Lögberg


Lögberg - 03.07.1902, Qupperneq 4

Lögberg - 03.07.1902, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, 3. JÚLÍ 1902. ögberg er fefiÖ t5t hvern fimtudatr af THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (löggilt), a5 Cor. William Ave. og Nena St.. Wihnipeo.Man. — Kostar fa.oo um árið (á íslandi 6 kr.) Borgist fyrir fram. Einstök nr. 5 cent. Published every Thursday by THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (Incorporated). et Cor. William Avb. and Nena St., Winnipeo. Man. — Subscription price $2.00 per year, payablu in advance. Single copies 5 cents. ritstjöri (editor) 1 Magnua Paulson. BUSINES3 MANACERÍ John A, Blondal, AUGL'ÍSINGAR—Smí-nueWsinear f cltt sklftl ccnt fyrir 30 orð eða x þumU dálkslengdar, 75 cent um mánuðinn. A stærri auglysingum nm lengrl ttma, afsláttur eftir samningi. BÖSTAÐA-SKIFTI kaupenda verður að tll- kynna skriflega og geta um fyrverandr bustað iafnframL Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðslns cr: k Tha Logberíí Prtg, 6c 1*1113, Oo, P. O. Box 1203 | Telephone 221, ______ Winnlpecf, Utanáskrift til rltstjórans er 1 Editor Logbere, P O. Box isoi. Winnipeg. Man. «uSamkvæmt landslógum er uppsðgn kaupanda i blaði ígiid nema hann sé skuldlaus, þegar Hann segirupp.—Ef kaupandi, sem er I skuld við blaðiö, 5vtur vistfeilum án þess að tilkynna heimiHsskjft* In, þá er það fyrir démstólunum álitrn synileg ionnun fyrir prettvíslegum tilgangi. FIMTUDAGINN, 3. Júli, 1902. Iðnaðarsýningin. Mánudaginn 21. þ. m. byrjar iðnaSarsýningin í Winnipeg og stendur yfir til föstudagskveldsins í sömu viku. Sýning þessi fer vax- andi ár frá ári eftir því sem bún- aM og öllum iðnaði í fylkinu fer fr un; og skemtanirnar, sem sýning- argestunum veitast fara einnig vax- andi eftir því sem fjárhagur fyrir- tBkisins fer batnandi. Engin stofnun í fylkinu getur hjálpað jafn vel til þess að koma at- vinnuvegum þess í rétt horf eins og iðnaSarsýningin, og árif hennar sjást líka víða nú á stðari árum ekki slzt hjá bændunum. það er æskilegt, að sem flestir fylkisbúar sæki sýninguna, en það er nauSsy nlegt fyrir bændur og bændaefni að sækja hana. þeir, scm fyrir sýningunni standa, hlynna einnig að þvf, að bændunum verði sýningin sem uppbyggilegust og þjegilegust og í því skyni er bænd- tiaum sérstaklega helgaður einn sýningardagurinn, Og járnbrautar- fólögin, sem hlynna að sýningum þessum með því aö færa fargjald stórum niður fyrir sýningargesti og flytja sýningarskepnur og muni fyr- ir lítið eða jafnvel ekkert, álfta svo æskilegt að bændurnir missi ekki af sýningunni, að þeirra dag færa þau fargjaldið ennþá meira niður; því undir velgengni bændanna er velgengni járnbrautarfélaganna að miklu leyti komin. það er vel gert af bændunum að lofa konum sínum og dætrum að fara á sýninguna til þess að lótta sér upp og fá ágæta skemtun fyrir litla borgun. En samt má ekki gleyma því, að skemtanirnar á sýn- ingunni eru ekki aðalatriðið. þær eru einungis aðdráttarafl til þess að fólkið komi og uppbyggist af i ð n- aðar-sýningunni sjálfri. Frá vissum bygðarlögum eru íslenzkir bændur búnir að átta sig á þvf, hvað mikla þýðingu sýningin hefir, og hafa mjög fjölmont á hana nú á síðustu árum. En það eru til íslonzk bygðarlög, som engan sjáan- legan gaum hafa gefið henni. Og vór þorum að fullyrða, að í þeim bygðarlögum væri