Lögberg - 11.02.1904, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.02.1904, Blaðsíða 5
5 LÖGBERG, FIMTUDAGINN n. FEBRÚAR 1904. NEW-YORK LIFE JOHN A. McCALL, FCR8ETI. Mesta lífsábyrgðarfélag heimsins. Árið 1903 borgaði íélagið 5,3oO dánarkröíur til erfingja $16,000,000 Árið 1903 borgaði fél. ábyrgðir til lifandi ábyrgðarhafa: $18,000,000 Árið 1903 lánaði félagið út á ábyrgðarskírteini sfn mót 5 $12,800,000 Árið 1903 borgaði félagið rentwr til félagsmanna : $5,S00,ooo. Árið 1903 gaf félagið út 170 þúsand líísábyTgðarskfrteini: $326,000,000. Félagi þessu tilheyra nú nærri miljón manns, með $1,745.000,000 lífsábyrgð og $352,000,000 sjóð. Menn þess- ir eru félagið, upphæðir þessar eru eign þeirra, þeir einir njóta alls ágóðans lifandi eða danðir. 1 Chr. Olafson, Agenl. J. G. Morgan, Manager. 650 William Ave., Grain Exchange, WINNIPEG. “EIMREIÐIN” fjðlbreyttasta og skemtilegasta tiraa ritið á íslenzkn Ritgjörðir, myndir, sögur, kvaeði Verð 40 cts.'hvert heftí Pæst hjá a. 8. Eardal og J. S. Bðrgmanno fl. PENINGAR.. Vilt þú græða peninga? Ef svo er, þá, skalt þú taka eftir aug- lýsingunui okkar í þessu blaði í hverri viku. Alt saman gróðavegur. Eitt gott tækifæri af mörgum: KÁLGARÐUR—'7 ekrur á Pembina Road við Rauðána, 14 mílu frá bæjartakmörkunum. Ibúðarhúsog alifuglahús. stórt, er á lóðinni. — 6,000 fet af viði i hlaða fylgja með í kaupinu. Alt landið umgjört og i góðu ásigkomulagi. Fæst fýiir #1 300. $300 út í hönd; afgangur- inn borgist með $200 á ári. LÓÐIR í FORT ROUGE — náiægt þar sem nýju veikstæðin verða reist. $40 hver. $10 út i hönd, af- gangurinn á tveimur árum. Hér er aðalstaðurinn til þass að gera góðkaup á. Sharpe & Couse Fasteiirnasalar 490 Main St. (Kanfield Blkj Tel. 3395 Opið á kveldin. Við hreinsum. þvoum. pre<-sum og gerum víð kvenna og karlmanna fatn- að.— Roynið okkur. 125 Alhert St. Beint á möti Centar Fire Hall, Telephone 482. j RUDLOFF GREIFI ,,Fyrst hugsaði prinzinn sér auðvitað að koma syni sínum upp í kóngssætið, og alt var sannast að segja vel á veg komið þegar svo ó- gæfusamlega tókst til, að sonurinn flæktist inn í hólmgöngu og var drepinn. Við álftum, að honutn hafi verið þröngvað út í hólmgönguna— tnyrtur, nema að nafninu til. “ ,,Og maðurinn, sem drap hann?“ ,,Nafnfrægur ítalskur bardagamaður, Praga að nafni, leigður til að vinna verkið og borgað %rir það, að við héldum. “ „Leigður? Af hverjum?“ ,,Af vinum þeirra í yngri ættleggnum, sem næstir hásætinu standa. Eitis og yður er kunn- hgt, á konungurinn engin börn, og næsti ríkis- erfingi er af Ostenborgargrein konungsættarinn- ar. Á því bygði herra minn sína aðalvon. Til- kall okkar er meira en þeirra; og af þeim ástæð- höfðum við fengið flesta helztu menn þjóðar- 'únar í lið með okkur. “ ,,Og, hvernig fór?“ spurði eg, því hann þagnaí^ eins og einhver vonbrigði kæmi til sög- hQnar. ,,Dauði Gústafs greifa hnekti fyrirlækinu. Þó menn væri íúsir til að styðja karlmann til r‘kis, þá drógu sumir sig hræddir til baka og v>ldu ekki veita kvenmanni sama fylgi—og sé nú ekki lögð djarfmannlega hönd á verkið, þá getur alt inishepnast og orðið að engu. “ ,,Og á hvern hátt?“ ,,Eins og áður var ráðgert. Alt var þá til feiðu. Við héldum að Ostenborgar-umboðs- tticnnina grunaði ekkert um ráðabrugg okkar. V.