Lögberg - 12.03.1903, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.03.1903, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, 12. MARZ 1903. • Jögberg er kc£8 ót hvern fimtadet al THS LÖGBERQ PRINTING & PUBLISHING Co. (löegilt), aS Z»I. WIU.IAM AtH. 08 Ne»»S*.. Wi«iiipko.Ma*. — Kottftr iioo om irlB lá íllftfltH > kr.) Borglat tyrir tram. Einstok nr. « eanfc Publlshed erery Tbarrdar by THB LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (Incorporated). at Cor. Willim Atb. and Ni» St.. Wihnipeo. Mae. — Sabecriotlon orice Hon per rear, payable In adranoe. Slngle aopiee i aanta. aararjóai (• ir) t Mngnoa Pnolaon. -) aoaiaaae Hanannn! John A, Blondnl, AUGLÝSINQAR;—Smá-enrlJalníar ( eltt aklW j cent fyrir so or8 a8a « þtimí dálkalengdar, T> aent um manaðinn. A atmrri aaglýaingnm nni (angri tirna. afaiáttar eltit ajmningi BÖSTAÐA-SKIFTi kaaponda wBoi a» tik kynna akriflaga og geta am fjrraraodi báatai lalniramL Utanáakrift tll afaraiSslaatofa bUBaina arl Tba Logbnrg Prtg da Pub, Oo, P Ck Baa 1282, TaUphotM ntfc Wlnnipag, Utnoáakrift tll rkatidraar ac Bditor Logberg P o. Boi 1282, Winnlpoe Ifam. !>f%.Samkvæmt la- dalðgom a- nppaögn aeapandt á blaBi dgiid nema nano aé akuid'.aaa. þesar bana eegir upp.—E.' kaupandi aom et í rknld vi8 blaSia fiytur vistferlum án f^eFí- siö tiikvnna heimiíissKift ín, þá er J>að fyrir dómsróluimrn álitin •ýniMí §onnan fyrir prettvíslegum tilgangi. ^ Ti.---—---------—---------— FIMTUDAGINN % Marz., 1903. Fylkisreikningarnir. þegar Greenway-stjómin var viS völdin jós „Heimskringla" ill- yrðum yíir hana fyrir það.hvað mik- ið fé gengi til íslendinga úr fylkis- sjóði og kallaði mest af því mútufó og öðrum óvirðulegum nöfnum. Vér sýndum fram 6, að þetta vœri rangt gagnvart stjórninni, en þó rangara gagnvart tslendingum sjálfum. ís- lendingar eiga sama tilkall til þess og aðrir menn að fá vinnu hjá stjórn- inni og hið sama má um þau frétta- blöð og prentfélög segja, sem ekki eru stjórninni óvinveitt, þau eiga sanngjarna heimtingáþví aö fá sinn tiltölulega skerf af prentun og ann- arri stjórnarvinnu, sem til blaðanna gengur. þetta viðurkendi Greenway- stjórnin. En „Heimskringla" not- aði hvert cent, sem fylkisreikning- arnir sýndu að til íslendinga gekk, sem ákæru gegn henni. þetta er raDgt. Lögberg vildi gjarnan sjá, að sem íiestir íslendingar gætu feng- ið vinnu hjá stjórninni og hefir aldrei sagt stygðaryrði 1 garð Rob- lin-stjórnarinnar fyrir það, sem hún hefir í því efni gert. það, sem „Heimskringla" fór hörðustum orðum um í þessu sam- handi, var borgun til Lögbergs fyrir auglýsingu og blöð, borgun til Guðna Thorsteinssonar á Gimli og ferðakostnaður Sigtryggs Jónasson- ar til þings. þetta þrent sagði „Heimskringla“ að væri mútufé og þjófnaður úr fylkissjóði. Og trúað getum vór þvf, að þetta hafi "verið gert að þeirri grýlu í augum sumra mauna, að það hafi haft áhrif á at- kvæði þeirra við síðustu fylkiskosn- ingar. þeim mönnum til fróðleiks, og þá jafnframt öllum