Lögberg - 19.12.1901, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.12.1901, Blaðsíða 2
2 LÖGBERQ, FIMTUDAGINN 19. DESEMBER 1901 Ctdráttur úr boðskapRoosc- velts forseta. Framh.) NIDUR MBD ANARKISTANA,—BREYTINGAR VID INNFLYTJENDALÖGIN ÆTT1 AD VERA FYRSTA SPORID í þÁ ÁTT. Anai'kistarnir, og sérstaklega Banda- ríkja-anarkistarnir eru blátt áíram viss flokkur glæpamanna, öllum öðrum glæpamönnum hættulegri, því hjá þeim er spillingin á hæstu stigi. Sá, sem með anarkistum mælir beinlínis eða óbein- línis, eða afsakar þá og verk þeirra á nokkurn hátt, er siðferðislega valdur að giæpum þeirra. Uppgerðar umönnur sú, sem anarkistar þykjast bera fyrir verkalýðnum, er fölsk og fyrirlitleg, Anarkistar eiu ekki einasta, hvar sem þeir eru, óvinir alls fyrirkomulags, sem til framfara horfir,heldureru þeir svarn- ir óvinir alls frelsis. Yrði anarkismus ofan á, þá mundi slikt einungís verða augnabliks sigur og leiða til aumustu harðstjórnar. Vér þurfum þvi ekki að líta á anarkistana. hvort heldur þeir prédika kenningu sína eða framkvæma hana í verkinu, öðruvísi en á hverja aðra morðingja. Þeir eru ehki menn, sem þolað hafa ranglæti frá hendi mann- félagsins eða stjórnarinnar. bað er úr alls engu þar. að bæta. Tildrögin til glæpa þeirra koma innan að frá þeim sjálfum eða þá frá þeim mönnum, sem hafa æst þá og spanað, en stafa alls eigi af því, að illa hafi verið breytt við þá eða þeirra. Anarkistar eru illræðismenn og ekkert annað. Félagsástandmu er ekki fremur um anarkismus að kenna, en vopnlausum manni, sem ferðast með peninga í vasa sínum, er það að kenna, að stigamenn eru til- Það er hlægilegt að segja, að anarkistar séu að berjast fyrir meira frelsi. Engir menn eða mannflokkar, sem prédika kenningu anarkistanna, ættu að ganga lausir frem- ur en þeir, sem opinberlega reyna að fá vissa einstaka menn myrta. Kæður, rit og fundir anarkistanna kveikja^hjá ínönnum uppreistaranda og landráð. Eg ræð congress:num mjög alvar- lega til þess á skynsamlegan hátt að g^ra ráðstafanír til þess að stemma stigu fyrir innflutningi anarkista eða þeirra manna, sem með kenningu sinni eru ö- vinveittir allri stjórn og íéttlæta morð manna þeirra, sem settir eru til að stjórna. I tölu slíkra manna eru þeir, sem fyrir skömmu komu sainan opinberlega til þess að samfagna yfir morði Hum- berts Italíu-konungs. Með því drýgja þeir menn glæp, sem ekki ætti að vera óhegnt fyrir. Öllum slíkum mönnum ætti að vera varnað innflutnings til landsins, og þeir þeirra, sem ningað eru komnir, ættu tafarlaust að sendast aftur t 1 þeirra landa, sem þeir komu frá, og þeir, scm kyriir sitja, ættu að sæta ayngri hegningu. Þetta er eitt af þýð- ingarmestu málunum, sem fyrirþinginu liggja- Sambands-dómstólarnir ættu að hafa umboð til þess að meðhöndla mál þeirra manna, sem myrða eða reyna að myrða forseta Bandarikjanna eða nokk- urn þann mann, sem samkvæmt grund- vallarlögum landsins getur verið til for- sotaembættisins kallaður; marðtilraunir slíkar, sem mishepnast, ætti að með höndla sem brot á möti stjórnarfyrir- komulagi landsins. Anarkismus er glæpur á mótí öllum