Lögberg - 23.08.1900, Side 5

Lögberg - 23.08.1900, Side 5
LOttBERtf, PIJÍ tf.rUDá.QI>íN’ 23. ÁGUST 1900 5 Kapptogunin. Eins og vér skýrðum frá í Lög- bergi 9. þ. m. að stæði til, fór fram kupptogun (Tug-of-war) í sýningar- garðinum hér í bænum á bæjar- hvíldardaginn (Civic Holiday) hinn 10. þ. m., og tóku þátt í þeim leik 8 menn af hverjum þjóðílokknum: Englendingum, Skotum, írum, ís- lendingum og Svíum. Hvorki þjóð- verjar, Frakkar eða nokkrir aðrir þjóðflokkar gáfu sig fram. Eins og áður var getið um, voru 1. verðlaun $120; 2. verðl. $80; og 3. verðl. $50. Mr. Hugh J. Macdonald varfenginn til að vera dómari (referee) milli þcirra, er toguðust ð. Fyrst reyndu Englcndingarnir og íslendingarnir sig. í íslenzka fiokknum voru (auk Jósefs B. Skaftasonar, er var foringi og tog- aði þvf ekki í kaðalinn með hinum) þeir sem fylgir: Gunnlaugur iiristj- ánsson, Gunnlaugur Helgason, Pet- ur Magnússon, Ingvar Olson, Gunn- laugur Sölvason, Ásmundur Björns- son, Benidikt Samsonarson og John Hall (allir til heimilis hér í Winni- peg nema B. Samsunarson, er á haima í Selkirk). Jolin Hall var það sem kallað er akkerismaður, þ. e. var aftastur í flokk sínum og hafði um sig belti, er fest var í kaðalinn. Englendingarnir voru auðvitað jafn margir á móti. Leikar fóru þannig, að íslendingarnir voru eftir 12 mfn- útur búnir að draga Engleudingana þau 8 fet, er útheimtist til að vinna. Næst reyndu Skotar og Svíar sig og toguðust á í þær 20 mínútur, sem var tímatakmarkið. þá voru Skotarnir búnir að draga Sv?ana um 15 þuml. og voru því taldir sigurvegarar. þá reyndu íslendingar og írar sig, og þegar þeir höfðu togast á f 20 mínúturnar, höfðu ísl. dregiö ír- ana um 1 þuml. Eftir 1 klukkustundar hvíld reyndu íslendingar sig við Skotana. Fóru leikar þannig, að Skotar drógu Tsl. um 12 þuml. fyrstu mínúturnar, en þegar 20 mínúturnar voru liðnar höfðu ísl. unnið til baka um 6 þuml. Skotar unnu þannig með 6 þuml. Niðurstaðan af leiknum varð þvi sú, að |Skotum voru dæmd 1. verðlaun, fsl. 2. verðloun, og írum 3. verðlaun. Að réttu lagi hefðu Svíar og írarátt að reyna sig áður en síðasta raunin fór fram, en nefnd- in er raðaði aflraununum niður milli flokkanna, farakvæmt því sem dreg- ið var um í fyrstu og eftir því sem þeir unnu, ruglaðist einhvern veg- inn f ríminu, svoSvíar fóru óánægð- ir af hólmi, scm von var. Fyrir hið sarna fengu ísl. líka minni hvíld áð- ur en þeir reyndu sig við Skota, sem höfðu einungis reynt sig einu sinni, en ísl. tvisvar, og voru þvf, eins og gefur að skilja, lúnari. Olluin virð- ist koma saman um, að ef ísl. hefóu reynt sig við Skota fyrst, þá mundu þeir hafa unnið, eða ef þeir hefðu ekki verið þreyttari en Skotar, er þeir reyndu sig við þá, þá mundu þeir hafa haldið sínu fyrir þeim. Jafnvel Skotar sjáltír dáðust mjög að karlmensku íslendinganna, og sýndu þeim alla mögulega kurteisi og vinsemd.