Lögberg - 27.08.1903, Page 5

Lögberg - 27.08.1903, Page 5
LÖGBERG 27. ÁGÚST 1903 5 öSrum og reyna setn bezt að „leita, hugsa og dreyma.“ Komum við a') eins saman til að skemta okkur, að hlaupa, stökkva, dansa o. s frv., þá væri íslendingadagurinn mj ig lítils virði. En því er ekki þannig varið, sem betur fer. íslendinga- dagurinn hefir 1 ka alvarlega hlið. Við komum líka saman til að leita að sannleikanum, til að hugleiða „h v a r við séura og h v a ð við sé- um,‘- til að láta okkur dreyma löngu liðna og komanda tíð, að rifja upp gamlar endurminningar, að minnast alls þess, sem okkur er kærast, landsins, sem við lifum í, þjóðarinn- ar, sem við tilheyrum, og umfram alt, landsins, sem við erum frá, sem er „und irlegt sambland af frosti og funa, fjöllum og sléttum co hraun- um og sjá,“ sem við eigun allra landa mest að þukka hvað við erum sem einusinni var griðastaður for- feðra okkar, þegar þeir flýðu úr Noregi „auctur um hyldýpis haf“ undan ofríki Haralds konungs hár- fagra. þetta land ætti að vera okk- ur allra landa kærast. þetta gamla, söguríka land, Island. Og það er hlutverk mitt hér í dag að mæla fyrir minni íslands, ættlandsins okkar afskekta. Mörg- um mun tinnast það dirfska mikil af mér, ungum og óreyndum, að takast á hendur að mæla fyrir minni þess lands.sem eg heti aldrei séð og þekki því ekki nema í gegn um aðra. þetta er að nokkuru leyti alvegrétt. Eg finn mjög til vanmáttar míns í þessu efni. Eg veit, að eg er enn þá of ungur til að geta leyst það vel af hendi. En eg kannast engan veg- inn við það, að eg þekki ekki Island nógu vel. Höfum við ekki öil kynst Islandi í gegn um kvæði ís- lenzku skáldanna? Höfum við ekki þar notið þeirrar blíðu, sena nátturu- fegurð íslands hefir á boðstólum? Höfum við ekki séð þar hin „öldnu fjöll" þar „tign býr á tindum en tráust í björgum'1? Höfum við ekki séð þar „um grænar grundir líða elfur ísbláar að ægi fram“? Höfum við ekki heyrt þar „beljandi foss við hamrabúann hjala?“ Höfum við ekki líka lesiðj íslendingasögurnar gömlu og lifað í anda marga ánægju- lega stund ó stöðunum, þar sem þær gerðust? Svari einhverjir þessu ekki játandi, er kæruleysi foreldra um að kenna; þau|hafa þá ekki bor- ið nógu mikla ættjarðarást í brjósti sór til’að kennaj|börnunum sínum að elskaj landið, [þar sem forfeður þeirra hafa dvalið þúsund ár. Hafa ekki haft’nógujmikla rækt í sér til að kenna þeim að lesa „móðurmnlið sitt góða“^ef til vill álitið nám þess þeim bara til fyrirstöðu hér í landi. Eins og ástatt er fyrir okkur Vest- ur-íslendingum er það alveg undir foreldrum okkar komið, hvort við unnum íslandi eða ekki. Hafi þau gert skyldu sína gagnvart okkur, ættum við.’sem hér erum fæddir og uppaldir, sannarlega að elska ísland og fult eins vel að geta mælt fyrir minni þess og þó við fihefðum æfin- lega átt þar heitaa. Ekki er því neitandi, þó sorg- legt sé til*þess að hugsa, að margir, sem hingað hafa“komið að heiman, lært hérlenda tungu og flotið inn í framfarastraum þessa lands, eru orðnirTslandi mjög fráhverfir, álíta íslenzkuna einskis virði og, meira aS segja," fyrirverða sig stundum fyrir að vera 'Islendingar. Svona langt geta sumir leiðst 1 kæruleysi og fáfræði. En svo ætti okkur að standa|hér|um'bii á sama um þessa