mönnum, og allir menn ættu að vera á móti anarkism is. Anarkismus ætti að skoðast sem glæpur gegn lögum þjóð- anna, engu síður en sjóráu eða þræla- sala, því af þessu þrennu er anarkismus verst og svívirðilegast. Þetta ætti að vera ákveðið með samningum, sem þjóð- iinar kæmi sér saman um. Með því fengi stjórnin heimild til að meðhöndla glæp þennan. Heimska og ranglæti anarkistanna kom strax í ljós þegar búið var að skjóta f jrsetann. Hefði alþýða mátt ráða, þá hefði morðinginn strax verið tættur sundur lim fyrir lim. eu lögin, sem hann tróð undir lótum, slógu þá strax vernd- arhendi sinni yfir hann. Svo fjarri fór því, að hann væri verkfæri fólksins gegn stjórninni, að stjórnin varð að beita öllu sínu valdi til þess að frelsa hann úr höndum fólksins. Ekki heldur higgaðimorð þetta stjórnaifyrirkomu- laginu hið allra minsta. Og einu verk- anirnar, sem óttinn fyrir því að sams- konar glæpir verði endurteknir.eru þær, að styrkja stjórnarfyrirkomulagið og innleiða strangan leglur. Hættan, sem þannig vofir yfir forsetanum, mun aldrei aftra neinum frá að taka sætið; en hún getur leitt til þess, að þangað veljist harðsnúnir menn,sem enga miskun sýna óeirðar- og æsinga-mönnum. Þetta imkla land mun aldrei lúta fyrir anark- istum. Fari svo, að landið verði í al- varlegri hættu fyrir þeim, þá yrði ekki eiuasta þeim útrýmt, heldur öllum með- haldsmönnum þeirra. Bandaríkjamenn eru seinir til að reiðast, en þegar einu- sinni er búið að koma þeim á stað þá lata þeir til sin taka. VEKZLUNAR-SAMTÖK. Verzlun landsins hefir uáð sér á síð uatu fimm árum, og það er gleðilegt til þess að vita, hvað almenn vellíðan manna nú er. Slík vellíðan verður ekki veitt með lögum einum þó hægt sé að eyðileggja hana með illum lögum. Sé iltíári. þá getur ekki mannleg vizka af- stýrt vandræðum. Engin löggjöf mann- anna getur heldur fyrirbygt, afleiðingar rf vorri eigin heiœsku. Auðtrúa menn og iðjuleysingjar, menn, sem vilja verða ríkir án þess að hafa neitt fyrir því með fjárglæfra-aðferðum, verða æfinlega sjálfum sér og öðrum til meins, Feri viðskiftaheimurinn gönuskeið, þá missir hannþað, sem ekki verður bætt úr meö lögum. Velferð einstaklinganna og þjóð anna hlýtur að miklu leyti að byggjast i dugnaði og hyggindum einstakra tnanna. Hið eina, sem lögin geta gert, er að greiða þeim mönnum veg. Hinar miklu og margbreyttu fram- farir i iðnaði á síðari árum gefa oss veikefni til úrlausnar. Gömlu lögin og reglurnar til þess að segja fyrir um með- f.;i ð á auð nægja ekki lengur síðan fram- leiðslukrafturinn komst á það stig, sem hann nú er. Mikil auðæfi hafa safnast saman í hendur vissra manna og félaga Slíkt er ekki afleiðing af toll-löggjötinni né neinu öðiu frá stjóinai innar hendi, heldur er það eðlileg útkoma í viðskifta- heiminum og á sér ftað öldungis eins í öðrum löndum. Þetta hefir vakið óvild og mótspyrnu, sem að miklu leyti er ásteðulaust. Það er ekki rétt álitið, að eftir því, sem vi-sir menn verði auð- ugri, að sama skapi verði aðrir fátækari, því að aldrei hefir verið meiri og al- mennari vellíðan á meðal bændalýðsins og smásöluinanna en einmitt