Lögberg - 17.09.1896, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.09.1896, Blaðsíða 1
Lögberg er gefið út hvern fimmfudag a The Lögberg Printing & Publish. Co. Skriísiofa: Afgreiðslustofa: Prentsmiðja 148 Princess Str., Winnipeg, Man. Kostar $2,00 um árið (á íslandi.6 kr.,) borg ist fyrirfram. Kinsttök númer 5 cent. ■*<tA ®o. ■/, 9. Ar. eoj Lögberg is published everv Thursday by The Lögberg Pkinting & Publish. Co. at 148 Princess Str., Winnipeg, Man. Subscription price: $2,00 per year, payab in advanco.— Single copies S cen Winnipeg, Manitoba finimtudaginn 17. september 1890. { Nr. 30. Royal Crown Soap Er hrein og óiilönduð olíu sápa, og Bkemmir þvi ekki hendurnar nje andlitið, nje finasta tau. Hún er jafngóð hvort heldur er fyrir þvott, hað eða hendurnar og and- litið. Hún er búin til hjer í fylkinu, og er hin bezta, hvort heldur er í „hörðu“ eða „mjúku“ vatni. Sendið eptir lista yflr myndir og bækur, sem gefnar eru fyrir umbúðir utan af Royal Crown sápunni. ROYAL CROWN SOAP CO., _____WINNIPEG FRJETTIR CANADA. Kinverjar i British Columbia tóku & móti Li-Hung-Chang meó mestu viðhöfn pegar hann kom til Vanoouver. Hann sigldi paðan með gufuskipinú vEmpress of China“ & mánudaginn var áleiðis til Kina. I-i hafði verið mjög ánægður með ferð sína í gegnum Canada, og álit hans á veldi Breta mun hafa aukist mjög við að fara i gegnum pennan víðlenda hluta hins brezka keisaradæmis. BANDABÍKIN. Republikanar unnu mikinn sigur við rikisstjóra kosningarnar I Maine- riki pann 14. þ. m.. Frísláttu spurs- m&lið var aðal málið sem kosnmgar þessar snerust um, eins og í Vermont, sem republikanar unnu fyrir nokkru, ■og fjekk ríkisstjóra-efni republikana, Hon. L. Powers, um 50,000 atkvæðum fleira en mótstöðumaður lians, og er J>að meiri atkvæða-munur en sögur fara af I pví riki. Þetta sjfmr hve ákveðið fólkið i Maine er i að ekki skuli tekin upp fríslátta silfurs í Bandaríkjunum. Ýmsir merkirguU- demokratar hjeldu ræður til styrktar ríkisstjóra-efni republikana, og munu þessfá dæmi, að menn úr hinum miklu flokkum Bandaiíkjanna hah haldið ræður til stuðnings manni úr Jnótstöðu - flokknu m. Ákaflega mikið hvassviður gekk tneðfrtum austurströnd Bandarikjanna seinnipart vikunnar sem leið og gerði allmikinn skaða á skipum o. s. frv., en mannskaði varð pó ekki mikill. ítlOnd. Astandið ermjög iskyggilegt i ConBtan-tinopel um pessar mundir, og búast útlendir menn, sem par cru bú- settir eða dvelja par um stundarsakir, við upphlaupum, manndrápum ográn- mm á hverri stundu. Sendiherrar wtjórna annara landa f>ar hafa átt með sjer fund, til að koma sjer saman um aðferð til að afst/ra að pegnum landa peirra yrði gerður óskundi ef upp- hlaup verða, og munu þess vcgna við öllu búnir. Skip pau, sem erlendar iþjóðir mega hafa i sundinu fi-am und- an Constantinopel samkvæmt samn- ingi, eru par reiðubúin að senda lið í land ef á þarf að halda, og par að jíuki liggur mikill og vel búinn floti af brezkum herskipum (15 skip alls) skamint frá innsiglingunni