— Akkerismaður Skot- anna, McLeod, er reglulegt jötun- menni. Nýja vatnsleiðslan. það hefur kómið í ljós nýlega, að liinn mikli reykháfur, sem bygð ur var f sambandi við hinar nýju vatnsleR'slu-byggingar bæjarins, er farinn að hallast, og hefur grund- völlurinn auðsjáanlega l&tið undan eða missígið. Pipan, sem aðal- pumpan á að drega vatnið í gegn- um, hefur einnig brotnað af svip- aðri ástæðu, þeirri nefnilega, að á hana heíur reynt af missigi veggs- ins, er hún liggur f gegnum. Bæj- arstjórnin hefur haft sérstaka fundi útaf þessum vandræðuui, og hefur verkfræðingur bæjarins gefið það á- lit, að orsökin til þess, að grunnur- inn undir reykháfnum hefur mis- sfgið, sé sú, að miklu meira vatn komi í hinn nýja brunn, er grafinn var, en búist var við og þess vegna hatí orðið iniklu meiri straumur inn í bruiininn úr vatnsæðunum, er liggja undir reykháfnum, • en menn áttu von á, <>g sandur því þvegist þar uudnn og jörðin s'gið. Hann benti *, að verkfræðingarinn frá New York (Mr. Hering), er feng- inn var til að gefa álit um, hvernig bezt væri að f« gott vatn fyrir bæ- inn og sem róð til að grafa brunn- inn, lntí ekki gert r ð fyrir að brunnurinn gæfi meira en 1 milj. gall. á sðlarhring, en i stað þess hatí orðið að pumpa um 4 milj. gall. úr honum á sólarhring á meðan verið var að koma pípunum fyrir. Bæjarstjórnin hefur nú samþykt, að fá verkfræðing, úr einhverjum af stórbæjunum syðra eða cystra, til að ráðgast við hann um hvað til- tækilegast sé að gera í heild sinni. En á meðan alt stendur þannig fast, líður sumariöog mjög hæpið að hin nýja vatnsleiðsla komist í gang fyr- ir veturinn, sem er bagalegt að ýmsu leyti. Nýir Kaupentlur Lögbergs, sem se^da 0*8 $2 50, fá yfi'st»r>d<ndi árgang f á byijun s'gunuar ,.Leikinn glsrpttmaður", i-.llaii luesta í*rjr»nir og hverjar tvwr, sem þtur kjósa *é", af söguuum „Pokiilýðuriim", ,K«uðir demantar", „Sftöujeinjiriiir", „Hvíta hersveitin" og „Pnroso". A’drei hefur Lttt/berg ^fcngist oieð svo ja góðum kjörum, og el>ke:t ( annað ísle' zkt blað býður jaf i inikið I fyrir jafu lágt verð. Mesta undur aldarinnar. * 5 * <? c f Actina Dauflr Heyra Actina HEIMSINS BEZTA MEDAL Vid Cataracts, Pterygiums og allskonar aug-nveiki, eyrna- ogr lullsveiki. Hun gefur sjonina aftur. ENGINN SKURDUR. ENGIN DEYFANDI MEDUL. ENGIN HÆTTA. það er bókstaflega engin þörf á gleraugum — Engin þörf á að svæfa eða brúka hnífinn við augun —það cr sama hvað gengur að augunum — ACTINA dregur ekki einungis úr kvölum, heldur læknar. HEYRNARLEYSI LÆKNAD MED ACTINA. TVíutíii Og lillllll «lf lilllldr.ldi ftf allskouar heyrnarleysi, sem vér höfum kynst stafar af langvarandi Catarrh í hálsinura og inn eyrunum. Loftplpan lokist af kvefvilsu og hljóðsveiflubeinin hætta að hreyfast, Lækning er ómöeuleg nema viisan fari. í Uana uæst hvorki með verkfærum né sprauti. þessvegna geta eyrnalæknar ekki hjálpað. Ear Drums miklu verri en gagnslausar. Það