Lögberg - 11.07.1901, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.07.1901, Blaðsíða 4
4 LÖUliERU, FIMTUDAUINN 11 JÚLf 1901 LOGBERG. er refid út hvcrn flmtndnp: af THE LÖGBERÖ KINTING & PUBLTSHING CO., (löpplit), aó 309 Igír Ave , Winuipeg, Man.— Kostar $2.00 ura fírid á lelandi 6 kr.]. Borgist fyrirfram, Einstök nr. 5c. Pnblished every Thursday hy THE LÖGBEIIG PKINTJNG fc PUBLISHING CO., llncorporatedj, at 30«» Elgin Ave., Winnipeg,Man. — Subecription price fck 00 per year. payable in advance. Singíecopies 5c Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Business Manager: M. Paulson. íiUGLYSINGAR: Smá-auglýsingar i eltt skifti25c fyrir 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 75 cts um mánudinn. A stærri auglýsingnm um leugri tíma, afaláttur efiir samningi. BUSTAD \-SKIFTI kaupenda verdur ad tilkynna skriflega og gcta um fyrveraudi bústad jafnfram Utanáskripttil afgreidslustofubladsinser: The Logberg Printing & Publishing Co. P.O.Box I2Ö2 Winnipeg.Man. Utanáakrlpcttllrltstjórans er: £diior LOgberg, f O.Box 1292, Winnipeg, Man. --- Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á b‘»di ögild, nema hannsé skuldlaus, þegar hann seg i npp.— Kf kaupandi,sem er í skuld vid bladidflytn vtstferlnm.án þesu ad tilkynna heimllaskiptin, þá er a<» íyrir dómstólunum álitin sýnileg sOnuum 1'yrir prettvisum tilgangi. — FIMTUDAGINN, ] 1. JULÍ 1901. — Meira feilegt fleipur i í liinu alræmda fjandablaði Vestur-íslandinga, „þjóðólti'1, er út kom 4. f. ni., birtist enn ein dellan, sem hinn durgslegi ritstjóri biaðsins gefur í skyn að só hóðan að vestan, og bnýtir ritstjórinn aftan við þann þokkalega tcxta prédikan frá sjálf- um sér, er svnir bezt hvern mann hann hefur að geyma. Vór prent- um neí'nda „þjóðó]fs“-delíu hér fyrir nefan, í heilu líki, og hljóðar hún sem fylgir: “Úr vkstri. V Jafnvel þótt ganga megi að því vísu, aðritstj. Djóðólfs taki greinar þær til athugu.ar, sem Lögberg hefur liaft með- íerðis, út af leiðréttingum séra Hafst. Péturssonar á grein dr. Brandes um vesturfarir Islendinga, leyfi eg mér að fara nokkrum orðum hér viðvíkjandi því máli. Hver einasti maður, sem nokkuð þekkir til og vill segja sannleikann, hlýtur að viðurkenna það, aðséra Hafst. hefur algerlega rétt að mæla í leiðrétt- ingum sinum á grein dr, Brandes, enda hefur ekkert af því verið hrakið enn þá, Það er svo sem auðvitað, að danska stjórnin er alls engin orsök i vesturför- um ísl., þótt Lðgberg vilji svo veraláta. Þaðeiu margar aðrar orsakirnar til þess, að Isl. flytja vcstur, en aðalorsökin er sjálfsagt tilraunir Kanadastjórnar, að ná fóiki inn í landið. Kanada þarfnast fyrir fólkið. Stjórnin gerir því allt, sem henni framast er unt, til að fá fólkið til að fiytja inn í landið, henni er siíkt alls eigi láandj, ef hún eigi fer ódrengilega að. Það, aö tilraunir hennar að ná Is- lendingum vestur, fara stundum lengra en góðu hófi gegnir, er naumast stjörn- inni sjálfri að kenna, heldur þeim mönn- um, sem liafa það starf á hendi. Vér þekkjum sérstaklega tvo þessara manna þá ritstj. Lb. oghr. Sigurð Kristófersson. Þessir menn eru alkunnir að því, að vera hreinir og beinir skrumarar, er um þetta land og þjöðlífið hér er að ræða. Þeim finst alt hér svo undur gott og blessað, þeir sjá svo sem ekkert annað hér, þeir menn, en stórstígar framfarir og sæld, þrátt fyrir það, að mikið af hinu gagnstæða er hér til,— Þess er naumast getandi, að mennirnir séu svo övandaðir í sér eða prettóttir víð landa sína, að þeir vísvitandi séu að narra þá til Kanada með skrumi sínu. Þeir eru sem sé blindir á báðum augum fyrir öllu því marga og mikla, sem hér er ljött, leiðinlegt og örðugt viðfangs. Auðvitað hafa báðir þessir menn komið ár sinni svo fyrir borð, að þeir með ýmislegalög- uðum stjórnarstyrk. hafa staðið betur að vígi í stríðinu og baráttunni fyrir til- verunni, en meginið af Islendiugum, er liingað hafa flutt, og þess vegna finna þef sir menn ekki til þeirrar baráttu og þurðar, er allur þorrinn hefur meira og minna við að stríða.