Lögberg - 06.10.1904, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.10.1904, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. OCTOBER. 1904. 5 RUDLOFF GREIFI. ,,Þér taliö blátt -áfram og afdráttarlaust, “ svarat5i eg. ,, Auövitaö vona eg, aö mestu örðug- leikarnir séu nú því nær búnir, en séuö þér fáan- legur til þess, þá langar mig til aö tala viö yöur um framtíö yðar. Án yðar hefði eg ekki komist fram úr þessu öllu, og því mun eg ekki gleyma. “ ,.Eg ber aldrei sérlega mikla umhyggju fyrir því, sem þér kallið framtíð mína, prinz. Hafieg drepið bróðurinn, þá hefi eg hjálpað til að frelsa systurina, og fái hún að vita það. þá er mér það nóg. “ Þetta sagði hann í meiri einlægni en eg bafði nokkurn tíma hevrt koma fram hjá honum óreiðum. En svo hvarf hann aftur í sitt vana- lega skap rétt á eftir og sagöi: ,,Auk þess hefi eg komið fram hefndum, jafnvel þó það taki á mig, .aðegekkirak níöinginn í gegn áður en hann var svo heppinn aö hálsbrjóta sig. Til daganna enda mun eg sjá eftir því að hafa aldrei getað látið hann leika sér viö oddinn ásverðmu rnínu. “ Rétt í þessu kom Gessler majór út úr húsinu mjög alvarlegur í bragði og kallaði mig á eintal. ,,Eg hefi fengið mjög ískyggilegar fréttir frá Munchen, prinz“, sagöi hann. Eg tók eftir því, að hann gætti þess a?tíð vandlegá að ávarpa mig með nafnbótinni, sem eg held hann hafi þó vitað aö mér ekki bar meö réttu. ,,Augener, trúnaö- ar-ráögjafi keisarans, kom þangað beina leiö frá Berlín í gærkveldi. Fréttirnar af því, sem í Munchen hefir gerst þessa daga, hafi vakiö eftir- tekt mikla í höfuöstaðnum, og það er búist viö sjálíum keisaranum til Munchen. Marx hertogi þyrfti nauösynlega að komast þangað eins fljótt og frekast er mögulegt. “ ,,Heföuð þér ekki látið ná Minnu kántessu í burtu frá yður í gær, Gessler Majór, þá væri hann ef til vill kominn þangað nú. Drátturinn er ekki mér að kenna. “ Eg sagði þetta einbeittur því mér þótti hann tala í alt of regingslegum tón. ,,Hvað ætlið þér þá að gera?“ spurði hann. ,, Viljiö þér gefa ávísun til að fá hann lausan?“ ,,Eg get betur sagt yður það eftir svo sem klukkutíma, eftir að eg hefi talað við frænku mína. “ ,,Þér veröið að gera svo vel aðgefamér ein- hverjar ákveðnar fréttir handa'þeim í Munchen. “ ,,Þér getiö látið þá vita, hvernig á drættin- um stendur, “ svaraði eg í reiði. ,,Eg neitaöllu valdboöi frá yður, lagsmaður, og er ekkert upp á afskifti yðar kominn. “ Hann var í þann veginn að svara mér í sama tón þegar Minna kom út. ,,Góðan daginn, herrar mínir,“ sagði hún glaðlega. ,,Góöan daginn, Hans frændi minn, “ og með andlitið uppljómað af brosi og glaöværð gekk hún til mín og rétti mér báðar hendurnar. Mér rann öll reiðin við að líta hana, og þeg- ar hún rétti mér hendurnar og eg las í augum hennar samskonar mál eins og brauzt fram f aug- um mínum þá var mér ekkert í huga nema frið- ur, gleði velþóknan og ást. ,,Við verðum tafarlaust að tala saman, “ sagði eg. ,,Eigum viö að ganga saman hérna um garðinn?