Lögberg - 06.10.1904, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.10.1904, Blaðsíða 1
^.tsassaxxíss,jMgESSiaaBBBMiBBBBiBSSBKfiBSSBBflBMB* | Winnipeg minjagripir: | TviblaOaöar árar á lOc, 20c. 2öc og h 50c; eldspitus’olskar B*c ok aOc;'fipar- K og saltbaukar 25c; bjöllur 25c Allir velkomnir. Anderson & Thomas, 638Main Str. Hardware. Teleptione 339 tJrkeöjuskraut í Litlir ekrúfulyklar, klaufhamrar, ket- axir. sjátrarabrýni. tiásmíöatól, hníf- ar af ýms:i Kerð: alt s'lfrad og gyit Verd 35 cents. Anderson «& Thomas, 638 Main Str, Hardware. Telephcne 338. Merkl: svartnr Yale-Us 17. AR. Winnipeg, Man.. Fiintudaginn, 6. Okt. 1904. NR. 3*T. '•/a & FUNDUR veröur haldinn næsta föstudags- kveld klukkan 8 í nýju bygging- unni á Nena st. að austanveröu, milli Bannatyne og McDermot ave. Allir stuðningsmenn D. W. Bole og Laurier-stjórnarinnar í vesturhluta bæjarins eru vinsam- lega beðnir að mæta á þeim fundi til undirbúnings undir kosning- arnar. Frettir. Úr tílluni áttum. Nýju og ntjög vönduðu herskipi átti að hleypa af stokkunum í Nevv York í vikunni sem leið. Áður en skipinu var rent fram var höfnin rannsökuð, og kom þá í ljós, að hieypt hafði verið niður þvergirð- ingum jjar sem setja átti skipið á ílot. Þvergirðingar þessar voru þannig úr garði gerðar, að þær ínun'du hafa ónýtt skipið, ef það hefði runnið á þær. Ekki er upp- víst enn hverjir valda muni þess- um spellvirkja tilraunum. Maður nokkur hefir verið tekinn fastur í Macleod, N.W,T., og er hann sakaðtir um að hafa stolið nmtiu nautgripum og slátrað. Iveir vetrungar, nýslátraðir, fund- ust i vörslum hans þegar hann var tekinn. Átján ára gamall svertingi var lekinn fastur í Macleod, N.W.T., í vikunni sem leið. \'ar liann grun- aður um póstþjófnað, cnda fund- ust bæði póstávísanir og óopnuð bréf í vösuni hans, er á honum var leitað. Annar unglingur ellefu ára gamall er grunaður um að hafa verið í vitorði með svertingjanum, og liefir hann einnig \terið hand- samaður. \ erkfall járnsmiða og annara verkamanna C. P. R. brautarfé- iagsins, sem hófst laugardaginn 24. f. m., stóð ekki yfir nenia þang- að til á laugar flaginn 29. Ivröfur verkamanna voru teknar til greina og kaupgjald hækkað. Éngar róstur áttu sér stað út áf verkfalli þessu. Alt gek triðsamlega og sið- aamlega til. Sir Richard Cartwright meðlim- ur Laurier- stjórnarinnar, J. H. Róss fyrrum landstjóri í Yukon og T. O. Davis þingmaður Saskatche- wanmanna hafa allir fengið sæti í efrideild Dominion—þingsins. Nokkurir menn hafa verið tekn- ir fastir bæði í Vancouver og ná- lægt Des Moines, Iowa, grunaðir um að vera valdir að ráninu á C. P. R. brautinni, sem sagt er frá hér á öðrum stað. Engar veru- legar sannanir gegn þessum mönn- um hafa þó enn fengist. í verkfalls-óeirðum sein staðið hafa yfir í Rómaborg nú undan farið biðu nýlega tveir menn bana af völdum lögreglunnar. Tii þess að lýsa yfir óánægju sinni með að- farirnar hafa sósíalista félögin á Ítalíu ásett sér að koma á verk- falli, er tajvi yfir land alt. Stjórn- in á Italíu ha,fir tekið. til ýmsra ráða til þess að eyða . samtökum Pessum og bæla þauniöur. Með- M annars er þess v'andlega gætt að láta engar fréttir er verkfallið snerta berast út úr landinu. Svo mikið vita menn þó, að ástandið erhiðískyggilegasta og að í Róma borg og víðar er herlið haft á reiðum höndum. Búast sumir jafnvel við að vandræði þessi muni