lesendum Lögbergs.setjum vór hér samanburð á þessum þremur útgjaldaliðum á stjórnarárum þeirra Greenway og Roblins. þess skal getið, að „Heims- kringla“ benti á það sem hróplegt ranglæti að borga Sigtr. Jónassyni $460 í fertakostnað til þings „norð- a£ Elgin ave. og suður á Kennedy street;“ en nú vill svo skringilega til, aS B. L. Baldwinson & enn þá skemmra að fara. þessi útgjöld Greenway stjórn- ariunar, sem „Heimskringla" kallaði „þjófnað" og „mútur" og „dúsur“ voru á þessa leið: Til „Lögbergs“ (auglýsÍDg .og .......................... Guðni Thorsteinsson........... 200.00 Sigtr. Jénasson (ferðakostnaður) 4.60 Samtals............ $1,604.60 Um þetta fórust „Heimskringlu" þannig orð 27. Apríl 1899 (þá fókk Lögberg $1,400 fyrir auglýsingar og blöð og t350 fyrir að prenta bækl- ing): ..Svo er dúsan til Lögbergs—hátt á annað þúsund dollars. í’að er allstðr upphæð og ætti að fara all-langt með að httlda út blttðinu, með þeim auglýsing- um, sem það befir, þó engir væru kaup- endur, að minsta kosti getum vér stað- hæft það, að slík upphæð mundi nægja til að borga alt vinnukaup, húsaleigu, ljós, og útgáfu „Heimskringlu'*. Að blaðið þarf þennan gífurlega styrk á hverju, ári, er að voru áliti sterkasta sönnunin fyrir þvi, að Lögberg er í raun og veru hreppsmatur og á sér engrar uppreisnarvon að þvf er sjálfstæði snertir.11 Um þessa $200 til Guðna Thor- steinssonar kemst sama blaðið þann- ig að orði: „Það eru ttðallega lögreglustjóra- launin til Guðna á Gimli, sem oss finst vera óþörf útgjaldagrein, þegar tekið er tillit til þess, að ekki eins cents virði er unnið fyrir þeim peningum, nema lítil- fjörleg atkvæðasmölun umkosningar og misbrúkun á stöðu hans sem friðdómari til þess að halda lögmætum kjósendum frá að greiða atkvæði. Auðvitað getur þetta verið núverandi stjórn dálítill hagnaður. En það sýnist ekki alveg réttláttaðborga fyrir þaðúr fylkissjóði,1* Víða í blaði sínu kallaði rit- stjóri „Heimskringlu" það sem Lög- berg fékk „mútur" og „stolið stjórn- arfó“, sem það fengi fyrir að rógbera óvini stjórarinnar, þvl að, segir „Heimskringla" „það mundi ekki verða lengi alið á stolnu stjórnarfé ef það sýndi nokkurn snefil af fróm- lyndi eða sjálfstæðri hugsun." Maður skyldi nú ímynda sér, að hér hefði komist breyting á þeg- ar Greenway-stjórnin féll. Jú, víst varð breyting, en ekki til að minka þetta svokallaða ranglæti heldur í hina áttina. Samskonar ranglœti Roblin-stjórnarinnar á síðastliðnu ári lítur svona út: ,,Heimskringla“ (auglýsing og blðð)................. $2,606.40 B. B. Olson, Gimli............. 595.00 B. L. Baldwinson................ 