Lögberg - 11.02.1904, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.02.1904, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGIMN n. FEBRÚAR 1904. Vetur og vor á Fróni. Þegar svasí5i sinn merö aö sumar-gæöa kveöur, vetur æðir geist í garö grimd og bræöi meöur. Hrímgum noröur hjara frá hermdaroröin gjalla; höröu moröi hóta þá hjörö á storöu fjalla. Hlíö og rindar hyljast snjá, hörkuvindar hvína, frerar binda fold og lá, féri kindur týna. Nötra strá og nakin grein, Norðri hávær syngur, aldan blá viö unnarstein ærist þá og springur. Grænlands hroöa gjögrum frá geist um boða vengi sigiir gnoðin bessa blá, blöskrar voðinn mengi. Þó að tíöin þjaki köld það burt kvíöa nemur, eftir hríð og vetrarvöld vorið blíða kemur. Þjóð ögrandi þrauta stand þá ei grand má saka, út um land og bólmarband blíöheims andar vaka. Brosir heið á himni sól haddinn greiðir mjúka, vofur neyðast skríöa í skjól, skuggar leiöir strjúka. honum gæta ber ? Hver veit hvaða sóma hann má vænta sér hann ef um þau annast eins og bezt það fer ? Þetta, sagna sannast, sífelt dulið er. Því skal þjóðin virða þenna helgidóm, annast hann og hirða, hrein og fögur blóm svo þar sífelt spretti, sæmd og unun manns, af er auðnan flétti íslands heiðurs kranz. JÓN JÓNSSON, frá jMýri. Fácinar athugasemtlir til ritnt. „Heimskr." um dugnaff og gróffa Sveins Eirikssonar. Glaðnar lyndi, blíðkast brá, bölva hindrast slögin’, fjör og yndi faðmast þá, friöar myndast lögin. Þánar svæði, fjöldinn fjár fagnar gæöa högum, kalin græöast grundarsár, glóey ræður lögum. Vellir gróa, laufgar lund, litkast tó og flóinn; kvik í mó meö káta lund kveður lóa og spóinn. Alt sem hrærist ofar fold endurnærast tekur, blómin skær og maðk í mold mildi blærinn vekur. Skiftast tíðir ætíð á, einnig hríð sem blíöa góðs tii lýðum gagna má; goít er stríð án kvíða. S. J. JÓHANNESSON. HeimiIitJ. (Kvæði þetta las höfundurinn upp á iniCsvetrarsamkomu „Helga'magra'* hinn 29. f. m.). Hér vér skulum skilja skyndilega nú; með og móti vilja mun oss hugsun sú. Gott er þökk að gjalda glaðan fyrir dag, gott er hóp að haida hér með bræðralag. En vér allir þráum eflaust meira þó, héðan heim að náum heimilis í ró. þar er okkar yndi, okkar hæli og skjól, velti í rnótgangsvindi vorrar auðnuhjól. Þar er merkum mönnum markverð stundin hver, þar nær þroska sönnum það sem veglegt er. Þar óx þjóðskörungur, þaróx skáldaval, enn vex sá þar ungur öld er leiða s! Hvcr veit hvat-a. blóma Herra ritstjóri. Viljið þér gera svo vel að ljá at- hugasemdum þessum rúm 1 blaði yðar?* „Beimskringla“ flytur mynd af húsi S. E. ásamt all langri ritgerö 28. Jan. þ. á. í ritgerð þes3ari eru nokknrar staðhæfingar teknar úr annarri ritgerð, er „Heimskr." flutti fyrir nokkuru síðan um sama efni, Eg ætla þá, til þess að byrja með, að spyrja „Heimskr." dálítið út úr þessum staðhæfingum hennar. 1. stathæfingin er: „að Sv. hafi hafi tekið ástfóstri við þetta | land.“ Af hverju veit „Heimskr.“ að Sv. hafi tekið ástfóstri við land þetta? 2. „Að hann hafi unnið mörg ár í Danmörku.“ Sannnr það nokkuð? 3 „Búið átta ár í Reykjavík." Hefir Sv. nokkurn sérstakan vitnisburð frá Reykjavík eða Danmörk, er sanni honum nokk- uðí hag? 4. „Að hann hafi komið með son sinn 10 ára gaœlan.“ Hvað kom Sv. til að taka son sinn með sér? Vissi hann það fyrirfram, að hann myndi geta komið honum fyrir hér uppi fs lenzka gestnsni? 5. „Að hann hafi komið hingað algerlega félaus.“ Gat þá maður með jafnmiklum hæfileikum, og „Hkr.