nú hér í Bandaríkj inum. Þó að þess séu dæmi, að ranglátlega hafi veiið safnað auðæf- um, þá er hitt þó engu síður satt, að við það að safna auðæfum á löglegan og heiðarlegan hátt, hljóta margir að græða auk aðaleigandans. Stórkostleg fyrirtæki, sem öll þjóð- in hefir hagnað af, kæmist ekki á ef ekki væri vonin um, að þau borguðu sig vel. Frömuðir alls iðnaðar, sem lagt hafa járnbrautirnar um landið og greitt veg fyrir viðskiftum og iðnaði hafa gert þjóðinni mjög mikið gagn. Án þeirra hefðu verklegar framfarir verið ómögu- legar. Það er áríðandi að skilja það, að rtlenn, sem geta grætt fé á vissum fyrir- tækjum, eru að ýmsu leyti þjóðarinnar uppbyggi'egustu menn. Það ern þeir, sem aðallega er það að.þakka,að Banda- ríkja-þjóðin er nú farin að geta kept við hinar þjóðirnar á heimsmarkaðuum; og það er því ekki viturlegt að taka fram fyrir hendurnar á þeim og kippa þannig úr vexti vorrar ungu þjóðar. Og aldrei verður það of oft fram tekið, að óvitur- leg mótspyrna gegn vissum flokki manna leiðir vaualega til ógæfu fyrir alla málsparta. Aðalreglan hjá þjóð vorri er sú, að þegar einum vegnar vel, þá vegnar öðr- um vel. Undantekningar frá reglu kess- ari eru auðvitað; á góðu árunum græða menn misjafnlega mikið og á illu árun- um líða menn misjafnlega mikið. En yflr höfuð að tala njóta allir góðs af þeg- ar vel gengur, og allir verða meira og minna varir við það þegar ílt er í ári. Þessu til sönnunar má benda á illærið, sem byrjaði árið 1893. Berum ástandið þá saman við ástandið nú á yfirstand- andi ári. Þcgar auðfélögin verða fyrir skakkafalli þá hefir það illar afleiðingar fyrir þjóðina og er jafnvel tilönnanleg- ast fyrir þá fátækustu. Þegar hinir efn- a"!ri verða að neita sér um skemtun og munað þá verður Uagl iunamaðurinn oft að neita sér um einföldustu nauðsynjar. Það er áríðandi að skerast ekki í leikinn gegn starfsfyrirkomulagi þess- ara tíma með vanhyggju og fljótfærni. Þeir, sem finna hjá sér köllun til þess að lasta opinberlega allar iðnaðar- og verzl- unar-samsteypnr, leggja áherzlu á að vekja hjá mönnum liatur og ótta gagn- vart þeim. Þetta hvortveggja og svo vanþekking gerir menn óhæfa til þess að komast að skynsamlegri niðurstöðu, enda hefir reynslan sýnt það alls staðar í heiminura, að löggjöf gegn slíkum sam- steypum hefir ekki komið að liði þegar málið hefir ekki verið rannsakað með gauingæfni og stiliingu. Mörg lög gegn auðfélaga-samsteypu hefðu orðið tilfinnanlega óréttlát ef hægt hefði verið að beita þeim. Menn, semeru of heimtu- frekir við stjórnina og biðja um það,sem ómögulegt er að veita, ganga óafvitandi í lið með þeim, sem þeir eru eða þykjast vera að berjast á móti, því þeir tika fram fyiir hendur þeirra manna, sem með stilli gu eru að komast eftir í hverju ranglætið liggi Og á hvern hátt verði úr því bætt. En þó alt þetta sé sannleikur, þá er hitr engu síður satt, að til er margskon- ar böl og eitthvert hið mesta er það þeg- ar of mikið fé safnast í vissra manna eða félaga hendur, vegna hinna illu af- leiðinga, og ætti að gera viturlega og á- kveðna tilraun til pess að bæta úr því böli. Margir