Lögberg - 27.02.1896, Blaðsíða 5

Lögberg - 27.02.1896, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. FEBRUAR 1896. 5 F. W. Colcleugh hafi haft þau um- mæli um kynblendinga, sem ritstj. Hkr. segir að hann hafi haft. það er ein af þcssum slúðursögum, sem ritstj. Hkr. er æfinlega fullur af. Sá maður þykist aldrei þurfa að sanna ueitt af því sem hann segir. Maður skyldi ætla, að hann hafi fengið einkaleyfi hjá flokk sinum til lýgi, rógs og mannlasts á fslenzku, Og hafi hann fengið það, þá hefur aptur- haldsflokkurinn sýnt all-mikla dóm- greind með að veita honum það einkaleyfi, því hann virðisthafa eins mikla náttúru til slikra hluta og Loki, Mörður og Lucifer, þó hann Vanti vit þcirra, og geti því ekki komið eins miklu illu til leiðar. Oss láðist að segja, þar sem vjer toinntumst á endemis greinimar í Hkr. 7. þ, m., að ritstj. blaðsins vonzkast út af því, að vjer höfum sagt að „óupplýstu mennirnir“ í St. AndreWs kjördæminu hafi greitt at- kvæði á móti oss. Vjer sögðum þetta nú reyndar ekki með þeim orðum, sem Hkr. kemur að því, og heldur ekki beindum vjer þessu að Islendingum, eins og þessi gasfulli ritstj. gefur í skyn. En vjer skulum nú taka það fram, að þeir íslending- ar, sem byggja sína pólitisku þekk- ingu og stefnu á því sem Hkr. og hennar útscndarar segja, eru ekki einasta „óupplýstir“ um landsmál, heldur enn ver farnir, því þeir eru leiddir burt frá öllum sannleika inn í völundarhús heimsku, lyga og hleypidóma. það er þokkalegt af Hkr. og hennar öndum að leiða landa sína inn í það völundarhús! Ritstj. Hkr. var og í sömu greininni að tönglast á þvf, að Baldwinson hefði fengið meiri hluta ísl. atkvæða i St. Andrews. þetta er blátt áfram bull, eins og áður hefur verið bent á í Lögbergi. Hann fjekk 42 arkvæði umfram í N.-ísl af því það var búið að vinna þar að kosningu hans með lygum, rógi, undirferli o. s. frv. í öærri fjögur ár, en ekki ákveðið fyr en rjett fyrir kosningar að vjer byðum oss fram. En svo voru liart nær 100 ísl. atkv. greidd í Selkirk, og Mr Bahvinson fjekk ekki nema um fjórða part af þeim. Vjer feng- Um því talsverðan meirihluta (yfir 30) af öllum Islenzkum atkvæðum í kjördæminu. Ilkringlu-menn hafa alltaf verið að reyna að telja aptur- haldsflokknum trú um, að þeir rjeði lögum og lofum 1 pólitík meðal íslendinga, en svo var nú flokkurinn búinn að komast að því, að þetta var fals og tál hvað snerti íslendinga annarsstaðar en í St. Andrews. þessi síðasta kosning átti nú að skera úr, hvað voldugir þeir væru i St. Andrews kjördæminu, en það fór nú eins og það fór, að þingmanns- efni þeirra varð undir einnig þar. þess vegna er Hkr. nú að klóra í bakkann og heldur því fram, að meiri hluti íslendinga í þvi kjör- dæmi hatí greitt atkvæði með Mr. Baldwinson, jafnvel þó blaðið viti ofur vel, að þetta eru ósannindi. Og apturhaldsflokkurinn veit það einu- ig ofur vel. Skólamálið. Lítið þokar pvi máli enn áfram par í Ottawa. Stjórnin er að búa sig undir að pressa það í gegnum þing, en sá undirbúningur gengur ekki sem groiðast, því margir flokksmenn Lennar neita að fylgja henni þar að máli. Aptur hefur hún búist við að það mundi baetast upp með fylgi, sem hún fengi