í sundið. £>að er sagt að soldán sje geðveikur og ráðgjafar hans (sem hata kristna menn ákaflega) geti þvi fengið haun til að samþykkja hvað sem þeir vilja, og því talað um, að stór- véldin sjái ekki önnur ráð en að setja soldán af, til þess að afstjfra vand- ræðum, og setja anuan mann í há- sætið. Megn óánægja á sjer stað í tyrkneska liðinu,pví hvorki foringjum nje öðrum hefur verið borgað kaup i meir en hálft ár. Nokkrir foringjar hafa heimtað laun sín, og pegar peir ekki fengu þau, sagt af sjer, en strax verið teknir fastir fyrir pað tiltæki. Rannsókn sú, sem fór fram útaf drápi Armeníu-manna í Constantinopel um daginD. var r,ómt yfirskin, og öllum sem ákærðir voru útaf þeim mann- drápum sleppt óhegnum. írlendingurinn Tynan, hinD al- ræmdi „nr. 1“ f sambandi við Phöuix Park morðin í Dubliu fyrir mörguin árum, hefur verið tekinn fastur, og segir sagan að hann og fleiri írar hafi verið að undirbúa að myrða Victoriu drottningu og Rússakeisara, sem nú er á leiðinni] að j heimsækja Victoriu drottningu. Það er nú samt hætt við, að saga þessi sje eitthvað /kt, en enginn vafi er á, að ymsir menn hafa verið teknir fsstir i sambandi við eitt- hvert samsæri til sprenginga á Eng- landi. _____________________ Leiðangur Breta upp eptir Nil- fljótiuu, til að berja á falsspámannin- um, hefur gengið vel nú um ttma og hefar hinu fremsta af liði Breta lent saman við lið 'Jspámannsins (Dervish- ana) og hrakiðjþað á flótta. Fólkið á Englandi er að verða mjög æst gegn Tyrkja-soldáni og stjórn hans, og herðir það sjálfsagt á brezku stjórninni að skerast í að vernda kristna menní löndum lyrkja, hvað sem aðrar þjóðir segja. Ofveður mikið gekk yfir Parísar- borg þanu 10. þ. m. og gerði allmik- inn skaða á húsum. Þjóðverjar hafa enn elcki selt fram mann þann, er ætlaði að brjótast til valda í Zanzibar, og vekur það undran margra. Dominion J>ingið. Ekkert sögulegt hefur gerst á þinginu síðan Lögberg kom út siðast. £>ann tírna, sem þinginu hefur orðið a ínilli frá fjárlaga frumvarpinu, hafa apturhaldsmenn notað til þess að halda ræður, sem flestar eru útí hött eir.s og málin standa nú og að eins til að tefja tímann. Stjórnin ætlaði að láta þing'.ð ljúka störfum sinum á minna en mánuði, og með þvi spara land- inu stórfje, en apturhaldsmönnum hefur tekist að tefja tímann svo, að þetta verður ómögulegt. Dingmenn eiga sem sje heimtingu á 11,000 hver fyrir þennan stutta þÍDgsetu-tfipa ef hann verður meir en 1 mánuður, þó ekki sje nerna dagur fram yfir. £>að er samt búist við, að þingi verði slitið seint í næstu viku, því fjárlaga- frumvarpið er komið all-langt á veg, Mr. Laurier hefur skyrt, þinginu frá, að innanrfkis-ráðgjafinn verði maður lijeðan að vestan, en hann sagðist enn ekki gota sagt þinginu hver maðurinn yrði. Ýinislegt bendir nú samt á, að dómsmála-ráðgjafinn hjep í Manitoba, Hon. Clifford Sifton, verði maðurinn, sem tgkinn verður i þessa vandasömu stöðu. Engin upphæð verður í fjárlög- unum í þotta sinn til aðgeröar St. Andrew’s strengjunum, en