leiða til borgarastríðs á ít- ah'u. Fréttirfrá Islandi. Akureyri 27. Ág. 1904. Makríll hefir veiðst í Skagaíirði í þessum mánuði, 30—40 fiskar, þegar ritað var af Sauðárkrók 19. þ. m., mest í síldarnet en eitthvað líka á handfæri. Makríll hefir víst sjaldan eða aldrei veiöst við Norðurland fyr. —Heyskapur gengur yfirleitt vel. Þó hefir í sumum sveitum verið óþurkasamt 2-3 vikur. —Þessi síldarveiöaskip íslenzk hafa komið: ,,Helga“, 350 tn.; ,,Fönix“ 67; ,,Lottie“ 94; ,,Ro- bert“ 164; ,,Brúni“ um 90; ,,He- lena“ um 100; ,,Familien“ um 500; ,,Marianna“ um 200.—Af norskum síldarveiðaskipum hafa komið hringnótaskipin,, Albatros ‘ • með hátt á 3. hundraö tn. og ,,Imbs“ með yfir 300 og svo ,,Kvalen“ með 4—500 tn.— ,,Mínerva“ kom nýlega á Hjalt- eyri með 4800 fiska; aflinn ágæt- lega vænn.—Afli er góður á Siglu- firði og töluverður fyrir Fljótum. Króna var nýlega borguð á Siglu- firði um kl.stund við að fletja þorsk. —15 tn., af síla höfðu feng- ist f lagnet á Grenivík nú í vik- unni, og mikil síld sögð komin inn í austurálinn. — Látinn er 16. þ. m. einn af elztu borgurum þessa bæjar, Bjarni trésmiður Jónsson 75 ára. Hann var blindur síðasta hluta æfinnar, 21 ár. Akureyri 3. Sept. Hafís var mikill við Horn ný- lega, fyrir eitthvað tveim vikum. Mörg skip á norðurleið hurfu þar; frá, en eitt, norskt fiskiskip, komst' gegnum ísinn og sagði fréttina á! Siglufirði. ! — Útbú íslandshanka tók til starfa fimtudaginn þ. 1. þ. m.,1 eins og til stóð. Aðstreymi var' mikið að útbúinu þegar þann dag, enda enginn vafi á því, að þar verða framve^is mikil viðskifti. —Þessi síldarskip hafa komið: ,,Robert“ tneð 142 tn., alls rúm-j ar 700 tn. í sumar, ,,Lottie“ 175, I alls rúmar 400, ,,Fönix“ 60, allsl 300, ,,Egill“ 134, á 4. hndr. alls, t ,,Veiðibjallan“ um 300 alls. Í! þessari viku mun ekki hafa verið nein veiði úti fyrir síðan á rnánu- dagsnótt vegna stirðrar veðráttu. Á höfuðdaginn var ofsarok fyrir' utan land, þó að hér væri logn og blíða.—Norðurland. Seyb'isirði 13. Ág. 1904. | Einhverjir Færeyingar af fiski- skútum eru sagðir hafa farið í land á fleiri stööum á Langanesi I og skotið þar fé og sýnt fólki ann- an ójöfnuð. Eiga þetta að vera launin fyrir landhelgisfiskirí þeirra hér við land?! Það er Vonandi, að landstjórnin geri alvarlega gang- skör að því að þessi níöingsverk Færeyinga verði rannsökuð og þeim stranglega hegnt. —Tíðarfarið alt af hið bezta og nýting á heyi má heitagóð. —Fiskirí nokkurt, en beitu hefir hér víða vantað að undanförnu. Seyðisfirði 27. Ág. 1904. Varðskipið,,Beskytteren“ skip- stjóri Kjölsen, náði nýlega í botnT vörpung norður á Þistilfirði og kom með hann hingað fullan af fiski, þ. 23. er allur var gerður upptækur ásamt veiðarfærunum, en sektir 1170 kr. auk málskostn- aðar. —Flutningsskipið ,,Thor“ frá Björgvin, skipstjóri Johnsen, á leið til Siglufjarðar, braut öxulinn út af Dalatanga og var dregið hingað inn af fiskigufuskipmu ,, Drott, “ er fór svo til Norvegs með hinn bilaða öxul til aðgerðar. —Sá sorglegi íitburður varð hér í bænum að norskur skipstjóri, Christian Larsen að nafni, fanst örendur f hvílu sinni um borð á skipi sínu ,,Primus“ þann 13. þ. m. Hafði hann, að sögn, setið mestan hluta dagsins áður á veit- ingahúsi og drukkiö þar afarmik- ið, sumir segja jafnvel 40-50 bjóra(?), sem þó er næsta ótrú- legt. Gekk hann svo út til skips síns seint um kvöldtð. Hásetar