Lögberg - 29.06.1905, Blaðsíða 2

Lögberg - 29.06.1905, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. Júní 1905 HAUKSBÓK HIN YNGRI. BORGARALEG FRÆÐI Handbók fyrir islenzka alþýSn. Safn af ýmsum nytsömum fróö- leik í fimmtíu liCum. Hin eina bók þeirrar tegundar, sem gefin hefir veriö út fyrir íslenzka borg- ara í Vesturheimi. 128 bls. í átta blaöa broti. Mjög drjúgt let- ur og gott til aflesturs. Snotur bók að öllum ytra frágangi— myndarleg upp á vasann eöa í bókaskápnum—n auösynlegur fróöleikur spjaldanna á milli. Kostar í góðu bandi 50C. Bókin er til sölu hjá undirskrif- uöum og íslenzkum bóksölum hér vestra. Einnig má panta hana hjá öllum þeim, sem selt hafa almanak mitt undanfariö. SÖLULAUN. Rífleg sölulann gefin þeim.sem gerast vilja agent- ar. Bókin er þess eölis aö auö- velt er aö selja hana, auðvelt aö koma henni inn á hvert íslenzkt heimili eöa ofan í vasa hvers full- tíöa manns fyrir 50 cents. Á þeim stööum, sem engir agentar eru, ættu menn aö skrifa eftir henni beint til mín. Afsláttur ef keypt- ar eru 3 eöa fleiri í einu. Skrifiö mér. Ólafur S, Thorgeirsson 678 Sherbrooke St. WINNTPEG.MAN. Bréf frá Guðm. Hávarðssyni frá Hnef- ilsdal til Eiríks Sigfússonar í Hofteigi á Jökuldal. Liverpool, 24. Maí 1905. Góði vinur! Eg lofaði því, áður en við skild- um, að senda þér fáeinar línur, ef eg kæmist alla leið til Winnipeg,og ætla eg að biðja Lögberg fyrir þær. Hinn 18. Maí, kl. 1 eftir hádegi, fórum við af Seyðisfirðd með „Kong Inge“, og sýndist mér þá Eyólfur bankastjóri á bryggjunni með ljósmyndavél sína, og hefir hann líklega tekið mynd af skipinu um leið og það fór. Við vorum 119 íslenzkir vesturfarar og að auki 36 franskir strandmenn, sem samferða urðu til Englands. Skip- ið fór fyrst til Eskifjarðar og átti Jiar að hafa eftirlit með farþegum, að því er mér var sagt. Þaðan fórum við eftir tveggja tíma dvöl, alíarnir. Fram hjá Færeyjum fórum vjð kl. 12 um nóttina og svo alla leið til Granton. Ekki var komið við í Leith, eins og áætlað var ífyrstUj sökum veikinda, sem þar voru sögð. Til Granton komum við kl. 4 á mánudagsmorgun. Ekki varð okkur vel vært á leiðinni með „Kong Inge“, og létu margir illa yfir líðan sinni þar. Flestir höfðu verið sjóveikir alla leið, og sumir enda sárveikir. Nokkurir voru samt þeir, sem alla tíð voru frískir, en þó sýndist ,rnér sumir þeirra nokkuð reikulir á fótunum. Flest yngstu börnin, sem eg vissi um, voru vel frísk, og svo var um minn dreng. Alla leið mátti heita að við fengjum gott veður. Þó var stundum nokkur alda, og var þá töluverð velta á skipinu svo mörg- um leið illa. Með ýmsu móti van reynt að bæta heilsuna og halda henni við, en þafl* tókst misjafn- lcga eins og oft vill verða. Eg held að ekki sé unt að gefa einhlít- ar reglur fyrir livað brúka skuli til heilsubótar. Það sem átt getur vel við einn getur áft jafnilla við annan, og víst er um það, að ekki var mér holt hangikjöt né sýru- drykkir, því síður brennivín. Bet- ur gafst mér að dreypa á Hoff- mannsdropum,og þó bezt að liggja kyrr í rúminu. ' Það fór nú samt ekki vel um mig þar sem eg var, á öðru farrúmi, því titringurinn frá vélarskrúfunni var ónotalegur. í rúmunum voru góðar dýnur og koddar og að auki höfðum við okkar eigin rúmföt. Við fengum heitt vatn til kaffigerðar og sömu- leiðis fengum við