opinberra- verka ráðgjafinn, Mr. Tarte, ætlar að koma liingað vestur í haust, til að kynna sjer ytnsar þarfir þessa hluta landsins, og þá sjálfsagt þar á meðal allt er viðkemur nefndum strengjum. Útaf silfur-frfsláttu hreifingunni í Bandaríkjunum hefur verið lagt frumvarp fyrir sambandsþingið þess efnis að heimta, að öll útlend ábyrgð- arfjelög borgi allt, er þau eiga að greiða Canada-borgurum, i löggildum Canada gjaldeyrir. Islentliiigar í Kaup- mannaliöfn. (Ritað fyrir Lögberg). íslendingar í Höfn eru allflestir þar að eins um stundarsakir og getur því eigi kallast þar „íslenzk Dylenda“. Dað eru fyrst og fremst námsmenn, bæðivið háskólann, við /msa iðnaðar- skóla og verzlunarskóla, kaupmenn i erindagerðum sínum, mest um vetrar- tímann og allmargir kvenumenn, mestmegnis þjónustu stúlkur, sem þó flestar, eptir lengri eða skemmri tíma, fara aptur til íslands. Hinir eru færri, sem eru þar að staðaldri. Nokkrir eru i dönskum embættum, fáeinir erfiðismenn, nokkrar konur giptar dönskum mönnum og strjál- ÍDgur af þernum, sein margar eru hálfbúoar að gleyma móðurmálinu. Að íslendingum, sem engan mál- mynda-grundvöll málsins hafa kynnt sjer, hættir við að tyna niður og blanda sauian, er rnest því að kenna, í fyrsta lagi að dönsk tunga og fslenzkt mál eiga sama uppruna, og í öðru lagi því, að fólk þetta á cigi völ á tækifærum til að lieyra talaða óbjag- aða íslenzku. Hversu margir íslendingar tru í Ilöfn, er ekki hægt að segja, en gizka má á hjerum bil 600. Fjelag er þar, sem „íslendingafjelag“ nefnist, og geta í því verið þeir sem vilja, konur sem karlar; eru fundir haldnir 1 2* á mánuði; í stjórn fjelagsins eru mest- megnis stúdentar. Geta menn vana- lega heyrt þar fyrirlestur, og að hon- um loknum skemmt sjer við dansleik, gpil, tafl og fl. Að undanskildum embættismönnum, kaupinönnum, ör- fáum iðnaðarmönnum og allmörgum vinnustúlkum, er það meginþorri ís- lendinga í Höfn, sem að einhverju leyti eru þar að leita sjer menntunar eða verklegrar þekkingar og vinna því eigi fyrir viðurhaldi sínu, heldur lifa á fje foreldra sinna eða annara venzlamanna á Fróni. Drykkjuskapur hefur verið nokk- ur á meðal námsmannaað undanförnu, en nú má svo að orði kveða að hann sje að öllu horfinn. Margir af þeim stúdentum frá Reykjavlkur skóla, sem sigla, byggja eingöngu upp á styrk þann sem þeir fá á Regensen (á Garði), nefnilega frfan bústað og 40 kr. á roánuði í 4 ár (rúmlega einu ári lengur fá lækna- efnin liann), og má mcð sjerstakn sparsemd og reglusemi lifa á styrk þessum í þessi 4 ár; en til þess að ná próti er tíminn of stutlur; til þess þarf minnst 5—6 ár. Þegar svo styrkurinn er búinn, koma vandræðin fyrir .fátækum námsmönnum; þeir sem lán geta fengið lána upp á, >yð borga þegar þoir komast í embætti; liinir fara optast heim til íslands og láta sjer þannig nægja cand. phil, titilinn. Það má fullyrða, að þeir eru nú som komið er of margir 1 Reykja- vík; það er sjálfsagt athugavert hvort possir menn, sem lyafa. fengið iqennt- un að vissu