álíta að ðflug félög, sem sameinað hafa krafta sína, séu íeðli sínu velgengni þjóðarinnar til fyrirstöðu. Slíkt stafar ekki af öfund né óvild, né heldur af því, að þeir gleðjist ekki yfir hinum miklu fyrirtækjum og fram- kvæmdum, sem hafa komið Bandarikj- unum fram úr í þjóða-samkepninni, Þeir fara ekki fram á, að auðfélaga- samsteypa s6 bðnnuð, heldur, að starf þeirra sé bundið vissum takmörkum, og þeirri skoðun er eg samþykkur. Til þess menn hafi réttar hugmynd- ir um ástand félaganna ætti það að vera gert kunnugt. Mörg félög reka starf sitt í ýmsum ríkjum og sum þeirra starfa ef til vill minst þar, sem þau eru lög- gilt. Fyrsta sporið ætti að vera að yfir- skoða alt starf þeirra. Sé nauðsynkgt að taka frekar í strenginn, þá getur stjórnin lagt á þau skatta bygða á yfir- skoðuninni Það ætti ekki að vera ó- sanngjarnara að yflrskoða starf auðfé- laga heldur en starf bankanna. Álíti congressinn, að hann hafi ekki vald til þess að semja lög í þessa átt, þá ætti að fá valdið meðgrundvallarlagabreytingu, Það ætti að bæta manni í ráðaneytið, sem nefndur væri skrifari verzlunar- og iðnaðar-málanna, eins og frumvarpið, sem lagt var fyrir síðasta congress, fór fram á. I hans verkahring ætti að vera það, sem hér er um talað meðal margs annars, svo sem þess að líta eftir verka- mannamálunum og verzlunarmálum í orðsins fylsta skilningi. (Meira.) MYNDIR mjög settar niður I verði, til f>ess að ryma til fyrir jölavarningi. Komið ogr reynið hvort við gefura yður ek ki kjöikaup. VIÐ MEINUM D4Ð. W. R. TALBOT & C0„ 239 Portage Ave. LEGPBEKKS- MAKINDI. Þarfnist þér legubekks? Ef svo þá leyfið okkur að sýna yður gnægðþá, sem við höfum af þeim, og segja yð- ur verð þeirra. Við getum selt yð- ur þá mjög fallega, fóðraða með Monarck Velaur á $8.50, sem er óvanalega ódýrt. Aðra á $12, $15 og upp i $50 Sjáið vörur okkar áður en þér kaupið. Lewis Bros, I 80 PRINCESS ST WINNIPEG. HÚS tíl Sölll (Cottage) á Pacific ave. norðurhlið rétt fyrir vestan Nena Str. Að eins 5—6 ára gamalt, snoturt, afgirt og mjög þægilegt fyrir litla fami- líu. Skilmálar góðir og fást upplýsing- ar um þá hjá S. SIGURJÓNSSON. 655 Ross Ave. ANDTEPPA LÆKNUD ÓKEYPIS. ASTMALEXE gefnr fljótann bata og heknar algcrlega í öll- uui tilfclluni Sent alvep ókeypis ef beöiö er um það á póstspjahli. KITID NÖFN YDAR OG HEIMILI GREINILEGA Ekkert jafnast við Asthmalene. Það eefur fróunn á augnabragði jafnvel í verstu tiifellum. Það læknar þó öll önn- ui meðöl bregðist. &éia C. F. Wells frá Viila Ridge, 111. seglr: „Glasið af Asthmalene er eg pant- aöi til reynslu, kom með góðum skilum, Eg hefi ekki orð yfir hvað ég er þakklát- ur fyrir hvað það hefir gert mér gott. Eg var fangi hlekkjaður viti rotnandi kverk- ar og háls og andarteppu 1 tíu ár. Eg sá auglýsing yðar um meðal við þessum voðalega kveljandi sjúkdómi, andarteppu og hélt að því mundi hælt um of, en é- lyktaði þó að reyna það. Mór til mestu undrunar hafði þessi tilraun beztu áhrif. Sendið mór flösku af fullri stærð. Séra DR. MORRIS WECHSLER, prestur Bnai Israel safnaðar. • New York, 3. Jan. 1901. Drs. Taft Bros Medicine Co. Herrar