Lögberg - 11.02.1904, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.02.1904, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN u. FEBRUAR 1904. Hreinlæti- Eftir Dr. M. Halldórsson, ParkRiver, Mörgum kann aö þykja, aö þaö sje aö bera í bakkafullan lækinn aö fara enn að rita um hreinlæti, því að landar standi í raun rjettri skör hærra en aörar þjóöir hjer í landi í þessu efni. Þaö má vel svo vera og eigi ætla jeg mjer aö elta ólar um þaö; enda vil eg eigi bera blak á íslendinga fremur í þessu en ööru. En aldrei er góð vísa of opt kveðin; og jeg hygg aö vjer íslendingar gætum tekið oss fram enn betur í þessu atriöi, og því heldur ættum vjer, aö gjöra þaö, sem sannreynt er, að margir kvillar og sjúkdómar ein- mitt stafa af óhreinlæti og skorti á góöum aðbúnaði. Veit jeg vel, aö hægra er aö kenna heilræöin en halda þau; en vilji menn koma einhverju í framkvæmd, verða menn fyrst kostgæfilega og tíöu- Iega aö hugsa um málefniö, síöan tala um þaö aptur og aptur, svo aö segja í tíma og ótíma, og loks f verki sýna mönnum, aö þaö sje engi ógjörningur aö koma því í framkvæmd, og eigi sízt þar sem málið varöar almenning. Aðvísu er nærri því í engu máli ein skipt- ar skoðanir manna, eins og þegar um hreinlæti er aö ræöa; sumum viröist þaö mesta óhreinlæti, sem öörum þykir ei. Þaö var alsifa á mínum duggarabandsárum heima á Fróni til sveita, að þeg- ar fólk á sunnudögum kom til kirkju, var því veittkaffi; hef jeg sjeö gamlar, ófrýnilegar kerlingar optar en einusinni, illa til fara. Iíttþvegnar, vera f óöa önn að bryöja kandíssykur í mola meö tönnunum, áður en kaffið varbor- iö kirkjugestunum. Allir þekkja söguna af kerlingu, sem einu sinni átti að bera kaffi biskupi; það hafði veriö gat á kaffipokanum, svo kaffikorgur haföi hellzt í boll- ann og sá hún þaö eigi fyrr c n hún var inn komin.þarsem gesturbeiö kaffisins; henni varö eigi mikið um.heldur tók óhreint skyrtulafiö og síaði kaffiö um! Jeg kom einu- sinni meö presti aö Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. Hafði verið rigning um daginn og haföi mynd- ast forarpollur í baðstofugangin- um svo lítt var fært þurrum fót- um. Bóndinn, sem var mesti at- orkumaður, vildi bæta úr þessu og tók sauðarkrof, nýslátrað, sem hjekk á þilinu, og lagði í forar- pollinn, svo viö gætum stígiö yfir hann! Ekki kom bónda til hug- ar, aö við mundum taka til þessa og s.'zt, að viö mundum kalJa þetta sóöaskap! í annað sinn kom jeg á bóndabæ og sá hús- freyju hainast viö aö hreinsa áln- arstóran blett á baöstofugólfinu. síöan bar hún inn trog með niöur- brytjuöu kjöti og tók aö saxa það á blettinum, sem nýþveginn var. Maður, sem var þar fyrir, tók til þess við mig, hvað konan væri hreinlát. I enn ööru sinni kom jeg á bóndabýli í Danmörku og var mjer gefin mjólk aö drekka, en meðan eg var að drekka, kom gríshvolpur inn og ólmaðis svo kringum mig, aö mjólkin skvett- ist úr ílátinu . Konan ljet sjer ekki bilt viö verða, heldur sagöi ofur rólega: „Veriðeigi hræddir, aumingja grísinn lætur svona, af