Lögberg - 06.10.1904, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.10.1904, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. OKT. 1904. r.or. William Ave.'& Nena St. 0Binniptg, JHan. M. FAl’LSON, Edltor. A. ItLONDAL, Bus.ManaKer, UTAMÁSKRIFT : ta* I CC.I EKO HtlMlf G í: H DLCo P.O.BoxlSfl.. Wlanlpeg. Man. Graml Trunk Pacific samningarnir. Ritstjóri ,,Heimskringlu“ segir aB Lögberg breiöi sern bezt þaö getur yfir Grand Trunk Pacific járnbrautarsamninga Laurier- stjórnarinnar, og þaö sé ekki lá- andi undir kringumstæöunum. Víst væri þaö láandi Lögbergi ef þaö heíöi á nokkurn 'hátt reynt aö halda samningum þeiin leynd- um, enda hefir þaö ekki gert neitt slíkt. Þegar upprunalegu samning- arnir voru geröir þá birti Lög- berg lesendum sínum þá taíar- laust. Litlu síöar birti Lögberg ljósan samanburö á C. R. R. samn- ingum afturhaldsstjórnarinnar og G. T. P. samningum Laurier- stjórnarinnar; og loks gerði Lög- berg skýra grein fyrir breytingum þeim sem á samningunum voru geröir á síðasta þingi. Og þetta kallar ritstjóri,. Hkr. “ aö halda samningunum leyndum. Þaö eru afturhaldsblööin, sem reyna aö halda þeim leyndum. Þau hafa varast aö flytja lesend- u;n sínum þá, heldur slá út alls konar tilhæfulausum staöhæfing- um um ýmislegt sem í þeim á aö vera, en er þar alls ekki. Til dæmis segja þau aö stjórnin borgi níu tíundu af brautarveröinu og ] iti svo alt lenda í hcndum á cg veröa eign auöfélaga og annaö þvílíkt. Lögberg vill gjarnan, aö allir kynni sér járnbrautarsamninga þessa sem allra bezt og vonar, aö flestum íslenzkurn kjósendum í1 Canada séu orönir þeir sæmilega kunnugir, enda er þaö áríðandi, því aö Grand Trunk Pacific járn- b^autin er þaö sem aðallega verö- ur barist um viö kosningarnar sem nú fara í hönd. í stuttu ágripi er aðal-innihald ! sa nninganna á þessa leiö: Járnbraut á aö leggjast um þvert landiö hafanna á milli, l sem þannig er skift: Frá Monc- ton í New Brunswick til Quebec; 400 mílur; frá Quebec til Winni- peg, 1,475 mílur; frá Wlnnipeg vestur aö Klettafjöllum, 1,000 mflur; þaöan vestur aö Kyrra- hafi, 480 mílur. Alls veröur braut þessi 3,355 mílur á lengd. Þá er: og gert ráö fyrir aukabrautum á i þessa leið: Frá aöalbrautinni til Montreal, 180 mílur; frá aöal-l brautinni til North Bay, 90 mílur; frá aöalbrautinni til Lake Super- ior, 150 mílur; frá aðalbrautinni til Regina, 60 mílur; frá aöal- braut’nni til Prinz Albert, 100 mílur; írá Battleford til Calgary, j 260 mílur; frá Port Simpson .á Kyrrahafsströndinni til Dawson, 750 mílur. Alt þetta til samans gerir 4,494 mflur, og eru þar þó i ekki taldar meö járnbrautargrein- ar, sem lagöar veröa um Mani- j tobafylkiö og Norövesturlandiö víöar en á er minst. Stjórnin ætlar sjálf aö leggja brautina frá Moncton til Winni- peg—1,875 mílur. Hún ábyrgist þrjá fjórðu hluta skuldabréfa brautarinnar írá Winnipeg vestur aö fjöllunum, sem þó ekki má iara yfir $13,000 á míluna, og brautarinnar vestur um fjöllin; hitt ábyrgist Grand Trunk járn- brautarfélagiö. Stjórnin leigir G. T. P. félag- inu sinn hluta brautarinnar, leigu- frítt fyrstu sjö árin og þar eftir , fyrir 3 prócent af upphæðinni sem hún hefir kostaö. Stjórnin ábyrgist þrjá fjóröu af 1 vöxtunum af því sem vestasti eöa jfjallahluti brautarinnar kostar, og borgar þá vexti fyrstu sjö árin. Til útbúnaðar á járnbrautinni j gengur félagið inn á aö verja tuttugu miljónum dollara, þar af fimm miljónum á austurhlutann. Stjórnin heldur fyrsta