ð ætluðum að narra konunginn út á ökutúr °Qi iniðnætti, sem hann er svo gefinn fyrir, hand- Sa-Qia hann þar og láta einhvern okkar í vagninn í stað hans, búinn eins og konunginn; sá maður átti svo að leika konungtnn meðan við værum að korna vitfirringnum fyrir, þar sem hann heíði átt vera fyrir lifandi löngu,—í varðhaldi. Að því ^únu átti maðurinn að kasta dulargerfinu og lýsa því, að hann hefði gert þetta samkvæmt b°ði konungs; að hann (konungurinn) hefði lagt hiður völdin og kallaö Gústaf greifa til konungs ®bir sig, sem, réttborinn ríkiserfingja. Þar hefö- ^Qi við tekið við. Þetta var djarflegt ráða- brugg ,,Þaö var vitlaust ekki síður en konungurinn •júlfur. En, hvernig fór svo?“ ,,Rétt áður en þetta átti að gerast, komust b'nir á snoðir um það fyrir einhver svik einhvers staðar; og greifinn var drepinn í einvfgi. “ ,,Og?“ „Helmingurinn af hugleysingjunum dró sig til baka. En þeir koma allir til sögunnar aftur undir eins og þeir sjá okkur ganga djarfmannlega til verks; og prinzinn sendi eftir yður til þess að hafa yður við hendina og njóta aðstoðar yðar við þetta góða verk. “ ,,Og Nauheim greifi?“ ,,Prinzinn hafði ótakmarkað traust á hon- um. Hann var ekki með okkur f fyrstu; en með komu hans fengum við fylgi voldugs hluta þjóð- arinnar—nógu mikils hluta til að ríða baggamun- inn og gefa fulla tryggingu fyrir, aö fyrirtækið hlyti að hepnast. Prinzinn tók honum tveim höndum og gekk með ánægju að skilmálum þeirra, sem á bak við hann stóðu—að Minna kántessa yrði konan hans. “ Þetta gerði mig áhyggjufullan, vegna þess eg þekti orðstír mannsins. ,,Og dóttirin sjálf?“ Maðurinn varð þungbúinn á svipinn, Ioðnu, svörtu augabrúnirnar drógust þétt saman, og hann gaf mér svolátancji tvírætt svar; ,,Á slíkum tímum verða karlar og konur að láta hag ríkisins sitja í fyrirrúmi fyrir öllu ödru.“ „Þér eigið við, að hún hafi gefiö honum hönd sína, en ekki getað látið hjartað fylgja með?“ ,,Eg meina meira en það, herra minn, og eg verð að segja yður hreinskilnislega frá öllu. Kántessan hefir aldrei verið ráðabruggi þessu hlynt, heldur stranglega mótfallin, og er það enn. Konur hafa enga metorðagirnd. Hún hefir enga löngun til að verða drotning; og þegar nú faðir hennar er dáinn, þá óttast eg—ja, eg veit ekki hvað hún kann nú að gera. Ef þér leggið aö henni, þá held eg, af því hún er dóttir hans fööur síns, að hún láti til leiðast. “ ,,0g geri hún það ekki—hvað þá?“ ,,Við höfum allir bundist of sterku heiti til þess að draga okkur til baka, yðar tign, “ svaraði hann mjög alvarlega. ,,Okkur verður annað- hvort aö takast þetta eða mishepnast—þar er um engan ineöalveg aö ræöa; og rnishepnist þaö, þá liggur ekki annað fyrir dóttur prinzins en fang- elsi eöa klaustur; og okkar bíöur þá verra en þaö. Hvaö yöur snertir, þá vara eg yöur viö því, að yöur veröa vafalaust veittar árásir, því aö hér er maöur hvergi óhultur Óvinir ættar- innar veröa aldrei í rónni meöan um nokkurn ríkisertingja er hér aö ræöa, eöa meðan þeir eru ofanjaröar, sem hjálpa honum til að komast upp í hásætiö. Eins og eg sagði yður í Hamnel, þá er hér tmkið í veði, og viö verðum að leika djarflega og karlmannlega. “ Áður en eg fékk tóm til að svara þessu, heyröi eg Steinitz vera aö tala við einhvern íram við dyrnar, og samstundis opnaði hann stofuna og sagöi, að Minnu kántessu langaði til að sjá mig og ætlaði í því skyni að koma inn. KORNVARAi Aðferð okkar að fara með korn- flutninga er næstum því fullkomin. Þegar þér hafið kornvöru að selja eða láta flytja, þá verið ekki að hraðrita okkur fyrirspurnir um verð á staðnum, en skrifið eftir upplýsingum um verzlunaraðferð j okkar. Thompso~í, Sons & Co. GraÍQ Commission Merchants, WINNIPEG. Bankarar: Union Bank of Canada. Söngkensla. Þórarinn Jónsson, að 412 McGee stræti, tekur að sér að kenna oræelspil, 6Öng og söngfneði. Góðir