. % " \ Jóu ÓlufsNon. landsins 1878, fjekk jeg svo vonda Bru P. O., Man. 26. des. 1893. H. G. Oduson. Esq.: Agent fyrir Dr. Owens rafmagnsbeltum Það er engin nýung pó jeg núsegi frá pví að jeg hafi sótt maigt og ir.ikið gott hingað til Amerfku, svo sem frelsi, góða landeign, nóg til lífsviðurværis og fleira, af pví petta er svo almennt meðal okkar íslendinga í pessari heimsálfu.— En pað er ekki almennt, að prátt fyrir pessi ágætu umskipti á lífskjörum fá- tækra fjölskyldumanna, skyldi heilsan, sem \itanlega er fyrsta skilyrðið fyrir á- nægju og vellíðan, hverfa mjer um leið og jeg fyrst stje fæti á petta land, svo búskapur minn, í pessari byggð, hefur til nokkurra ára staðist, að eíns fyrir af- ardýrt verkamannahald. Að vísu hafði jeg á íslandi tvisvar legið m jög pungt í taugaveiki samtals í 19 vikur, og sífellt síðan verið taugaveiklaður og með vond- um gigtar ítökum, einkum í baki; en strax sem jeg var kominn hingað til magaveiki að hún smatt og smátt gerði mig svo máttlftinn að jég, pessi síðustu árin poldi enga áreynslu, fyrir gigt, taugaslekju og allslags ólyfjan. Sfðan hafa meltingarfærin aldrei unnið reglulega án hjálparmeðala, og pá að eins ekki nema örstutta tfma. Og pó er sá krossinn pyngstur sem Tlggur á sálinni, pví pegar viðleitni mauna til að bjargast, og vonin um góða framtfð f landinu, sem svo rjett og heppi- lega er kveðið nm: „faðminn pú breiðir mót fátæks manns nauðum, frá pjer ei hrindirðu lifsvonum hans“—á í sífelchi stríði við svo veiklaða lfkams- byggingu að flest vinna hefur í för með sjer ill-polandi sjúkdóms eptirköst, er ekki að undra pó heilinn dofni og geðsmunnirnir aflagist svo mjög, að pað verði að „negative“-4hrifum á allt fjelagslíf og vinasamband. Eptir að jeg hafði lesið auglýsingu í blaðinu „Lögberg“ og útvegað mjer „Katalog over Owens Elektriske Belter og Applicationer“ afrjeð jeg að kaupa beltið nr. 4 með axlaböndum, og eptir að jeg hafSi brúkað pað 10 sinnum eptir fyrirsögninni fann jeg stórmikinn mun á lieilsufarinu, gigtin hvarf og hefur enn ekki, » pær 6 vikursem síðan eru liðnar, gert vart við sig aptur við pau störf sem hún hafði ekki leyft mjer að stunda áður, taugarnar styrktust og meltingarfærin fóru að vinna með reglu, svo jeg, sem er h&lf sjötugur að aldri, búinn að armæðast mcð stöðuga heilsnveiklun í 15 ár, og orðinn feyskinn raptur í mannfjelagsbyggingunni, kominn að pví aðhrökkva í sundur, er nú orðinn svo heilsugóður og fjörugur, sem jeg framast get vænst, pví meðalið sem læknar eðlilegan punga ellinnar og vonda bilun í handlegg fæ jeg á sínum tíma ókeypis úr annari átt. Jeg er mjög glaður ög ánægður yfir pví að hafa keypt beltið, og fmn mig knúðann tií pess að opinbera pess góðu verkanir á mjer, peim til leið- beiningar sem pjást af slíkum sjúkdómum. Jeg vona menn skilji mig rjett. Jeg opinbera petta ekki sem agent fyrir Dr. Owens Electric Belt and App- liance Co. af peirri einföldu ástæðu að jeg hef ekkert með pað að gera, held- ursem velviljaður vinur allra peirra, som ekki geta unnið fyrir lífi sínu, vegna prauta áf gigt, taugaslekju, óreglu meltingarfæranna og fleiri sjúk- dóma, í von um að slíkt belti geti verið peim, eins og injer, ótvilugt heilsu rneðal. J<5.n Olaksson. Allir peir sem kynnu að óska eptir nánari upplýsingum viðvikjand bót á langvarandi sjúkdómum, bráðasótt og taugaveiklun eru beðnir að skrifa optir vorum Dýja mjög svo fallega danska eða enska príslista, til B. T. Björnson Aðal Agent meðal íslendinga, P. O. Box 368 Winnipeg Man. The Owen Electric Belt and Appliance Co.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.