Lögberg - 11.07.1901, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.07.1901, Blaðsíða 2
2 LOGBERG, FIMTUDAGINN 11 JULÍ 1901 Ferðasaga séra Friðriks. Eins og áður hefur veriS skýrt frá ( Lögbergi, er ná fyrir nokkru komin út sérlega fróðleg bók eftir séra Friðrik J. Bergmann á Gardar, 1 Norður-Dakota, er nefnist „ísland um Aldamótin," og er það ferðasaga séra Friðriks til íslands og um ís- land sumarið 1899. Bókin er prent- uð í „ísafoldar“-prentsmiðju og kom út snemma á þessu ári. Hún er 321 bls. að stærð, prentuð á góðan papp- ír, í mjög smekklegu bandi og allur frágangur á henni góður. Bókin er nýlega komin hingað vestur til sölu, og kostar 1 bandi $1.00—.óvanalega ódýr bók eftir stærð og þvf, hvað til hennar hefur verið vandað. Vérhöfumnú lesið þessa bók séra Friðriks vandlega, og vér verð- um að segja það eins og er, að vór höfum ekki lesið neina íslenzkabók með jafn-mikilli nautn í langan tíma. Hún tekur langt fram öllum ferðabókum, sem ritaðar hafa verið um ísland, er ágætlega skrifuö og skemtileg, og full af fróðleik spjald- anna á unilli um ástand hinnar fornu fósturjarðar vorrar og bræðra vorra þar—bæði í líkamlegum og andleg- um efnum—í lok hinnar nýliðnu aldar. Hvernig á því stóð, að höfund- urinn réðst í að rita óg gefa út þessa ágætu bók, gerir hann grein í for- málanum sem fylgir: „þegar heim kom úr Islandsferð minni í fyrra haust, voru menn hér fyrir vestan svo sólgnir í að heyra fréttir frá Islandi, að eg mátti til með að vera einlægt að segja kafla og kafla úr íerSasögu minni. Eg rnátti hvað eftir annað til með að draga upp fyrir öðrum þá mynd af landinu, fólkinu og lífskjörum þess, sem eg hafði flutt með mér að heinj- an. Eg leitaðist við að gera þett'a eins rétt og eg hafði vit á og láta bæði björtu hliðina og hina myrkari koma i'ram, svo myndin yrði sönn. En einkum langaði mig til, að láta myndina vera þannig, að kærleikur- inn milli Vestur- og Austur-Islend- inga efldist og skilningurinn á þjóð- lífsbaráttunni yrði ljósari. Mig langaði til að láta ferðasögu mína leggja brú í milli landa. Að hve miklu leyti mér hefur tekist þetta, veit eg ekki. En til þess loksins að slíta hugann lausan frá þessu, fór eg til og hripaði upp efni þess, sem eg hafði flutt munnlega, og nú birtist það í þessari bók. Eg hélt, að það gæti ef til vill verið nokkurs um vert í bókmentalegu tilliti, að til væri mynd af landi og lýð, högum og háttum nú um aldamótin, dregin upp af Islending, sem verið hefur fjarlægur fósturjörð sinni 25 ár og kemur svo h e i m með einlægum vilja til að skilja það, sem fyrir aug- uu ber, og skilja það á bezta veg. En svo er þetta mikið vandaverk, og eg finn nú bezt til þess sjálfur, hve myndin er ófullkomin. Lík- lega hefði hún getað að einhverju leyti orðið fullkomnari, ef eg hefði haft slíka bók í huganum á ferða- laginu sjálfu. En það var langt frá því. Sú hugmynd varð ekki til fyr en löngu seinna. þyki einhverjum eg hafa verið of nærgöngull ein- hverstaðar í einstökum mannlýs- ingum, bið eg þá að gæta þess, að fjarlægum mönnum, sem aldrei eiga kost á að sjá þá menn, sem um er að ræða, en einlægt eru að lesa eitt- hvað eftir þá og hugsa um þá, þykir ekki minst í þess háttar varið, Svo sendi eg þá bók þessa út frá mér, með hjartans þakklæti til allra hinna mörgu, sem tóku vel og bróðurlega á móti gestunum héðan að vestan, og bið drottin að blessa hag þeirra og vorrar ástkæru fóstur- jarðar á ókomnum tímum.