menn. þeir|hafa aldrei mikil áhrif; þeir ættu sem fyrst að verða enskir eða hvað annað sem þeir vilja, því Islendingar eiga þeir engan veginn skilið að vera. En svo eru það ekki einungis fáfróðu og hugsunarlitlu mennirnir,§sem kærulausir eru fyrir landinu slnu og þjóðinni sinni. Til eru líka mentaðir, hugsandi og leið- andi menn, seir lítið vilja gera úr íslandi og íslendingum. Menn, sem myndu álíta okkar alvarlegu stund hér í dag illa varið. Menn, sem aldrei vilja lita til baka, segja það hafi æfinlega staðið okkur fyrir þrifum hvað við höfum lifað mikið í fortíðinni. Menn, sem einlægt vilja ana áfram án hinnar minstu viðstöðu, Jafnvel heima á Islandi hafa svona menn látið til sín heyi*a. Menn, sem telja föðurlandsástina og ástina á þjóðerni sínu að eins „óljós ar tilfinningar," sem ómögulegt sé að gera sér grein fyrir öllum þess- um barnslegu tilfinningum virðast þeir vilja láta kasta fyrir borð, þær só að eins ti! tálmunar á veginum í framfaraáttina. það eru likamlegu framfarirnar, sem þessir menn leggja alla áherzlu á, að mannkyninu geti liðið sem bezt, lífið verði bara leikur i heiminum, að eins þægindi, friður og gleði; stríðinu, ófriðnum og sorg- inni sé í burtu kastað; engin fátækt þekkist í heiminum, vólar af öllu tagi sé uppfundnar, járnbrautir liggi um löndin þver og endilöng og m. fl. Til að öðlast sem fyrst þess- ar framfarir eiga smærri þjóðirnar að leggja niður nafn sitt og ganga sem fyrst í flokk með stærri þjóð- um, sem lengra eru komnar áleiðis. Eitthvað á þessa leið munu sko*an ir þeirra vera, sem ekkert vilja hafa, að gera með föðurlandsástina og ást- ina á þjóðerni sfnu. En það er margt að athuga við þessar skoðanir, og ólíklegt þykir mér, að þeir verði margir, sem þær aðhyllast. Lfkamlegu framfarirnar eru að söunu æskilegar fyrir okkur íslendinga, en ef þær útheimta það, að við legðum fyrir þær í sölurnar allan okkar andlega auð og þeirra vegna hættum að feta áfram okkar eigin andlegu framfarabraut, vildi eg ekki neitt hafa með þær að gera. Ea, sem betur fer, útheimta þær það ekki. Undir sínum eigin merkjum geta íslendingar tekið eins miklum framförum, í bæði andlegum og lík- amlegum skilningi, og nokkur önn- ur þjóð í heiminum. Hve landið er fjarlægt og þjóðin fámenn þarf nú ekki lengur að standa þar í vegin- um fyrir líkamlegum framförum. Ljós menningarinnar getur engu síður skinið þar en í öðrum löndum. Mörgum kann að finnast þetta ó- mögulegt, en eg vona samt sem áð- ur, að allir þeir, sem Dokkuð hugsa, kannist við, „að eyjan hvíta á sér enn vor ef fólkið þorir guði treysta, hlekki hrista, hlýða réttn, góðs að bíða.“ þolinmæðin vinnur smátt og smátt bug & þrautunum á Islandi engu síður en í öðrum löndum. Eg vil líka benda á, hve hæpið það er, að við íslendingar höfum litið ofmikið til baka. Ef við hefð- um æfinlega gert það, ætíð lifað í anda í fortfðinni og jafnan haft for- feður okkar til fyrirmyndar, hvern- ig væri þá „feðranna frægð fallin í gleymsku og dá“? Eða fer skáldið hér raeð markleysu eina? Eg vil halda, að við höfum ekki lifað nógu mikið í íortíðinni, ekki útmálað nógu vel í huga okkar ásigkomulag íslendinga fyr á öldum þegar þeir réðu landinu sjálfir og voru frjálsir og dugandi ménn. Og þetta er að miklu leyti orsök þess, að