því, aö hann þekkir, að þaö er dallurinn hans, sem þjer drekkiö úr. “ Jeg gekk út og spúði. Þetta og annað eins er eigi eins dæmi, en sýnir, hvað misskiptar skoðan- ir manna um hreinlæti eru. Þegar um hreinlæti er að tala, er eigi nóg, að við sjálfir og börn- ia sjeum hrein og hreinlega til fara, heldur og aö matarhæfi vort og allur aöbúnaður sje hreinlegt, húsiö hreint og fágaö, umhverfis húsið þrifalegt, fjósiö, skepnurn- ar og annars allt, se.n vjer höfum undir höndum og förum með eða önnumst, sje hreint. það er satt að þaö lendir optast á konuna að sjá um, að allt innan húss sje þrífalegt og þokkalegt, en opt er hún svo önnum kaön, aö þaö get- ur aldrei lánast vel nema bóndinn styðji hana og styrki í þessu efni sem ööru. Skítsæll, tóbakstiggj- andi og spýtandi maður ætti þó aö taka dálítiö tillit til konunnar sinnar, sem er að reyna til að þrífa heimili hans og halda því hreinu. Satt er það, að illt er aö koma í veg fyrir, aö tóbaks- maður eigi hræki opt og tiðum, en hann ætti ávallt, þcgar hann er f húsum inni, að sjá svo um, aö hann hrækti f hrákadall, sem aldrei getur kostaö offjár. Hráka- klessur á gólfi, auk þess sem þær eru sóöalegar á að horfa, haíaopt í sjer ýmislegsóttkveikjuefni, sem geta orðiö hættuleg heilsu manna, og engi veit nema þau sje að finna í nærri hverjum hrákabletti. Þegar hrákinn þornar, blandast hann opt ryki, og getur meö því borizt langar leiöir og, ef sótt- gerflar finnast í hrákanum, stofn- aö lífi margra í háska. Sjúkling- ar ættu æfinlega að nota hráka- dall; en vandlega veröui að j.æta þess, að hreinsa hann iðulega og vel, einkum ef veik n, sem gcng ur að þeim, er smittandi. Þ. gar menn þurfa aö snýta sjer, ættu menn aldrei aö gjöra það f fingur sjer eða þurka horiö á ermar sjer, heldur ætíö hafa vasaklút til þess. Áður fyrr var sá siöur aö bat a líkama sinn, miklu almennari en nú, og fór þessi böðunfram íbaf- stofunum, sem enn draga nafnsitt af því. í Eyrbyggju er sagt frá því, aö þegar Styrr haföi látið berserkina ryðja götu yfir hraunið út til Bjarnarhafnar og leggja hagagarð yfir hrauniö, bað hann þá fara í bað og hvíla sig. og er þeir komu í baðiö, ljet Styrr byrgja baðstofuna og bera grjót á hlemrn inn er var yfir foistofunni, Ijet síðan breiöa nautshúö hráblau:a hjá uppganginum; síöan Jjet hann gefa utan baðiö í glugga, er yl r var ofninum; varð þá baðið svo heitt að berserkir þoldu eigi í baðinu og hljópu á hurðina, en Ijellu á húöinui og vc itti Styrr þeim banasár. Víöa í sögunum er þannig baöstofu getið, máætla v.'st, aö baöstofa hafi til forna veriö svo aö segja á hverju heiin- ili. Færi vel á, aö þessi siöur væri tekinn upp á ný, því það er allsendis ónógt aö baöa hendur og andlit að eins; allur líkaminn þarf viö og viö og aö baöast, og þessu höföu fornmenn veitt eftir- tekt. Baö eigi að eins hiessir líkamann og s'yrkir, heldur miklu fremur varnar frá líkamanum sjúkdóinum. Það er nú aö vísu eigi aö búast viö þvf, aö sá maö- ur, sem þarf að ganga íalla vinnu alla daga, moka fjós, hiröa