Lögberg - 07.04.1904, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.04.1904, Blaðsíða 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 7. APKÍL 1904. NEW-YORK LIFE JOHN A. MoCALL, FCRSETl. Mesta lífsábyrgðarfélag heimsins. || Árið 1903 borgaði félagið 5,300 dánarkröfur til erfingja : $16,000,000 Árið 1903 borgaði fél. ábyrgðir til lifandi ábyrgðarhafa: $18,000,000 Árið 1903 lánaði félagið út á ábyrgöarskírteini sín mót $12,800,000 Árið 1903 borgaði félagið rentur til félagsmanna : $5,500,000. EFTIRSPURN um hvar Ólafur Gunnar sonur Kristjáns sál. Sigurðssonar Back- mann er niðurkominn. Kristján sál., faðir Ólafs, mun hafa fiutt frá Meðalheimi á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð til Ont., Canada, og j?aðan aftur til Nýja Islands, Man. á fyrstu árum land- náms þar, og svo þaðan hingað suður í Víkurbygð, N. Dak. ogdó hér síðastl. ár og lét eftir sig tals-. verðar eignir, og er eg gæzlumað- 1 ur þeirra á meðan þessi meðerf- ingi er ekki fundinn, eða þar til | skilyrði laganna er fullnægt. Sé því nokkur, sem veit um þennan Ólaf Gunnar, óska eg hann geri svo vel, og láti mig vita það. Mouníain, N. D. 28. Febr. 1904. Elis Thorvaldson. Áriö 1903 gaf félagiö út 170 þúsund lífsábyrgðarskírteini: . $326,ooo,ooo^ Félagi þessu tilheyra nú nærri miljón manns, með $1,745,000,000 lífsábyrgð og $352,000,000 sjóð. Menn þess- ir eru félagið, upphæðir þessar eru eign þeirra, þeir einir njóta alls ágóðans lifandi eða dauðir. Chr. Olafson, Agent. J. G. Morgan, Manag„. | 650 William Ave., Grain Exchange. WINNÍPEG. Kjörkaup 21 pd. Raspað sykur...$100 18 ,, Molasykur.......$100 10 ,, Kaffi Nr. 1 ... $100 12 ,, Kaffi ,, 2......$ico 25 ,, Sveskjum .......$ico 25 St. Sápu...........$100 Þessi prís heizt til 31 þ. m. aðeins móti peningum út í hönd. A. Fridriksson . . . 611 Róss Ave- [RUDLOFF GREIFI. Þegar stóð á þessum nýjustu efasemdum, komum viö til Munchen og ókum heim til greif- ans. Mig furöaði á því, hvað herbergi hansvoru vönduð og skrautlega búin. Þegar eg þekti hann áður, voru efni hans af skornum skamti og fólk hans tiltölulega fátækt. En herbergi þessi voru samboðin hverjum auðinanni. Jafnvel þetta jók á tortrygni mína. Væri hann svikari, þá lét hann borga sér vel fyrir svikin. Samvera okkar á lestinni og það, aö hann var nú í sfnu eigin húsi, sýndist gera hannrólegri. ,,Egverð nú að yfirgefa yður æði-langa stund, prinz, til að búa vini okkar undir komu yðar, “ sagði hann; ,,en auðvitað ætlast eg til, að þér gerið yður heimakominn eins og þér vær- uð heima hjá yður. Nú í kveld, eða á morgun, getum við tekiö til starfa. Þangað til getið þér, ef þér ekki eruð því kunnugri í Munchen, fengið nóg að sjá og skoða yður til skemtunar. “ Það sem eftir var af deginum varð eg að sjá um mig sjálfur, og við fundumst ekki aiturfyr en seint um kveldið. Sagði hann mér þá, að hann hefði ákveðið að láta mig heilsa upp á heiztu flokksmenn okkar næsta dag Afieiðingin af því ferðalagi geröi málið enn þá flóknara. Hvar sehi eg kom, var mér tekið með útbreiddum örmum; allii vildu fá samvinnu mína; allir voru samþykkir varkárni tninni, og allir fullvissuðu mig um æskileg málalok. Þótt framgangur málsins hefði algerlega verið undir liðveizlu rninni kominn, þá heföi ekki verið unt að taka mé.r með meiri fögnuði en gert var. Eg botnaöi ekkert í þessu. Sérhverri spurn- ingu minni virtist vera svarað afdráttarlaust og einlæglega; og allar eftirgrenslanir rnínar urðu tii þess að sannfæra rnig um, aö samsærið