“ Efni bókarinnar skiftist niður í 17 kafla, sem fylgir: 1. „Austur um hyldýpis haf“ (bls. 1—16). þessi kafli er um tildrög þess, að höf. fór í þessa íslandsför sína sumarið 1899, um ferðalagið frá Winnipeg til Skotlands (bæði á landi °g sjó), lýsing á Montreal, Edin- burgh og á Skotum. 2. „í Noregi" (bls 17—31) þessi kafli er um dvölina í Noregi, afar fróðleg lýsing á rnerkum rnönnum og andlegum hreifinguin í Noregi á Cildinni sern leið, og einnig lýs ng á bænum Christiansand, landinu þar norður undan (Seljadal) og íbúuin þessa hluta Noregs. 3. „Danmörk og danskt kirkju- líf“ (bls. 35—59). Mjög skemtileg og fróðleg lýsing á landtdagi, búnaði, bæjum, mönnum og andlegum hreif- ingum og stefnum í Danmörku. 4. „Koman til Reykjav'kur. Sy- nodus. Latínuskólinn“ (bls 60—76). þessi kafli er um ferðina frá Khöfn til Rvíkur, viðtökurnar þar, hvað fram fór á Synodus (kirkjuþingi ís- lands), um burtfararpróf í latínu- skólanum, kennara hans og ástand skólans. 5. „Alþingi“ (77—85). þessi kafli er um alþingishúsið nýja, þingmenn, helztu málin, sem voru fyrir alþingi (það sat einmitt þegar höf. kom til Rvfkur), og hinar pólitísku stefnur ,á íslandi. 6. „Hjá guðfræðingunum" (bls. 86—93). Lýsing á hinum kirkju- legu leiðtogum í Rvík og ýmsar skarpskygnar hugleiðingar út af kirkjulega ástandinu á íslandi. 7. „Ritstjóraspjall“ (bls. 94—101). 'þessi kafli er um ritstjóra helztu Rvikur-blaðanna, um stefnu blað- anna og blaðamensku á íslandi yfir höfuð. 8. „Öldungatal'1 (bls. 102—111). Kafli þessi er um hina helztu bók- menta-leiðtoga í höfuðstað íslands og starf þeirra fyrir þjóð vora. 9. „Hvernig er höfuðborgin í hátt?“ (bls. 112—124). í þessum kafla er lýsing á Rvík, bæjarstæðinu, strætum, húsastil, sölubúðunum, o. s. frv. 10. „Austur um land '(bls. 125— 135). þessi katii er um ferðina frá Rvík (með strandferðabátnum „Hól- ar“) til Eyjafjarðar, og er í honum fróðleg lýsing á viðkomustöðunum á austurhelmingi Islands, ástandi manna þar, o. s. frv. , 11. „Eyjafjörður" (bls. 136—160). í þessum kafla er lýsing á Eyjatirði (æskustöðvum höf.), Akureyri, og breytingum, sem orðið hafa á þess- um hluta landsins—langur kafli og fróðlegur. 12. „Á hestbaki'* (bls. 161—204). þessi kafli er um ferðina, landveg, frá Eyjafirði saður í Borgarfjörð (um Skagafjarðar, Húnavatns, Dala og Stranda sýslur) og sjóveg frá Borgarnesi til Reykjavíkur—langur og sérlega skemtilegur og fróðlegur kafli. 13. „Andlegur vorgróður" (bls. 205—219). þessi kafli er um kristi- legan fólagsskap meðal stúdenta í Rvík og þesskonar starfsemi í höf- uðstað íslands. 14. „Austur að Stóranúpi" (bls. 220—248). þessi kafli er um ferð- ina (landveg) trá Rvík austur um Árnessýslu, að Eyrarbak ka, Stóra- núpi, Gullfossi, Geysi, þingvöllum og aftur til Rvíkur—sérlega skemti- legur kafli. 15. „Höfuðból í grend við höfuð- staðinn" (bls. 249—257). þessi kafli er um Laugarnes-spítalann, Viðey, Engey, túnaræktina í kring- um Rvík, o. s. frv. 16. „Framfarir" (258—292). þessi kafli er um framfarir þær, sem orð- ið hafa á íslandi í líkamlegum og andlegum efnuin hinn síðasta f jórð- ung aldarinnar í heild sinni, og hið núverandi ástand fólksins þar yfir höfuð eftir áliti höfundarins. Kafl- inn br sérlega fróðlegur og sýuir, live óvenjulega skarpskygn höf. er og hve mikið far hann hefur gert sér um að finna sannleikann í þes3U efni, sem öðrum. 