“ Eg leiddi hana út á stóran grasflöt. og lá stígur eftir honum miðjum svo ekki var mikil hætta á aö til okkar heyrðist. ,,Eg var að hugsa um það í nótt hvað eg mundi fá að heyra í dag, “ sagðihún. ,,EghMd það verði góðar fréttir vegna þess það lá svo vel á mér. ‘ • ,,Þú hefir þá ekki sofið?“ ,,Jú, jú. En þegar eg svaf þá dreymdi mig, og ööru hverju haföi eg unaöjfullar vökustundir. Eg veit ekki hvort var betra—draumarnir um að alt væri sem æskilegast, eða trúin á það, þeg- ar eg vakti, að alt leiddist bráðum vel út. “ ,,Eg vona það verði, “ sagði eg innilega. ,,Eg er viss um þaö, “ sagöi hún ávítand fyrir efasemdir mínar. ,,Er ekki gamli garður- inn sá arna yndislegur?“ hrópaði hún. ,,Ekki samt eins og garðurinn á Gramberg, auövitaö vegna þess enginn staður er mér jafn kær. En > samt er hann fallegur. Og þau blóm! Hefirðu nokkurn tíma séð slíka fegurð? Og sú angan! Það er eins og þau sendi frá sér himneskan ilm- vökva og frið. Og hvað alt hefir breyzt síðan í gær. Þá var þetta fangelsi; nú er það sönn para- dís. Já, vissulega! Og þú hefir breytt því svona fyrir mig! Og nú vil eg fá fréttirnar. Manstu hvar þú hættir? Eg man þaö. Eg held eg gæti haft upp aftur hvert orö sem þú sagöir. tú ætlar að segja mér hver þú varst áður en þú varst leikari í Frankfort og hézt Heinric/i Fisch- er. “ ,,Eg var nafnlaus flökkumaður og kom þang- að svo að segja rakleiöis frá dauða mínum og greftrun. “ Hún nam staöar og horfði á mig öldungis forviöa. Hún varö vandræöaleg á svipinn þó þaö væri að hálfu leyti uppgerð. Og þó hér væri um háalvarlegt mál að ræða þá lék eg það eftir henni. ,,Dauða þínum?“ sagði hún vandræðalega. ,,Það er alt satt. Heyrðir þú bróður þinn nokkurn tíma minnast á ungan greifa við liotann, sem hét Rudloff, og var einu sinni mikill vinur keisarafjölskyldunnar, og svo mikið umtal vakti með dauða sínum fyrir eitthvað fimm árum síð- an? Það skeði skömmu eftir að prinzinn, sem rú er Hans Hátign ke'srrinn, hafði slasast um borð á skemti skipi keisarans. “ ,,Rudloff greifi?“ endurtók hún hugsandi nokkurum sinnum og viö það vöknuðu hjá henni einhverjar gamlar endurminningar. ,,Já, það held eg—en hvað kemur hann okkur viö?“ ,,Mér kemur hann mikiö við—ósegjanlega mikið. Eg er Rudloff greifi, “ og síðan sagði eg henni afdráttarlaust hina einkennilegu sögu mína frá upphafi til enda. Fyrsta athugasemdin, sem Minna gerði, kom mér á óvart. ,,Er þetta sagan sem þú ímyndaðir þér að aðskyldi okkur?“ spurði hún. ,,Eg hafði sagt þér, aö eg væri annar. “ ,,Já, og það í þeim ódrengilega ogmiskunn- arlausa tilgangi að hjálpa mér fram úr stríði mínu og vandræöum, “ sagði hún og leit til mín brosandi. ,,Þú mátt hafa einkennilegt álit á mér ef þú heldur að eg fyrir þá sök hrindi frá mér þeim bezta ván sem nokkur hjálparþurfandi stúlka getur átt. Það liggur við sjálft, aö eg geti reiðst þér af því áliti á mér. “ ,,En þegar öllu er á botninn hvolft þá var öll hjálp mín veitt í eigingjörnum tilgangi, “ sagði eg eftir nokkura þögn. ,,Hver var hánn?