veði í öllum þeim hluta járnbrautarinn- ar sem hún ábyrgist peninga fyrir, og borgi félagið ekki vextina þá setur hún fjárhaldsmann eöadóm- stólarnir, sem hefir umráö yfir fjármálum brautaiinnar þangaö til hún borgar sig. Stjórnin hefir algerð umráö yfir flutningsgjaldi með brautinni. Og hvaö kostar nú alt þetta stjórnina? Sjö ára vextir af því, sem aust- urhluti brautarinnar kostar (sá hluti brautarinnar, sem þjóðin á) $10,500,000, og sjö ára vextir af fjallahluta brautarinnar $3,000,- jooo, eöa alls $13,500,000. Og þó maður leggi viö þetta vexti af | kostnaði austurhlutans á meðan ; hann er í byggingu, þá fer ekki jöll upphæöin yfir $16,000,000. Þetta er alt og sumt, sem þessi mikla járnbraut geturkostaö Can- adamenn. Aö telja þaö kosinað sem borg- aö er fyrir þær 1,875 mílur af brautinni sem þjóöin á, sem ekk- ert fæst í aöra hönd fyrir, þaö nær engri átt. Fyrir þeirri upp- hæð stendur brautin, og vextina af þeirri upphæð gengur járn- brautarfélagið inn á aö borga nema fyrstu sjö árin, eins og frá ! hefir veriö skýrt. Setjum þá svo, aö Canada- j menn verði aö borga meö öllu og j öllu $16,000,000 fyriraö fá braut- ina lagöa, eöa hálfri miljón minna en tekjuafgangi stjórnarinnar nemur á síöastliönu fjárhagsári, | eru þaö ekki bærilegir samningar þegar tillit er til þess tekið, hvaö mikiö gott landiö hefir af braut-j inni, og þegar þeir eru bornir! saman viö C. P. R. eöa C. N. R. samningana? Mennirnir sem mest úthúöa Grand Trunk Pacific samningun- um eru sömu mennirnir sem mest halda fram C. P. R. samningun- um gömlu. Samkvæmt C. P. R. i félagsins eigin reikningi kostaöi braut þess $91,000,000 meö vögn- um og öörum útbúnaöi. En meö lágri viröingu fékk félagiö hjá afturhaldsstjórninni í peningum og j peningavirði $112,742,816, eöaj alla C. P. R. brautina fullgeröa j meö vögnum, vagnstöövum 0. s. frv. fyrir alls ekki neitt, og ná- j Iægt $22,000,000 fyrir aö þiggja| þessa óhræsis gjöf. Svona eru nú járnbrautarsamn-; ingar afturhaldsmanna. C. P. R. félaginu var veitt tutt- ugu ára járnbrautareinveldi. G. T. P. félagið er skyldugt aö j leyfa vögnum annarra félaga um- ferð um brautina. C. P. R. félagiö fékk leyfi til aö flytja inn tollfrítt alt sem til brautarinnar þurfti. G. T. P. félagið fær ekkert slíkt leyfi. C. P. R. íélagið fékk undan- þágu frá sköttum. Hvorki Dom- inion-stjórnin, né fylkin, né nein fylki sem hér eftir myndast í Can- ada, mega nokkurn tíma leggja skatt á vagnstöövalóðir félagsins, verkstæði þess, byggingar, vagna- kríar, vagna eða neinn útbúnað eöa áhöld, sem útheimtist til byggingar eöa notkunar iárn- brautanna, né á hlutabréf þess. Og öll lönd félagsins voru undan- þegin frá skattgjaldi í tuttugu ár eftir aö þau voru afhent því. G. T. P. félagið hefir alls enga undanþágu fengiö frá skattgjaldi. C. P. R. félagið var laust við öll stjórnarumráð yfir flutnings- igjaldi, og er, þangað til gróöi j þess væri orðinn 10 prócent af öllum byggingarkostnaði, og mun 1 félagið haga þarinig bókfærslu, aö þaö verði seint. G. T. P. félagið fær enga slíka undanþágu. Stjórnin hefir þeg- ar frá upphafi umráö yfir flutn- ingsgjaldi. Hverniglízt mönnum á saman- burö þennan? Aliir hugsandi menn, sem geit hafa sér far um að kynnast þess- um járnbrautarsamningum Laur- ier-stjórnarinnar, kannast viö, aö þeir séu langbeztu járnbrautar- samningar sem geröir hafa veriö í Canada. Þaö er aö segja þeir menn, sem eklci eru kringu-mstæð- anna vegna neyddir til að