mínir: Asthmalene yöar er ágætt meðal við aodarteppu og árlegu kvefi og það iéttir allar þrautir, sem eru samfara andarteppu. Áhrif þess eru fá- gæt og undraverð, Eftir aö hafa rann- sakað og sundurliðað Asthmaiene, þé getum vér sagt að það inniheldur ekkert opium, morphine, chloroform eða ether. Séra Dr. Morris Wechsler. Avon Springs, N. Y. 1. Feb. 1901. Dr. Taft Bros. Medicine Co. B errar mínir: Eg skrifa þetta vottorð því eg finn þaö skyldu mína, af því eg hefl reynt þann undra kraft, sem Asthmalene yðar til að lækna andarteppu heflr. Kon- an mÍD hefir þjáðst af krampakendri tnd- arteppu í siðastliðin 12 ár. Eftir að hafa reynt allt, sem eg gat og margir aðrir læknar, þá af hendingu sá eg nafu yðar á gluggum í 130. stræti í N«w York. Eg fékk mér samstunðis flösku af Asthma- lene. Konan mía fór fyrst að taka það inn'um fyrsta Nóvemper. Eg tók brátt eftir virkilegum bata, og begar hún var búin með eina flösku hafði andarteppan horflð og hún var alheil. Eg get þvi með fyllsta rétti mælt fram með meðalinu viö alla sem þjást al þessum hryggilega sjúk- dóm. Yfar með virðingu, O. D. Phe'ps, M. D. 5. Feb. 19C1. Dr. Taft Bros, Mediciue Co. Ilerrar mínir: Eg þjáðist af andar- teppu í 22 ár. Fg hefi reynt ýmsa læknis- dóma en alla árangurslaust, Eg varð var við auglýsing yðar og fékk mér eina flösku til reynslu. Mér létti óðara. Síðan hefl eg keypt flösku af fullri stærö, og er mjög þakklátur. Fg hefi fjcgur börn í fjöl- skyldu og gat ekki unnið í sex ár. Eg hefl nú beztu heilsu og gegni störfum mínum daglega. Þér megið nota þetta vottorð hvernig sera þér viljið. Heimili 235 RivÍDgton Str. S. Raphael, 67 East I29th str. New York City. Glas tál rcynslu ókcypis cf skrifað er cftir J>ví. Enginn dráttur. Skriflð nú þegar til Dr. Taft Bros Medicine Co. 79 East 130th str. N. Y. City. 0 Selt í öllum lyfjabúðum % Ral Portaga Lumíer Co., Teleph. 1372. LIMITED. Nú er tíminn kominn til fiess að láta vetrar-skjólgluggana yðar og hurðir fyrir húsin. Jno. M. Chisholm, Manaper. OíourlyrlrDick, Banning & Ca) Gladstone & \ Higgin Str., ©1 Cg leyfi mér aö gera kunnugt fólkinu yfir höfuö og sérstaklega hinum íslenzku vinum tnín- um, aö eg hefi keypt harövöru-verzlun Mr. W. S. Young í West Selkirk. Eg vonast eftir aö, meö stöö- ugu athygli við'verzlanina' og ráðvöndum viðskiftum þá geti eg'veröskuldaö að fá nokkurn hluta af verzlun yðar. Eg h j á Mc- M a n u fac- hin síðustu ©i hefi veriö C 1 a r y turing Co. 19 ár við verzlun þeirra í Winnipeg, og held eg aö það sé sönn- un fyrir því aö fólki sé óhætt aö treysta mér. Heim- sækiö mig og sjáiö hvaö eg hefi af harðvöru, ofnum, enamelled vörum, tinvöru, máli, olíu o. fl. Steinolía meö veröi, sem hlýtur aö vekja athygli yöar. J. Thompson Black, Eftirmadur W. S. Young’s. Fryer Block, - - West Selkirk. 16) 0« # # # # # # # # # # # # Allir. aem hafa reynt GLADSTONE FLOUR. sei^ja að þad só hið bezta"á markaðnum. Reynið það. Farið eigi á mis við þau gæði. Avalt til söiu í búö A. Fridrikssonar. # # # # # # # # # # # # m e**#«#•*•***•*#***•»«•#***$

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.