17. „Kristindómur þjóðar vorrar" (bls. 293—321). þessi (stðasti) kafli bókarinnar er um kristindóms og kirkjulega ástandið á íslandi t heild sinni, og er mjög fróðlegur og lær- domsríkur, ekki síður en annað í þessari ágætu bók séra Friðriks. Eins og lesendur vorir sjá af efnis-yfirlitinu hér fyrir ofan, þá ferðaðist sóra F, J. Bergmann um mikinn part af Islandi á hestbaki, og kom á allar helztu hafnir sunn- an, austan og norðan lands, svo hann fekk bezta tækifæri til aý afla sér upplýsinga um hvað hefur gerst á landinu í heild sinni á síðastliðn- um aldarfjórðingi, hvað var að ger- ast þegar hann ferðaðist um, og hvernig ástandið var þá. En það er ekki nóg að ferðast, heldur verð- ur ferðamaðurinn að hafa opin aug- un og skilja það, sem hann sér og heyrir. þetta hefur séra F. J. Berg- mann gert betur en nokkur annar, sem ritað hefur um ferðalag sitt á íslandi. Vér höfum aldrei fyr séð annan eins fróðleik saman kominn í einni bók um alla hluti, er snerta landið, lýðinn og ástand lians í hverju sem er. Og að voru áliti dæmir séra F. J. Bergmann rótt og hlutdrægnislaust um sérhvað það, er hann ritar um. Nokkrir blygðunarlausir rógbor- ar hafa verið að reyna að telja mönnum trú um, að séra F. J Berg- mann hafi verið leyniagent Canada- stjórnar og verið að æsa menn á Isl. til vesturflutnings. Ef nokkuð annað en orðstír þeirra sjálfra, er þessu hafa haldið fram, þyrfti til að sanna mönnum að þeir voru að fara með helber Ó3annindi, þá er þessi bók sönnun fyrir þvf. Sóra F. J. B. hefur auðsjáanlega rniklu meiri trú á framtfð Islands en fjöldi þeirra sem þar eiga heiira, og hvergi hvet- ur hann nokkurn mann til burt- flutnings. En hann hvetur íslend- inga til að læra verklegar framfar- ir af öðrum þjöðum — ekki sízt Ameríkumönnum—, sem gengur landráðum næst I aug um þeirra er vilja halda þjóð sinni í vesaldómi og fáfræði—til þess þeir geti kúgað hana og flekað á allan hátt. Hví- líkir föðurlands- og þjóðvinir! Enginn getur iilað hlýlegar um ísland, um þjóðinPog hvern ein- stakling, sém hann minnist á, en séra F. J. Bergmann gerir í bók sinni. Enginn maður er dæmdur hart, og kristilegur kærleiki og um- burðarlyndi gengur eins og rauður þráður í gegn um alla bókina. það yfirgengur allan skilning, hvernig nokkur maður getur verið svo djöf- ullegur að Ijúga á og svívirða jafn góðan og göfugan mann, eins og höf. bókarinnar „ísland um alda- mótin" er. En þetta hafa .þeir samt gert, afdankaði „Tjaldbúðar“-prest- urinn og „þjóðólfs“-durgurinn. Hver oinasti íslendingur, sem vill fá fullkomna og rétta þekkingu á ástandi bræðra vorra á íslandi í líkamlegum og andlegum efntim, og um það hvernig nú hagar til á fóst- urjörðinni gömlu, ætti að lesa bók séra F. J. Bergmanns „ísland um aldamótin" — ætti að lesa hana upp aftur og aftur, svo hinn mikli fróð- leikur, sem hún hefur inni að halda, festist í minni hans og bókin verði eign hans í orðsins fyllsta skilningi. Bókin er sannur gimsteinn í sinni röð, og vér getum ekki mælt of fast með að hún sé alment keypt—og lesin, lesin vel. JamesLindsay Cor. Isabel & Pacific Ave. Býr til og verzlar med hus lamþa, tilbúið mál, blikk- og eyr-vöru, gran- ítvöru, stór o. s. írv. Blikkþokum og vatns- rennum sértakur gaum- ur gefrnn. Phycisian & Surgeon. Útskrifaður frá Queens háskólanum f Kingston og Toronto háskólanum f Canada. Skrifstofa í HOTEL GILLESPIE, €KVSTAL, M, D Iunlekllr yðar fara eftir því hversu góð vara uppskera yðar er. Upkeran fer að miklu leýti eftir því hversu góðar vólar þór notið. IlaílA þór nokk- urntíma liugsað um það ? Ef þór haflð gert pað, þá gerið J>ér sjálfsagt mun á góðri vöru og slæmri. Kunnið þér að meta góðar vélar? Ef svo, þá getum vér gert yður til hæfis. Vér ábyrgjumst* gæðin fen þér njótið ánægjunnar. Skrlfid eftir Cataloguelmedjmyudum. Nordvestur deild : WINNIPEQ MAN. REYNID THE GLADSTONE FLOUR Yður hlýtur að geðjast að því mjöli. það er Snjóhvítt og skínandi fallegt. ® Að prófa það einusinni, mun sannfæra yður. * Pantið það hjá þeim sem þór verzlið við. Ávalt til sölu í biið Á. Fridrikssonar. RJOMI Bændur, sem hafið kúabú, því losið þér yður ekki við fyrirhöfnina við smjörgerð og I „ láið jafnframt meira smjör úr kúnum mej) 1 J því að senda NATIONAL CREAMERY-FE LAGTNU rjómann ? Því fáið þér ekki penlnga fy-rír í etað þe®” að skifta því fyrir vörur i búðum ? Þér bæði græðið og sparið peninga með því að senda oss rjómann. Vér höfum gert samninga við öll járnbrautarfélögin um að taka á móti rjóma. hvar sem er í fylkinu. Vér borgum flutningin með iárn- brautum. Vér virðum smjörið mánaðarlega og borgum mánaðarlega- Skrifið oss bréfspjald pg fáíð allar upplýsingar. Nationa/ Creamery Company, 'Í 330 LOGAN AVE., WINNIPEG. '^.S^^AiiYiSSSXíX.iiiSií&^SSlá'tii^SBiilWÆSiSíeíisiíSöSSiiSsSiSl&VSíSö&ÍKíl/SSSSMSííSiSSÍiSíBlSSSAYSíSSlSlíX^ &JAEYERD á saumavólum af ýmsu tagi, brúkaðar en alveg eins góðar og nýjar. Maskínu olía, nálar og viðgerð á allskonar vélum. The Bryan Snpply Co., 243 Portage Ave., Winnipeö, Heildsöluagentar fyrir Wkcelcr & Wilson SaiiniHvélar IIYIIAMESS- BUII - - ■ J. M. CAMPBELL, sem hefur unnið hjá E. E. Hutoh- ings í nærri þvífi21 Ar, hefur nú yfirgefið hann og byrjað sjálfur verzlun að Þeir, sem vilja fá hrein og ómenguð sætindi, ættu æfinlega að kaupa þau frá Boyd, þau eru æfinlcga ný, búin til í Winnipog og seld á 10 cents upp í 75 cents pundið W. J. BOYD. I. M. Cleghorn, M D. LAfiKNIR, og 'YKIR8ETUMADUR, Kt- 11efur keypt lyfjabúöina á Baldur og hefur hvl sjálfúr umsjon í öllum meflölum, sem hanc yetur frá sjer. EEIZABETH 8T. BALDUR, - - MAN P.8. Islenzkur túlkur viö hendina hve nær sem þörf ger.ist. 242 MAIN STR. á milli Grabam og St. Mary’s Ave. Þar er honum ánægja í að þeir finni sig, sem þurfa aktýgi fyrir Carriages, Buggies, Expressvagna og Double Harness af öllu tagi ; ennfremur hefur hann kistur og töskur. Viðgerð á aktý^jum, kist- um, töskum og öllu þesskonar fljót og vönduð. P. S.— Þar eð beztu verkmenn bæjar ins vinna hjá honum, þá getur hann á- byrgst að gera alla ánægða. Turner’sMusic House$ PIANOS. ORGANS, Saumavélar x>g alt þ.vr að lútandi. Meiri birgðir af MÚ8ÍK en hjá nokkrum öðrum. «( Nærri nýtt Píanó| til sölu fyrir $185.00. Mesta kjörkaup. Skrifiö eftir verðskrá. Cor. Portage Ave. & Carry St., Wirjryipeg. 'é !■%'%/%%/%%.%/%%%'%%%/% %ri

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.