tala þvert um huga sér. Meira nm þjóiíyelgrna ,,prin sip*‘ alturhaldKniaiiiia. og með þeim og afturhaldsflokkn- u n er ekkert sameiginlegt. Aft- urhaldsmenn hata jafnaöarmenn og allar kenningar þeirra og kröf- ur. Hvaö þjóöeig járnbrauta snert- ist, aö stjórnin hafi járnbrautir meö höndum í Canada. Eg hefi enga trú á því, aö slíkt geti orðiö jafn kostnaöarlítiö eöa náö jafnvel tilganginum í höndum stjórnar- innar eins og og í höndum prívat- Það er svo að sjá, aö ,,þjóð- eign járnbrauta “ eigi aö verða aö- al^triöið sem afturhaldsflokkur- inn í Manitoba og Norövestur- landinu æ,tlar sér aö láta mæla meö þingmannsefnum sínum við Dominion-kosningarnar f þetta sinn. ,,Tafarlaus brautarlagning til þess að framlengja Intercolonial járnbrautina alla leið til Kyrra- hafsins, “ segir the Morning „Telegram, “ og undir tekur í öllum hinum flokksblööunurn all- ar göturniðuríSelkirk,.Record“, ,,Tribune“ og ,,Heimskringlu“. Með tálbeitu þessari á aö reyna að fá menn til að greiða atkvæði á móti Laurier-stjórninni og slá þannig Grand Trunk Pacific járn- brautinni úr hendi sér. Helztu stórlaxarnir í afturhalds- flokknum eru meðlimir Canadian Pacific járnbrautarfélagsins og hatást þess vegna við hina fyrir- huguðu Grand Trunk Pacific járn- braut eins og skollann sjálfan. Upp á líf og dauöa berjast þeir og hafa barist á móti henni, ennú er svo komið, að hún verður bygð —vagnar farnir að ganga eftir henni á milli Winnipeg og stór- vatnanna að ári liðnu hér frá—ef Laurier-stjórnin situr viö völdin. Fyrst framan af eftir aö G. T. P. málið kom upp héldu þeir því fram, aö engin þörf væri á neinni braut, landið heföi allar þær járr.- brautir sem þaö þarfnaðist. En þegar þeir ráku sig á, að þaö fékk ekki byr—því að þjóðin var uppi til handa og fóta þegar hún heyrjji, aö hún átti að fá nýja járnbraut—þá sneru þeir við blað- inu og reyndu að benda á alls- koncr aðrar aöferöir til aö byggja hana, sína á hverjum staönum og sína í hvert skiíti, og reyndu meö lognum tölum aö gera samninga stjórnarinnar sem versta og óaö- gengilegasta í augum þjóðarinnar. Því fer svo fjarri, að afturhalds- mönnum komi til hugar aö leggja brautina og því sízt aö láta hana veröa þjóöeign, aö þaö gengur ó- svífni næst að láta sér til hugar koma, aö nokkur kjósandi sé nógu heimskur til aö trúa því. Þjóðeign járnbrauta er einn liö- urinn í stefnuskrá jafnaöarmanna, ir stendur frjálslyndi flokkurinn félaga. mun nær jafnaðarmönnum. , A tuttugu árum hafa tekjur In- Frjálslyndi flokkurinn byrjaöi á tercolonial járnbrautprinnar fyrir bygging C. P. R. brautarinnar : vöruflutninga aukist úr hálfri milj- sem þjóöeign, og allir vita hvern- ón upp íliðuga hálfa aðra miljón. ig það fór þegar afturhaldsmenn Þreíaldast á tuttugu árunum. komust til valda. Nú fitjar frjáis-1 Fólksílutningatekjur hafa því sem lyndi flokkurinn upp af nýju í næst aukist aö sama skapi. En sömu áttina og ætlar að koma á ‘ í stað þess aö útkoman hafi aö járnbraut hafanna á nrilli, sem j sama skapi fariö batnandi pá h'tur þjóðin sjálf á næstum tvö þúsund út fyrir, að kostnaðurinn hafi orð- mílur af og ræöur yfir flutnings-í iö eftir því meiri sem tekjurnar gjaldinu á. I uxu, og útkoman engu betri nú en Frá því hefir áöur verið skýrt í; hún var fyrir tuttugu árum síöan. Lögbergi hvernig mennirnir sem Það er álit rnitt — og á sama mestu ráöa innan afturhalds-(máii munu allir þeir vera, sem flokksins draga alls engar dulur á , vit hafa á