leyti eins mikla og þeir, sem náð hafa embættisprófi, ekki ættu miklu heliur, í staðinn fyrir að fara heim, að fara eitthvað út í hciininn, til dæinis ciukiim til Vesturheims, og reyna að komast áfratn þar; þeir geta alveg eius unuið ættjörðu sinni gagu fyrir það. Því er einu sinui þannig varið, að á íslandi hlífast skólsgengn- ir menn við að ganga að líkatnlegri vitinu, hverju nafni sem nefnist; bar- áttan byrjar því fyrst fyrir alvöru >egar heim kemur. Hvað nú þeim viðvfkur sem flest er af f Höfn, nefnil. íslenzkum þjón- ustu stúlkum, þá verður naumast sagt að þær eigi við góðan kost að búa; launin eru lág, frítíminn næstum enginn og húsmæður danskar að jafn- aði harðar; aðgætandi er það einnig, að I Höfn, eins og víðast hvar í Norð- urálfunni, eru kvennmenn tiltölulcga miklu fleiri en karlmenn; 1 Höfn eru liðugt 30,000 konur fleiri en karlar, svo eigi verður sagt að hörgull sje á kvennþjóðinni þar. Þá koma iðnaðar- og verkamenn íslenzkir; þeir eru sárfáir; mest eru það handiðnamenn, er fást við úrsmíði, snikkaraiðn, gullsiníði og því uin lfkt. Svo eru ekki allfáir frá 1 róni, sem koma til Ilafnar til að geta sagt að þeir liafi litið út fyrir landssteinaua °g sjeð annara þjóða háttu og siði. Að samheldni og fjelagsskapur íslendinga á meðal í Höfn væri meiri en hann er væri æskilegt, en ís- lendingum hættir við þar og annars- staðar að líkjast Grikkjum og Pól- verjum í ófjelagslyndi. Nokkrum orðum skal farið um vinnukaup í Danmörku. Vinnukaup handiðnasvcina er að jafnaði 3 kr. á dag og verða þeir þá sjálfir að sjá sjer fyrir rnat, heimili og klæðum. Þegar þeir taka að sjer akkorðsvinnu fá þeir að meðaltali meira kaup. Obroyttra vinnumanna kaup er lijerum bil 20 prct. lægra, eða c. ‘2 50 kf. um daginn þó fá vinnumenn og daglaunamenn, sem eru hjá bændum úti 4 landi, hæzt 2 kr. en matvara og einkum bústað- ur er þar ód/rari. Kvennmenn fá að meðaltali í verksmiðjum 1.50 kr. eða c. 0 kr. 4 viku, eu fáist þær við sausr.a, þvotta og annað því uru lfkt, fer kaup- ið mjög sjaldan frain úr 1 kr. Vinnu- kaup kvenna niá því kallast mjög lágt í DanmÖrku í samanburði við á Euglandi, í Norður-Ameriku og fl. löndum; þö er kvennmannsvinna ver borguð á Frakklandi og sumstaðar á Þyzkalandi. Þuð mA nu auðvitað ekki fara að eins eptir þvi, hvað goldið er í kaup f upphæð peninga; hátt kaup að nafninu til (nominal) getur vel verið lágt kaup í verunni (real). Það sem mesta pyðingingu hefur fyrir crfiðismenn er þetta: að hversu miklu leyti þeir fyrir kaup sitt geta fullnægt kröfum lífsins. í Dan- mörku er flest fæða fremur ód/r;fæði og herbefgi getur einhleypur maður fengið fyrir rúmar 40 kr. á máriuði (kvennmenn borga minna); mjólk og brauð er ódýrt, en kjöt og smjör d/rt; íötog húsaleiga getur eigi kallast d/rt. Þrátt fyrir það að flestar lffs- nauðsynjar megi heita ód)'rar, mun það vera allur þorri giptra erfiðis- inanna, sem cngu cða harla litlu geta safnað til ellidaganna, sökum þoss að kaupið ersvo lágt. Fyrir gömlum daglaunamönnum, er vinna