var öfi- ugra og víðtækara en eg hafði hugsað mér, og aö líkurnar tii sigurs voru nógu sterkar til þess eg gæti treyst þeim. Og samt gat eg ekki útrýmt tortrygni minni. Á engu gat eg þó bygt hana öðru en því, að eg þekti Nauheiin greifa. Hún hafði við ekkert annað að styðjast. En því nákvæmar scin cg 7 virti hann fyrir mér, því órólegri varð eg, og því meir sannfærðist eg um, að hann, að minsta kosti, bjó yfir einhverju undirferli. Mér var varið eins og rnanni þeirn, sem hvattur er til að gera það, sem honum er nauð- ugt þótt skynsemi hans og eðlisávísun mæli með þvf, og þótt hann langi innilega til að treysta eðlisávísan sinni. Eg vildi ekki þurfa að tfiúa því, að málið væri falslaust, en eg gat ekki fótað mig á neinu, hvernig sem eg gróf og ieitaði og tortrygði og rannsakaði. Þegar fjórir dagar voru liðnir gat eg ekki láð þeim þó þeir vildu láta mig segja af eða á um það, hvort eg ætlaði að ganga í lið með þeim eða ekki; og þó mér væri í mesta rnáta ógeðfelt að verða með, þá gat mér ekki hugsast nein gild á- stæða til að neita því. Fundurinn, þar sem eg átti að gefa svar, var ákveðinn að kveldi sjötta dagsins, og eg hugsaði til þess fundar talsvert kvfðafullur. Deginum fyrir lundinn ætlaði eg að verja til viss starfa, sem var litlu minna áríðandi en aðal- erindi mitt til Munchen. Eg ætlaði að ieita upp- iýsinga um fortíð Nauheims greifa. Eg vissi þaö, að þegar hann veitti fjölskyldu minni hið þrælslega sár, þá átti hann konu, sem honum hafði gifzt á laun og bjó í Thuringia. Um þetta vissu fáir nema eg, og eg komst eftir því af hendingu. Nú var tilgangur minn að grenslast eftir hvort hún væri enn á lífi. Mér hepnaðist eftirgrenslunin vel. Konan var á lífi og ’nafði ofan af fyrir sér með ofurlítilli búð og vissi ekkert um stöðu eða orðstír manns síns. Mér gekk vel að finna hana, og vegna kunnugleika míns á málunum frá fyrri tímum, gat eg átt nokkurt tal við hana og þörnin hennar tvö, og fékk eg þannig að vita, að hún hafði ekki séð Nauheim svo árum skifti, vissi ekkert um það, hvort hann var lifandi eða dauður og stóð á sama um það. Hún gat haft ofan af fyrir sér og látið börnin sín fá mentun, og bað þess heitt, að maður hennar ónáðaði hana aldrei framar. Það var ekki augnamið mitt að hreyfa neitt við máli þessu í bráðina. Alt sem eg þurfti var að vita hvar konuna væri aö finna, hvenær sem á þyrfti að halda til að ónýta svikráð illmennis- ins. Fanturinn ætlaði sér að svíkja Minnu Gram- berg eins og hann hafði svikið systur mína fyrir mörguin árum, og eg hugsaði til hans með beiskju og gremju þetta sumarkveld meðan járnbrautar- lestin var að bera mig til Munchen aftur. F5nað vissu leyti var eg fagnandi; því að nú vissi eg um það, sem óhjákvæmilega hlaut að ónýta vélráð hans, og eg var staðráðinn í að nota það á fund- inum, ef ekkert annað bstra biðist, sem ástæðn fyrir þvf, hvers vegna eg 'ekki yrði með þeim. Það var auðvitað góð og gild ástæða. Og meö jafn nýjar og sterkar sannanir í höndunum mundi enginn heiðarlegur maður í flokknurn neita því, að eg gerði öldungis rétt. En vissir atburðir áttu eftir aö koma fram, sem breyttu öllum þessum fyrirætlunum mínum. það var orðið mjög áliöið þegar eg kom til Munchen, en veðrið var gott og hlýtt, svo eg labbaði í hægðum mfnum eftir mannlausum göt- mmm I >c'xl i| vinur Aðferð okkaraðfara með korn- fiutninga ernæstum því fullkomin. Þegar þér hafið kornvöru að selja eða láta flytja, þá verið ekki að hraðrita okkur fyrirspurnir um I verð á staðnum, en