búskapurinn, sérstaklega griparæktin, í meiri framför og ábatasamari ef bænd- urnir hefðu ekki algerlaga leitt hjá s'r iðnaðarsýninguna á undanförn- um árum. þetta þarf nauðsynlega að breytast. Menn, sem ætla sér að komast f tölu góðra bænda ættu að sækja Winnipeg-sýninguna, og auk þess koma á smá-sýninguni út í sveitunum. Nauðsynlegur kostn- aður við alt slíkt borgar sig marg- faldlega. Kirkjuþingið. Hið 18. ársþing hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi var sett í kirkju Gardar safn- aðar á Gardar, N. D., að atíokinni guðsþjónustu á laugardaginn þann 21. f. m., og stóð það yfir þangað til eftir mifjan dag þann 26. s. m. Á þinginu mættu eftirfylgjandi prestar, embættismenn og fulltrúar: Séra Jón Bjarnason forseti kirkju- félagsins, séra N. Stgr. Thorláksson varaforseti, séra B. B. Jónsson skrif- ari, séra F. J. Bergmann, séra Rún- ólfur Marteinsson, séra Hans B. Thorgrimsen, J. A. Blöndal féhirðir, Pétur Hjálmsson guðfræðiskandidat. fulltbúar: Frá Marshallsöfnuði: Sigmund- ur Jónatansson. Frá St. Pálssöfnuði: Bjarni Jones og O. Q. Anderson. Frá Vesturheimssöfnuði: S. S. Hofteig. Frá Lincolnsöfnuði: J. P. Guð- mundsson og Hóseas Thorlaksson. Frá Gardarsöfnuði: Dr. M. Hall- dórsson, Stefán Eyjólfsson, John Johnson og Gamalíel Thorleifsson. Frá þingvallasöfnuði: Guðm. Gíslason og Sigurgeir Björnsson. Frá Fjallasöfnuði: Ólafur Ein- arsson. Frá Víkursöfnuði: Finnbogi Erlendsson, Joseph Moires og John Stefánsson. Frá Melanktonsöfnuði: Stefán Einarsson. Frá Hallsonsöfnuði: Jakob Benediktsson, Frá Péturssöfnuði: Guðm. Ei- ríkssou og Bjarni Dalsted. Frá Vídalínssöfnuði : Joseph Einarsson, Eggert Thorlacfus og B, ólafsson. Frá Pembinasöfnuði Geo. Pet- erson. Frá Fyrsta lút. söfnuði í Winni- peg: Á. Friðriksson, W. H. Paulson, Sigtr. Jónasson og J. J. Bildfell. Frá Brandonsöfnuði: Árni Johnson. Frft Selkirksöfnuði: Klemens Jónasson og Jón V. Thorlaksson. Frá Guðbrandssöfnuði: S. S. Bergmann. Frá Frelsissöfnuði: Friðjón Frið- riksson og Kr. Sigmar. Frá Fríkirkjusöfnuði: Toríi Steinsson og B. Sigvaldason. Frá Gimlisöfnuði: Jón Péturs- son. Frá Geysissöfnuði: Jón Sveins- son. Frá Breiðavíkursöfnuði: St þórarinsson. Á þingi áttu því sæti alls 47 menn, sem mun vera fleira en nokk- uru sinni áður. þrír söfnuðir höfðu myndast á árinu: Fagradalssöfn- uður, í Pine Valley bygð í Manitoba; Árdalssöínuður í Nýja íslandi, og Concordiasöfnuður í Assiniboia. Tveimur hinum síðastnefndu var veitt innganga í kirkjufólagið, svo nú eru söfnuðir jress alls 84. Höfðu 22 þeirra sent erindsreka á þing og og nokkurir hinna sent afsökun fyr- ir að þeir gátu engan sent. Eftir- fylgjandi embættismenn voru kosn- ir fyrir þetta ár til næsta kirkju- þings: Séra Jón Bjarnason, forseti; séra F. J. Bergmann, varaforseti; séra B. B. Jónsson, skrifari; séra Rúnólfur Marteinsson, varaskrifari; J. A. Bldndal, féhirðir og Ólafur S. Thorgeirsson varaféhirðir; W. H. Paulson og þorsteinn þórarinsson voru kosnir yfirskoðunarmenn reikninga kirkjufélagsins. Helztu málin, er rædd voru á þingi, voru: Prestafæðin, Missiónarmálið, Sunnudagsskólar, Trúmálafundir, Tímarit kirkjufélagsins, Skólamál kirkjufélagsins, Biblíuskortur. Málið um inngöngu f Council, og svo ýms smærri mál- efni, er útkljáð voru. Forseti gat þess í ársskýrslu sinni, að á ftrinu hefði prestum fækk- að við burtför sóra J. J. Clemens