hjjá liæ(rd- uin, liggnr optasl sveitin; þoir ciga, ullra manna í Danmörku, við hörðust kjör að búa. Benjamín Jónsson andaðist þann 19. ágúst síðastl. á Sjúkrahúsinu í Winnipeg (eins og getið liefur verið um í Lögb.) eptir langa og þungasjúkdómslegu. Dauða- mciu hans var innvortis tneinsemd. Jarðarförin fór frain næsla dag á eptir CARSLEY & CO___ Mikil Salii á Haust og Vetrar JÖKKOM og CAPES og Kvennmanna og Barna . . ULSTERS....... A moðan innkaukamaður okkar v«r í Berlín og London keypli hann mik- ið af Möttlum og jökkuin, setn við seljum nú með mjög lágu verði f 2 viður.—Jakkar eru frá 75c, $1.25, $2.50, $3 og uppí $7 50. Öllum þessum möttlum og jukkuru er raðað 4 borð uppá lopti til synis. Komið snemma, svo þjer getið valið úr það bezta. Einn búnki af Fawn silki linen Jökkurn, 10 til 15 dollara virði, verða seldir á að eins 84.75. Nyjar hau8tvörur í öllum deild- um.—36 pl. breitt Flanuelette að eins 6c yardið. Carsleyfe Co 34-4 IVJAIN STR. Nokkrum dyrum fyrir sunnan Portage Avenue. (20.) frá 1. ev. Iút. kirkjunni f Winni- peg, að viðstöddu mörgu fólki.—Sjera Jón Bjarnasou tal.iði yfir líkinu í kirkjunni og kastaði moldurn á kistu hins látna I grafreitnum. Benjamín sál. lagðist rúmfastur 28. de^. 1895. Þann 11. júní síðastl. var lagt af stað með bann frá heimili hans í N. ísl. til Winnipeg, og þann 13. s. m. komst hann alla leið fyrir sjerstaka umsjón og aðstoð þeirra manna, sem fluttu lrann. Mr. Guðjón Thorkelsson í Winnipeg tók á móti honum, og dvaldi Benjamín sál. hjá honurn þriggja vikna tíma. Annaðíst Mr. Thorkelsson og kona hans hann af mestu snilld og veittu honum alla þá hjúkrun og umönnun, sem hæ»í var. Benj. sál. var 49 ára að aldri, er hann dó. Hann var fæddur að Víg- hólsstöðum í Dalasjfslu árið 1847* ólst h'í.nn þar upp hjá foreldrum sín- um, Jóni BeDjamínssyni og önm* Jónsdóttir, þar til lrann var 16» 4r» UPp frá þvf var hann vinDnœaðui;- hjá vandalausu fólki til þess á*ið árið 1875, að hann grptist Steinunní Jónsdóttir, og lifir hún mann sinn. Þeim hjónum varð 3. harna auðib, hvar af 2 lifa: 17 ára gamall piltur vg 16 ára gömul stúlka, bæði efuileg börn, og eru þiu- nú móður sinni trl huggunar og aðstoðar. Benjamíu sál. fluttist árið 1879 að TúDgarði i Dalas/slu. Þar bjó hann þar til 1883, að hann fluttist til Ameríku og settist að í Nyja-íslandi. Benjamín sál. var starfsmaður mikill, hagsynn og verklaginn til allra verka., hagur vel, einkum á trje; lmnn reisti lagle.gt Íliúðaihú3 á oignarlandi sínu í Nyja-Ííkndi, og smfðadi það aði meatu leyti sjálfur. Benjamln sál. var hveridagslega stiltur o£ gætinn, en þó glaðlyndur ‘ óg sí-skeinintilegur, enda vel greind- ur. Ilann var maður gestrisinn og höfðinglega iyntur og rjetti mörgutn þurfandi lijálparhönd, og verður hans því sárt saknað af mörgum, en sjer- staklega af konu lrans og börnum. Benjamfn sál. var ástúðíegur eiginmaður og elskuríkur faðir barna sinna. Minning hans mun því lengi lif-u Aunes-úúi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.