—Eins og það er eigi nema eðlilegt, að Kanada vilji ná íslendingum hingað, eins er það engu síður eðlilegt að Island vilji halda sínu fólki, og þegar nú Kanadastjórn er farin að viðhafa ærinn kostnað og jafnvel ó- drengilega aðferð, þótt sjálfri stjórninni sé það líklega ósjálfrátt, þá er ekki nema algerlega eðlilegt og sjálfsagt, að is- lenzka stjóinin og sannfslenzkir menn, fari að bera hönd fyrir höfuð sér, en slíkt er ennþá veigalitið. Eins og séra H. hefur skýrt frá, ver Kanadastjórn miklu fé til þess, að ná íslendingum vestur, bæði opinberlega og leynilcga, hvað svo sem stjórnarblöðin hér segja umþað; væri þá annað eðlilegra og sjálfsagðara, en að ísland reyndi að verja sig með sðmu vopnum, færi nú loksins að manna sig upp þótt seint sé, og verja nokkru af fé sínu í sínar eigin brýnustu nauðsynjar, að lialda hjá sér vinnuafli sínu. Því þá ekki að fara að hafa agenta lika, hafa menD, sem að kynntu sér sannleikann og flyttu hann svo út um landið? Ef Kanada stenzt við, að kosta ærnu fé fyrir skrum og ýmislegt ranghermi, þá ætti ísland að standast við al kosta ögn upp á sann- leika og rétthermi. Það er enginn vafi á því, að það er mikill meiri hluti af íslendingum liér, sem sárnar það mikillcga, lxvernig Lb. reynir að útleika séra H. P. Mjög mörg- nm ísl. er hlýtt til séra H., og þeir vita það vel, að það er fremur persönulegt hatur til hans, sem ræður fyrir hjá Lb. en sannleiksást. Auðvitað skaðar slíkt ekki séra H,, þar sem' hann er þektur, en Lögb. veit það. að „aldrei er svo leið- ur til að Ijúga, að ekki Iverði einhver til að trúa.“ Það var hérna um árið, sællar minn- ingar, að prestar og leiðandi menn kirkjufélags vors Vestur-íslendinga fóru opinberlega að hafa það á orði, að blað- ið ,Heimskringla‘ væri eigihúshæf fyr- ir vansæmandi rithátt; enginn vaíi var á því að mennirnir höfðu mikið til síns máls; hvað skyldi nú hinum sömu mönnum flnnast um Lögberg, eins og ritháttur þess er farinn að verða í seinni tíð? Hafi það verið nauðsyn frá velsæm- is sjónarmiði, aðlútrýma ,Hkr.‘ fyrir rit- náttsinn fá, þá er sú nauðsyn orðin engu minni gagnvart Lögb. Að annað eins ritháttar vansæmi og stórhneyksli skuli koma frá blaði, sem þykist standa á kristnum grundvelli, koma frá þeim manni,scm stendur fram- arlega í vorum kristilega félagsskap, pað er meir en lítið sorgarefni fyrir flokk vorn og of alvarlegt til þess, að slíkt sé hummað þegjandi fram af sér. Aðendingu dettur mér erindið eftir vort góðfræga skóld í hug: „Slettir kráka á svanin saur samt er hann hreinn sem áðnr“.... o. s. frv; Séra Ilafsteinn Pétursson verðurhreinn, hverju sem Lögbergs-krákan slettir að honum. Að sinni ætía eg ekki að fara fleiri orðum um þetta efni, en það getur vel verið, að eg þurfi að tala síðar. Vestri. * * * Athgr. riTstj. — Hinum háttvirta Vestur-íslendingi, er þessa grein hefur ritað, skjátlast í því, að Þjóðólfur fari að skattyrðast við aðra eins persónu og Lðgbergs-ritstjórann, út af því, sem hann leggur frá sér i þessu