12.20 Alls................. $3,213.60 þess skal getið, að af þessum $595 til B. B. Olson er $125 talið lögregludómaralaun og $470 fyrir að tala við fólkið um—búskap!! Enn frernur má geta þess, að B. B. O. var ekki lögregludómari nema part af árinu eins og stjórnartíðind- iu sýna. Tímann sem hann var embættislaus fékk hann $345.10 fyr- ir vinnu við vínsölubanns-niður- skurðinn. S4 höfðingi hefir alls fengið $1,003.10 úr fylkissjóði á árinu. Nú sjá menn af samanburði þessum, að „Heimskringla“ fær $2,606,40 fyrir bókstaflega það sama sem Lögberg fékk $1,400 fyr- ir, og því fer fjarri, að oss korai til hugar að kalla þetta þjófnað eða mútur eða neinum öðrum ónöfnum. þetta sýnir eitt, sem oss er mikið á- nægjuefni að geta nú bent íslend- ingum á: „Heimskringla“ hefir eðli- lega fengið verk það, sem Lögberg hafði, en Mr. Baldwinson sem ný- lega lýsti yfir því á þingi, að hann væri eigandi „Heimskringlu,“ hefir ekki verið ánægður með borgun þá sem Lögberg fékk og álitið hana of litla. Oss kemur ekki til hugar að geta þess til, að hann líti þannig ó, að fé þessu só „stolið handa honum úr fylkissjóði og hann alinn á því til þess hann ófrægi óvini stjórnar- innar og sýni engan snefil af fróm- lyndi og sjálfstæðri hugsun." Að taka við stolnu fó og vita, að það er þjófstolið, varðar þungri hegningu samkvæmt landslögunum; og vér leiðum hest vorn hjá því að geta annars eins til um „Heimskringlu‘‘ eigandann. þeir, sem kunnugir eru Guðna Thorsteinssyni og B. B. Olson og þekkja hæfileika beggja mannanna, munu inn á það ganga, að hafi það verið vítavert af Greenway-stjórn- inni að borga hinum fyrnefnda $200 á ári, þá sé eitthvað gruggugt við það að borga hinum síðarnefnda $595 fyrir sama verk. Um ferðakostnaðinn til þingser ekki talandi, það er svo ómerkilegt; ea hafi það verið rangt að borga Sigtryggi $4.60 í ferðakostnað frá skrifstofu hans á Elgin ave. og suð- ur á Kennedy st., þá er of mikið að borga Baldwin $12.20, því að frá skrifstofu hans er enn þá skemmra að fara. Roblin-stjórnin á grafar bakkannm. það lýsir sér daglega betur og betur, að það er ekki ástæðulaust þó Roblin-stjórnin sé hrædd um sig og grípi til allra þeirra meðala sem hugsanleg eru til þess að tjarga sem lengst í sjálfa sig lífinu. Aftur- haldsmönnum hefir lengi verið við brugðið fyrir flokkhollustu: að yfir- gefa ekki flokk sinn fyr en í fulla hnefana þó eitthvað meira en lítið sé að. Við þetta kannast allir þeir, sem að einhverju dálitlu leyti hafa kynt sér hina pólitísku sögu lands- ins. En Roblin-stjórnina og aðfarir hennar geta ekki heiðarlegir aftur- haldsmeun gleypt (því það eru til heiðarlegir menn í flokki afturhalds- manna þó fremur lítið hafi á þeim borið síðan Roblin-stjórnin tók við völdum í fylkinu), og nú eru þeir hver eftir annan farnir að lýsa yfir því opinberlega, að þeir verði nauð- ugir viljugir að yfirgefa flokk sinn heldur en að mannskemma sjálfa sig með því að leggja öðrura eins manni og Mr. Roblin er lið sitt við í hönd farandi fylkiskosningar. Einn manna þessara er William Mill- ar í bænum Boissevain. Maður sá hefir alt til þessa verið talinn með helztu mönnum afturhaldsflokksins í fylkinu, og þangað til nú fyrir fá- um dögum var hann í stjórnarnefnd aðal félagsskapar flokksins í fylk- inu. Svo hljóðandi bréf frá manni þessum birtist í blaðinu Manitoba Free Preas núna í vikunni, ugglaust vegna