úr hinum ílokknum, frá ka- þólskum mönnum, en lítið verður ágengt n eð þá samninga. Kaþólsku klerkarnir hafa í heitingum við Laurier um að veita honum alla mót- spyrnu sem þeir geti við næstu ai- mennar kosningar, ef hann ekki fylgi þeim nú að roálum, en hann hefur svarað því, að hann liði það heldur en að breyta á móti sannfæringu sinni, og sannfæring sín sje, að þetta sje of- beldií aðferð gegn Manitoba. Nú er sannað, að Sir Donald A. S.nith, sem hjer var á ferð í siðustu viku, var sendur hingað vestur af sambands- stjórninni, til þess að reyna að fá samninga um málið við Hon. Mr. Greenway, en þegar þetta er skrifað er ekki neitt orðið augljóst um árang- ur af þvi, þó óhætt muni að fullyrða að Mr. Greenway muni ekki selja rjettindi og frelsi Manitoba fyrir neitt, sem Sir. D. A. Smith nje nokkur annar hefur að bjóða. Sagt er að Sir Cbarles Tupper sje sá sem stendur á bak við þá hugmynd, og er getið til að hanu ætli að láta 1 veðri vaka að samningar sjeu að komast á milli stjórnanna austurfrá og i Manitoba, til þess að sefa þá, sem æstastir eru á móti honum,og svo undir því yfirskyni ætli hann að kalla til kosninga og reyna þannig að gera sem minnst úr skólamálinu meðan á kosningunum stendur, en undir niðri lofi hann þeim kaþólsku að setja lög þeirra I gegn tafarlaust,þegar sama stjórn sje komin aptur til valda. Hvorir eiga að ráða ? Já, hvorir eiga að ráða lofum og lögum hjer í landi? í>etta er sú spurning, sem kveður við um þvert og endilangt landið. Er það meiri hluti þjóðarianar, í gegnum sitt lög- gjafar þing? eða er það kaþólska kirkjan? Er það páfinn I Róm og prelátar hans? eða er það þing og þjóð? En það er ljettara að spyrja slíkra spurninga en að svara þeim, þvi eins og sakirnar standa nú, hjer I landi, er allt annað en auðráðið hvað verður ofan á. í>að hefur verið i meðvitund manna, að sambandsstjórn- in hafi selt sig þeim kaþólsku, en nú er það komið svo greinilega i ljós, að um það verða valla neinar getgátur nje deilur framar. Spurningunni hjer að ofan er því svarað, að því er snert- ir þá nú verandi stjórn. Meðan hún er við völd, þá ræður hún ekki, nje það þing sem hún leiðir, nje þjóðin í gegnum það, heldur er það kaþólska kirkjan, sem hefur keypt af stjórninni öll umráð yfir þvi þingi. C>etta er sannað og i Ijós leitt með brjefi, sem kaþólskur trúboði hjer I norðvestur landinu, faðir Lacombe, hefur verið látinn senda Hon. Mr. Laurier. Faðir Lacombe segist skrifa brjefið í nafni og umboði biskupa og presta kiþólsku kirkjunnar, og er efni brjefs- ins að fara þess á leit við Mr.Laurier,að htnn greiði atkvæði, og láti sinn flokk greiða atkvæði, með þvingunar- lðgunum móti Manitoba. MÚTAN sera hann, i umboði kirkjustjórnar sinnar, biður Mr. Laurier er sú, að það skuli, ef hann geri eins og hann sje beðinn, verða atkvæðalegur’styrkur fyrir hans flokk, sjerstaklega við næstu almennar kosningar. HÓTANIRNAR sem hann, í sama umboði, ógnar Mr. Laurier með, eru þær, að ef hann ekki geri eins ocr mælt sje fyrir af kirkjunni, þá sje hún, með öllum sínum klerkalið, heit- orðum bundin um það, að risa upp sameiginlega eins og einn maður, frá hafi til hafs í öllu rikinu, til þess