Lögberg - 09.01.1902, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.01.1902, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANUAR 1902 3 Fréttabréf. Pine Valley, 3. Janúar 1902. Herra ritstjóri LöRbergs. Mér fín8t það eiga vel við, að Lög- berg flytji lesendum sínum fréttir úr hinni ungu bygð okkar þessara fáu Is- lendinga, sem búum hér í suðaustur- horni Manitoba-fylkis. Það sem af er vetrinum hcfir tíðar- far verið betra en nokkurn tíma áður hefir þekst, frostleysur og tæplega nóg- ur snjór til þess að geti heitið gott sleða- færi. Heilsufar manna má yfirleitt heita gott og líðan fólks með bezta móti, Efnahagur bænda er heldur að blómgast þó hægt fari Hér eru nú tvær verzlanir; en áður hefír ekki verið nema ein. Mr. Frí- mann Sigfússon hefir byrjað hér verzl- un í félagi við annan mann. Báðir þess- ir félagar komu hingað síðastl. baust frá N. Dak. Það gleður okkur að sjá svo- leiðis efnilega menn koma inn í bygðina. Seinnipart f. m. var séra J. J. Clem- ens hér á ferðinni í prestlegum erinda- gjörðum; hann fór jafnframt suður til Eoseau-bygðarinnar og hélt þar tvær guðsþjónustur og munu þær báðar hafa verið vel sóttar. Að því búnu kom séra J.J. Clemens aftur til P. Valley og heim- sótti hér allar íslenzkar fjölskyldur í þeim tilgangi að koma þeim í söfnuð þann, sem áður var grein af Lúters-söfn. Séra J. J. Clemens fékk marga menn í hinn áðurnefnda söfnuð, sem ekki höfðu áður verið í söfnuði. Að því búnu hélt hann eina guðsþjónstu hér í bygðinni i húsi Mr. Magnúsar Thorarinsonar, og að endaðri guðsþjónustu hélt hann safnaðarfund. Á þeim fundi voru kosn- ir safnaðarfulltrúar: Magnús Johnson, K S. Eyford, Fríman Sigfússon (skrif- ari), Magnús Grandy og Erl. Johnson, sömuleiðis skírði séra J. J. Clemens 5 börn þennan sama dag. Daginn eftir fór hann til Winnipeg, Jólatréssamkoma var haldin hér í bygðinni i húsi Mr. Jóns Sigvaldasonar að kveldi hins 28. f. m. Það var bæði góð og fjölmenn samkoma enda þó hún væri í blá-endanum á timanum. Hirn 26. f.m. (Des.) gaf séra Bjarni Thorarinson saman í hjónaband þau Mr. R. G. l'horvaldson og Miss Krist- rúnu Johnson, bæði frá Pine Valley, Þessi nýju hjón komu hingað daginn eftir og á gamlárskveld héldu þauhjóna- samsæti sitt i húsi Mr. Péturs Pálma- sonar kaupm. og póstmeistara þessarar bygðar. Þar voru um eða yfir 100 boðs- gestir saman komnir. Samsætið byrj- aði með því, oð bróðir brúðarinnar, Mr. Erl. Johnson mælti fyrir minni brúð- hjónanna og bauð gestina velkomna; síðan, að afstöðnum rausuarlegum veit- ingum talaði Mr. Magnús Halldórssou þakklætisorð gestanna tilnýju hjónanna og flutti þeim kvæðimjög fallega orðað, eftir sjálfan sig, ásamt lukkuóskum. Þar næst byrjaði íólkið að skemta sér með því að syngja „Hvað er svo glatt“ ásamt mergum fleiri fallegum söngvum. Söngur þessi fór einkar vel fram, því það er hvortveggja að Mr. Pálmason hefir orgel í húsi sínu, enda er hann og kona hans gædd ágætum sönghæfileik- um. Sðmuleiðis voru þar viðstaddir brssðurnir E. E. og O. E. Einarson, báð- ir mjög æfðir fiðluleikarar, og sem náð hafa mikilli fullkomnun í þeirri list. Það er æfinlega hiðmestayndi að hlusta á þá, Að afstöðnum þessum Igóða söng var leikið á hljóðfæri og dansað alla nóttina. Þá voru veitingar á ný, og að þeim afstöðnum byrjuðu boðsgestirnir á því að færa brúðhjónunum gjafir og lukkuóskir. Síðan fór hver heim til sín, allir glaðir og ánægðir, Mér finst vert að geta þess, að hvar h'elzt í bygðinni sem þetta samsæti hefði verið haldið hjá öðrum en Mr. P.Pálma- syni og hans konu, þá hefði það hvergi