við erum þeirra eftirbátur. Mestu framfara- þjóðir heimsins líta stöðugt með að dáun til baka og láta gerðir for- feðra sinna sí og æ vera sór til upp- örfunar í framfarabaráttu sinni. Máske kunna nú einhverjir að segja, að mikið af því, sem eg hefi sagt hér í dag, komi okkur Vestur- íslendingum ekki neitt við. það só að eins þjóðin heima, sem eigi að halda við það, sem íslenzkt er, og elska ísland og halda uppi heiöri þess. Úr því við séum komnir það- an beri okkur einungis að elska þetta land, sem við lifum í, og vinna að framförum þeaS af öllum mætti. En þeim, sem þessu halda fram, er ekki Ijóst hvaða skylda á okkur liggur gagnvart íslandi. Orð mín hér vil eg láta hvetja alla sanna ís- lendinga til að láta eins og vind um eyrun þjóta orð þeirra manna, sem vilja fjarlægja okkur frá okkar gamla og góða ættlandi. Við megum ekki gleyma því, að við eigum í-dandi mikið upp að unna. þar hefir þjóðin okkar lengst af dvalið. Og engum getur dulist, að löndin eiga mestan þátt í þvf, að skapa eðli og lyndiseinkunnir þjóð- anna. Hver þjóð hefir sín andlegu og líkamlegu einkenni, sem að mestu leyti eru sprottin af mismunanda ytri áhrifum. Undir þessum ein- kennum er kominn skerfur sá, sem þær leggja til menningarinnar í heiminum. t>essi einkenni gera mannkynið svo miklu fullkomnara en það væri ef öll lönd væri eins og áhrif þeirra hin sömu. Og öll okk- .ar einkenni, sem íslendingar, eigum við íslandi að þakka. Menning Forn Grikkja er af all-flestum þökkuð að mjög miklu leyti landinu, sem þeir þjuggu í. Náttúrufegurðin stórkostlega lokk- aði ljóðin út af vörum skáldanna og örvaði hjá listaniönnunum þrá til að láta eitthvað eftir sig liggja. Hæfileikar þjóðarinnsr voru auðvit aö líka mikið meðfæddir, en ytri á- hrifin vora það, sem glædda þessa hæfileika og uppört'uðu hvöt hji þjóðinni til að at'kasta sem mestu 1 hverju sem var. Svona er því líkft varið með okkur íslendingft og þó við höfum enn þá ekki afkastað miklu, hvað likamlegar framfarir snertir, höfum við þó, þegar litið er á okkar andlegu framfarir, afkastað svo miklu, að við megum saDnar- lega vera stoltir af þeim góða skerf. 'Alla þá afkasta3emi okkar þakka eg algerlega íslandi. (Meira). Gott verð á te. Til þess að bírg-ja vidskiftamönn okkar með góðu te og selja það meðgóðu verði, nú á þessum tíma ársins, þegar svo mik- ið er notað af þessari vörutegund, höfum við ákvarðað að se'ja teið okkar fyrir eftirfylgjandi verð einungis í fimtán d 'ga. Salan byrjir laugardaginn 29, Ag. Verðskrá: Vanalegt 50c. te á 39o, í lOpd.sölu ogyfir ,, 40c. te á 30c. í 10 ,, „ ,, „ 3bc. te á 28c. í 10 ., ,, ,, 5 pd. te-kðnnur vanaverð $2 fyrir fl.65 3 pd. ,, „ $1 ,, 85c. 20 pd. te-kassar ,, $8 ,, $6.25 Handa )>reskiugamöjanum: Ábreiður, Skyrtur, Utanyfirföt, Jakk- ar, Vetlingar og yfir höfuð að tala alla hluti sem eru nauðsynlegir fyrir menn 1 þreskingarvinnu. Ábrhiduk: Góðar og stórar á $1 75 parið „ ,, $2,00 parið Jakkar: Hlýir og góðir, allar stærðir $2.50 Sérlega góðir, „ ,, $8.50 Þessir jakkar eru áreiðanlegi vatns- heldir, vel gerðir og 40 prc. meira virði ea þeir eru seldir fyrir. ÁVEXTIR TIL NIDURSUDU: Á laugardaginn verða þessir ávextir til sölu: Peaches, Pears, Plums, Crab Apples, Green Apples, Banan- as, Oranges. Vér vildum