vissu, að hann hafði verið mjög ölvaður er hann gekk til hvílu og undruðust því eigi, þótt hann ekk risi árla úr rekkju. En er leiö að hádegi án þess hann bærði nokkuð á sér, þótti þeim það svo ískyggilegt að þeir réðust til að brjóta upp hurðina at^ káetu hans. Lá hann þar þá kaldur og stirður. Læknir var sóttur, og kvað hann skipstjóra hafa látist af hjarta- slagi. Hafði hann að sögn þjáðst af hjartasjúkdómi um mörg ár. — Skipstjóri var rnaður á bezta aldn Lætur hann eftir konu með 9 börnum heima í Aalesund. —Tíðarfar hið hagfeldasta. —Fiskirí nokkuð.— Síldarafii í net þó nokkur út í firðinum. All- góður reknetafii. Nýlega kom ,,Svanurinn, “ skipstjóri Ingi- mundur Einarsson, inn með 150 tunnur af reknetasíld. „Uller1*, skipstjóri Jondahl, hefir og afiað vel í sumar og oft bætt víða úr beituskorti hér eystra og eigi ver- ið dýrseldur. Seyðisfirði 7. Sept. Lungnabólga hefir gengið mjög skæð á Eskifirði og jafnvel gert líka vart við sig í Norðfirði. Auk \ frú G. Túliníus létust á einu heimili á Eskifirði 4 börn. Dánir eru og nýlega tveir bræður Eiríks óðalsbónda Björnssonar á Karls- skála Jón á Eskifirði en Pétur í Skuggahlíð í Norðfirði, vænir menn og dugandi eins og ætt stóð til. —Tíðarfar óstilt, í gær ákafleg rigning fyrri hUita dags. —Fiskirí nú mjög tregt.—Sild- arafli nokkur í nót á Reyðarfirði og Eskifirði.—Austri. Almennar kosningar. til Dmoinion-þingsins fara frann í Canada fimtudaginn 3. Nóvember. Tilnefning fer fram 27. Október eða einni viku fyrri en kosningarrí- ar. Undirbúningstiminn er þvi ekki langur, en allir eru á eitt sátt- ir með það.að liann sé nógu langur „hvorki of stuttur né of langur“ segja menn, því að kosningarnar koma ekki flatt upp ámenn; það var alment við þeim búist um þetta leyti. Löng kosningabarátta er þreytandi og gerir engum gott. Til Dominion- þingsins verða kosnir tvö hundruð og fjórtán þingmcnn eins og áður. En við nýju kjördæmaskiftinguna breyt- ist þingmannatalan í fylkjunum ollum nema Quebec- — hækkar i sumum og lækkar í sumum. Það er ákveðið með lögum, að þing- mannatalan alls skuli vera tvö hundruð og fjórtán,að þingmanna- talan frá Quebec skuli vera 65, og pingmannatala annarra fylkja að sama skapi, miðað við fólksfjölda. Enn fremur er fast ákveðið, að British Columbia hafi aldrei færri en 6 menn á þingi. Við kosningar þessar verður þingmannatala fylkj anna og Norðvesturlandsins á þessa leið: Frá Quebec .. .... 65 áður 65 “ Ontario.......86 áður 92 “ Nova Scotia .. 18 áður 20 “ New Brunsw. .. 13 áður 14 “ Manitoba .. .. 10 áður 7 “ Brit. Col....... 7 áður 6 “ Prince Edw. Isl. 4 áður 5 “ Norðyesturl. . 10 áður 4 “ Yukon......... 1 áður 1 Sé A. W. Puttee talinn með stuðningsmönnum Laurier- stjórn- arinnar, þá hafði hún á síðasta þ'iigi meirihluta þingmanna irá oÝfurh fylkjunum með sér og alla jnngmenn Norðvesturlandsins. Meirihluti stjórnarinnar á síðasta þingi var 54. Eftir útreikningi óvilhallra manna ætti við kosningar þessar fyigi stjórnarinnar að aukast i öll- um fylkjunum nema í Ontario, og allir þingmenn Norðvesturlands- ms að vera með stjórninni. Þingmannaefni Laurier-stjórn- arinnar í Manitoba og Norðvest- urlandinu eru: / Manitoba. í Brandon—Hon. Clifford Sifton. I Winnipeg—D. W. Bole. I Souris—Geo. Patterson. I Selkirk—S. J. Jackson. 