Lögberg - 01.05.1902, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.05.1902, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, 1. MAl 1902. I Vew-York ,Life ! INSUIiJANCE OO. JOHN A. McCALL, . , President. Samþjóðlega lífsábyrgðarfólagið. Það starfar undir eftirliti og með samþykki fieiri stjórna en nokk- urt annað lífsábyrgðarfélag í heirai. ,,i*ro bono publico“ J>egar maður veit livaú liann kaupir CD Umboðsmenn New York Life líísábyrgðar co félagsins færðu forseta félagsins, honorable Q Q. co r-«- John A. McCall, fimmtíu og sex miljóna CD CD virði af nýjum lífsábyrgðum á sex vikum. 20 3 GO Á næstu fjörutíu og átta dögum færðu þeir p. 1 varaforsetanum, Mr. Geo. W. Periíins, sex- »—• t-H (—1 tíu og tveggja miljóna virði, sern f alt ge^ £T C5 ir eitt hundrað og átján miljónir á fyrstu C þremur mánuðunum af yfirstandandi ári. Aldrei fyrri í sögu þessa mesta og bezta Cp* félags allra lífsábyrgðarfélaga hefir neitt 1 CO líkt þessu heyrst. New York Life stend- ■ee u • rH ur framar öllum keppinautum sínum um co cr> bt heim allan. Það er algerlega sameignarfé- c° <D lag án hluthafa, — allur gróði er því eign JbO To c3 »—< skírteinishafa. New Fork Life stendur CD CO < einnig fremst í Canada. Skoðið v^xta (accumulation) skírteini New York Life félagsins áður en þér kaupið lífsá- byrgð í nokkuru öðru félagi. Chr. Olafson, J. G. Morgan, GENERAL SPECIAL AGENT, MANAGEB, Manitoba og Norðvesturlandsins. Vestur-Can. deildarinnar Skrifstofa: Grain Exchangk Building, Grain Exchangb Bldg, WINNIPEG. MAN. WINNIPEG. MAN Alls konar nýmóðins Hattar með lægsta verði. |J3P” Fjaðrik litaðak og kuullaðar. MILLINEBY! MISS PARRY, 241 Portage Ave, ALT SEM ÞÉR ÞURFIÐ AF Leirtaui Postulini Kristalsvoru Silfurvöru Aldinadiskar Te-áhöld Toilet Sets Knifa, Qaf Skeidar. Lampa ymiskonar Krúsir, blómstur- pottar Middags-Bordbúnad fáið þór bezt hjá |Joitcr & Co. 330 Main St. CHINA HALL 572 Main St. Tklkphonk 137 oo 1140. RobíQson & CO. Gott kaffi Ef yður fellur vel gott kaffi með góðum keim og fyrsti dropinn er eins góður og sá sjðasti, þá reynið okkar sér- stðku tegund á 40c. pd. Gott snijör Hið virkilega ,,Creamei'y“ Smjðr sem þeir vandlátu vilja fá, í eins punds bitum á 25c. Svtskjur Niðursoðnar. Red Cross tegundin. Bláar plómur, rojög góðar og gömsætar. tvær könnur fyrir 2'oc. Robinson & Co., 400-402 Main St. Ur bœnum og grendinni. Séra N. Stgr. Thorlackson og kona hans komu hingað til bæjar- ins á þriðjudaginn. Mr. J. A. Blöndal, ráðsmaður Lögbergs, kom heim úr Dakota- ferð sinni á laugardaginn var. ,,Skóli njósnarans“ eftir C. Ey- mundsson er til sölu í bókaverzlun H. S. Bardal, 557 Elgin Ave., og kostar 25 cent. Einn af embættismönnum Rob- lin-stjórnarinnar á dómhúsinu hér í bænum hefir verið kærður ogtek- inn fastur fyrir að draga undir sig ranglátlega almenningsfé. Aldrei hafa jafn miklar bygging- ar verið á ferðinni hér í fylkinu eins og nú, bæði hér í Winnipeg og í smábæjunum út um fylkið.sem nú fljúga upp og eru að verða hver öðrum myndarlegri. Talað er um að hafa sundpoll í kjallaranum á Carnegie-bókhlöð- unni þegar hún verður bygð. Slíkt mundi þó ekki geta orðið án sam- þykkis Carnegie, en hann hefir leyft það á vissum stöðum í Banda- ríkjunum. Mr. Thos. Paulson frá Foam Lake, Assa., kom hingað til bæj- arins á laugardaginn og býst við að fara heim aftur á morgun. Hann segir að íslendingar þar vestra séu vel ánægðir og líði vel, sumir í miklum uppgangi. Gallagher & Sons, slátrarar og kjötsalar hér í bænum, ætla að byggja stórkostlegt slátrunar- og kjötgeymsluhús á horninu á Logan ave. og Brighton st. Byggingin á að verða 93 fet