getað orðið eine skemtilegt og rausnar- legt eins og það varð, euda mun okkur nýlendumönnum verða það lengi minn- istætt, þvi það er svo sjaldgæft að við skemtum okkur svo alment. Þetta eru líka fyrstu íslenzku hjónin, sem hafa gift sig í þessari bpgð. Yið allir óskum þeim til lukku og hamingju. Hér hafa verið haldnir 2 fundir til þess að ræða um að mynda skólahérað (School District), Fundir þessir hafa helzt ákvarðað þrjú skólahéruð með tveimur skólahúsum í hverju fyrir sig til þess að gera öllum búandi mönnum í nýlendunni hægt fyrir með að hagnýta skólana handa börnum sínum; en hvort fundir þessir hafa orðið svo fjölsóttir, að hægt verði að gera nokkuð þess hátt- ar löglega, er mér ókunnugt um. Erl. Joiinson, Vidur South-eastern Tamarack South-eastern Jack Pine, South-eastern Poplar, Dauphin Tamarack, Viö seljum beztu tegund af Pfne og Poplar meÖ lægsta verði, og á- byrgjumst mál og gjæði pess. Sér- stakt verð & Fnrnace við og til viðar- sölumanna. Við seljum einnig stór- og smá-kaupum. THE CANADIAN TRADING&FUELCo, Limiteci. Offlce cor. Thistle & Main 8t. James Lindsay Cor. Isabel & Pacific Ave. Býr til og verzlar með hus lamþa, tilbúið mál, blikk- og eyr-vöru, gran- ítvöru, stór o. s. frv. Blikkþokum og vatns- rennum sérstakur gaum- ur gefinn. Tlie Great West Clotliing (’o., BRUNSWICK BLOCK, - 577 MAIN ST. K.J ðllKAUPASTADUR JÍOIIGARINNAR. Þykkir karlmaenna yfirfrakkaa úr Prieze, bouble breasted. _ Vanal. verð $6.50 nú á.^jj^$4.76 Karlmanna yflrhafnir úr en»ku Melton — ChesterfielJ- Vanal. verð $6.50 nú á $4,75 “ “ úr 5óðu Melton og Beaver Oloth. iunfluttir Vanal. verð $15.00 nú á $6.50,8,60,10,50. Sérstök kjörkaup á krrlm: nærfatnaði á 75c., 90c. og $1.25 fatnaðurinu. Komið til okkar eftir Vetlingum, Sokkaplöggum Skyrtum, Krögum og Hálsbim Við gefum beztu kaupin í borginni. Tho Great West Ciothiog Co., 577 Main Street, WINNIPEG.,; REGLUR VID LANDTÖKU Af öllum sectionum með jafnri tölu, sem tilheyrasambandsstjórn- inni í Manitoba og Norðvesturlandinu, nema 8 og 26, geta f jölskyldu- feður og karlmenn 18 ára gamljr eða eldri, tekið sjer 180 ekrur fyrir heimilisrjettarland, pað er að segja, sje landið ekki áður tekið,eð» sett til síðu af stjórninni til viðartekju eða einhvers annars. INNRITUN. Menn meiga skrifa sig fyrir landinu á þeirri landskrifstofu, sem næst liggur landinu, sem tekið er. Með leyfi innanríkis-ráðherrans, eða innflutninga-umboðsmannsins í Winnipeg, geta menn gefið öðr- um nraboð til þess að skrifa B\g fyrir landi. Innritunarp;jaldið er $1C, og hafi landið áður verið tekið parf að borga $5 eða $1n "iram fyrir sjerstakan kostnað, sem þvf er sarafara. HEIMILISRÉTTARSKYLDUR. Samkvæmt nú gildandi lögum verða menn að uppfylla heimilis- rjettarekyldur sínar með 3 ára áibúð og yrking landsins, og má land- neminn ekki vera lengur frá landinu en 6 mánuði á ári hverju, án sjer- staks leyfis frá innanríkis-ráðherranum, ella fyrirgerir hann rjetti sín- um til landsins. BEIÐNI UM EIGNARBRÉF ætti að vera gerð strax eptir að 8 árin eru liðin, annaðhvort hjá næsta umboðsmanni eða hjá þeim sem sendur er til þess að skoða hvað unn- ið hefur verið á landinu. Sex mánuðum áður verður maður f>ó að bafa kunngert Dominion Lands umboðsmanninum í Ottawa pað, að hann ætli sjer að biðja um eignarrjettinn. Biðji maður umboðsmann pann, sem kemur til að skoða landið, ura eignarrjett, til pess að taka af sjer ómak, þá verður hann um leið að afheudasiíkum umboðam. $5. LEJÐBEININGAR. Nykomnir innflytjendur fá, á innflytjenda skrifstofunni 1 Winni- peg y á öllum Dominion