til Chicago og við uppsögn prestskapar Séra J. A. Sigurðssonar. Hefði þó þetta bæzt upp að nokkuru leyti við komu séra Hans B. Torgrímssonar, er frá þvf á síðastl. hausti hefði þjón- að flestum söfnuðum séra Jónasar. Gunnlaugur Jónsson hefði unnið að missíónarverki fyrir kirkjufélagið síðastliðið sumar, en nú væri frétt, að hann mundi hættur við guðfræð- isnám. Hr. Pétur Hjálmsson, sem hefði fyrir nokkurum árum útskrifast af prestaskóla Reykjavíkur, hefði stundað guðfræðisnám á lúterska skólanum í Chicago á síðastliðnum vetii í því skyni að takast á hend- ur kennimannlegt starf meðal landa sinna hér. * Hið þýðingarmesta af fram- kvæmdum kirkjufólagsins á árinu mundi vera stofnun hins íslenzka kennara-embættis við Wesley Col- lege í Winnipeg. Séra Fr. J. Berg- mann hefði byrjað kennarastarf sitt í haust og haldið þvf áfram fram á vor. Kvíði sá, er menn báru fyr- ir þvf að fáir mundu sækja skólann, hefði horfið, þvf aðsókn á skólann hefði aukist eftir því sem áleið. All- ir hlutaðeigendur mundu ánægðir með, hvernig þessi byrjun hefði gengið. Líklegt væri, að þessu ís- lenzka kennara-embætti mundi verða haldið áfram við Wesley College, því auðsætt væri, að kirkju- féiagið gæti staðíð þennan kostnað án þess að skerða skólasjóðinn. Séra Friðrik J. Bergmann hefði, í um- boði skólanefndarinnar, leitað fjár- samskota til skólasjóðsins meðal ís- lendinga í Argyle-bygð og í Winni- peg, og hefði árangurinn ljóslega sýnt vaxandi fthuga á málinu. Samkvæmt ályktun síðasta kirkjuþings hefði á árinu verið leit- að fjftrsamskota f söfnuðum kirkju- félagsins til handa prestaskólanum í Chicago; hefði árangurinn orðið sá, að skólanum hefði verið sendir $100.00. Ársskýrsla forseta leiddi at- hygli þingsins að því, að nú sem stæði fengist cngar íslenzkar bíblí- ur hjá brezka biblíufélaginu. Hafði einn af embættismönnum þess á Englandi skýrt frá því, að samkvæmt tillögu biskupsins á Islandi yrði beðið með að prenta íslenzku biblí- una að nýju þangað til þeir, sem eru að vinna að endurbót gömlu biblí- unnar, hefðu lokið því verki. Búist væri við, að það verk tæki 10 ár enn. Tillaga nefndar þeirrar, er sett var í prestaskortsmálinu, lagði til, að kirkjufélagið skoraði á [fólk sitt yfir höfuð og svo bandalögin, að stuðla til þess að efnileg ungmenni fáist til að aðhyllast guðfræðisnám, og að kirkjuþingið leyfi að varið só af sjóði þess viðlfka upphæð ($300) og ákveðin var f fyrra í sama augna- miði til styrktar efnilegum ung- mennum við guðfræðisnám. Til- laga þessi var samþykt. Samkvæmt tillögu nefndarinn- ar ( missíónarmálinu var forseta kirkjufélagsins falið að semja viö guðfræðiskandidat Pétur Hjálmson um 6 mánaða þjónustu fyrir $50.00 um mánuðinn. Nefndin lagði enn- fremur til, að leitað sé til íslands eftir efnilegum guðfræðingum, er hefðu meðmæli frá kirkjustjórninni þar, og benti sérstaklega á Sigur- björn A. Gíslason. Skólanefndin lagði fram skýrslu yfir framkvæmdir sfnar á árinu, hag sjóðsins, o. s. frv. Hafði hún í samræmi við samþykt þá frá síðasta þingi, að á árinu skyldi koma á kenslu undir umsjón kirkjufólags- ins í einhverri mynd, geit samning við Wesley College í Winnipeg um Samkvæmt því hefði séra F. J. Berg- mann byrjað kensluna og haldið henni áfram fram á vor. Samning- arnir hefðu í aðalatriðunum verið þeir sömu og samningatilraunir þær, er gerðar