járnbrautarmálum, aö þaö, að þeir hafi megnustu ótrú á j væri Intercolonial járnbrautin— í þjóðeign járnbrauta. Því til sönn- j því ástandi sem hún nú er og hefir unar hafa veriö tilíærð orð þeirra ! til margra árið veriö—í höndum Sir Chas. Tuppers og Sir Mac-i einstaklinga eöa járnbrautarfé- Kenzie Bowells og mætti margt I lags, þá mundi hún gefa laglega fleira tilfæra í sömu áttina eftir fúlgu af sér í hreinan gróða án þá og aðra. þess neinu þyrfti viö kostnaðinn Þegar Crow’s Nest Pass járn-j að bæta. “ Þá er Sir George Drumtr.ond ekki síður í heldri manna tölunni í afturhaldsílokknum og í senat- inu. Hann setur sig algerlega upp á móti þessu þjóðeignahjali, sern R. L. Borden er að látagera núrner úr á vissum stöðum íland- inu, oghonum farast þannig orö í blaðinu Moncton Herald 6. Júlí síöastliöinn: ,,Eg er með lífi og sál á móti brautarmálið lá fyrir þinginu lét- ust nokkurir úr andstæðingaílokki stjórnarinnar, þar á meðal rit- stjóri blaösins Toronto , ,WorId“, vera því hlyntir, at hún bygöi brautina sjálf. • Um það fórust Sir Charles Tupper þannig: ,,Mér til ósegjaniegrar gleöi heyrði eg þaö, að stjórnin heföi hætt viö þá hugmynd eöa fyrir- ætlun að byggja braut þessa (Crow’s Nest Pass járnbrautinaý því, að stjórnin eigi járnbrautir sem stjórnarbraut. Mér er það ekki ókunnugt, að viss blöö, sem veita andstæðingaflokknum tölu- vert fylgi, hafa haldið með bygg- ingu brautarinnar gegn um Crow’s Nest Pass sem stjórnarbraut. Eg játa þaö, að eg er öldungis íor- viða á því, með reynsluna fyrir oss af byggingu og meðhöndlun stjórnarbrauta í Canada, að til skuli vera nokkur einasti skyn- samur maður innan þings eöa ut- an, sem getur fengið sig til að mæla með slíku í þessu tilfelli. “ Dr. Sproule er einn af leiðandi mönnum afturhaldsflokksins. Ár- iö 1881 fórust honum þannig orð á þingi um C. P. R. brautina og þjóðeign járnbrauta: ,,í öllum tilfellum, þar sem eg hefi átt kost á að heyra vilja fólksins, hefi eg undantekningar- laust komisf að því, að þaö vill láta félag manna, en ekki stjórn- ina, leggja járnbrautina. Reynsl- an sýnir, að öll opinberstörf kosta meira í hindum stjórnarinnar en prívat félaga. Við höfum haft dálitla reynslu hvað meðferö járn- brauta snertir í Canada og getum spurt: Kosti það okkur $716,083 á ári að hafa Intercolonial járn- brautina með höndum, sem ekki og annist flutninga eftir þeim, ekki sízt þegar eg hefi fyrir mér hvernig Intercolonial járnbraut n hefir gefist þjóðinni. Þess vegna set eg mig algerlega upp á móti þjóðeign járnbrauta. Annaö mál er þaö þó stjórnin ætti járnbraut- ir ef hún ekki heföi á hendi stjórn þeirra. Þjóðeign járnbrauta gæti verið þolanleg ef stjórn brautanna væri í höndum algerlega óháöra nefnda, en slíkt er svo að segja ó- mögulegt. Það yröi ómögulegt aö láta ekki flokkdrægni komast að viö stjórnarbrautir og það jafn- vel ekki þó þær væru leigðar öðr- um. Eg kýs langtum heldur, aö brautirnar séu í höndum félaga; þaö er kostnaðarminna og betra. Engin stjórn, sem upp á atkvæöi rnanna er komin, getur stjórnaö járnbrautum eftirréttum business- reglum. * ‘ Hérhefir þá veriö bent á nýjar og auknar sannanir fyrir því, að þjóðin eignast aldrei eina einustu mílu af járnbrautum, fram yfir það sem hún á nú, ef afturhalds- flokkurinn fær að ráöa. Því að mennirnir, sem hér hafa neíndir veriö, ráðaalgerlega stefnu flokks- ins og eru sjálfkjörnir í stjórnina ef hann yröi yfirsterkari við kosn- er nema 800 mílur á lengd liggur um þéttbygö fylki þar sem I ingarnar. mikil viðskifti eru, hvað mikið Mr. Borden hreyfir þjóðeigna- mundi það þá kosta þjóöina ; máli þessu sem allra minst í aust- byggja °S sja um 2,700 mílna urfylkjunum og fæst ekki til að járnbraut, sem liggur að mestu j fara út { þaö í ræ8um sínum þar. leyti eftir óbygðu landi?