keypt og soðin ’egg, niðursoðna rnjólk og fleira eftir þörfum. Lítilsháttar toll- gæzla fór fram á farangri okkar er á land kom. Nálægt kl. 1 var lagt á stað frá Granton með járnbrautarlest, og fengu allir, áður en farið var á stað, eitt glas af mjólk og brauð- bita. Síðan hélt eimlestin á stað áleiðis til Liverpool. Eins og eg áður. hafði getið til eru það þeir skemtilegustu klukku- tímar sem eg hefi lifað ferðin frá Granton til Liverpool. Það fór mjög vel um okkur í vögnunum. Við höfðum mjúk og þokkaleg s.tti. allan aðbúnað mjög góðan og nutum þeirra þæginda, sem við þurftum með. Mjög var ánægju- legt að horfa út um vagngluggana og sjá alt það, sem fyrir augun bar: algróna jörð, svo langt sem. sást, og fallega gripi. Svo langt sem frá lestinni sást var land alt ræktað og umgirt, akrar og engi. Þar innan um voru aftur umgirt svæci, þar sem gripir voru tjóðr- aðir. Að eins á einum stað sá eg ofurlítið flagbrot fram með járn- brautinni. KI. 9 um kveldið komum við til Liverpool, vorum jafnskjótt hýst á „Atlantic Service BoardingHouse" cg fengum þar kvöldmat. Að því búnu var öllum komið fyrir í her- bcrgium og fékk hver fjölskylda herbergi út af fyrir sig. Þar fór sérlega vel um okkur og höfðum við góð rúm og þokkaleg. Allar nauðsynlegar leiðbeiningar, um það sem ínann varðar mestu, gat rnaður fengið hjá þjónunum í hús- ínu, t. d. um það, hvar bezt væri að hafa viðskifti og kaupa það sem maður þurfti með. Alls staðar voru menn á ferð með handvagna og körfur fullar af söluvarningi. Þetta fólk fer í veg fyrir mann og býður varning sinn óspart. Ekki er nauðsynlegt að eiga neitt við þ. ssa náunga, því alls staðar er liægt að fá keypt í búðum það sem maður þarfnast og nóg þar úr að velja. Eg hafði mín viðskifti við sama manninn, sem lögreglu- þjónn einn sagði mér að óhætt væri að skifta við, án þess að þurfa að vera hræddur um að ínata prettum. Mundu eftir því, vesturfari á leið þinni til Ameríku, að spyrja þig fyrir. Þú getur annars oröið fljótari en þig varir að losna við peninga þína fyrir ó- nýtt rusl. ÓHkur veit eg muni vitnisburð- ur okkar vestufaranna um dvölina í Liverpool. Þetta, sem eg hefi nú sagt, segi eg að eins Samkvæmt minni eigin sannfæringu og eftir því sem mér komu hlutirnir fyrir sjónir. Eg heyrði að margir voru óánægðir með ýmislegt, einkum fæiðið, sem þeim þótti lélegt. En ekki gat mér fundist það á rökum bygt. Auðvitað var maturinn ekki j svo mikill að miklu væri leyft, en hann var þokkalegur og hollur að mér fanst. Við höfðum, að mínu áliti, mjög gott af viðdvölinni hér og náðum okkur vel eftir sjóferðina. Að öllu samanlögðu get eg ekki fundið að neitt verulegt væri út á aðbúnaðinn að setja, sem við höfðum í Liver-; pool. Eg mintist þess áður lítið eitt, i sem fyrir augun bar á leiðinni frá | Granton til Liverpool. Sitt af; hverju var það, sem mér þá datt í hug.en eitt var það þó sérstaklega,! sem mér ekki blandaðist hugur um. j Það var, að mun betur mundi hafa reynst til framfara og framtaks-! Vemi dvöl islenzkra unglinga hér! við búnaðarstofnanir en heima á j búnaðarskólunum. Hér fengju þeir meiri og betri verulega reynslu, sem óefað mundi glæða j hjá þeim áhuga til starfsemi og j meiri framkvæmda, og gefa þeim j þrek og sterkari trú á möguleikun- um til grasræktar heima en nú á j ser stað. Jafnframt