að vinna á mód L iurier og hans flokk við næstu almennar kosningar. Eins og vjer höfum áður bent á, þá neitar Mr. Laurier algerlega að selja sannfæringu sína í þessu máli, eða að vikja frá henni, þó honnm sje hótað hörðu. Brjef þetta er dagrsett 2. janúar, en lögum þessum var ekki hreyft á þingi fyrr en þann 11. febrúar, cg samt talar faðir Lacombe i brjefi síuu, dagsettu þremnr vikum áður, um á- kveðin lög, sem verði lögð fyrir þing- ið siðar. Þetta sýnir ljóslega, að þeir kaþólsku hafa sjálfir búið til þessi lög, og ber það saman við það sem Heims- kringla, sem veitir þeim kaþólsku lið i þessu máli, segir t siðasta blaði. Hún nefnir þessi lög, lög kaþólskra. Lög þau snerta auðvitað engu síður prótestanta en kaþólska, svo þetta hlýtur að benda á, að hún hafi vitað til þess, að kaþólskir klerkar hafi bú ið lögin til, enda er það nú, með þessu brjefi frá föður Lacombe, orðið aug- ljóst, þó Heimskr. hefði ekki sleppt JVÍ. Enn fremur er það nú sannað, að >eir kaþólsku klexkar hafa boðið sam- bandsstjÓrninni sama kaapskapinn, sem þeir nú buðu Mr. I.aurier. Stefna jeirrar stjórnar í málinu sýnir og sinnar, að hún hefur gengið að kaup- inu. Hún hefur þegið mútuna og er nú eigu kaþólsku kirkjunnar að þvi er þetta mál snerdr. Djóð nje þing ræður þvi ekki úrslitum þessa máls, heldur kaþólska kirkjustjórnin, sem hefur keypt fulltrúa þjóðarinnar. • Pólitísk svívirðing á hæstastigi á sjer hjer stað. í ágreiningsmáli þessu, seni komið hefur upp milli Manitoba °g þeirra kaþólsku, er nú sambands- stjórnin dómari. öllum er kunnugt hverskonar óhæfa það mundi þykja, ef reglulegur dómari i einhverju máli, >ægi mútur frá öðrum hvorum máls- jartinum til þe3S að dæma honum i vil. Ekki einungis varðaði það em- bættismissi fyrir þann dómara, holdur einnig þungri hegningu, ef það kæm- ist upp. Vjer skulum ekki í þetta sinn fara fleiri orðum um samvizku- semi þessara dómara þar í Ottawa, því vjer erum þess fullvissir að mönn- um er nú almennt farið að skiljast hvernig það stendur. Vjer minntumst litið eitt á Sir Charles Tupper, í síðasta blaði. Ilann á vonandi eptir að kynnast mönnum enn betur, en vjer höfum tækifæri til að lýsa honum. Hann gerir ráð fyrir að koma hingað til Winnipeg á flokks- þing, sem apturh*ldsmenn í þessu fylki ætla að halda hjer í Winnipeg þann 17. n. m. Dýrðin og dynið, sem gert var með hann austur frá fyrst eptir að hann kom, er nú farið að rjúka af, þvi haun þykir allstaðar koma illa fram. Ef lesendur Lögbe'gs sæju reikn- inginn hans, sem almenningur varð að borga síðasta ár, þá mundi þeim vel skiljast hvers vegna honum er annt um að apturh'ddsPokkurinn haldi völdum framvegis. Dessi reikningur hefur nú nýlega verið birtur í blöðun- um eystra, vegna þess, að við kosn- ingarnar í Cape Breton var minnst á atriði I honum, en sem Sir Tupper þá bar á móti að væri farið rjett með. Reikningurinn er tilfærður orð rjett, ins og hanu var fyrir siðasta ár í skýrslu aðal yfirskoðunar manns stjórnarreikninganna eystra, og ber hann með sjer, að þó kaup Tuppers sje þar ekk: kallað nema Í10,000, þá kemur karl kröfu sinni, sem stjórnin þarf að borga upp I $20,887.72. En þó er ekki þetta látið