“ heldur fram að Sv. þessi hafi, aldrei eignast neitt, hvorki í Danmörk né á íslandi? 6. „Skilið fjölskyldu sÍDa eftir." Sér „Hkr.“ nokkura sérstaka at orku 1 því þó maðurinn skildi fólk sitt eftir, úr því hann hafði ekki efni á að taka það með sér? 7. „Síðan hann kom hefir hann unnið fyrir sér.“ Hvernig veit „Hkr.“ þetta? Get- ur hún sannað pað með borguð- um „borðreikningum" Sveins? 8. „Að hann hafi sent f|ölskyldu sinni til íslands $150 00.“ Sendi Sv. þá slna peninga eða annarra? það kemur stundum fyrir hjá mönnum, sem ætla að verða ríkir á stuttum tíma, að þeir fá lánað, það sem þeir þurfa með i það og það skifti, án þess að vita hvenær þeir muni verða í færum um að borga. 9. ,,Að hann hafi keypt húslóð á ágætum stað í borginni." Var það ekki þannig, að Sv. gerði samninga um kaup á þessari lóð og borgaði þá $10 00, en lofaðist til að borga afganginn þegarhús ið væri komið svo langt, að lán fengist á eignina? 10. „Bygt á þessari húslóð vand- að fveruhús." Að hverja leyti er þetta hús svo vandað, að orð sé á geiandi? Eða vill „Hkr." taka þetta hús f slysuábyrgð frá þessum tíma þar til frost er úr jörð f vor? 11. „Hásið var svo langt til full- gert, að hann gat flutt ijölskyldu sína í það, þegar hún kom að heiman í September í haust." Leitaði Sv. ekki á náðir íslenzku gestrisninnar, fyrir fjölskyldu sína fyrst eftir það hún kom, af því liúsið var ekki til? 12. „Fasteign þes3Í er $3,000.00 vi rði.“ Er „Hkr.“ reiðubúin að kaupa eða úlvega kaupenda að þessari eign fyrir $3,000.00? 13. „Hús þetta myndi leigjast fyrir $30.00—35 00 um m^nuð- inn.“ Hefir nokkur gert tilboð um að leigja húsiö fyrir þetta verð? 14. „Skuldir hans eru heldur minni en $1,900.00“ Hafði „Hkr.“ þá alla reikninga Sveinv til athugunar? 15. „Gróði þess vegna frá 21 Apr. til þessa dags, er greinin var rituð, $1,200.00.“ Sa'fbi ekki „Heimskr.“ í fyrri grein sinni, að gróði Sveinshefði verið $1,250.00 yfir þennantíma? Ef svo hetír verið, hvernig stend ur þá á þessum mismun? 16. „Að Sv. sé bæði hygginn, duglegur og afkastamikill verk- maður.“ Hvað kom þá til þess að verk- gefiendur þair, sem hann vann fyrir, sáu sér ekki fært að borga honum nema 15—25c. á tfmann, þegar öðrum nýkomnum mönn um að heiman á sama tíma var borgað S0—35o. á tfmann? 17. „Að hann hafi afkastaðmeira verki á jafnstuttum tíma en nokkur annar vesturfari, sem vér höfum haft kynni af, f þau 30 ár, er vér höfum dvalið hér vestra.“ Hefir ekki margur bygt hús á skemmri tíma en sex mánuðum? eða er húsið fullgert enn? Seinna í þessari sömu grein ,Hkr.“ er gerð tilraun, að sýna, að sumar af þessum staðhæfingum séu sannar, en það skýrir malið ekkert Eg ætla því að fara nokkurum orð um það. „Sveinn leigir part af húsi s’nu fyrir $26.00 um mánuðinn, og býr þess utau í því með fjölskyldu sina, átta til tíu manns. það er lágt metið, að sá partur hússins, er hann befir, sé$l2 virði um mánuðinn. Eftir þessum reikningi gefur húsið af sér $38 00 mánaðarlega.“ þetta eru orð „Heimskringlu." Sveinn borgar fyrir vatnoghita hússins að öllu leyti. Mér þykir „Hkr.“ láta Sv. borga sér vel þann part hússins sem hann hefir, sem er kjallarinn undir húsinu og eitt lít- ið herbergi upp á lofti. Kjallar- inn er í mesta máta lólegur til í- búðar, og hreint ekki meira en $3 viröi um mánuðinn,ef annars nokk urum dytti f hug aö nota hann fyrir íbúð. þ4 er nóg að borga $3 tyrir jætta herbergi, sem hann hetir uppi á loftinu. þetta gerir $6 um mánuðinn, „og er þi vel í lagt.