virðulega kristindómsmálgagni(!) sínu. Þjóðólfur hefur sannarlega önnur verkefni hér heima, sem þýðingarmeiri eru og nær liggja. Og hvað deilur þeirra sóra Haf- steins og Sigtryggs snertir, þá þarfnast séra H. engra varna eða meðmælis frá Þjöðólfs hálfu, því að þoir, sem þekkja báða mennina og hafa séð ailan óþverr- ann úr Sigtryggi, sem engum siðuðum manni er samboðinn, munu öldungis sjálfkrafa geta dæmt um málstaðinn og mennina, hvernig þeir haga orðum sín- um. Frekar þarf ekki vitnanna við. Til dæmis um, hvílíkur dánumað- ur( () þessi Lögbergs-ritstjóri er, skulum vér að eins geta þess, að hann kvað hafa fullyrt (með breyttu letri í blaðinu), að rithönd mín(!!) hafi verið á hneykslan- legri orðsendingu héðan að heiman til nafngreindra manna vestra, er rituð hafi verið á vesturfarapésann ,Manitoba‘, og sent ,Heimskringlu‘, en hún síðar tekið ljósmynd af. Jafnvel þótt enginn muni leggja trúnað á þessa ösvífnu lýgi blaðsins, sem spunnin er upp vísvitandi af hatri einu, þá vil eg samt leyfa mór að lýsa Sigtrygg hreinan og beinan lyg- ara að jafn svívirðilegum fullyrðingum. Mór er alls ókunnugt um slíka orðsend- ingu, og tel aðferðina mjög óviðurkvæmi- lega. Slíkt skeyti: („Etið þið allir skít, móðurmorðingjar“) mundi eg ekki senda frá mér. Min skeyti eru annars konar og koma að eins fram í Þjóðólfi, alveg hispurslaust á mína ábyrgð. En þessar nýjustu lygar Lögbergs eru ágættsýnis- liorn þess, hve dæmalaust saurblað Lögherg er, og hversu ritstjöri þcss er fyrirlitlegur, enda finna Vestur-íslend- ingar sárt til þerrar svívirðu, er hann gorir íslenzkri blaðamennsku þar. Og i þetta halda klerkarnir þeirra dauða- haldi(!!). Og svo má Sigtr. sparka, eins og houum sýnist, því að hvernig som hann ævist og springur gegn Þjóðölfi, getur hann engan skaða gert honum, heldur miklu fremur stúrgreiða og sæmd og það því meir, því ver sem manngarmur- inn lætur. Lygastimpillinn límist bara fastar og fastar við Lögbcrgs óþokkann. H. Þ. * * * Svona hljóðar nú þessi sfðusta „þjóðólfs“-della, og skulum vér fara nokkrum orðum um hana. Fyrst snúum vér oss að þessum eineygða launritara „þjóðólfs“, sem ritstj. blaðsins segir að sé „Vestur-íslend- ingur“, og byrjuui á rugli hans útaf staðhæfingu dr. Brandesar um or- sakirnar til að útflutningar húfust frá íslandi, staðhæfingu, sem afdank- aði „Tjaldbúðar“-presturinn lézt vera að mótmæla, td að koma öðru rugli inn í hlutaðeigandi blað undir þessu falska yfirskyni. Ef þessi svokallaði “Vistur-ís- lendingur" þckkir nokkuru skapað- an hlut til sögu útflutninga fólks frá Islandi, þi veit hann að það er rétt, sem Lögberg hefur sagt, að ís- lendingar voru farnir að flytja til Canada í stórhópum áður en Canada- stjórn gerði nokkurn hlut til að hlynna að því, að íslendingar flyttu hingað. Hann veit þá Hka að al- þektir sómamenn á íslandi, t. d. Ein- ar sál. Ásmundsson í Nesi, hvöttu til útfiutnings sökum óánægju við dönsku stjórnina útaf stjórnarfarinu og örðugleikunum, er landsmenn áttu við að búa sem afleiðing af illri og óhentugri stjórn. þetta er sögulegur sannleiki, sem engirin upplýstur, heiðarlegur maður dirf- ist að neita, enda var ekki ritstjóri „þjóðviljans unga“, Skúli Thorodd- sen, lengi að átta sig á. að afdankaði „Tjaldbuðar‘‘-presturinn var að fara með rugl, og ritaði hann (S. Th.) grein í blað sitt um þetta efni löngu áður en hann sá mótmæli vor í Lög- bergi. Vér prentuðum þessa „þjóð- vilja-“grein upp í Lögbergi, svo hver hér vestra, sem vill, getur séð liana. Vór förum ekki fleiri orðum urn þctta atriði, því það er þýðingar- laust að læða það við hina síljúg- andi, nafnlausu ómerkinga „þjóð- ólfs.