nægja, heldur bætt við neðst „allowance to Sir Charles Tupþer $2,000“, og er. ekki borið við að finna því neina afsökun nje nefna það neinu nafni. Honum er til slegið það svona hins vegar, upp á slump. I>að vantar því ekki nema rúma þósund dollara til þess, »ð þrjátíu þiisundum sje dembt í þessa einu hft yfir árið. Æila skyldi að >að vaeri ekki neitt smáræði sem roað- ur með þessari þóknun, ynni fyrir >jóðina. Hann er nú kominn hingað til þess,að hjálpa kaþölsku prestunum til þess að leggja undir sig Manitoba og Norðvesturlandið, og verður valla annað sagt,, en að það sje greiði, sem vert sje fyrir almenning að leggja hart á sig til að borga. Ekki er svo að skilja að vjer höf- um bent á þetta fjár bruðl sambands- stjórnarinnar i Sir Tupper fyrirþað’ að ncitt sjerstakt sje við það af hendi stjórnar þeirrar, það er öðru nær. t>að er einmitt mjög góður spegill af þvi, hvernig hún fer með almennings fje. Allir geta líka skilið að eitthvað verð- ur að verða af öllum þeim milljónum, sem í gegnum hennar hendur ganga. Og þá getur mönnum líka vel skilist hvernig á þvi stendur, að kosninga loforðin hennar, um opinberar um- bætur í landinu, enda, eins og kunn- ugt er, með engu nema svikum. Arinbjorn S. Bardal Selur líkkistur og annast um út farir. Allur útbúnaður sá bezti. Opið dag og nótt. 613 Eigin T. H. Lougheed, M D. Útskrifaður af Man, Medical University. Dr. Lougheed hefur lyfjabúð í sam- bandi við læknisstörf sín og tekur því til öll sín meðöl sjálfur. Selur skólaba;kur, ritföng og fleira þessháttar. Beint á móti County Court skrifstoíunni GLENBORO, MAN. FRANK SCHULTZ, Financial and Real Estate Agent. Commissioner ii\ B. I\. Gefur ut giptinga-leyfisbrjef. Er innheimtumadnr fyrir THE TRUST AND LOAN COMPANY OF CANADA. BHLDUR.................HIHH’ I. M. Cleghopo, M. D,. LÆKNIR, og YFIRSETUMAÐUR, Et- Útskrifaður af Manitoba læknaskólanum, L. C. P. og S. Manítoba. Skrifstofa yfir búð T. Smith & Co. EEIZABETII ST. BALDUR, - - MAN. P, S. Islenzkur túlkur við bendina hve nær sem þörf gerist. 305 íór á leikhúsin og sönghúsin til að sjá og heyra hvernig leikið væri og sungið á Frakklandi, en hún vildi ekki fara opt & þá staði, þar sem hún ekki skildi hitt orð af þvi, er fram fór. Ralph var nú að læra, og lijet kennari hans pró- fessor Barré, og ljet hann sjer mjög annt um, að kenna ameríkanska piltinum sem mest, því hann var þroskaðri I anda vegna ferðalaga sinna og reynzlu en ookkur annar piltur á hans aldri, sem prófessorinn hafði kennt. Ralph hefði geðjast miklu hetur að þvi, að kynna sjer París, en að læra, og þar eð pró fessorinn gat eytt miklu af tima sínum upp á piltinn, þá tók hann allmikið tillit til smekks unglingsins. Af þessu leiddi, að þeir urðu mestu mátar, og Ralph Undi hag sínum betur en nokkurt hinna. Dað var í því er snerti samkvæmislíf, að vegir þeirra Mrs. Cliff og Ednu lágu fjærst. Kunnings- skapur Ednu við Mrs. Sylvester, sem var falleg og flugáfuð kona og þess vegna velkomin hvar sem var, hafði það í för með sjer, að áður en hana varði var henni boðið ekki einasta í hús þeirra er stóðu í sambandi við amerfkanska sendiherrann, heldur í hús fjölda annara Amerikumanna, sem búa i