“ Eg vona, ef „Hkr.“ hugsar út I þetta, að hún verði ekki svo órými leg að heimta svona háu leigu af Sveini fyrir þann hluta hússins, sem hann gerir sig ánægðan með. „Hkr.“ dettur í hug að einhverjum ?yki þessar staðhætingar sínar ó- trúlegar, og fer í liðsbón til manna að sanna þær. Ég ætla að spyrja „Hkr.“ ennþá: Munu ekki skuldir Sveins vera orðnar $2 300 siðan íann kom hingað vestur? Við skulum heldur halda okkur að æirri upphæð en þessum $1900 Nær lagi myndi verða að virða ætta hús á $2.500.00—$2,600.00, en $3,000 00 eins og „Hkr.“ gerir. Við akulum halda okkur að þessu, og sjá svo hvernig sakir standa, lúsið er þá leigt fyrir $32 00 sem gerir inntektirnar um ário $384 00; en þá má nú húsið aldrei stauda autt eða neinn hluti þess. Útgjöldin verða þessi: Vextiraf $2,200.......... $184 00 Skattur.................... 45 00 Kostnaður við vatn...... 15 00 Hítun á þeim hluta hússius er hann leigir öðrum 35 00 Eldsibyrgð ................ 14 00 Árlegt viöhald á húsinu.. 15 00 þetta gerir alls..........$308.00 Eru þá eftir $76 00 til árlegrar afborgunar á skuldinni. það harðn- ar róðurinn, „Heimskringla.“ Sveinn verður ekki eigaudi húss- ins í nálægrit'ð, eftir þessum reikn ingi, nema að nafninu til, Áilegi ágóðinn, $240 00, er þá horfinn!! Ég ætla nú ekki að fara út í þetta mul lengra að sinni, heldur bíða rólegur eftir því, hvernig rit- stjóri „Heimskr." tekur þessum at- hugasemdum. Annars vii eg ráð le^gja honuin að skrifa að eins um þau tnítl, er hann hefir meiri þekk- ingu á en þessu húsbyggingar mtli Sveins Eiríkssonar, ef hann annars hefir þekkingu á nokkuru máli. Eg veit, að í byggingarfræð inni nær þekking hans ekki langt eftir vitnisburði þeim, er hann gef ur þessu húsi. Auðsjáanlega er til gangur ,.Heimskringlu“ si að blekkja mönnum sjónir með því er ritað hefir veriö um þetta mil. Ef hún fratnvegis heldur áfram með jafn vitlausar staðhæfingar, þáætla eg að bjóða ritst. hennar að taka hanu með mór á slóðir Sveins Eir- fkssonar, og sjá þá hvernig hagir standa. Winnipeg, 4. Febr. 1904. S. G. KENNARA VANTAR í Swan Creek S. D. No. 743., sem hafa þarf annars eða þriðja class certi- ficate. Kenslan byrjar 1. Maí 1904. Sendið umsóknir, skýr- ið fra reynslu yðar og tiltakið kauphæð. John C. Fidler Sec. Treas. Cold Springs. Man. Einkaleyíis- meðul^* Við höfum allar tegnndir af þeim. Lieknisdúmur vid öllum sjúkdómum. 1....... Druggists, Cor. Nena & Ro^s Ave. Phone 1682. Heyrnarleysi lækqast eklp vi5 innspýtingar eða þess konar, þrf þær ná ekki upptökin. ÞaÖ er að eins eitt, sem lækn heyrnar eysi, og það er xneðal er verkar á alla lÍKamsbyKginguna. Það stafar af æsing í slím- hitn innm er olli bólgu í eytnadfpunum. Þegar þær ólga kemur suða fyrir eyrun eða heyrnln förlast o lef þær lokast fer heyrnin. Sé ekki hægt að lækna pað sem orsakar bólguna og pípunum komi2 í . amt lag, þá fæst ekki heyrnin aftur. Níu af tíu s Kum tilfellum orsakast af Catarrh. sem ekki er annað en æsing í slimhimnunum. Vér skulum gefa $100 fyrir hvert einasta heyrn- arleysis tilfelli (er stafar af catarrh), seni HALLS' CATARRH CURE læknar ekki. Skrihð eftir bækl ingi sem vér grefum. F. j. CHENEY & CO.,Toledo, O. Selt í öllum lyfjabúðum á 75 ceut. ð®- Halls’ Family Pills eru beztar. PALLM.CLEMBNS ÍSL. „ARK1TEKT“ 373 Main St, Sortli VVest Life Blk, Wiuuipeg Landar, hvOrt heldur í Winnipeg eða áti á landi, ættu að íinna mig að máli eða akrifa mór viðvíkjandi fyrirhuguð- um húsabygijingum. Það vaeri bæði yður og mér í hag. Eg get gefid yðnr upplýsingar og !4t;ð yður fá hin hent- ugustu , plön*1 (byggingaruppdrætti) með mjðg vægu verði. Þór gætuð einn ig gert mór greiða með því að lóta mjg vita um ný byggingaríyrirtæki í ná- grenni yðar.