Lands skrifstofum innan Mauitobaog Norð- vestui.andsin, leiðbeiningar um það hvar lönd eruótekin, ogaJlir.sem á pessum skrifstofum vinna, veitamnflytjendum, kostnaðar laust, leið- beiningar og hjálp til pess að ná í lönd sem þeim eru geðfeld; enn fremur ailar upplýsingar viðvlkjandi timbur, kola og námalögum All- ar slikar reglugjörðir geta þeir fengiö þar gefins, einaig geta menn fengið reglugjörðina um stjóruariönd innan járnbr&utarbeltisins 1 British Columbia, með pvl að snöa sjer brjeflega til ritara innanríkis- deildarinnar I Ottawa, innflytjenda-umboðsmannsins ( Winnipeg eða til einhvorra af Dominion Lands umboðsmönnum í M&nitoba eðaNorð vesturlandinu. JAMES A. SMART, Deputy Minister of the Interior. N. B.—Auk l&nds þess, sem menn geta lengið gefins, og átt er við Íí reglugjörðinni hjer að ofan, f>á eru púsundir okra af bezta landi,sem hægt er að fá til leigu eða kaups hjá járnbraut&rfjelðgum og ymsam landsölufélögum og einstaklingam. m J. E. ROSS, T ANNLÆKNIR. Hefur orö á sér fyrir aB vera meö þeim beztu í bænum. 'el > • > \ Main St. MVNIHR mjög settar niður I verðj, *il þess að ryma til fyrir jólavaroingi. Komið og reynið hvort við gefum yður ekki kjörk&up. VIÐ MEINUM Þ\Ð. W. R. TALBOT k C0„ 239 Portage Ave. Anyone sendfng a sketch and descrlptton may qnlcklv ascertain our optnton free whether an inventlon ts probably patentable. Communtca- tlons strtotly confldenttal. Handbook on Patenta eent. frea 'Mdest apency for securtngpatents. Patents .aken tprousrh Munn & Co. recelve Bpednl notlcii without charge, ln the SciíMiftc Hmcrlcan. A handsomely lllnst.rated weekly. Largest clr- onlntton of any scientitlc lournal. Terms, $3 a ycar; four months, $L 8old byall newsdealers. MUNN &Co.36,BroídM>-New York Branch Cfflca. 626 V St- Waahlngton, 'NC. Canadian Pacific Hailway Tinxo Table. LV. AR Owen Sound.Toronto, NewYork, east, via lake, Mon., Thr.,Sat. -6 oo OwenSnd, Toronto, New York& east, via lake, Tues.,Fri..Sun.. lo 15 Montreal, Toronto, NewYork& east, via allrail, daily 16 oO IO lj Rat Portape and Intermediate points, daily 8 oo 18 0C oson.Lac du Bonnet and in- ( Mermediate pts.Thurs only.... 7 8o 18 3 Portage la Prairie, Brandon.Leth- bridge,Coast & Kootaney, daily 16 30 I4 3o Portage la Prairie Brandon & int- ermediate points ex. Sun 7 30 22 30 Gladstone, Neepawa, Minnedosa and interm. points, dly ex Sund 7 30 22 3o Shoal Lake, Yorkton and ,nter- mediate points Mon, Wt Fri / 3° Tucs. Thurs. and Sat 22 30 Rapid City, Hamioti, Minio a, Tues, Thur, Sat 7 3° Mon, Wed and Fri 22 30 Morden, Deloraine and iuterme- diate points daily ex. Sun. S 20 I5 46 Nap'nka, Alameda and interm. daily ax Suod., via Brandon. . 7 3° Tues, Thur, Sut 22 3o Glenboro, Souris, Melita Alame- da and intermediate points daily ex. Sun 9 c5 15 15 Pipcstone, Reston, Arcola and Mon .Wed, Fri. via Brandon 7 3o Tues. Thurs. Sat. via Brandon 22 30 Forbyshire, Hirsch, Blenfait and Estevan, Tues, Thur, Sat, via Brandon 7 3o Tues ,Thurs ,Sat. via Brandon 14 ~0 Gretna, St. Paul, Chicago, daily West Selkirk. .Mon., Wed„ Fri, I4 Io 13 35 18 30 West Selkiik. .Tues. Thurs. Sat, Io co Stone wall, Tuelon.Tue. Thur, Sat. 12 2o 18 ?0 Emerson.. Mon, Wed, and Fri 7 60 17 10 J. W. LEONARD C. E. McPHERSON, Geoeral Sapt. Gea Pas Agent 88 „Getur þú ekki séð það? Marl Larún elskar þig—eins mikið eins og hann getur elskað. Verb- um við hér, þá er úti um okkur. Nú veit eg hvern- ig staðið hefir á hinu undarlega tali hans og hAtta- lagi við mig. Tilgangur hans er, að þú skulir gift- ast honum!