Paris, og i hús nokkurra franskra manna. Mrs. Sylvester var upp með sjer af vinkonu sinni, og ljet þess vegna ekkert tækifæri hjá líða að koma henni á framfæri í samkvæmislifinu. Edna fór inn í þetta nýja líf á sama hátt og hún hefði faria inn í lista- Verkasafn eða gripasafn, sem hún hefði ekki áður 808 vesturströnd Suður-Ameríku og byrjaði hína löngu sjóferð sina kringum suðuroddann og yfir x\tlants- hafið, þá myndi hann fara inn á einhverja höfn á vesturströndinni og skrifa henni þaðan, og þar eð brjefið gengi með póstgufuskipum,mundi hún fá það löngu áður en seglskip það, er hann var á, næði til Frakklands, en ekkert brjef kom. Edna hafði samið við verzlunarfrjetta umboðsmenn að teiegrafera sjer tafarlaust til Parísar þegar „Miranda“ kæmi inn á einhverja höfn á Frakklandi, en hún fjekk ekkert skeyti frá þeim heldur. En það var sama hvað hún var að gera, þá fannst henni eins og hún myndi á hverri stundu fá slíkt skeyti. Stundum fannst lienni að þessi langa bið hlyti að þýða það, að eitthvert slys hefði komið fyrir kapteininn, og þá fór hÚD að reyna að reikna allt saman út. Sjóleiðin frá Acapul- co fyrir suðuroddann á Ameríku, og svo þaðan norð- austur yfir Atlantshafið til Frakklands, væri að vísa fjarska löng og seinfarin fyrir seglskip. Og svo yrði að bæta við timan, sem gengi I sjóferðina, mörgum dögum og ef til vill vikum, sem gengi í að koma gullinu úr turninum I hellirnum út I skipið; og svo gætu allskonar tafir komið fyrir i sjóleiðinni. Bæði hún og Ralph báru ótakmarkað traust til kapteinsins. Ilún var þess vegna sannfærð um, þegar hún hugs- aði rólega um málið, að þó að hanu næði ekki einu einasta stykki af gullinu, þó að allskonar slys kæmu fyrir liann, þá myndi hann koma til Frakklands, uf þvj að hann Liefði sagt að liaua kæmi þangað. 301 búa þannig um, að jeg geti gert hvað sem mjer sýnist þegar þar að kemur“. Ralph fór að hátta og ætlaði að hugsa frekar um málið i rúminu, og þó niðurstaðan yrði sú, að hann svæfi meira en hann hngsaði, þá sagði hann Ednu morgunin eptir að hann áliti, að hún hefði rjett fyrir sjer. „En eitt er jeg viss um“, sagði hann, „og það or, að þó þessi heiðna hjónavígsla skyldi ekki álitast lögmæt, þá var það hátíðleg trúlofunar athöfn, og því getur enginn neitað. Dað var að sinu leyti eins og bráðabyrgða rjettinda-brjef þau, er menn fá áður en menn fá einkaleyfi fyrir einhverri uppfundning; og ef þú vilt að hann standi við samning sinn, þá ætti hann að gera það, en ef þú kærir þig ekki um það, þá kemur engum öðrum það við. En lofaðu mjer að gefa þjer dálitla ráðlegging, og hún er sú, að hafa með þjer þetta tvífætta vígslu skýrteini, Cheditafa, hvert sem þú ferð eða livað sem þú gerir. Hann er nú farinn að tala ensku talsvert vel, og getur því orðið að góðu liði ef einhver þræta skyldi ko na fyrir“. „I>ræta!“ lirópaði Edna reiðulega. „Hvað ertu að rugla? Dettur þjer i hug, að jeg mundi fara að gera kröfur cða fara í þrætur í þessu máli? Jeg áleit að þú þekktir mig of vel til að ímynda þjer það‘. Ralph andvarpaði og sagði: „Ef þú að eins vissir sjálf, hve afar-erfitt er að þekkja þig, þá værir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.