hefðu verið við Gustavus Adolphus College í St. Peter, Minn., og sem sá skóli hefði ekki séð sér fært að uppfylla þegar á átti að herða. Sjóðurinn væri enn of lítill til þess að stofna sérstakan skóla. Samningarnir við Wesley College hefði gefist vel í öllu tilliti og sam- vinnan verið hin ánægjulegasta. Aðsókn ísl. ungmenna að skólanum hefði verið framar öllum vonum; síðari hluta vetrarins hefði verið 26 íslenzkir nemendur á skólanum. Skýrslan sýndi ennfremur, að af skólasjóðnum hafði að eins verið eytt $475.02. Af kenslulaununum hafði Wesley skólinn borgað meira en helming eða $524.98. Á móti kostnaði við kensluna komu vextir af sjóðnum, er námu $450.00 svo sjóðurinn hafði í rauninni einungis minkað um $25.00. Séra F. J. Bergmann hefði leitað tjársamskota til handa skólasjóðnum þar á meðal ísl., er hann gat náð til í vor eftir að kensla hefði hætt. Árangur af þvf hefði orðið sá, að inn hefði kom- ið í loforðum og peningum $813.00 frá Argylebygðinni, Brandon og Winnipeg. Hefði sjóðurinn því vaxið á árinu um því nær $800.00 þrátt fyrir tilkostnað við kensluna ' við Wesley College. Nefndin hafði sent Manitoba hftskólanum bænar- skrá um það síðastliðið vor, að ís- lenzk tunga yrði viðurkend við þann hftskóla á þann hátt, að hún yrði í vali fyrir nemendur ft sama hátt og franska og þýzka. M41 þetta hefði fengið góðan byr, en væri þó ekki útkljáð. Tillaga nefndarinnar var sú, að kirkjuþinigið feldi skólanefnd- inni, sem nú yrði kosin, að gera samninga við Wesley College um fs- lenzkt kennara-embætti þar næsta skóla-ár að minsta kosti, að séra F.jJ. Bergmann, eða einhver annar hæf- ur maöur, yrði ráðinn fyrir kennara; að af alefli yrði haldið áfram til- raunum til að fá íslenzka tungu viðurkenda á háskóla Manitoba, og að haldið yrði áfram tilraunum til aukningar skólasjóðnum. þessi til- laga skólanefndarinnar var sam- þykt, með þeim viðauka, að höfuð- stóll skólasjóðsins skyldi ekki skert- ur, en við hann bætt á ári hverju því af tekjum hans, sera ekki væri nauðsynlegt til útgjalda. þessu á- kvæði mætti ekki breyta nema með tveimur þriðjungum atkvæða þeirra, er mætt hefðu á kirkjuþingi, og að kirkjufélagið skuldbindi sig til að stofna oinnig fslezkt kennaraembætti á hentugum stað í Bandarfkjunum, f líkingu við kennara embættið við Wesley College í Winnipeg, svo fljótt sem kringumstæður mögulega leyfðu. Upphæð skólasjóðsins var um sfðustn áramót $6283 38, þar af úti- standandi í lánum gegn fasteigna- veði $2600.00, útistandaudi í skulda- bréfalánum (Promissary Notes) $3138.13. (Meira.) Kirkj u J>i ii g s-y f 1 rlýsi u ff • f tilefni af nýskeðu fráfalli Björns Jónssonar að Brú, P. O., í Argyle- bygð i Mauitoba. „Oss, sem sitjum á kirkjuþingi þessu, er öllum kunnugt um þann sorgaratburð, að nú rétt fyrir þetta kirkjuþing, hinn 18. þ. in„ dó hinn alkunni ágætismaður Björn Jóns- son, að Brú í Argylebygð í Manitoba. Kirkjuþing þetta finnur sig knúð til að minnast frftfalls manns þessa með sárutn söknuði, því að kirkjufélag voit á þar á bak að sjá einum sínum lang ötulasta og ein lægasta starfsmanni á meðal Islend- inga í heimsálfu þessari. Hann hat'ði líka frá fýrstu landnámsárum íslendiuga hér f landi og alt fram á síðustu tíð staðið ineð hinum allra fremstu og starfhæfustu í menning- arbaráttu þjóðar vorrar. fall hans er þvf svo tilfinnanlegt skarð fyrir skildi