á Logan ave. auk íshússins, sem á að verða 3OX 40 fet, og þríloftuö. Einhver óþektur náungi réðist á konu hér á einni aðal götunni um klukkan fimm að degi til og rændi hana bögli, sem hún hélt á. Kon- an kallaði á hjálp og menn komu að og náðu dónanum, en konan var þá svo brjóstgóð, að hún lét hann sleppa. Mr. Halldór G. Jónsson frá Ar- gyle-bygð og Mr. Sveinn Bjarna- son héðan úr bænum fóru vestur til Alberta í landaskoðun á mið- vikudaginn. Halldór heflr selt lönd sín í Argyle-bygð Sigmundi Jónssyni á Gardar, N. D., sem flytur norður í vor. Um aðra helgi býst séra Friðrik Bergmann við að fara suður til Dakota og prédika í kirkjum safn- aða sinna sunnudaginn II. Maí. Guðsþjónustutíminn er á Gardar klukkan 11 árdegis, Eyford kl. 2 og Mountain kl. 4 síðdegis. Áöll- um kirkjunum verður fólk tekið til altaris. Um þetta leyti árs fyrir tuttugu árnm síðan var poplar seldur hér á markaðnum til eldiviðar á $10 hvert ,,cord“ og tamarac á $12. Þá var hey selt á $25 tonnið og stundum alt upp í $40. Nauta- kjöt var þá selt á 25 cent pundið og annað kjöt eftir því. Hermennirnir, sem Manitoba- fylki átti að leggja til í Suður Áfríku-leiðangurinn, ern nú allir fengnir Og fara færri en vildu. Ekkert íslenzkt nafn höfum vér getað séð á nafnskránni, en þó vitum vér til þess, að íslendingar ætluðu að bjóða sig fram. Það er fremur líklegt, að þessi hópur þurfi aldrei að leggja sig í mikla hættu. í blaðinu St. Paul ,, Pioneer Ex- press“ «;ru auglýst lönd til sölu á ýmsum stöðum í North Dakota á $17.50 til $30 ekran, og lönd hér vestur í Assiniboia á $5 til $7.50 ekran. Landið í Assiniboia stend- ur Dakota landinu alls ekki á baki að gæðum og hveitiræktin gefst þar engu síður. Af hverju stafar þá þessi niikli verðniunur? Nýlega veiktist maður af ból- unni nálægt Indíánaskólanum með- fram Rauðánni á milli Winnipeg og Selkirk. Maðurinn vann við tollhúsið í Gretna, en var þarna staddur í kynnisför til kunningja sinna þegar hann veiktist. Þegar vinir hans sáu, hvað að honum gekk, þá yfirgáfu þeir hann einan í húsi, og þar lá hann einn og hjúkr- unarlaus í þrjá daga eða þangað til hans var vitjað frá Winnipeg. Sagt er, að þeir Roblin og Camp- bell, sem báðir ætla til Englands til þess að vera við krýningu Bretakonungs, vonist eftir og bú- ist við riddaranafnbót. Veitist þeim heiður þessi, sem flestir efast um nema þeir sjálfir, þá þykir vel við eiga, að einkunnarorðin á skjaldarmerki Roblins verði: ,,Not responsible for what I say politic- ally“, en á skjaldarmerki Camp- bells: ,,Nothing my Lords. “ Hinn 27. f. m. druknaði S. Har- stone héðan úr bænum í Rauðá niður hjá Stone Fort. Hann fór ásamt mörgum öðrum niður ána á lítilli gufukænu, en hjá Stone Fort rakst kænan á ferjustrengoghvolfdi Öllum varð bjargað nema þessum eina manni. Hann var mjög vin- sæll maður á meðal kunningja sinna og þótti því mikill mannskaði að honum. Lík hans var ófundið þegar þetta er skrifað. Nokkurir íslendingar úr Moun- tain bygðinni í North Dakota eru að flytja sig búferlum vestur í Wards county þar í ríkinu, svo að segja norður við landamerkjalín- una. Þessa höfum vér heyrt nafn- greinda: Friðbjörn, Árna, Magn- ús, Pál og Thorlák Friðbjörnssyni Björnssonar; Ásgeir Byron, Egil Halldórsson og Thorleif Jónsson. Nokkurir Dakota-wenn eru einnig í landaskoðunarferð vestur í Ass- iniboia. Mikið verður um baseball leiki hér í bænum í sumar. en galli þyk- ir það, að þeir eiga að verða í Riv- er Park. Þykir það bæði óþægi- legt og dýrt fyrir þá, sem langar til ab sjá leikina, enda er spáð illa fyrir því, að þeir verði vel sóttir. Það lítur út fyrir, að strætisvagna- félagið