gripi o. s. frv., geti allt af gengiö hreinn til fara, og eigi við ööru aö búast. en að siíkum manni, þegar hann kemur frá vinnu, fylgi miður þægileg lykt. En þegar hann setzt undir borö til aö snæða, ætti hann þó að minnsta kosti æfinlega aö þvo hendur sín- ar og andlit úr sápuvatni; og þeg- ar hann hefur lokið starfi sínu aö kvöJdi dags, að þvo sjer enn og fara í hrein föt. Og þegar vikan væri liðin, hvað væri þá að því að taka bað og láta alit heimilis- fólkið gjöra eins? Ef menn vend- ust á það, þá mundu menn fyrir engan mun, vilja veröa af baðinu. Og hversu marga sjúkleika oghve mikla sorg og sút mundi þá eigi heimiliö veröa laust viö! En eitt veröur öðru að fylgja. Fötin, sem menn eru í, veröa aö vera hrein og þokkaleg; nærfótin, sem menn fara í eptir baðiö, veröa að vera nýþvegin, og ytrihafnar- fötin viöruö og strokin. Til fata má einnig telja rúmfötin og rekkjuklæðin. Þau ættu að vera borin út undir bert lopt og viöruð aö minnsta kosti einusinni á viku hverri. Vel færi á aö láta þau hanga á streng, svoað vindur og sól næöi til þeirra, síðan dusta þau vel, áður en þau væru inn- borin. Þá kemur meöferð matarins. Þá er fyrst að nefna mjólkina, því það er næsta vandfariö með hana af því aö hún er mjög móttækileg fyrir óhreinindi Og ýms efni, er mega spilla gæöum hennar. Kýr- júgrið verður að vera hreint, og hendur þess, sem mjólkar, verður aö vera tárhreinar, og um fram allt má aldrei hrækja í fingur sjer til þess að Ijettaundir mjöltunum; þetta er sóðaskapur. Skilvindur eru nú almennt notaöar, og fer vel á því ef þær eru reglulega þvegnar og vandlega í hvert skipti og þær hafa verið notaðar. Það Sim eptir veröur í kúlunni má alls eigi nota og sízt láta saman viö aðra mjólk, þar eð í því geta ver- iö margskonar sóttgerflar, sem gela veriö mjög hættulegir heilsu manna og dýra, Ef menn vilja láta mjólkina setjast, veröur aö hafa hana í húsi sjer, þar sem ekki er súgur nje sól; samt má vera bjart á henni. Við tilbún- ng á smjöri og osti veröa menn að viðhafa margar varúöarreglur oæöi viövíkjandi hita og fl., en vanti hreinlætiö, þá vantar jfiö, setn mest er í varið. Kýrnar láta .jss í tje mjólk, sem optast er ó- skemmd, en vjer spillum henni opt í meðferðinni. Þegar menn fara meö smjör eöa ost, þá er eigi einungis, að hendur verða að vera hreinar, heldur má eigi vera neinn skítur undir nöglunum, sem ætíö verður að skera vel áöur en til strokkunar er tekið, menn vjrða aö binda hvítum og tár- hreinum klút um háriö, fara í h eina treyju og binda um sig h.eina svuntu; brjóta vel ermarn- ar uppog þá ersjálfsagt að arm- eggirnir þurfi aö vera tárhreinir. Sjálísagt er aö fara með mjólk, s njör og osta ísjerstöku herbergi, s in til þess er ætlað og svo út- b íð, að hægt sje að hreinsa það vel. Ef menn þurfa að vera með þitta í eldhúsinu og ef gólfið hef- ur eigi veriö ný þvegið, verður aö skvetta á það hreinu vatni, svjdustið rjúki eigi í mjólkina eða smjörið. Þeir, sem slátra, ættu áöur að^ þvo hendur sínar vel, og hafa á- vallt vatn í