“ þessi síðasti „þjóðólfs“-ómerk- ingur er að þvætta um, að Mr. S. Christoplierson og vér (ritstj. Lögb.) séum alkunnirað því, “að vera hrein- ir og beinir skrumarar, er um þetta land og þjöðlítið hér er að ræða“. það er nú ofurhægt fyrir nafnlausan „ómerking“ að koma með svona staðhæfingar, því hann veit að hann þarf ekki að sanna þær, og sýnir heldur ekki minsta lit á því, En því hafði ekki „ómerkingurinn" rit- stjóra „Hkr.“ (B. L. Baldwinson) með í sama númerinu? þar kom hann því upp um sig, að hann er jafn hlutdrægur og hann er illgjarn. Ef nokkur ærlegur blóðdropi er í þessum síðasta ómerkÍDgi „þjóðólfs", þá sanni hann að við S. Christephcr- son sóum „skrumar'1 um þau efni, som hann segir, og það með hinu réttr nafni sfnu undir. i þi gefur „ómerkingurinn“ í skyn, að S. Christopherson og • vér höfum komið ár okknr svo fyrir borð, að við með ýmislega löguðuin stjórnnr- styrk höfum „sta^ið betur að v'gi í stríðinu og barnttunni fyrir tilver- unni, en meginið af íslendingum, cr hingað hafa flutt“, o. s. frv. þessi staðhæfing er bcinlínis hlægileg í augum þeirra, sem til þekkja. Við hefðum, hvor um sig, verið mörgum þúsundum dollara ríkari þanu dag í dag, ef við þefðum engin afskifti haft af opinberum málum, og m»l- efnum landa vorra hér í landi. Við höfurn varið miklu af kröftum okk- ar og efnum til að styðja þau mál- efni, er við álitum þessu nýja föður- landi okkar til góðs’ og þjóöflokki okkar til gagns og framfara. Við höfum ekki verið eins og þessi og aðrir „6merkingar“, scm aldrei hafa lagt annað til en gjamm og gelt úr einhverju skúmaskoti, sem ekkert kostar og engum er til gagns, en sem er sönnum Vestur-íslendingum til skaða og skammar. Hvað snertir viðskifti afank- aða „Tjaldbúðar“-prestsins og Lög- bergs, þá þoldum vér hinar óverð- skulduðu árásir hans og lygar þegj- andi eins lengi og vér gátum. En loks neyddumst vér til þess, sann- leikansog sóma vors vegna, að taka ofan í lurginn á þessum óviðjafnan- lega Merði vorra daga, og leikar hafa farið þannig, að hvert einasta íslenzkt mannsbarn hér vestan hafs, sem fylgst hefur með þessum við- skiftum, er núsannfært um í hjaita 3i'nu, að Lögberg befur haldið upj»i málstað sannleikans, on sá „afdank- aði“ málstað lyginnar. Samt liöf- um vér ekki notað öll þau vopn á hinn „afdankaða," er vér höfum í höndum, þó það hefði verið maklegt útaf lyga-dylgjum hans um oss og vissa menn hér, er hafa reynst hon- um sem beztu vinir—menn, hverra skóþvengi hann er ekki verður að leysa. En það getur enn farið svo, að vér leysum algcrlega ofan af skjóðunni, og þá skal hann ekki einasta standa sem marg-afhjúpaður Mörður—eins og hann nú er—, held- ur sem annað margfalt verra. Ilvað snertir rugl „ómerkings- ins“ viðvíkjandi rithætti Lögbergs, þá er hann augsýnilega einn af þess- um fyrirlitlegu hræsnurum, sem ekki skirrast við að brjóta hvert einasta boðorð í ritningunni, drýgja hvern einasta glæp, sem upp er tal- inn í hegningarlögura landsins, og misbjóða öllu sannleiks- og dreng- skapar lögmáli, en gera sér upp hrylling út af þvl ef einhver nefnir boðorða-brotin, glæpina, lygina og ódrengskapinn sínu rótta nafni. Vér liöfum aldrei viðhaft harðari 278 „Þér hafið rétt að mæla,“ sagði Mitchel. „Sum- ir menn álíta enn, að Matthew Mora, vinur minD, hafi drepið föður sinn. En eg fullvissa yður um, að hann er saklaus." „Jæja, eg vona yðar vegna, að svo sé,“ sagði stúlkan. „Væri ekki skemtilegt að vita vin sinn sitja í rafmagns-stólnum*, eða hitt þó heldur. Uh, við akulutn tala um oitthvað annað. Eg fæ hroll f mig af að hugsa um þetta. Eg vcrð nú líka að fara á staö héðan.