þess „Telegrarn" hefir neitað að birta það: Bo'ssevain, 20 Febr. 1903. W. H. Hastings, Esq., ritari afturhaldsmanna-félagsins 1 Winnipeg. Kssri herra,— Hér með segi eg af mór sem með- limur stjórnarnefndarinnar í aftur- haldsmanna félagi fylkisins. Ástæð- an til pess er sú, að eg er ekki sam- þykkur stefnu núverandi stjórnar formanns. Eg er mötfallinn járn- brautarmálastefnu hans, aðferð hans 1 vínsölubannsmálinu og kosnÍDgalög- unum. begar Mr. Roblin lagCi járn- brautarsamninga sína fyrir pingið f>4 gætti hann pess að leggja áhsrzlu á, að alt fylkið ætti að hafa gott af peim. Eg efaðist um það þá strax, og nú oftir tvö árin er eg sannfærður um, að samningarnir voru ekki öllu fylkinu til góðs. Eg sagði ekki mikið fyrra árið, því eg áleit rétt að lofa jirn brautarfélaginu að reyaa sig. En þegar flutnÍDgar ganga ver annað árið f>4 er timi til kominn að lasta samn- ingana. Eg er ekki í tölu þeirra manna, sem halda að samningarnir setji fylkið á höfuðið, pví eg hefi meiri trú en svo á landinu. En vitaskuld er það, að þó eitthvað botra byðist pá getur nú ekki fylkið styrkt neitt það, sem simkepni gæti aukið. l>að á!it eg verstu hlið samainganna.— Refer- endum málið álit eg verstu prettvisi sem nokkur stjórn hefir sýnt, sem enginn maður ætti að sætta sig við. Væri pað stjórnin ein, sem við slikt liði, f>á væri undan litlu að kvarta; en allir (tfturhftldsmeua eru par i sömu fordæmingunni. Eins og f>ér munið var eg i nefndinni sem samdi stefnu- skrá flokksins fyrir síðustu fylkisko3n- ingar, og mótmælti vfnsölubanag á kvæðinu, en hólt pvi jafníramt fram, að ef grein sú yrði viðtekin og flokk- urinn kæmist til valda pá yrði ræki- lega að efna pað, sem par væri lofað. JÞannig leit eiunig leiðtogi flokksins Hugh John M-cdona'd 4. Hsnn hét f>ví, að ef flokkur hans yani þá skyldi verða staðið við hvert loforð í stefnu skránni. I>að hefir ekki Mr. Roblin gert.—£>á eru kosDÍngalöft/in. Eg get ekki imyndað mór, að si, sem þeira lögum réði, hafi nokkurn tfma við f>að átt að koma nöfnum á kjörskrá. Vel man eg eftír stjórnarnefad- arfuadi þegar Mr. lloblia lag'i s'' okkur að fi anaia leiðtoga en hann. Hann sagði, að gagaslaust væri fyrir flokkinn að leggji út i kosningar með sig sem le ðtoga. Hann sagðist hifa lagt sier a bn fram á þingi, en fólkið bæri ekki traust til sfn. I>ér munið hvað erfitt okkur veitti að fá Hugh John M cdo mld til að ger*st leiðtogi. Honum var engin þægð ( þvi. Lang- aði ekkert í fylkis pólitfk. Eg hefi afturhi'dsmaður verið alla mína æfi og barðist gegn Greenway-stjórninni þegar hún var við völdin. öll þau mörgu ár, sem eg hefi haft afskifti af pólitfk, hefi eg engan leiðtoga þekt sem jafn marga hefir fæ’t f burtu úr flokk sínura eins og Roblin. Eg bið menn að skilja það, að eg tilheyri ekki frjálslynda flokknum. Eg trúi á gruodvallarkenningar afturhalds- flokksins; en ekki eins og núverandi stjórn heldur þeim fram. Eg bið menn ennfremur að skilja það, að eg ber enn þá traust til sumra meðlima