skrifið eftir J upplýsingum um verzlunaraðferð ' okkar. sem matreiðsluna liafa á hendi er BLUE RIBBÖN BAKING POWDER, því það er svo hreint og vel tilbúið, að bökunin hepnast æíinlega ágætlega sé það Powder bnikað. Thompson, Sons & Co. Grain Commission Merchants, WINNIPEG. Bankarar: Union Bank of Canada. Biðjið kaupmanninn yðar um það. Blue Ribbon BakingPowder 25 cent hver eins punds kanna. Þrjár ávísanir í hverri á eins punds könnu. unum áleiðis heim að húsi Nauheims og hafði skemtun af göngunni. Eg varð að fara gegnum einn af útjöðrum bæjarins og gekk í hægðuni mfnum, reykjandi og í djúpum hugsunum, þegar eg alt í einu hrökk við af hljóði um hjálp langt í burtu fram undan mér. Eg er fljótur að hlaupa og hljóp nú, alt hvað eg gat, á hljóðið, sem var endurtekið og leiðbeindi mér því. Eg hljóp yfir uiu tvö eða þrjú stræti og breiðan, dimman flöt, og þá heyrði eg hljóðið í þriðja sinn og jaínframt vopnabrak. Eg hafði ekkert vopna nema sterk- an eikarstaf; en eg hirti ekkert uin hættuna held- úr hljóp áfram og tók undir til að láta vita, að hjálp væri í nánd. Þegar eg kom hinumegin flatarins, sá eg hvað um var að vera. Fjórir menn, tveir með sverð og tveir með hnífa, sóttu að einum manni, sem sneri bakinu að húsunum og varðist með sverði upp á líf og dauða og hjó, lagði, og bar af sér með dæmafá- um fimleika og kunnáttu. Eg sá, að hann var særður, og jafnvel þó hann hefði sært fleiri en einn af mótstöðumönnum sínum, þá var hann í þann veginn að verða yfirbugaður. Upptendraður af níðingsskap þessara fjögra manna, að sækja þannig allir að einum, ávarpaði eg þá með blótsyrði, tvíhénti stafinn, beit á jaxl- inn og réðist aftan að þeim. Eg lét stafhnúðinn ríða af öllu afli á hægri handlegg þess, sem næst- ur mér stóð, svo handleggurinn féll niður afllaus og sveröið hentist eftir gangstéttinni. Næsta höggiö lét eg koma á andlit annars, sem sýndi sig f því að veitast að mér. í sama vetfangi tókst manninum, sem að var sótt, að leggja þann þriöja í gegn; og þegar þessi óvænta breyting varð á, flýði sá fjórði — og fylgdu hinir dæmi hans. ,, Þér máttuð ekki seinna koma, vinur minn, ‘ ‘ sagði maðurinn ofur rólega og kom til mfn. ,,Tvær eða þrjár mínútur meira hefðu nægt hund- unum til að gera— Hvað er þetta! Fleinrich Fischer!“ hrópaði hann eins og steini lostinn og rétti mér hendina. ,,Það var sannarlega heppi- legt aö við fundumst. “ Eg var ekki á sama máli; því að inér varð hálfhverft við þegar eg sá, að þetta var franskur skylmingameistari, nefndur Guion, sem mér hafði kent skylmingar á leikaraárum mínum og ekki hafði sem bezt orð á sér. Eg tók í hönd hans, en eg gat ekki gert það alúðlega. ,,Hvernig fóruð þér að lenda í þessum krögg- um, M. Guion?“ Harin hló. ,,Guion? Var það nafn mitt þá? Hefi þá verið franskur, vænti eg. Það er merkilegur fjandi; eg hefi heitið svo mörgum nöfnum og eignað mig svo mörgum þjóðum, að mér er ó- mögulegt aö rnuna það alt. En eg heiti aldrei nema eiriu nafni í einu. Og núna, minn góði herra, er eg frá Korsíku og nafn mitt er Praga— Juan Praga, yðar auðinjúkur þjónn; og eg kann- ast viö það, að eg skaintnast mín alls ekki ívrir að eiga yður lífgjöf að þakka. En hvað gengur að yður?“ ,,Praga!“ hrópaöi eg. ,,Svo það eruð þá þér, er ekki svo.sem börðust við Gramberg greifa og drápuð hann?“ „Ó, hvernig í skollanum vitiö þér nokkuð um það? Fln það er rétt, og það er jafn rétt, að þessi atburður í kveld er ein afleiðingin af því. En það sver eg viö hvern blóðdropa í mér!