skilmálar. LEYNDARDÓMURINN 4 við góða liökun . . . • er innifalið í því að nota gott efni. Blue Ribbon Baking Powder hjálp- ar þér til að framleiða ágætar kök- ur og brauð. Blue Ribbon Baking Powder er œfinlega gott. Avísunarmið (Conpon) i hverjum bauk. 26 cent baukurinn. ..........Bið þú kaupmanninn þinn um Blue K/i'Sb'boii IV. KAPITULI. ,,þÚ ERT NÚ HÚSRÁÐANDI HÉR. “ Þegar eg stóð upp til að taka á móti dóttur prinzins, blygðaðist eg mín fyrir það og tók það sárt að hafa látið þvætta mér í þau spor að neyð- ast til að gabba hana. Með því meinti eg þó ekkert nema hið bezta gagnvart henni. Þvert á móti vilja mínum hafði eg verið fluttur til kast- alans. Eg hafði staðnæmst þar aðallega til þess að frelsa hana úr hættu; og alt, sem mér barst til eyrna, varð til þess að auka þá hættu f mínum augum. Samt sem áður gerði blekking þessi mig vandræðalegan og uppburðarlítinn frammi fyrir henni. Hún var nú algerlega svartklædd, föl, tekin til augnanna og óstyrk undir þessari nýju og ó- væntu sorgarbyrði; og hún virtist svo ístöðulítil og veikluleg, að eg kendi sáran í brjósti um hana, en jafnframt varð eg gagntekinn áf hinni óumræðilegu fegurð hennar og þeim einkenni- legu og ómótstæðilegu áhrifum, sem nærvera hennar hafði á mig. Æðaslagið varð ótt af á- kafri löngun til að hjálpa henni í einstæðingsskap hennar. Aldrei nokkurn tíma hafði kvenmaður komið mér f aðra eins hreyfing. Hún stóð við augnablik í dyrunum og studdi sig við handlegginn á rosknri konu, sem með henni kom; stóru bláu augunum sínum horfði hún—spyrjandi, rannsakandi, biðjandi — í andlit mér meðan eg var að ganga til hennar. Þessi nákvæma rannsókn hennar virtist veita henni traust til mín, því hún tók hendina af handlegg gömlu konunnar og rétti mér hana. ,,Mér fanst eg mega til með að koma og bjóða þig velkominn, frændi minn, “ sagði hún í lágum og sætum, en óstyrkum málróm. ,,Eg býð þig velkominn—innilega velkominn. “ Eg tók hönd hennar og bar hana upp að vörunum á mér. ,,Þú hefðir ekki átt að leggja það á þig að koma, “ svaraði eg; ,,eg mundi hafa skilið, hvernig á stendur. “ ,,Eg varð að sjá þig, “ sagði hún einkar vin- gjarnlega; og eg, sein mundi, hvaö eg hafði séð niðri í garðinum og, hvað Krugen hafði sagt mér, skildi það vel, hvað miklar efasemdir og ótti, á- hyggjur og vonir gátu legið á bak við þessi orð hennar. Eg reyndi að hugsa mér eitthvað til að segja, sem sannfærði hana um löngun mína til að verða stoð hennar; en mér hugsaðist ekkert, sem eg var ánægður með; og eftir skamma þögn, sem mér fanst óþægileg, sagði hún enn fremur: ,,5>ú ert nú eina skyldmennið mitt á þessari jörð nema hún föðursystir mín bérna, Gratz bar- únessa. “ Gamla konan hneigði sig með mestu viðhöfn og tign, og eg hneigði inig á móti með allri þeirri kurteisi, sem eg áttryfir að ráða. „Yður hefir hlotnast mikil arfleifð, herra minn, og ábyrgð, sem vandi er fyrir jafn ungan mann að færast í fang, “ sagði hún. „Það skal vera heilög skylda mín að reyn- ast verður þess mikla trausts, “ svaraði eg ein- læglega; og mér virtist augnaráð ungu stúlkunnar verða glaðlegra við þessi orð mín. „Við urðum óttaslegin, herra minn, þegar við heyrðum, að þér vilduð ekki koma, “ sagði barúnessan. „Og nú er eg hingað kominn til að útrýma þeim ótta. “ „Framtíðarvegur þessa göfuga höfðingja- seturs er að miklu leyti í höndum yðar, og jafn- framt framtíðargæfa þessa elskulega barns. Vit- ið þér það?