hafi átt einhvern þátt í fyr- irkomulagi þessu til að neyða menn til að borga því ioc. í hvert skifti þegar leikirnir eru sóttir, auk aögöngugjaldsins, sem sjálfsagt verður 25 cent. Bending til landtakenda: Ný- lega hefir það verið úrskurðað, að maður getur samkvæmt heimilis- réttarlögunum ekki trygt sér land með því að senda inn beiðni um það ef peningarnir ekki fylgja, og ekki heldur með því að senda ó- formlega beiðni þó hinir ákveðnu $10.00 fylgi meö beiðninni. Þó slíkar óformlegar umsóknir um land liggi á landskrifstofu stjórnarinnar, þá standa þær ekki í vegi fyrir þyf, að annar maður geti fengið landið leggi hann inn löglega. beiðni og borgi hina ákveðnu peningaupp- hæð. Sagt er, að Larson og Foley frá St. Paul, Minn, séu nýbúnir að kaupa Leland hótelið og alla spild- una austur á Main st.; og fylgir það sögunni, að þar eigi að rísa upp stórkostleg bygging. Þessi spilda á milli Albert st. og Main st. er að öllum líkindum meira virði en nokkur annar jafnstór blettur í Winnipeg-bæ. Ekki hef- ir heyrst, hvað mikið eignin var seld fyrir, en sjálfsagt hleypur sala þessi á fleiri dollurum en nokkur sala, sem áður hefir verið gerð í Winnipeg, að því einu ótöldu þeg- ar Roblin-stjórnin seldi járnbraut- ar-félögunum Manitoba-fylki. Tíu ára afmælishátíð I. O. F. stúkunnar ísafold“ var haldin á Y. M.C.A. samkomusalnum á Port- age ave. á þriðjudagskveldið eins og til stóð. Mesti fjöldi manna voru á samkomunni, flest íslend- ingar, og höfðu beztu skemtun af, því að vel hafði verið til samkom- unnra vandað og prógramið gott og skemtilegt. Ræða Wadells var ósmekkleg o velgjuleg, en á því á for- stööunefndin enga sök. Og íremur lýsti það ósmekkvísi gestanna að kalla Dale fram hvað eftir annað, en hvorki Jackson Hanby né H. Thórólfsson, sem báðir verðskuld- uðu það margfaldlega. Fólk verð- ur aö gæta þess, aö eftir því, hvernig það tekur því, sem fram er borið á samkomum, veröur dæmt um smekk þess. Magnús T. Eymann á bréf frá Reykjavík á Otto P.O., Man. Tíðin er fremur köld, en oftast nær hentugt veöur fyrir bændur og gengur sáning því vel. Séra Jón J. Clemens hefir nú skrifað fyrir B. D. gráöu á presta- skólanum í Chicago. Utanáskrift hans verður nú fyrst um sinn 1016 Main St.. Red Wing, Minn. Canadian Northern járnbr. fél. selur niðursett farbréf á brautum sínum, sem gilda frá 22. til 27. þ. m. Sjá auglýslngu í næsta blaði. Bæjarbúar í St. Boniface ætla að fara að hressa upp á hjá sér. Það á að fara að mölbera helztu göt- urnar, koma á götuljósum og lög- leiða ,,curfew“, sem þýðir það, að öll börn verða að vera komin inn innan viss tíma á kveldin. Munið eftir því, að Mr. Egil Skjöld vinnur í Winnipeg Drug Hall rétt vestan við Main st. á McDermot ave. Hann vill gjarn- an nú í viðskifti landa sinna og vér getum fullvissað alla um það, að hann er þægilegur viðskiftamaður og selur alt eins ódýrt eins og selt er í nokkurri lyfjabúð. Getur kristindómurinn staðfcst hólmgöngur. Hólmgöngur eru orðnar svo tlf- ar á Þýzkalandi og leiða til »vo mik- ils minnfalls, að það er þess vert að geta geit sér grein fyrir, hvernig for- kólfar kirkjunnar lfta á það m&l, ekki s:zt þegar þess er gætt, að hver ein- asti rnaður, sem f einvígum fellur, fær kristilega greftrun. Það er ekki lanst við að vera nokkuð kynlegt, að á Þýzkalandi skuli vera flokkur presta f p'ótestanta kirkjunni, s*m eLki l&ta & sér standa að taka málstað lands- venju þsssarar. Sósíal-demókrat- arnir hafa valið prestum þessum nafn- ið „Hóimgöngu-t«lsmenn“. öllhelztu kirkj tblöðin á Þýzkalandi kannast við þ.tð, að þetta hólmgöngu með- hald eigi sér stað f flokki prestanna. Þogar Adolf von Benningsen, sfð- asti maðurinn, sem f einvfgi féll, var grafinn, þá mintist presturinn hans f lfkræðunni, sem „ógæfusams manns, sem neyddur var til að grípa til vopna til þess að verja heiður sinn og fjöl- skyldu sinnar“. í þessu tilfelli hafði það þó verið Benningsen sem skoraði á hólm. Séra Schall, nafnfrægur þingmaður, fór svol&tandi orðum um m&l þetta & rfkisþinginu: ,.