“— hann urraði eins og grimmur og reiður hundur— „að þeir skulu fá það borgað. “ „Eg get hjálpað yður til að koma fram hefndum, “ sagði eg með ákafa. „Við skulum fara eitthvað þangað, sem enginn getur séð okk- ur eöa heyrt til okkar. “ Hann starði á mig eins og hann væri forviða ypti öxlum, hló, lét stórt blótsyrði.fjúka, hló aft- ur, og sagði: „Þér? Jæja þá; þér björguðuö lífi mínu og það er ekki nema sanngjarnt, að þér farið með það eins og yður sýnist. Komið með mér. “ Hann gekk á undan mér og sór og sárt við lagði og kallaði til vitnis alla dýrlingana í alma- nakinu og utan þess, að alt, sem hann ætti í heimi þessum — peningabuddan, sverðið, sjálft lífið—stæði mér til boða. VIII. KAPITULI. - Saga Praga. Á léiðinni ineð þessum léttúðuga félaga mín- um var eg sokkinn niður í djúpar hugsanir. , Hvernig átti eg aö fá hann til að segja mér alt, sem hann vissi, án þess að stofna sjálfum mér í hættu? Hvernig átti eg að geta látið hann vita, að eg væri nú ekki lengur Heinrich Fischer leik- ari, heldur Gramberg prinz, án þess að kveikja grunsemi? Þessi fljótfærni mín, að segjast geta hjálpað honum til að koma fram heíndum, var ákaflega heimskuleg; því eg hafði enga ininstu hugmynd um, að hvað miklu leyti honum var trúandi fyrir leyndarmáli. Hann fór rneð mig heim til herbergja sinnan og hafði hann þar sérlega þægilegt heimili. Eg tók einnig eftir þvf, að hann var betur til fara nú, heldur en eg hafði nokkurn tíma séð hann í Frank- fort. Hann var dökkur á brún og brá, grann- leitur, liðlegur í öllum hreyfingum, og augnatil- litið hvast og djarfmannlegt, enda las hann efa- semdirnar og undrunina í svip mínum og hló svo að skein í hvítar tennurnar í birtunni frá götu- ljósinu. „Það er ekki í fyrsta sinni sem eg hefi átt þessum litla karli fjör að launa, “ sagöi hann um leið og hann lagði sverðstafinn sinn á borðið, sem ekki leit út öðruvísi en hver annar óbrotinn göngustafur. „Handverksmaöur ætti aldrei að fara neitt án þess að hafa ineð sév verkfærin; munið þér það, kunningi. Svo yður furðar á þvf, hvað vel hér fer um mig? Eg er efnamaöur og fer vel með inig—það var svo að minsta kosti. En á eg nú að segja yður?“ „Já, í hamingjubænum, “ sagði egog fleygði mér niður í stól, því rnér var ant um, að hann segði frá sem flestu. „Við skulum fyrst fá okkur í staupinu; og eg má þakka hinni helgu mey og yður—líklega þó öllu fremur yður—það, að hálsinn á mér er í því ástandi að geta rent niður góðu vfni—þeim einu lífsgæðum sem maður getur sagt, að sé eft- irsjárvert að deyja frá. “ Og svo teygaði hann út úr staupinu. „Eruð þér særður?“ spurði eg. „ Það er skeina einhvers staðar á handleggn- um—guð láti hönd þá visná, sem veitti mér á- verkann! • ‘ Léttúð hans breyttist alt í einu í ofsalega reiði, og svo reiðin aftur óðara í léttúð ogglaðværð. , ,Geri hann þaö ekki, þá geri eg Jrað sjálfur; þaö er ekki meira um J>a'ð að fást. \ ið skulum samt skoöa þe.-^sa skeinu. •* Hann fór úr treyjunni, skoðaði sárið, þvoöi það vand- lega og batt. ,,Það er hættulaust, “ sagði hann, „fyrir mig—ekki fyrir hann. “ Eitt eða tvö augnablik var hann á ferð um stofuna eins og hann væri í önnum; síðan vék hann sér að mér og spuröi hlæjandi, en með hvössu og bitru augnatilliti: „Og látið mig nú vita, hver Jrér eruð?“» „Gramberg prinz, “ svaraöi eg v.ðstöðulaust. Ffg var satt að segja undir spurningu þessa búinn, því eg hafði haft vakandi auga á mannin- um. Hann var ánægður með svarið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.