íláti við hendina með- \ an á verkinu stendur. Hafa hvít-, an kufl og brjóta vel upp er’narn-j ar; aö minnsla kosti verða menn aö hafa hvíta svuntu framan á sjer. Þegar slátruninni er lokið, | æitu menn þegar í staö aö taka allt slengi og láta það á sinn stað, og þvo af allt blóö vel. Allir þeir bollar og ker, sem notuð eru til matar og drykkjar, mega aldrei notast til neins annars. Þau ílát sem höfð eru til þvottar, má eigi nota undir mat. Eigi er nóg að fága kaffiketilinn að utan, sem þó er sjalduast gjört, heldurverð- ur líka aö hreinsa hann innan. Hjá öllum þjóÖum, nemahjáokk- ur íslendingum, er kaffiketillinn fægður á degi hverjum, og hús- freyjurnar álíta það heiður að hafa hann skínandi fægðan, svo að megi spegla sig í honum. Jeg hef aldrei sjeö þetta hjá okkar þjóö. Einusinni í viku ætti aö láta kaffibolla af viðarösku í ket- ilinn, fylla hann síöan vatni og láta þetta sjóöa saman, og síðan er hann skolaöur aö innan, því að annars setzt svartur sori innan í hann og þá kemur óbragð af kaffinu. Hjer í landi, þar sem altt vatn er ,,hart“, þarf nauð- synlega aö taka upp þenna sið. Konurnar okkar hafa orö fyrir að búa til bezta kaffiö, en þær gætu gjört það bragðbetra með lítilli fyrirhöfn.—Alla potta og kirnur verður aö þvo vandlega þegar í stað eftir að þau hafa verið notuð, úr köldu hreinu vatni, svo þau sjeu til taks þegar nota þarf þau aftur. Helzt ætti að þvo öll glös, bolla og diska tvisvar úr heitu vatni og láta lítið eitt af matar- sóda í vatnið. Bezt er aö hafa vatniö eins heitt og fært er. Meö þessu móti næzt öll fita vel af glervöru allri. Það er auðvelt aö þvo hnífa, en verra er aö þvo forka, svo þeir veröa vel hreinir; til þess þurfa menn að hafa bursta því ella er illt að ná úr greipum forkanna matarleifum og fitu. Aldrei má láta hnífa í vatn, því þá skemmast sköptin. Allar þvögur á að þvo og vinda vandlega upp úr heitu vatni og hengja upp til þerris. Borðin eiga menn aö þvo ©pt og ítarlega sömuleiðis hillur, skápa, bekki og stóla og gólfið eins opt og hægt er. Jeg er alveg ósamdóma Lög- bergi, þegar þaö um daginn var, aö fræöa konurnar um, að óþarfi væri á vetrum aö þvo gólfin. Maddömu Subbu þótti vænt um ráðiö; en jeg vil segja henni, aö frá heilsufræðislegu sjónarmiði er slíkt óráð mesta. Helzt ætti, bæöi vetur og sumar aö þvo gólf tvisvar í viku eða jafnvel á hverj- um degi. Gleymiö eigi aö draga borð, bekki og rúm opt fram á gólf, svo hægt sje aö hreinsa und- ir þeim. Húsveggi ætti aö þvo vor og haust og fyrir jólin. Þaö er góður siöur, sem farinn er að tíðkast með löndum hjer íDakota- byggðum, að leggja veggi í svefn- stofum og íverustofunni olíudúk; bæði er þetta hlýtt og gjörir þaö ljett fyrir konuna að halda veggj- unum hreinum.