Þegar borin hafa verið brigð á heiðarlegheit manns, þi verður að líðahonum þetta til þess að hreinsa s'g. í slíkum til- fellurn er einatt nauðsynlegt að skera úr þvf, hvort maðuriun getur lifað I tölu kristinna manna eða, vilji hann það, verndað heiður sinu f dauðleg- um vopnaviðskiftum.“ Mirbach greifi, setn f rauninni ekki er prestur,en stendur framarlega í kirkjumálum og aðlinum, segir: „Það eru hugsanleg tilfelli þegar hólmgöngur eru óhjákvæmilegar og óumflýjanlegar, og þeg?ir heiður manna eða fjölskyldu þeirra gerir þeim það alls endis ómögulegt að uppfylla trúarbragða fyrirskipanir sfnar.“ Hér virðist þó vera við það kannast, að kristindómurinn staðfesti ekki hólmgöngur, og að kristinn mað- ur geti ekki h&ð einvíg án þess að brjót'* grundvailarreglur kristindóms- ins. í þessu efni var prýssneska gen- eral sýnódan frjálslyndaii. Þegar á haDa var skorað að fyrirdæma allar hólmgöngur sem „synd,“ þ& sagðist sýnódan ekki gera það, þvf að fjöldi vei kristinna inanna, sem séu meðlim- ir sýi'ódunnar, álfti hólmgöngur í viss- um tilfellum óhjákvæmiíegar. Engu sfður samþykti sýnódan yfirlýsingu um það, að hólmgöngur væri „g»gn- stæðar guðs boði.“ Dr. Cuuy er annar, sem vert hólmgöngu rnar. Hann er leiðandi stjórnmálamaður f Berlin, en ekki kirkjumaður. Hann segir: „Vér við- urkennum það opinberlega, að það eru viss atriði,er snera heiður manna, sem ekki er hægt að útkljá nema meö iví að grfpa til vopna. Þrátt fyrir illan gauragang hinna þraungsýau á raóti hólmgöngum, þá eru þær á- gæt og menningarleg aðferð.“ Mikill meiri hlnti prestanna og kirkjuritaranna fyrirdæma hólmgöng- ur með mjög sterkum orðum sem ó kristilegar. Sem sýnishorn af skoðun þsirra setjum vér hér kafla úr ræðu Gemmels prests við jarð&rför Blasko ivitz flokksfyrirliða: „Sálir vorar eru fnllar gremju yf- ir þessum hörmuleg* atburði. Ekki svo aö skilja, að vér fellum neinn dóm yfir þessum unga manni, sem binn villimar.nlegi ósiður hefir leitt til bana, því bann stendur nú frammi fyrir æðri dómara; en vér fyrirdæm- um syndina og hinn ókristilega spill- ingaranda, sem leitt hefir til þessa. Ó, eru engir menn til, sem hafa dugn- að og áræði til að mótstanda þessari fölsku metorðagirnd og guðleysi, sem leiðir til slíks böls.“ Síðar getur Gemmel þass í tíma- riti, að mjög hlýju lofsorði hafi verið lokið & ræðu sfna og það jafnvel af herforingjum. í sama blaðinu stend- ur lofsorð um ræðuna eftir hinn n&fn- fræga prest Bodelsohvringh, þar sem hann segir meðal annars: „Um eitt af aðalstriðunum, sem leiða til þessarar hólmgöngu óbless- unar, er kirkjunni sjálfri að kenna. Svo lengi sem leiðtogar prótestanta kirkjunnar ekki setja sig beint og ó- hikað upp á móti þessurn viðurstyggi- lega ófögnuði, þá hefir hún lítinn rétt til að dæma þ& menn, sem hann að- hafast. Kaþólska kirkjan hefir gert prótestanta kirkjunni skömm meðþvf að taka ákveðnari stefnu f m&linu, og banna öllum meðlimum sfnum að taka nokkurn þátt í hólmgöngum.“ Bodekchwingh lýsir ó&nægju 8Ínni yfir því, að general sýnódan ekki skuli hafa beðið keisaraun að láta algerlega taka fyrir hólmgöngur f heruum, sem hann auðvitað gæti með einfaldri skipun.—Lxterary Digestt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.