—P. fl. C. ]\í, Paulson, 660 Ross Ave., selu- G iftin galeyflsbréf TAKID EFTIRI w. R. INMAN A, CO., eru nú sestir að nýju búðinni sinni i Central Block 345 William Ave. —Beztu meððl og margt smávegis. — Finnið okkur. Ticket Office 391 MainSt. Næatu dyr við Bank of Commerce. TEL I446 Það er Ímisskilningur að kaupa lélegan .húsbúnað af — þvi hann er ódýr, I raun og veru er hann ætið lang dýrastur. En þegr-r þér hýðst góður húsbúnnð- ur með ligu veiði, þá kauptu hann. Við höfum hann. Við verzlum aðeins með góðar vör- ur, og stöndum okkur við að selja þær með tdtö ilega lógu verði. LÍI’ILL TILKOSTN- AÐUR, STOKK.AUP OG HAG SYNI valda því Komið skoðið og berið snnan gæði og verð- lag og þér munud kaupa af okk- ur. V'ið höfnm ijú ýinsnn hús- búnað, mjög fallegan úr eik og harðvið .ígætir dressers og stands á $17. Spyrjið um afborg- ana aðfeiðina okkar. Scott Forniture Co. Stærstu húsgagnasalar í Vestur- Canada. THE VIDE-AWAKE HOUSE 276 MAIN STR. OKKAB ARIDANDI North Coast Limited Ágætis vagnar með ölium nýjasta út- búnaði, bókasafni, baði, rakarastofu o. s fi v. Pullmans svefnvagnar o. s. srv. Daglegar ferðir milli St, Pau/ og Portland Ferðamenn til Caiifornia geta átt kost á að koma við í Yellow-tone Park. Farbiéf til nllra staða fAst.á,,The Northern Pacific Ticket Olfice“ 891 Main St, Wiunippg —Lestir fara dagl. frá Water St.., ki. 1.45 <. m Eina félttgið sem hefir Pallmanns svefavagna ieggjandi upp frá Winnip. fí. Cree/man, H. Swinford, Ticket Agent. 391 Maln M., Gen. Airt. »>e, ♦ WINNIPKG: eta Gen. Ticket A Paee. Ae'. St. Panl. Minn. B»Vtynaigt><gr*e'T,'et^niM ty tgm-'i— M jO R R I I A N O.S Tónninn*og]tilfinninginer framJeitt á hærra stig og með meiri list en á nokk- uru öðru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgst um óákveðinn tíma. Það ætti að vera á hverju heimili. S L BARROCLOUGB & Co. 228 Portage ave. Winnipeg. Reynið einn kassa Dr. G. F. BUSH, L. D. S. tannlæknir, Tennur fyltar og dregnar út áa sársauka. F.vrir að fylla tönn $1.00 Fyrir aðdraga út tönn 50 Telephone 825. 527 Main St. Þór ætuð að fá bezta. Og þeg&r þér kaupið, biðjið um Ifigh firade Chocolate, Creams eða . . , Bon-Bons. Svo gætuð þér fenirið dálitið af sæta- brauðinu okkar. Þér ættuð að verzla þar, sem þér fáið vöruna nýja og góða. og á það getið þór reitt ydur með alt, sem við seljum. W. J. BOYD, 422 og 579 Main Str. Reynid Ogílvle’S ‘ ‘Royal hveiti, Það er ágœtti hveit tii BRAUÐGERÐARog f . . . KÖKUGERÐAR. Selt aö eins í sérstökum pökkum hjá öllum kaupmönnum. The 0G/LV/E FLOUfí M/LLS C0., Ltd. #( SSYMCii HODSE Marl^et Square, Winnipeg, Eitt af beztu veitingahúsum bæjarÍDS. Máltíðir seldar á 25c hver $1.00 á dag fyrir fæði og gott heibergi, Bilii- ardutofa og sérlega vðnduð vínföng og vindlar. Ókeypis keyrsla að og frá járnbrautarstöðvum. JOHN BAIRO Eigandi. Hardvðru og húsgatrnahúd Nú er tækifærið til þess að kaupa góðar lokrekkjur og legubekki úr járni fyrir lítið verð. , Við getum nú selt járnlegubekki á $8.00 og þar yfir, og ljómandi fallegar lokrekkjur á $17.50. ðerið svo vel að koma inn og sjá birgðirnar okkar. 3E3 O 605—609 Mainstr., Winnipeg Aðrar dyr mrðir frá [mpirial Hptei. Telephone 1082.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.