stjórnarinnar; en þeir eru á leiðinni að gera út af við sig. Eg er ekki einn i þeirra flokki, sem fordæma a> d- stæðinga okkar fyrir það,sem þeir svo hslda sjálfir með innan afturhalds- flokksins. Eg get ekki verið að- gerðalaus af því eg hugsa eins og eg hugsa. Við næstu fylkiskosningar beiti eg öllum kröftum mínum til þess að fella þingmannsefni Roblins i kjördæmum þeim sem eg get að nokk- uru liði orðið í. I>að er sárgrætilegt fyrir mann á mfnum aldri að verða að snúast þannig gegn flokk sem eg hefii haft jafn löng og náin afskifti af. Eftir að Roblin-stjórnin hefir verið feld verð eg aftur þar sem eg heti ætið áður veiið — í liði afturhslds- manna. Fyrirgefið ónæðið. Yðar einlægur, . (undirskr) Wm, Millar. Svona farast nú þessuai manni orð, og það skilst hverjum þeim, sem bróf þetta les, að Mr. Millar er hugs- andi maður og samvizkusamur. Beri menn nú þetta saman við það sem „Heimskr." hefir sagt um járnbraut- armálin, kosningalögin og vínsölu- bannsmálið. Útdráttur úr ræðu Mr. Thos. Greenway í Manitoba'þinginu 28. Febrú- ar síðastliðinn. Óffrlrgefanleg ejösluseml Roblin-atjórn- arinnar,—Grundvallarlög fylklalns fót- um troöin. (Framh.) Sölulaun. Vinur minn sagði, að stjórnin væri hætt að borga sölulaun, en í fylkisreikningunum finn eg sölu- launa upptalning á næstum heilli blaðsíðu—alt fyrir að selja land. þegar stjórnin var spurð hvaða vald hún hefði til slíks, þá svaraði hún því, að við hefðum gert það. það er ekki góð og gild ástæða. Og það, sem við gerðura, ætti ekki að vera eftirbreytnisvert fyrir stjórnina þegar hún er stöðugt að kvarta und- an gerðum okkar. En hvað gerð- um við nú í þessu efni? Við borg- uðum í örfáum tilfellum sölulaun til manna Man. og N. W. járnbr.félags- ins af því þeir seldu okkar lönd með sínum löndum. Og af því við kom- umst ekki hjá að gera þetta (tveim- ur eða þremur tilfellum þá leyfir stjórnin sér að gefa vinum sínum hér í bænum stórfé fyrir að selja löndin. Eg veit ekki af neiuu sem róttlætir aðferð þessa önnur ósannindi. það er enn þá eitt, sem mig lang&r til að minnast á—ein ósann- indi fjármálaráðgjafans í gær. Hann segir, að þogar afturhaldsstjórnin kom til valda, þá hatí verið $317,000 í peningum ( sjóði (þeim ber ekki vel saman fjármálaráðgjafanum og ritstjiira ,,Hkr.“) Ef fjármálaráðgj. vildi leggja það á sig að fletta upp á 491. bls. i þingtiðindum, þá mundi hann sjá það í skýrslu konunglegu nefndarinnar alrærndu, sem svo miklu kom til leiðar og sem fékk svo myndarlega þóknun fyrir starf sitt, að í sjóði voru $498,060.57“. [Hvað skyldi Roblin-stjórnin hafa gert við upphæðina ($181,069.57) sem hún dregur þarna undan og læt- ur ekki koma til reikninga? Hvað mundi Gimli-þiugmaðurinn hafa kallað það, hefði hór verið um Mr. Greenway að ræða?]