“ spurði hún snögglega og grunaöi ekkert við hvaö eg átti. ,,Eg elskaöi þig, Minna. “ Viö vorum komin að enda stígsins, og í stað þess að snúa viö aftur, eins og viö höfðum áður gert, þá gengum viö nú áfram á bak við stórvax- inn lárviðarrunna sem skygði á húsið. Þar nam eg staðar og tók í báöar hendur hennar, sem hún rétti mér mótþróalaust. ,,Nú hefi eg sagt þér alt, “ hvíslaði eg. hverju svarar þú?“ ,,Þetta er ánægjulegasti dagurinn sem eg hen lifað, “ hvíslaði hún. Eg tók hana í fang mér og þrýsti henni að hjarta mínu. ,,Svo þú elskar mig þá?“ Andlit hennar var nálægt mér,' uiii það lék ástúðlegt bros, sem lýsti óbifandi trausti, og hún svaraði mér með því að þrýsta vörum sínum að mínum til merkis um, aö við inst í hjörtum okk- ar hétum hvort ööru órjúfandi eiginorði. Þarna stóðum við saman, þessir tveir elskendur, sem sólin var sköpuð til að hella geislum sfnum yfir og jörðin skrýdd til að gleðja, og gleymdum öllu nema hinni ómælilegu ástarsælu og heitorðinu sem við höfðum bundist. Einhver hávaöi í nánd við húsið barst tíl eyrna okkar og truflaði okkur. Minna stundi við og tók handieggina utan af hálsinum á mér; og svo stóöum við enn kyr um stund og héldumst í hendur. ,,Betra en vinátta eða frændsemi, Minna?“ spurði eg. Hún svaraði mér með augunum og feimnis- roðanum í kinnunum, og eg kysti hana á ný ,,Og nú verðum við að láta heilbrigða skyn- semi koma til sögunnar, því að viö þurfum að ráöa fram úr hvaö gera skal. “ ,,Eg get ekki komist að neinni niðurstööu— nema þeirri, að þú mátt ekki yfirgefa mig, “ sagöi hún. ,,Og samt gleymum við því, að þúertdrotn- ing. “ „Manstu hvað eg sagði einu sinni, að yrði fyrsta fyrirskipun mfn?“ ,,Það var annar fyrri til, Yðar Hátign. Eg hefi sagt þér frá öllu—og fundur okkar var vissu- lega leyndarráösfundur. Því verður ekki neitað. “ ,,Já. Engir aörir en drotningin—og— hún hikaði viö, og svo grúfði hún andlitið niður á öxlina á mér og bætti við blíðlega: ,,og kon- ungurinn. Eg hiröi ekki um neitt annaö hásæti en þetta. “ Þetta var unaösfult samtal, þó það ekki væri sérlega viturlegt, og gjarnan heföi eg viljaö halda því áfram hefði eg ekki séð gegn um limið. ELDID VID GAS Ef ga«leid«la er um gðtunn y5av leið- ir félagið pípurnar að gðtu linunui ókeypis Tengir gaspipur við eldastór sem keyptar hafa verið að þvi án þess að setja nokkuð fyrir verkið. GAS RANGE ódýrar, hreinlegar, setið til reiðu. ■A'.lar tegundir, $8.00 og þar yfir. R xið og skoðið þær, Tht Winnipeg Etectrie SFeet Railway Co. )» díliin 215 Pobr •* 0 Avenuk \ Prentsmiðja Gísla Jónssonar, 656 Young st. Eins gott og Blue Ribbon Te. Þér vitið hvað það þýðir —bezta tegund meö hæfilegu veröi. Blué Ribbon Baking Powder. gefur eins góöan árangur eins og beztu teg- undirnar sem fást, en vér seljum ekki meö gífurlegu veröi. Betri tegund er ekki til. Hversvegna þá aö l^aupa aörar tegundir fyrir hærra verö? Blue Ribbon M’fjg Co., Winnipeg. að menn komu út úr húsinu og gengu í ýmsar áttir út um garðinn. Sumir komu í áttina til okkar. ,,Við skulum ganga áfram, elskan mín,“ hvíslaöi eg. ,,Það koma menn heiman að frá húsinu, sem eru, að eg held, aö leita nn'n. Og gættu þess, að enn þá verð eg fyrst um sinn að vera prinzinn, og þú hún frænka mín. “ Síðan gengum við áfram eins og við værum á ráðstefnu, og eg sagði henni hvaö eg áliti bezt að gera. ,,Eg veit ekki hvernig fara kann í Munchen, “ sagði eg; ,,en í morgun var mér sagt, að keisar- inn ætlaöi sjálfur að vita hvað um væri aö vera, og aö gamli Augener — .keisarans eigin maður1 sem kallaöur er—væri kominn til Munchen og farinn að spyrja sig fyrir. ‘ • ,,Hann er þessi óttalegi maður sem til þín kom um árið, er ekki svo?