er (>ví heimska af heyinarleysingjum að Tonast eftir bata með garola fyrirkomulaginu eyrnalæknanna, og í stað |>ess að eyða tíma og ærnum peDÍngum fyrir lækningar, sem aldrei hafa læknað heyrnarleysi eða Catarrh, ættu menn að lylgjn með tíinanum oe nota hina vísindalegu aðferð. Að vísindaleg lækning sé fengin við heyrnarleysi < g Catarrh |>að sannar ACTINA. Þegar efDÍð i ACTINA er sogið upp í nefið fer það eftir eyrna pípunum, Íosar kvefvi'suna og losir um beinin (hamarinn; steðjann og ístaðið) í inneyranu svo |>au láta eftir mÍDsta hljóðhristingi. SUDA FYRIR EYRUNUM. ACTINA hefur aldrei hrugðist að lækna þessi leiðu einkenui. Efnið tír henni fer með hraða eftir pípunmn og losar viisuna, sem lokar hljóðið iuni. Vér höfnm fiekt fólk, sen hefur gengið með veiki þessa árum saman, og.ACTINA heflr læknað á þremur vikum. Þar eð heyrnarieysið og suðan s afar af Catarrli, l>á læknast maður ekkl af því fyrr en Catarrh erlæknað, og þar eð Catarrh hclzt ekki við t>ai' sem ACTINA kemst að, þá þarf engini að ganga með heyrnarleysi og suðu fyrir eyrunum ef hann fæst til þess að brtíka ACTINA eins og á að gera. ACTINA læknar einnig Andarteppu, Bronkítis, sárindi í hálsinura, veikluð lungu, kvef og höfuð verk, sem alt stafar meira og minna af Catarrh. Skrilið oss um veiki yðar Vér gefum ráðleggingar ókeypis, og órækar sannanir fyrir lækningu. Eiguleg bók—Próf. Wilson’s 80bls. lækningauók—fritt. Biðjið um hana. Sérstakt tilboð. Vér höfum svo mikið t.raust á ACTINÁ, að vér bjuðumst td að skila þeim verðinu aftur, sem eru óánægðir með verkanir ACTINA eftir 6 mánuði. Þetta tilboð gildir fyrfr alla þá, sam kaupa ACTINA í næstu fimtin daga. Gagnvart Stovel Block. Karl K. Albert, Ceneral Western Agrent. 268 McDermott Ave Winnipeg, Han. 9 9 9 9 157 við þeim. Ég fullvissa yður um, að petta er alger- lega óþarft. Mr. Thauret var alls ekki að bafnst pað að, sem pér sakið hann um“. „Ég vona að þér séuð ekki reið við mig“, sagði Randolph. „bér vitið hver orsökin er til pess, að ég tilaði um þetta við yður?-‘ „Nei, ég er hrædd um, að ég sé ekki eins fim og þór 1 þvi að lesa tilgang annara“, sagði Dora. „En þér hafið þ<5 vissulega hlotið að geta yður til, að—“ „Geta mér hvað til?“ sagði Dora og leit svo hreinskilnislega & hann, að hann fyriivarð sig. Nú hafði hann samt ágætt tækifæri til að gera ástar- játoingu sina, og hann hefði að likindum gert það, ef Mr. Mitchel hefði ekki komið inn í stofuna einmitt á sama augnablikinu. Degar R<ndo'ph sá hann, datt honum strax í hug hin sórstaka afstaða, sem hann yrði í, ef það saunaðist, að vinur hans væri glæpa- toaður. HaDn hikaði sér við af þessari ástæðu, og tnisti þannig tækifæri, sem ba'uðst honum ekki aftur tím mjög langan tíma. Hann svaraði með einhverju spaugsyrði, og fór svo bráðlega burt úr húsiuu. Geatirnir voru farnir, og Dora var komin inn f Svefrherbei gi sitt, svo Mr. Mitchel og Emily voru ein eftir í stofunni. „Emily, drotnÍDgin mín“, sagði Mitehe), um leið og hanD tók aðra hönd hennar bllðlega I báðar sfnar, þar sem þau sátu á snmtals-bekk f stofunni, „ég tíæstum álít að mig sé að dreyma, þegar ég hugsa Um að pú elskir mig.