“ Stulkan horfði stundarkorn framan í vin sinn, og hið starandi, sviplausa augnaráð hennar sýndi, að hún var að hugsa um eitthvað frá liðnum tímum. „Guð varðveiti mig! ‘ stundi hún upp og spenti greipar. „Kannske það sé þess vegna, að hann hefir sent eftir námamönnunum—fjórum þeirra— og skipað þeim að vera hér hjá kastalanum. það er náttúrlega þess vegna, að hann hefir skipið að fjölga vökumönnunum um helming, og skipað svo fyrir, að engum sé slept út héðan nema skipverj- unum, fiskimönnunum og veiðimönnunum." „Hefir hann skipað þannig fyrir?“ spurði Púll. „JA“ „En hvernig hefir það verið með þig síðan hann var hér s'Bast/ Hafa strangar gætur verið hafðar k þér?“ „Eg hef ekki verið annað en fangi, Púll—ekk- ert annað en fangi. Eg hef ekki fengið að víkja mór út fyrir kastalaveggina án þess að hafa tvo eftirlitsinenn með mér, og annar þeirra hefir verið einn af stækustu fylgismönnum Larúns. Svert- ingj&r hans sleppa aldrei auga af mér, og á þessu 90 skein meira í tennur heanar en nokkuru sinni áður. Ræninginn þagnaði við það, að hún tók fram í; hann áleit víst skynsamlegra að hafa sem fæsta í vitorði þegar um aðrar eins fyrirætlanir var að ræða, og hann færði því ekki meira af slíkum hugs- unum sínum í orð. Eftir litla umhugsun vék liann sér að ambáttinni og sagði: „þú verður að hafa alvarlega gætur á þeim, og láttu þau aldroi komast út I garðinn án þess þú sert á hælunum á þeim. Fylgdu þeim eftir, hvert sem þau fara, og heyrðu alt, sem þau segja. Og gættu þess að láta það aldrei á þér merkja, að eg hafi verið hér I kveld—enginn lifandi maður má komast að því. Eg kera hingað annaðkveld, og þá segir þú mér, hvað meira þú hefir heyrt og séð.“ Hagar lofaði að gera alt, sem fyrir hana var lagt, og svo fór kafteinninn. Hann fór út úr garð- inum um bakdyrnar, hraðaði sór til sjávar eftir skógargötu og kom þangað um klukkan níu. Ilann gaf víst hljfið af sér, og kom þá óðar bátur frá skipinu og sótti hann. þegar hann kom um borð, var sjúklingurinn enn ekki vaknaður, svo það leit þá ekki út fyrir, að nein vandræði yrði út af ves- alings Ben. þegar þau Péll og Marja höfðu borðað kveld- matinn og búið var að t&ka af borðinu, þá byrjuðu þau sam talið á aý. Ungi maðurinn hafði verið í 79 Aumingja Marja varð svo yfirkomin af sorg, að hún kom ekki upp orði og fóll áfram upp að brjósti Páls. „Segðu alt, sem þér býr í brjósti, Marja,“ sagði haun. „Eg ætla að gera það,“ sagði hún, „og eg er viss um þú misvirðir það ekki við mig. Líttu á vesalings konurnar, sem búa í kofunum hórna rétt hjá mér. Og eg veit, að margar fieiri búa í To- bago. þær eru ekki giftar konur, Páll!“ „Marja,“ sagði ungi maðurinn í lágum, en al- varlegum og einbeittum rómi, og þrýsti henni nær sór, „eg skil þig og eg er þér innilega þakklátur fyrir að gefa mér þannig tækifæri til að tala. Ekki dylst mér það, hvað auinu og svívirðilegu lífi fólk okkar litir, en guð veit, að engan þátt hef eg átt l því. það er ekki hægt að segja, hvað úr mér hefði orðið ef öðruvísi hefði verið ástatt, um það vil eg ekkert segja, en á meðan eg geymi mynd þína í brjósti mfnu, þá kemst ekkert ilt að í sil minni, ekkert óhreint að í hjarta mínu. Heldur vildi eg taka sjálfur af mér lífið en ganga með það á sam- vizkunni að hafa farið illa með varnarlausa stúlku, Já, miklu heldur vildi eg missa líf mitt með öllum þess vonum og þrá en lifa við slíka skömm. Nei, nei, Marja, til þessa hef eg ekki sett neinn sllkan blett á mig. Ertu nú ?nægð?“ „Já, Páll—ntl; en hvernig verður það framvegis? ‘

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.