mega ráða viðskiftavinum vorum að kaupa í tíma ávexti til niðursuðu, til þess að komast hjá því að verða of seint fyrir. Sveskju-kassi á $1.25. Á laugardaginn ætlum við að hafa til sðlu 100 kassa af áreiðanlega góðum sveskjum, fyrir hið undraverða góða verð «.1.25 kassann. í hverjum kassa er 25 pd. Komið fljótt. Þetta fer fljótt. Hafið þið skoðað nýju birgðirnar okkar af kven-jökkum og pilsum? Það eru óneitanlega góðar vörur og fara vel. Hafið þið séð þessar vörur? J.F.Furaerlon & COM GLENBORO. MAN. Dr. M. HALLDORSSON, Parlt Itivrer, 3\T X> Er að hitta á hverjum viðvikudegi í Grafton, N. D,, frá kl. 5—6 e. m. SPARA TÍMA OG FYRIRHÖFN Kvenfólkið hefir nóg annað að starfa en að brenna kaffi. PIONEER KAFFIÐ er alveg til búið til að fara í kvörnina. Kvenfólkið brennir oft kaffiö of mikið,— káfið ónýtist og slæma lykt leggur um húsið.— PIONEÉR KAFFIÐ er vel brent í sérstökum vélum. Enginn getur brent kaffi á vátlalegan hátt án þess að þ.ið tapi sér. PIONEER KAFF- IÐ heldur góða bragðinu. Bið þú kaupmanninn þinn um eitt pund af nýju PIONEER KAFFI og reyndu það, eða skrifaðu eftir þvf til Blue fíibhon M'í'g Co., Winnipeg. TimmmiMMmmmmmúm&mmmmi Góð heilsa og hamingja bíður þín heima fyrir ef OCILVIE’S HUNGARIAN hveiti er notað. Það er malað úr vel völdum grjónum, úr því fást fleiri brauð úr pokanum en úr nokkuru öðru hveiti, og brauðin úr því eru miklu betri en úr öðru hveiti. Þú getur ekki dæmt um mismuninn fyr en þú hefir reynt hvorttveggja. Þá muntu sannfærast. The 0GILVIE FLOUfí MILLS C0., Ltd. LONfiON - CANAÖIAN LOAN - ASÍNCY CO. Peningar naðir gegn veöi S ræktuöum bújöröum, meö þægilegum skilmálum, Ráösmaöur: Viröingsrmaöur : Geo. J- Maulson, S. Chrístopíjerson, 195 Lombard 8t„ Grund P. O. WINNIPEG. MANITOBA. Landtif sðlu i ýmsum pðrtum fylkisins með láguverð og góðumkjðrum ] ERUÐ ÞER AD BYGGJA? EDDY’S ógegnkvæmi bjrggingapappír er sá btzti. Hann er mikið sterkari og þykkari eu nokkur annar (tjöru eða bygginga) pappír. Vindur fer ekki í gegn um hann, heldur kulaa úti og bita inni, engin ólykt að honum, dregur ekki raka í sig, og spillir ení<u sem hann liggur við. Hann er mikið notaður, ekki eingöngu til að klæða hús með, heldur einnig til að fóðra með frystihús, kælingarhús, mjölkurliús smjðrgerðarhús og önnur hús, þar sem þarf jafnan hita, og’ forðastþarf raka. Skrifið agentum vorum: TEES & PERSSE, WINNIPEG, eftir sýnishoruum. TIic E. B. Eddy Co. Ltd., iinll. Tees & Persse, Agents, Winnipeg. 1« m m 9 I# m I# • #1 I Wheat ©íty Fiour 1 Manufactured by_ — ♦ ALEXANDER & LAW BROS., ♦ ■■____BRANDON, Man. Mjöl þetta er mjög gott og hefir ÓVANALEGA KOSTI TIL AÐ BERA. Maður nokkur, sem fengist hefir við brauðgerd í 30 ár og notað allar mjöltegundir, sem búnar eru til í Manitoba og Norðvest- nrlandinu, tekur þetta mjöl fram yfir alt annað mjðl. BIÐJIÐ MATSALANN TÐAR UM ÞAÐ. m * m mmmmmmmm&mmmmmmmmmmmammmmmt “EIMREIÐIN” ' fjölbreyttasta ogjskemtilegasta tima- ritið á'íslonzku. iRitgjðrðir, myndir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti. Fæst hjá H. S. BardaPS., S. Bargmanno fl. Dr. O. BJORNSON, 650 William Ave. Oppicb-tímar: kl. 1.30 til 3 og 7 til 8 e.h. Tblepón: Á daginn: 89. og 1682 (Dunn’s apótek).

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.