í voru fámenna íslenzka þjöðfélagi. Kirkjuþingið ly^sir yfir dýpstu og, innilegustu sorgarhluttekningu sinni með skrifara þessa kirkjufé- íags, séra Birni B. Jónssyni, syni hins látna, og öllum öðrum vanda- mönnum og vinum nær og íjær, sem nú bera hrygð í hjarta út af fráfalli þessa góða og göfuga manns. Kirkju- þingið biður góðan guð uð senda þeim öllum huggarann, sinn heilaga anda, ( hjörtun, svo þeir fái kristi- legt þrek til að bera rína sáru sorg. Svo þakkar þingið guði fyrir hið góða starf alt, sem eftir þennan látna vin vorn liggur, og biður hann að veita oss marga starfsmenn lfka honum voru kirkjulega starfi til efl- ingar og nafni sínu til dýrðar vor á meða!“ Mjög kært væri mér að láta Lögberg flytja æfiminningþessalátna vinar míns, en því miður skortir mig kunnugleik á ýmsura atriðum til þess að geta fært hana f letur. Eg bið afsökunar ft þvf, að fyrir vangá birtist ekki dánarfregnin í öllu upp- laginu af Lögbergi síðast og því birt- ist hún nú aftur í þessu blaði. M. Paulson, Flcnsborgarskólinn. Skóla&rið liðna nutu 33 nemend- ur tilsagnar í skólanum, 27 í gagn- fræðadeildunum og 6 í kennaradeild- inui. Aðalpróf 1 yogri gagnfræðadeild- inni var haldið & venjulegum tfma, f Marzlok; en nemendur eldri deildar b&ðust eftir þvf, að nftmstíminn væri að pessu sinni lengdur um einn mftn- uð, og var burtfararpróf ekki haldið fyr en I lok Aprílœánaðar. Utan- skólaprófdómendur voru peir prófast- urinn f Görðum séra Jens Pftlsson og Páll Einarssoo sýslumaður. Að eins 4 luku prófi;3 tóku ekki prófið, fóru úr skólanum f Aprílm&n.; einn sýktist í miðju prófi og tveir gengu frft prófi. Dessir luku burtfararprófi: Egill Erlendss. aðaleink. dftv. + 5,21. Jörgen Hansen — d&v. 5,06. Sigurður Stef&nss. — — 5,00. Dóra D. Guðjohns.— — 4,96. í kennaradeildinni var próf hald- ið 10. og 12 p. m. oglukuþví 5 nem- endur með pessum einkunnusn: Einar Gfslason, sonur Gfsla bónda Guðmundssonar ft Urriðafossi í Árnes- sýslu (f. 13. Júnl 1878) með einkunn- inni vel + bók!, d&vel + verkl. Guðmundur Halldórsson, son- ur Halldórs saikkara Guðmunds- sonar úr Fljótshlíð í Rangftrvallasýslu (f. 4. Okt. 1877) d&v. + bók!, vel + verkl. Jón Hinriksson, sonur Hinriks- bónda Jónssoaar, ft Brekkukoti í Gullbringusýslu (f- 23. Maf 1881) vel + bók!, vel + verkl. Sigurður öiafsson, sonur Ólafs bónda Sigurðasonar f Kirkjuvogi f Gullbringusýaiu (f. 23. Maf 1881) vel bók!, dável + verk! Dorleifur Erlendsson, sonur Er- londs bóuda Guðmundssonar ft Jar- langsstöðum, Mýrasýslu (f. 15. Marz 1876) dftvel + bókl , vel + verkl. Einn nemandi lauk ekki prófi. Auk hinna reglulegu nemenda pess- arar deildar, fekk fröken Margrót Dorkelsdóttir frft Reykjavlk leyfi til að hlýða & kenslu f uppeldisfræði nokkurn tima seinni hluta vetrar og vera við hinar verklegu kensluæfing- ar. Prófdómendur við þetta próf voru þeir prófastur séra Jens P&lson í Görðum og Sigurður kennari Jónsson í Reykjavík. Verkefei f ritgerf: móðurmála- kenslan. —Isafold. Shoal Lake-nýlcndan. Dar eð vinir mínir og kunnÍDgj- ar höfðu beðið mig um ftlit mitt & kostum og ókostum Shoal Lake- eða Grunnavatns nýlonduunar, eftir að eg kæmi úr ferð minni paDgað, pá gef að stofna íslenzkt kennara-embætti General við þann skóla á síðastliðnu hausti. Við frft- eg hór með svo lfttandi skýringu:

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.