1 Lisgar—............. I Port. la Prairie—J. Crawford. í Daupliin—T. A. Burrows. I Marquette—S. L. Head. í Provcncher—J. C. Cyr. í Macdonald—J. Riddell. / Norðvesfnrlandinu. t Qu’Appelle —L. Thompson. í Assiniboia East—J. G. Turiff. í Assiniboia West—W altcr Scott. I Calgary—Dr. C. J. Stevvart. í Strathcona—P. Talbot. í Edmonton—Frank Oliver. I Saskatchewan—J.H.Lamont. í Humbolt—A. J. Adamson. í Yorkton—Dr. Cash. í Alberta—M. McKenzie. Eindrægni, Sramfarir og vellið- an í landinu hefir eink^ut stjóriKir- tíð Laurier- stjórnarinimr. Þeir, sem við það kannast’ ættu að róa sð því öllum árum, að þingmanna- eini hennar næðu kosningu. Grand Trunk Pacificí^firnbraut- in stækkar bygðina alt upp í tvö hundruð og fimtiu rnílur norður; hækkar land og alla bærídavöru í rcrði ;hleypir fjöri í öll viðskifti; vcitir þúsundum manna atvinnu.— Biaút sú fœst ef Laurier-stjórnin situr að völdum. Látið ekki blekkjast af jjjó'i- eignajoforðum afturhaklsmanna. Það er fyrirfram ákveðið og skýrt og skorinort fram tekið, að tollarnir eigi að hækka og menn að borga hærra verð fyrir nauðsynjar sínar ef afturhaldsflokkurinn kemst lii v’alda.—Slíkt þarf ekki að óttast eí Laurier-stjórnin situr við völd- in framvegis. Allir, seríi við það kannast, að meiri framfarir og vællíðan hafi ’ærið í landinu síðan Laurier- stjórnin komst t41 valda heldur en aður, rettu, hv’aða pólitískum flokki sem þeir tilheyra, að greiða at- kvæði með þingmannsefnum henn- ar við kosningar þessar. Þeir sem vilja fá Grand Trunk Pacific járnbrautina sem næst sér ættu að styðja að því, að þing- mannaefni stjómarinnar komist á þing. R. L. Borden neitar því, að það sé tillaga sín að láta leggja járn- oraut vestur um landið ef aftur- iialdsflokktirinn komist til valda. Eftir hans eigin orðum þurfa menn við engri járnbraut að búast ef Laurier-stjórnin fellur. Úr bœnum. Ágæt íslenzk ull fæst til kaups að 664 McDermot Ave.—Verð: 20 cents pundið. Mjólkurkýr fást til kaups hjá S. Thordarsyni Sherbourne St. Þessar persónur liafa nýlega verið gefnar saman í hjónaband af sera F. J. Bergmann, allar til neimilis hér í Winnipcg:—Hannes Erlcndsson og Guðnv Brvnjólfs- dóttir, 9. Ag.; ísak Johnson o> Jakobína S. Jóhannsdóttir, 14. Ag; Asbjörn Eggertsson og Sesselja Gottskálksdóttir, 24. Ág. ;'Jón Ein- arson og Thora Arason, 24. Sept. Snæbjörn Einarsson frá Lundar, Man., meiddist af bvssuskoti núna i vikunni og á það úrinu sínu að jiakka.að eigi lilauzt verra af ; hann færöi til byssuna i vagni, en visssi kki að hún var hlaðin, og við það hljop skotið af, tók litla fingurinn aí hægri hendinni, særði þá vinstri litið eitt og mölbraut úrið i vestis- vasa hans. Hefði úrið ekki orðið týiir skotinu, þá hefði það að öll- am líkindum orðið manninum að bana. Eitt hagl hafði lent utan hjá úrinu eða hrokkið af því’ en fór ekki á hol fíeldur inn úr skinninu að eins og undir því til hliðar. Þann 7. f. m kvongaðist Mr. Tríorel S, Eymunds að Marker- viiie, Alta., Miss Guðlattgu Magn- eu B. Björnsson. Hjónavigslan var framkvæmd af séra Pétri Kjálmssyni á liinu reisulega heim- • 1. krúðgumans. Þeir Arni Jónsson og J.G. Reyk- «ai frá Ballard, Wash., hafa báðir tekið lona (A.J. 3 lömd og J.G.R. 2j á Quilí L«ke sléttunum i Assini- boia og búast við að flvtj'a þangað búferlum næsta vor. Báðum leizt þeim einkar vel á landið og fram- tíðarhorfur nvlendumanna og mun hv®rugur sjá eftir ferðinni þó löng se ög kostnaðarsöm. Siðastliðinn mánudag lögðu þeir á stað heim- leiðis, Mr. Revkdal