“ hrópaði Minna og hræðslan lýsti sér í augum hennar við hættuna sem yfir mér vofði. ,,Já—en það er engin ástæöa til aö óttast, að hann þekki mig. Eg hefi svo gersamlega breyzt. Hitt er meira um vert, hvernig hann ítur á afskifti þín af málinu ogþað, að eglétgrípa Marx hertoga og geyma vegna þín. Eg sagði Heckscher barún, að þú vildir gjarnan afsala þér öllu tilla li til ríkis, og eg lofaði að hvetja þig til þess—eg hafði auðvitað minna yfir þér að segja þá en nú. “ ,,Ó, eg mundi æfinlega hafa fylgt ráöum þínum, “ svaraöi Minna. , ,Mér kom aldrei neitt annað til hugar. “ ,,Jæja, eg sagði honum, að eg héldi. að þú mundir fást til að leynast einhverstaðar nógu lengi til þess hægt væri að koma öllu í kring Ostenburg-mönnum í vil. Og þessi koma Aug- eners gerir mig ákveðnari í því en áður að hvetja þig til aö láta landamærin aðskilja þig og sam- særismennina. “ ,, Hvenær eigum við að leggja á stað? • ‘ spurði hún tafarlaust. ,,Og svo get eg staðið fyrir máli þínu í Munchen. “ ,,Þú vilt þó ekki að eg fari einsömúl?“ ,,Ekki að þú farir einsömul. En vitir þú ekki af einhverjum betri stað, þá gætir þú farið til hins rétta frænda þíns í Charmes; og þar gæt- ir þú verið þangað til alt er komiö í kyrð og spekt. “ ,,Og þú?“ ■ ,,Eg fer náttúrlega með þér til Charmes, og hverf síðan aftur til Munchen eins fljótt og eg get til þess að hafa gætur á málunum. “ ,,Hvers vegna ættir þú að fara þangaö og eiga alt á hættunni einn?“ ,,Eg get gert báðum okkur nieira gott þar ef eg veit af þér á óhultum stað. “ ,,Um það getum við rætt á leiðinni; en hvað ætli úr mér yrði nú ef einhver ógæfa henti þig?“ hrópaði hún vandræðalega. Það gladdi mig ósegjanlega að heyra hana a la svona, en eg gat ekki þakkað henni fyrir þaö eins og eg vildi, því aö rétt í því kom einn maö- urinu auga á okkur og hraöaði sér til mín. p ,,Gessler majór langar til að finna yðar tign tafarlaust, “ sagði hann. ,,Eg skal koma heim aö húsinu, “ Sagöi eg, og svo snerum viö heim áleið, en maðurinn hljóp á undan til þess að segja frá komu minni. ,,Það tekur á mig að verða að reka á eftir yður, prinz, “ sagði majórinn og kom út á móti okkur; ,,en mér er dæmalaust ant um aö geta sent einhverjar fréttir til Munchen. Hafiö þér komist að nokkurri niðurstöðu? ÞaÖ eru nú liðnir nærri þrír klukkutfmar síöan eg talaöi viö yöúr. ‘1 Eg sá Minnu taka viöbragð þegarhún heyrðj hvaö lengi viö höfðum veriö saman í garöinum. ,,Þaö hefir verið úr vöndu aö ráða, majór, “ svaraöi eg alvarlega. ,,En loks höfum viö þó komist að niðurstööu. Kántessan leggur á staö frá Landsberg-meö næstu járnbrautarlest, og eg fer með henni. Umboö það, sem þér þarfnist afhendi eg signor Praga á járnbrautarstöövun- um. “ ,,Og hvert er feröinni heitiö?