‘ | Þar er tollhækkunin aðalmálið. í Senator \\ ood frá Moncton, austurfylkjunum eru margir, sem einn af stórmennum afturhalds-; meiri ráð hafa innan flokks- flokksins og maöur sem staðið ins en Mr Borden og ekki mega hefir vel að vígi að kynna sér heyra á þjóðeign járnbrautaminst. hvernig gengið hefir með Intercol- onia járnbrautina, hefir hvað eftir annaö lýst yfir því hvaða álit hann hefir á þjóðeign járnbrnuta. Hon- um faraast þannig orð: ,,Við umræðurnar árið 1897 leyfði eg mér að láta í ljósi skoð- un mína eins og hún var þá, og eg er enn þá þeirrar sömu skoðunar, aö eg álít ekki æskilegt, að svo miklu leyti sem hjá verður kom- En hér vestra á að reyiia, nú í annað sinn, að ljúga út atkvæði með þessum þjóðeignaþvættingi. Eg hefi keypt raKarabúð þá, er hr. Jóhann Bjarnason hélt, á horn- inu á Notre Dame ave. og Young street.— Stephen Scheving vinnur hjá mér og vona eg að ekki þurfi ónnur meðmæli. 77». Johnson. . r. un, áður hjá fillOll. ToroiltH 548 Ellice Ave. Bá,T*.Dg.ide ----O---- ÍSLENZKA TÖLUÐ í BÚÐINNI. Ódyr álnavara. Sérstakt verö á laugardaginn: KVENKÁPUR úr svörtu klæði $2.25. FLANELETTE ábreiður, parið $1.00. COMFORTERS $1.00 til $5.95. HANSKAR og VETLINGAR ágætir á 25 cent og þar yfir. NŒRFATNAÐUR ágætur handa konum körlum og börnum. Verð 25C og yfir. BARNAYFIRHAFNIIi úr hvttu bjarnar- skinni. Sérstök tegund. Verð frá $2.50—$6.50. Iíomið og sjáið hvað mikla peninga það sparar yður að verzla hérj^ Til Alftvetninga. Kæru skiftavinir! Áður en þið kaupið mikiö af vörum til vetrarins. þá ættuð þið aö finna mig. Eg fæ nú með Oak Point járnbrautinni car- hleðslu af inatvöru og hefi þess- vegna meiri vörur nú en nokkru sinni áður. Komið og sjáið,, hvað vel eg get gert. Yðar einlægur, J. Halldórsson. LUNDAR, MAN. Hví skyldu menn borga háa Ieigu inn íbænum.með- an hægt er að fá land örskamt frá bænum fyrir gjafvirði? Eg hefi til sölu land í St. James 6 mílur frá pcsthúsinu, fram með Portage avenue sporvagnabraut-. sem menn geta eignast með $10 niöurborgun og $5 á mánuöi. Ekran að eins $150. Land þetta er ágætt til garðræktar. Spor- vagnar flytja menn alla leið. fl. B. Harríson & Co., Bakers Block, 470 Main St., WlNNIPEG. N.B.—Skrifstofa mín er í sam- bandi við skrifstofu landayð- ar, Páls M. Clemens, bygg- ingameistara. Sendið HVEITI yðar HAFRA og FLAX til markaðar með eindregnu umboðssölufélagi. Sökum hins háa veiðs, sem nú er á korni og óstöðuRleikans, sem líklegt er að verði á verðlaginu í ár.verður öllum seljendum hollast aðláta eindregið um- boðssöluíélag senda og selja fyrir sig. Við höfum eingöngu umðoðssölu á hendi og gefum ohkur ekki við öðru. Við getum því selt með hœsta verði, sem fáanlegt er. Með ánægju svörum vér fvrirspurnum um verðlag, seuding- araðferð, o.s.frv. Ef þér hafið korn til að senda eða selja, þá munið eftir þvi að skrifa okkur og spyrja um okkar að- ferð. Það raun borga sig vel. THOMPSON, SONS & CO., The Commission Merchants, WINNIPEG: Viðskiftabanki: Union Bank of Canad a Hitaveiki. Bezta meðal i heimi viðhitaveiki og kvefsjúkdómum er 7 Monks CatarrhCure

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.