. „Oheyrilega eyöslusöm stjórn. Eg ætla að benda á hvað Rob- lin stjórnin leggur mikið á fylkið til að styðja vini sína, fréttablöðin, því að sKkt er mjög þýðingarmikið atriði fyrir fylkisbúa og lýiir vel háttalagi stjórnarinnar. Hórna á árunum þegar eyðslusemi okkar átti að hafa verið svo mikil, þá var kvartað undan þvf, að við borguð- um alt of mikið fyrir preutun, aug- lýsingar og ritföng. Eitt af hinum margvíslega sparnaði okkar lá auð- vitað í því, hvað mikið við færðum þann kostnað niður. Hvemig stend- ur þetta nú? Eg ætla að tilfæra tvö ár, annað þegar við vorum við völd- in, hitt á stjórnartíð Roblins. Eg tek þá árið 1898 vegna þess þá voru cngar kosningar. Stjórnarreikn- ingarnir sýna, að.það ár var borgað $17,584.01 fyrir prentun, bókband, ritföng og auglýsingar. Eg bið alla að veita tölum þessum nákvæma eftirtekt svo þeir geti áttað sig á því, hvað stjórnin er að gera. Herrar þessir eru að reyna að telja fylkis- búum trú um, að þeir séu sparsamir. Eg hefi áður sagt það á opinberum fundi í Winnipeg, og skal standa við það hór í þinginu, að við höfum nú þá lang eyðslusömustu stjórn, sem nokkurn tíma hefir setið aö völdum í fylkinu. Eias og eg sagði borgaði gamla stjórnin fyrir það, sem eg taldi upp $17,584.01. Fyrir samskonar borgaði Roblin-stjórnin árið 1902 $37,635.07 — meira en helmingi meira en við borguðum, eða $20,051.06 meira. Reikningarn- ir eru hór við hendina. Hver sem vill getur sóð, að hér er rétt fariS með.“ Mr. Roblin: „Væri ekki jafn gott að geta þess, að það ár gáfum við út endurbætta lagasafnið?“ Mr. Greenway:—„þeirra er hór ekki getið. í þessari upphæð er ekki eitt einasta cent fyrir útgáfu lagasafnsins. En eg só ( reikning- unum upphæðir, sem borgaðar hafa verið fyrir það verk. Samanburður sá, sem eg geri, skal vera i alla staði sanngjarn. Fjármálaráðgjafinn stendur upp og talar um þennan „á- litlega tekjuafgang", og að hjá gömlu stjórninni hafi vorið „tekju- halli,“ og svo tilfærir haun upphæö- ina. Eg hefi verið að líta yfir fylk- isreikningaua og só, að stjórnin hefir haft miklu meiri tekjur en við höfð- um síðustu þrjú árin. Kunningi minn segir, að tekjuafgangurinn só $289,000. Hann heföi getað verið miklu meiri ef löndin hefðu veriS seld fyrir peninga eins og var ( lófa lagið og verðið svo lagt í fylkissjóð; þá hefði getað verið fallegur tekju- afgmgur. Ástandið í Manitoba hef- ir breyzt stórum og eg álít, að stjórn- in hefði getað meðhöndlað löndin betur en hún hefir gert. Eg álit, aS hún hefði getað fengið hærra verS fyrir löndin og meira borgað niður vegna þess eftirspurnin hefir veriS svo mikil. HvaS hefir svo stjórnin gert? Hafi stjórnin haft meiri tekjur en við höfðum, þá eigum við nú heimting á að spyrja, hvað við þann tekjuauka hafi verið gert. Eg hefi dregið fram fáein sýnishorn yfir það, hvað af fónu hetír orðiö. Nú ætla eg að draga fram samanburð á tekj- unum á báðum tímabilunum. Síð- ustu þrjú stjórnarár mín fengum viö í vexti af skólasjóð $44,876.43 á móti $296,464,42, sem stjórn þessi hefir fengið. í sekta té fengum við $13,493.75, en þeir $18,966.50. 1 þóknanir (fees) fengum við $17,980,- 72, en jæir fengu á sömu tímalengd

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.