“ „Þctta minnir mig á, að eg er líka búinn að tefja of lengi,“ sagði Mitchel. „En ef þér eruö gangandi, þá skyldi mér vora ánægja í að mega verða yður samferða, á meðan leið okkar liggur saman.“ „Gott og vel; komið þá,“ ssgði stúlkan. „Eg ætla að fara 1 gegnum borgina. Jæja, vertu nú sæl, óstr a mín. Eg kem aftur & mfinudaginn, cf eg verð lifandi. Vertu sæl.“ Um leið og stúlkan sagði sfðustu orðin, kysti hún gömlu konuna, sem leit ákefðarlcga td Miíchel’s og sagði: „Eg skal vera komin fi skrifstofnna fi fikveðnum tfma f fyrra mftlið. Er áreiðanlegt, að eg fái pening- ana?“ *) Það hefur verið löglcilt, í Niw York-tíki, að aflífa sakamenn, sem dæimlir eiu til (lauöa, meö rafmagni, og ler aftakan fram þannig, að þeir eiu lálnir silja í svTo- neíndum rafmagns ötúl.— ltuetj. Logb, 287 „Eg sé ekki hvers vegna eg skyldi segja yður sögu mfiia,“ sagði húu loks og saeri sér hispurslaust að honum, „on það er eitthvað sem segir mér, að eg ætti að gera það. Sannleikurinn er, að eg hef ekki vcrið mjög sæl I seinni tíð, og mig hefur langað til að hafa einhvem til að tala við ura það alt saman— einhvern, scm ásak&ði mig ekki of mikið og ávftaði mig ekki, en mundi bara hjálpa mér. Eu eg vissi ekki af neinum þvflfkum meða! kunningja minna. t>að var sú tfð, að eg mundi hafa snúið mér til fóstru miunar með þetta, en hún er oftast full af brenni- vfni um þessar mundir, og maður getur ekki búist við hluttekningu í brennivfnsflösku, eða finst yður það ekki?“ Eftir því, cm hún talaði lengur við Mitchel, náði hún hinu vanalega valdi yfir sjálfri sér, og það var glotnis-geisli í augum hennar þegar hún bar upp hina síðustu spurningu sína. „Nú, auðvitað ekki!“ sagði Mitchel með mestu alvörugofni. „Eo svo get og sagt yður það, að eg drekk aldrei brennivín. Upp á mína æru og trú, eg geri það ekkib* Mr. Mitohel talaði við Lilian eins og skóladreng- ur mundi tala við s*kólastúlku, og jafnvel rómur hans var þannig, að ha in bauð til vináttu og trausts, som hún líka veitti hiklaust á móti. „Nú! Mér uatt aldrei í hug, að þér gerðuð það,“ sagði T.ilian. „Eg var að tala um fóstru mína. Þér voruð heppinn, að þér skylduð hitta á hana ódrukna 282 „Hvað er nafn yðar þá?“ spurði Mifchel. , Eg er Mrs. Matthew Crane,“ sagði stúlkan. Þessi stiðhæfing gerði Mr. Mitchel jafn forviða oins og spurning lians hafði gert slúlkuna. Tvær hugsanir flugu snögglega gegnum heila hans. Ilin fyrri var sú, að nafn móður Jim’s prédiksra hafði ver- ið Margaret Crane; en hin síðari var, að Margarot hafði f samtali sfnu við hann minst á son sinn sem „Matthew.“ XIV. KAPÍTULI. NÁTTÓRAN PRÓFUB. „Þér 8egið mér, að þér séuð Mrs. Matthew Crace?“ hafði Mr. Mitchel upp eftir stúlkunni. „ Já, eg geri það!“ sagði stúlkan. „Sjáið þér rokkuð undarlegt við það?‘‘ „Mér virðist það mjög undarlegt“, svaraði Mit- chol, „vegna þoss, að eg er kunnugur MattheAV Crane, þótt eg vissi ekki að hann væri giftur“. „Þér þekkið hann? Þér eruð kunnugur mann. inum mfnum?“ hrópaði stúlkan, og var auðsjfian- lega í mjög miklurn vandræðum. „Já, eg þekki hann mjög vel!“ sagði Mitchel. „Ó, en þér segið honum ekkert um þetts, eða er ekki svo; verið svo vænn að segja honum ekki, að eg hafi sagt yður að við værum—værum gift“, sagði stúlkan í bænarróm.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.