— Auðvelt er aö halda gluggum vel fáguðum og hreinum meö sápuvatni eða aö eins meö því að núa þeim með brjefi. Verja má rúðunum frosti með því aö bera á þær viö og viö meö blöndu úr alkoholi oggiycer- in í. Allt kringum húsiö ætti að vera hreint og þrifalegt og engum ætti aö iíöast aö kasta óþverra nálægt húsuin. Heima var það alsiöa, aö hafa forina rjett í hlaö- varpanum; þetta er eigi að vísu gjört hjer, en sorphaugurinn er þó hafður víðast hvar allt of nærri húsum og iöulega er skólpi kast- að rjett út fyrir eldhúsdyr. Slíkt er óhæfa og sóðaskapur, skaðvænt og hættulegt. Ættu menn að hætta þessu sem fyrst. Margt mætti fleira segja við- víkjandi hreinlæti, en hjer skal nú staðar numið að sinni. Ó- hreinlæti hefur ávallt átt sjer stað hingað og þangaö og ber meira og minna á því hjá öllum þjóö- flokkum hjer í landi. Sagt er aö meö Frökkum hjer í landi sje hreinlætiö á lægsta stígi, en iðju- samir eru þeir og búhöldar góðir. Hollenzkir nýlendumenn og þýzk- ir munu aö jafnaði hafa bezt orð á sjer fyrir þrifnað. — Þaö er eigi að dylja, að viö íslendingar höf- um hjer í landi ekki sjerlegt orð á okkur í þessu efni; viö ættum að reyna til aö bæta úr þessu, og ættum eigi aö kippa okkur upp við þó vandlætt sje viö okkur. Islenzkur uppgjafapresturað heim- an var einusmni nætursakir á bæ hjá kanadískri konu, sem hafði orö á sér fyrir hreinlæti; um morg- uninn fór hún hægum oröum um, aö hún hefði fundið lýseptir hann í mjallahvítu rúminu, sem hann haföi sofiö í. Hann styggðist fjarskalega yfir þeirri hótfyndni hjer í landi, aö taka til þess, þó það fyndist lús á inanni! Hann skildi þaö eigi, aö sóðaskapur hans var kjaptshögg í andlit kon- unnar fyrir gestrisnina. L)r. O. BJORNSON, 650 Wllliam Ave. Of’FiCB-TÍMAR: kl. 1.80 til 8 og7 til 8 e.h Tki.rfí>n: 8í>. NYOPNUD YÍNSÖLUBÚD í SELKIRK Heildsala Smásala Nægar birgðir af vínum, liquors, öli, bjór og öörum víntegundum. Vér seljum að eins óblandaðar yíntegundir Þegar þér komið til Selkirk þá heimsækiö okkur. Beint á móti Bullocks Store, Eveíyn Ave.. SELKIRK, MAN. ERUÐ ÞER AÐ BYGGJA? EDDY’S ögegnkvæmi byggingapappir er sA brzti. Hann cr mikið sterkari o« hvkkari en nokkur nnnar (tjðru eða byvgingftj pappír. Vinctur fer ekki i gegn um hann heldur kulda úti Og bita inni. engin ólykt að lionum, dregur ekki raka í sig, og spillir enj'U scm hann liggur við llnnuer mikið notaður. ekki eingðngu til að klæðn hús ir nð, heldur einnig til að fóðra ineð fi ystihús. keelingarhús, nijúlkm hús, smjðrgerðHrhús og önnnr hú-. þar sem parf j ifnau hita, og forðast. þarf raka. Skrifið agentum vorum: TEES & PERSSE, WINNIPEG, eftir sýnishornum, Tlic E. II. Eddy Co. Lld., II11II. Tees & Persse, Ajyents, Winnipesr. LONDON »CANÁDIAN LOAN - AGENCY CO. LIMITED. Peningar naBir gegn veði í ræktuöum bújörðum, með heegilegum skilmálum, Ráðsmaður: Yirðingarmafliir : Ceo. J. Maulson, S. Chrístapfjerson, 198 Lombard St., Grund P O. WINNTPEG. MANITORA LaTidtil sðlu f ýmsum pðrtum fylkisins mefl láguverð og góflumkjörur ##*###*######4;*########*#«* # * # Viö búum til aö eins- $ * # 5 # # # # # BEZTU TEGUND AF HVEITI. Okkar „premier hungarian" tekur öllu ððrn fram. Biðjið knpmanninn yðar nm það. Mannfactnred by_ ♦ ALEXANDER & LAW BROS., ♦ — Man. ##»######i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.