“ spurði hún. „Eg veit mjög lítið enn þá; en eg skal kappkosta af heilum hug að ávinna mér traust ykkar beggja. “ , ,Eg ætla mér að treysta þér, frændi minn, “ sagði stúlkan snögglega og með ákafa aö mér virtist. „Og við fyrsta tækifæri ætla eg roér að skýra þér frá öllu sem eg hefi í huga, og fá þig til aö hjálpa mér. “ „Trúðu mér til þess, að eg skal aldrei neita þér um hjálp mfna, “ svaraði eg og leit f augu hennar, sem hún ekki hafði haft af andlitinu á mér. „Eg trúi því staðfastlega—eg get treyst þér, “ sagði hún aftur með ákafa; og eg hefði get- að margblessaö hana fyrir orðin. ,,Ó, hvað mér þykir vænt um, að þú skyldir koma. Það er svo margt, sem þarf að breyta og laga. “ ,,Minna!“ sagði gamla konan í vingjarnlega aðvarandi tón. ,,Eg er á meðal vink og get því talað eins og mér býr í brjósti. Eg finn það á mér. Eg er viss um við verðum vinir, frændi minn. Verð- um við ekki? Og þú verður mín megin?“ Kafteinn Krugen, sem hingað til hafði hald- ið sig f hinum enda stofunnar, gekk þrjú skref í áttina til okkar þegar hún sagði þetta eins og hann ætlaði að taka til máls; en barúnessan gaf sig þá fram, og eftir að hún hafði gsfið kaftein- inum bendingu með augunum, hvíslaði hún aö stúlkunni: „Þetta er ekki erindi okkar nú, barn. “ ,,Eg er líka viss um, að kafteinninn verður vinur minn á hverju sem gengur, “ sagði stúlkan og horfði í áttina til hans; „jafnvel þó eg ekki vilji haida áfram með ráðabrugg, sem hlýtur að kollvarp . . . “ Hún viknaði og varir hennar titruðu svo hún gat ekki klárað setninguna. Hún stundi þungan og sneri sér við til þess að styðja sig við hand- legg gömlu konunnar aftur. .,Þú mátt ekki baka sjálfri þér sorg, Minna, “ sagði barúnessan blíðlega. Það varð býsna-löng og þreytandi þögn með- an kántessan var að stríða við að ná sér aftur. Loks sagði hún, raunalega og dræmt, en reyndi samt að tala í einbeittum róm: ,,Eg kom ekki til að tala um þessar sakir nú, heldur til að biðja þig, frændi minn, að gera alt, sem gera þarf á þessum tíma—tíma sorgar- innar. Þú ert nú húsráðandi hér, og eg treysti því, að þú beitir húsbóndaréttinum. “ ,,Á meðan það er vilji þinn, “ svaraði eg. ,,Þú mátt treysta mér, algerlega. “ ,,Það er vilji minn, frændi; og þegar eg treysti mér til þess, þá skulum við eiga langt samtal. “ Hún rétti mér hendina, og eg var í þann veginn að bera hana aftur upp að vörum mér þegar þungt fótatak heyrðist og Nauheim greifi kom með asa miklum inn í stofuna. Eg fann að fingur stúlkunnar kiptust við og kreptust ósjálf- rátt utan um mína sem vottur um geöæsing og hræöslu. Handtak þetta gekk í gegnum mig. ,,Það kemur mér á óvart að finna yður hér, Minna, “ sagði hann í styttingi. „Mér finst það hefði átt betur við, barúnessa, að Minna hefði hafst við í herbergjum sínum. “ Gamia konan var hræddari við hann en Minna, það sá eg, og hún reyndi að stynja upp einhverjum sundurlausum afsökunum. ,,Eg get ekki séð neitt á móti því að heilsa upp á húsráðandann, “ sagði stúlkan og reyndi að vera einbeitt. ,, Húsráðandann, “ át hann eftir með hæðn- isglotti. „Þér eruð húsráöandinn, og það heyrir mér til, sem mannsefni yðar, að segja hverskon- ar kurteisisreglum er nauðsynlegt aö fylgja hér. Eg er búinn að koma inn til Herr von Fromberg og heilsa upp á hanq, eins og þér komist að orði. Það var alt sem þuríti. Lofið þér mér að leiða yður til herbergja yöar. Komið þér. “ Hún hikaöi sig fyrst og sýi di ;t vera að því komin að neita að fara með honum; en hún sá sig um hönd og tæpti fingurgómunum á hand- legg hans, og um leið sneri hún sér að mér og hneigði sig og bros lék um þýðlega, angurblíða, fölleita andlitiö hennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.