gætu íslend- j ingar mikið og margt lært afj Englendingum í meðferð| búpen- j ings, sérstaklega hestanna. Mér J datt í hug að ekki væri óhugsandi | að glæða mætti meiri velvild til íslenzku hest^nna og umljyggju- j semi fyrir þeim heima með því að j hafa i búnaðarskóla-stofnunum skýrar og góðar myndir af enskum ' hestum með öllum aktýgjum og Hvað segið þér um það að fá eina af þessum klukkum ókeypis? Nýkominn heill farmur af karl- manna fatnaöi og til þess aö gera hann mönnum kunnan sem fyrst ætlum viö aö selja mestan hluta hans á aðeins þessa viku. Til þess aö fá sem flesta til þess aö kaupa þenna fatnaö gef- um viö meö hverju viröi sem keypt er mjög fallega gylta stofuklukku, sömu tegund og þér oft hafið séö í gluggunum hjá úrsmiðunum og óskaö aö þér ætt- uö. Komiö og skoðiö hvoru- tveggja, klukkurnar og fatnaöinn. IMPEIAL GLOTH- ING HOUSE St. Austanvert á Main St. Milli Logan og Alexander Ave. N. B. Viö gefum einnig afslátt á öllu sem til fatnaöar heyrir, hött- um, skóm, stígvélum, o. s. frv., aöeins þessa viku. DB A.V. PETERSON Nbrskur tannlæknir. 62(H Main st. g^“Ef þér þurfiö að láta hreinsa, fylla eöa gera viö tennurnar þá komiö til mín. Verö sanngjarnt. A.E. BIRD SHOEGO. Tíe Crown Co-operative Loan Company Ltd. Við höfum enn til nokkurar bygginga-lánveitingar, sem fást meö sanngjörnu verði. LÁG NÚMER. Ef þér ætliö aö byggja bráðlega borgar þaö sig aö finna okkur. $1.000 lán kostar $100 í 200mánuði; Nál væmari skilmálar hjá• Crown Co-operative Loan Co. Ltd. T©p Floor Bank of British North America. The Winnipeg Laundry Co. Limited. DYERS, CLEANERS & SCOURERS. 261 Nena »t. Ef þér þurfið að láta lita eða hreinsa ötin yðar eða láta gera við þau svo þau verði eins og ný af nálinni"þá kallið upp Tel. 96ð og biðjið um að láta sækja fatnaðinn. Það er sama hvað fíngert efnið er. ELDIVIÐUR af öllum tegundum: Tamar- ack, Pine, Poplar,. Slabs og Birki, meö lægsta veröi. Ætíö miklar birgðir fyrir hendi. M. P. PETERSON, Tel. 798. Horni Elgin & Kate. James Birch 329 & 359 Notre Dame Ave. Eg hefi aft'ur fengið gömlu búðina í Opera Block og er nú reiðubúinn að fullnægja þörfum yðar fyrir rýmilegt verð. Semjið \ið mig um skrautplöntur fyrir páskana. Eg hefi alskonar fræ, plöntur og blðrn gróðursett eða upp- skorin. Ef þér telefónið verður því tafarlaust gaumur gefin. jTelephone 2638. CABINETMYNDIR $3.00 tylftin, til^loka Júnímán- aðar hjá GOODALL’S 6I6E Main st. Cor. Logan ave. Við erum nýbúnir aö fá inn mikið af skrám og því sem þeim tilheyrir, (Lock sets) úr kopar sem viö getum selt fyrir 50C. 25 prct. afsláttur á öllum ís- skápum (refrigerators) í eina viku. Beztu kaup á Granite og tin- vöru. * WYATT t CLM, 495 NOTRE DAME TELEPHOISrE 3631. KING EDWAKD REALTY CO. 449 Main St. Room 3, Eignir í bænum og út um land. Góð tækifæri. Peningalán, Bæjarlóðir til sölu. Jtœrid ensku. The Westeírn Business Col- lege ætlar aö koma á k v e 1 d- s k ó 1 a til þess aö kenna í s I e n d- ingum að TALA, LESA og SKRIFA ensku. Upplýsingar að 3o3 Portageave. M. HALL-JONES, Cor, Donaldst. forstöOum aöu THE CANADIAN BANk OE COMMERCE. á. liorninti á Ron ok Iwnbel Höfuðstóll $8,700,000.00 Varasjóður $3,500,000.00 SPARISJÖDSDEILDIN Innlög $1.00 og þar yfir. Rentur lagðar við höfuðstól á sex mánaða fresti. Vfxlar fást á Englands hanka sem eru borganlegir á fsland-i. Aðalskrifstofa í Toronto. Bankastjóri í Winnipeg er 0----JOHN AIRD------° THE DONHNION BANK. Borgaðnr höfuðstóll, $3,000,000 00 Varasjóður, - 3,500,000.00 Eitt útibúbankans er á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Spai-isjóðsdeildin tekur við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Rentur borg- aðar tvisvar áári, í Júní og Desember. T. W. BUTLER, Baakastjdri. Imperial BankofCanada Höfuöstóll. .