suður. til þess á heimleiðinni að finna kunningja sina í Minnesota, en Mr. Jónsson vestur með C. P. R. brautinni og ætlaði að standa við nokkura daga hjá vinafólki sínu í Brandon. Söngsamkoma. sem haldin verð- ur 1 Tjaldbúðinni 20. þ.m. (fiintu- eladag), ætti ekki að standa á baki neinum þesskonar samkomum, sem islendihgar hafa haldið hérmegirr hafsins. Lögin, sem öll eru meí íslenzkum textum.eru valin af mís- munandi tegundum til þess að þau talli vríð smekk sem flestra áheyr- ctidanria.. Æfingum hefir verLJ lialdið uppi af kappi miklu undir stjórn Mr. Jónasar Pálssonar, org- anista safnaðarins Bandaríkjakosningar íara fram þriðjudaginn 8. Nóv. og slcndur nú kosningabaráttan sem iiæst þar syðra . Líklega er alinent við því búizt að Roosevelt nái kosn- ingu, en marg táknar til þess að Parker dómari fái meira fylgi- en t íyrstu \’ar við búist. Það, seui Roosevelt stafar mest hætta af í sumum ríkjunum er óáncegja með toll-löggjöfina. En spursmál livort það mál einmitt ekki styrkir hann að sama skapi á öðrum stöðum. Bæði forsetaefnin eru á margan hátt afbragðsmenn og þjóðin vel sæmd af hvorum þeirra sem er. En tilfinnanlegur ósigur væri það fyrir alþýðu og sigur fyrir auðfé- lögin ef Roosevelt ekki næði kosn- ingu eftir afskifti hans af málum þeirra. Til þingmensku í Pembina Co. býður Joseph Walter sig fram. Um auditors embætti þar sækir núver- andi auditor Sveinn Thorwaldson; og í Walsh Co. sækir Eggert J.Er- lendsson um samskonar embættí. Allir menn þessir bjóða sig fram undir merkjum repúblíka, en án minsta tillits til þcss vildum vér oska að þeir hlytu kosningu, því að þeir eru allir drengir góðir ------o------ Dánarfregn. Húsfreyja Margrét Jónsdóttir Björnsson að Tindastóli, Alta., dó 10. þ. 11. . á leiðinni til sjúkra- hússins í Red Deer.—Margrét sál. var fædd 8. Ág. 1852. að Saurbæ í Kolbeinsdal í Skagafirði; fluttist til Ameríku 1883. en giftist eftirlif. manni sínum, Jóhanni Bjömssvni, póstafgreiðslumanni á Tindastól-s- pósthúsi 9. Des. 1887. Hún lætur honum eftir tvö mannvænleg böm, Guðrúnu 15 ára, og Ólaf 13 ára.— Margrét sál. var í bezta lagi greind kona, eins og hún átti kyn til, hina svo nefndu Fjallsætt í Skagafirði, ætt þeirra dr. Jóns Þorkelssonar, rektors, og Þorkels prests Bjama- sonar.— Þótt hún helgaði krafta sina einkum hinu mvndarlega heim ili þeirra lijóna, þá hafði hún þó djiip áhrif til heilla hvar sem henn- ar naut við,-—Það er þvi sameigin- legur harmur, sem ástvinir hennar og lúterski söfnuður Islendinga í í Alberta bera eftir hana. I’ann 12. Sept. þ. á. dó Ingi- björg Sigurðardóttir Pálson að heimili eiukasonar síns, Árna PáB- sonar, að Markerville, Alberta— Hún var fædd 10. Des. 1827, að 'Ölmim í Fljótum i Skagafjarðar- sýslu; giftist 32 ára Páli Arnasyni dannebrogsmanni, sonarsvni Ama biskups.—Árið 1888 flutti hún með Arna syni sínum til V’esturheims, og bjuggu þau síðan í Caigary, Al- berta, þar til síðastliðið haust’ að líanH nam land norður af Marher- vill».—Heimili þeirra mæðgina var jafnan fyrirmyndarvert að ástúð og gesírisni.—Ingibjörg sáluga ól upp 3 börn vandalaus, 2 heima á Fróni og einn umkomHleysingja. vestan hafs. Báðar þessar konur voru greftr- aðar 13. Sept. 1904 í dauðrareit Albertasafnaðar, að viðstöddum nálega öílum íslendingum bygðar- innar. Tindastóll, Alta. í Sept. 1904.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.