“ 160 á sér stað. Og það þvf fremur sem þeir eru til sem kunna að álfta, að eitthvað sem skömm, eða máskc annað verra, fylgir sé haldið leyndu.“ „Enginn mundi voga sér að dæma svo ranglát- lega um þig!“sagði Emily. „I>ér skjátlast vissulega f því“, sagði Mitchel. „Rað eru til menn, sem ekki álfta mig jafn g&llalaus- an eins og þtí gerir. Hvað mundir þú hugsa ef ég segði, þér að leynilögreglumaður hefur gætur & mér nótt og dag?“ „Ó? I>að mundi ekki hræða mig“, sagði Emily. „Dú ert búinn að skýra fyrir mér alt sem stendur 1 sambandi við veðmálið. Ég býst við að Mr. Barnes hafi auga á þér. Eða er ekki svo?“ „Já, hanu gerir það“, sagði Mitchel; „sumparl vegua veðmálsiiis, og sunipart vegna þess, að hann heldur, að ég hafi haft eitthvað saman við hina myrtu konu að sælda. Ilann hefur rétt fyrir sór f þvf að vissu leyti“. „Rú meinar, að þú hafir þekt konuna?“ sagði Enaily. „Já“, sagði Mitchel; en svo beið hann við til að vita, hvort hún spy ði nokkurrar annarar spuruÍDgar oftir þessa játuingu. Ea hún meinti hvert orð af þvf, sem hún hafði sagt, þegar hún staðhæfði að hún treysti honum algerlega. Hún þagði þvf, en Mr. Mitchel hélt áfram og sagði: „Rað er eðlilegt, að Mr. Barnes langi til að komast eftir hvað mikið ég veit um hica myitu konu. En það eru þýðicgar 153 gat komið tafarlaust, þá samþykkti hún að hafa þessi skifti. Lucette kom seinnihluta dagsins, og geðjaðist Miss Remsen ágætlega að henni. Hún hafði átt von á tölugri, nærgöngulli stúlku, fullri af franskri til- gerð, og var þess vegna hissa þegar hún sá að þetta var hægl&t og tilgerðarlaus stúlka, er sýndi strax að hún kunni vel alt sem hún átti að gera. Miss Rem- sea sá strax fyrsta sólarhringinn, að Lucette var svo miklu betri stúlka en hin fjsrverandi þjónustumey hennar, að hún nærri óskaði að móðir hennar þyrf.i hennar með f langan, laogan tfma. Dora var eian’g þvinær töfruð af Lucette. „Drotning“, sagði Dora við systir síra daginn eftir, „hvernig geðjast þér að hinni uýju þjónustu- mey þinni?“ „Að hverri?—Lucette?“ sagði Miss Remseu. „Ó, ég hold að hún dugi fullvel“. „Dugi fullvel“, át Dora eftir systir siuni. „Eu hún er reglulegur gimsteinn. Ef þú kant ekki að meta hana, þ& óska ég að þú arfleiðir diig að i.enni þegar Sarah kemur aftur.“ „O! Svo þú vilt þá fara að hafa þjónustumey útaf fyrir þig?“ sagði Emily. „O, neil Ekki svo sérstaklega“, sagði Dora. „En ég vil hafa Luoette í húsinu framvegis. Húu er reglulegasti fjársj'ður. Að bún kann að búa bár er sheldur ekki hinn cini kostur hennar þó érr h fi ald'ei séð h&.r þitt Hta eins vel út sem nú. Hún er nýbúia

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.