$3,000,000 Varasjóöur.. 3,000,000 Algengar rentur borgaðar af öllum inn- lögum.—ÁvfSANIR SELDAR Á BANKANA Á ís- LANDI, ÚTBORGANLEGAR f RRÓNUM. utibú í Winnipeg ern: Aðalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne ave. N. G. LESLIE, bankastjóri. Norðurbæjar-deildin, á horninu á Main st og Selkirk ave. F, P, JARVIS, bankastjóri. \ I. E. ALLEN, | Ljósmyndari. Tekur alls konar myndir, úti og inni. Tekið eftir eld^i myndum og myndir stækkaðar >. 5<>3 Logan Ave., cor. Park S1 Tel, WINNIPEG Dp.M. halldorsson. FaxRte: Kl-ver, ST X> Er að hitta á hverjum viðvikudegi rafton, N. D., frá kl. 5—6 e. m. THOMPSON, SONS & CO., Mikil eftirspurn er nú eftir HÖFRUM. Skrifið oss og fáiö að vita um verölag og flutninga. Utanáskrift: THOMPSON & SONS CO., Grain Commission Merchants. Grain Exchange, -WINNIPEG. Yöar einl. THOMPSON SONS & GO ORKAR MORRIS PIANO Tónninn og.-tilfínninginer framleitt á hærra stig og með meiri list en á nokk- uru öðru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgstum óákveðinn tíma. Það ætti að vera á hverju heimili. S L BAKROCLOUGtí & Co. 228 Portage ave. Winnipeg. LYFSALI H.E. CLOSE prófgenginn lyfsali. Allskonar lyf og Patent meðul. Rit- föng &c.—Læknisforskriftum nák væm- n gaumur.gefinn. ,Ma|MeafReDOvatÍDgWorks ]Föt hreinsuö, lituð pressuö, bætt. I25 Albert st. Winnipeg. Dr. W. Clarence Morden, tannlceknir Cor. Logan ave. og Main st. 620J4 Main st. - - ’Phone 135. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir sanágjarnt verð. Alt verk vel gert. Thos. H. Johnson, islenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: Room 33 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. & Main st. TJtanáskkift: P. O. box 1864, , Telefón 428. Winnineg, Manitoba úFliuúi) cftir — þvi að — Eflflu’s Buooinaapappir / heldur húsunum ^þeitum? og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn um og verðskrá til TEES & PERSSE, LTD. áoents, AVINNIPEG. Sérstök sala á Karlm. kvenna og barna skóm. KarlmannaBalmoral skór úr rúss- nesku kálfskinni vanal. S5.00, nú á $4.00, Kvenna Fan Oxford, nýjasta tegund.vana- lsga $3.50, nú á $3. Einnig mikið af sýnis- hornum af skóm, sem við seljum á $1,25, $1.00, 75C. og 50. Nýkomið mikið af ferðakoffortum, ferða- kössum og fatakössum. A. E. Birds & Co. Eftirmenn Morrison Shoe Co. Cor. Notre Ðs/me & Spence. NÝTT og SALTAÐ Winnipeg Picture Frame Factory, Hér verður alt eftir nýjus' tízku. Við ætlum okkur að reyr að gera öllúm til hæfis. Ágætlej góðar Roasts, Steaks o. s. frv. Reynið okkur. Fljót afgreiðsla. Geo. A. Shute, 118 Nenct st. Te/. 337 Búð: 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. Allar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Við þurfum umboðsmenn víösvegar til að selja fyrir okkur.— Heildsala og smásala. P. Cook, Eigamli.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.