‘‘ spurði hann- ,,Þaö kemur engum við nemaokkur, “ svaraöi eg stirölega. ,,Eg spurði einungis til þess að vita hvenær eg gæti hitt yður á vagnstöðvunum;“ og hann sneri sér á hæl og yfirgaf okkur snögglega. ,,Eggetundir eins verið ferðbúin, “ sagði Minna og hljóp inn. Eftir fáar mínútur kom hún aftur og við borðuðum morgunverð saman; meöan á máltíö- inni stóö kom sendimaður frá Gessler majór með töflur yfir lestagang í allar áttir. Eg kaus mér fyrstu lestina vestur, og litlu síðar lögðum viö á staö til vagnstöövanna. Praga var þar fyrir, og fékk eg honum skrif- legt umboö til Krugens að láta Marx hertoga lausan. Og jafnframt sagði eg í svo háum róm, að majórinn skyldi heyra þaö: ,,Eg kem til Munchen í kveld eöa fyrramál- ið. Þér getið fundfö mig þar. “ Mínútu síðar lagöi lestin á staö. ,,Bráöum verðum við frjáls, Minna. Eftir fáeina klukkutíma verðum við komin inn á Frakk- land! “ hrópaöi eg. >>Heyrðir þú Gessler majór segja, aö viö hefðum verið þrjá klukkutíma saman í garöinum í morgun, Karl?“ spurði Minnabrosandiogroön- aði. , ,Er mögulegt, aö þaö hafi veriö svo lang- ur tíini?“ ,,Tíminn flaug ekki með jafn miklam hraöa fyrir hann eins og okkur, “ svaraöi sg; ,,o'g líöi næstu sex klukkutímarnir jafn fljótt þá verður mér hægra um andardráttinn. ,,Og heldur þú þeir geri það?“ spurði hún alvarlega og færði sig í næsta sæti viö rnitt. Þeir gerðu það þó þeiin fylgdu rniklar á- hyggjur. Feröin var jafn viðburðalítil eins og þess konar ferðalög venjulega eru. Mest af leiðinni vorum við ein í deild, þó smátt og smátt kæmu ferðamenn, okkur til gremju, og sætu hjá okkur inílu og mílu, svo hið sælufulla samtal okkar gat ekki haldið áfram óslitið. En áhvggjur mínar fóru vaxandi þegar við í hressandi kveldsvalan- um eftir hita dagsins færðumst nær landamærun- um. Eg gat ekki gert mér grein fyrir ótta rnín- um eða eiginlega séö neina ástæðu til ótta. En í hvert sinn þegar viö var staöiö gat eg ekki að því gert, að ótti minn jókst, og eg hafði vandlega auga á öllum á vagnstöðvapöllunum. Þegar við komum inn á landamæra-vagn- stöðvarnar varð tilfinning þessi óviðráðanleg. Eftir fáar mínútur yrði Minna úr allri hættu ef við yrðum hér látin óáreitt. Embættisinenn gengu um og skoðuðu far- bréfin; svo komu aðrir og skoöuðu flutninginn, og það gekk alt ljómandi vel. Við höfðum, eöli- lega engan flutning og sátum því og aögættum hver áhrif þessi gremjulega athöfn haföi á skap samferðamanna okkar. Mér fór að líða betur eftir því sem á leið, og hló eg meö Minnu einu sinni eða tvisvar að ein- hverju skoplegu sem fyrir kom. En allur hlátur fór af mér þegar eg sá tvo embættismenn ganga hægt meöfram lestinni og viröa alla vandlega fyrir sér, sem í vögnunum voru. Þegar þeir komu auga á mig, hrökk annar maðurinn við og ávarpaði félaga sinn, sem leit snögglega til mín og þar næst á blöð hjá sér. Blöðin virtust gera hann ánægöan, þvíhannkall- aöi á aðra tvo menn, og svo gengu þeir allir fjór- ir að vagni okkar. ,,£itthvað er hér ekki með feldu,“ hvfslaöi eg aö Minnu. ,, Vertu viöbúin. “

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.