Lögberg - 10.08.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.08.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN io. ÁGUST 1905 J'ögbcrg *r «e&ð út hvern fimtudag a£ Ths Lögberg ;I*KINTING & PUBUSHING Co.. (löggilt), að Cor, William Ave., og Nena St- Winnipeg, Maa.—Kostar 82.00 um árið (á Islandt 6 tílcr. Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Públished every Thursday by the Lög- öerg Printing and Publishing Co. (Incorpor- ated), at Cor. William Avenue Sc Nena St., Winnipeg, Man —Subscription price $2.00 per year, payable in advarce. Single cijpies 5 cts. M. PAULSON, Edttor, ■3 j JLONIUL, Bua. Manager. <T-r ■? ísingar. — Smá-auglýsingar í eitt M»it. ;j cent fyrir 1 þml. A stærri auglýs- : .1 am leDgri tíma, a£slá ttur eftir sam- . Sgl. í (. naapjuáa vcíður að til- iytO SKriflega og geta um fyrverandi bú- ít&Cíafnframt. .fjtanáskrift’til afgreiðslustofu blaðsins er: Th« LÖGBEKQ PRINTING * PCBL.'Co^ __ P.O. Box 13ð.. Winnipeg, Man. lelephone 221. ' l tanáskrift til ritstjórans er: ditor Lögberg, Sr>.o:Boa 1, Win Mn. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaup- anda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.-Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að tilkynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvíslegum tilgangi. Círand Trunk Pacific járnbraut- in, St. Andrew’s streng- irnir o. H. Mr. D. W. Bole, þingmaöur 'Winnipeg-manna, er nú fyrir skömmu kominn heim af þingi. Hann segist gjarnan heföi viljaö íá tækifæri til þess aö mæta frammi fyrir kjósendum sínum á opinberum fundi til þess a5 segja J>eim frá því helzta sem á þinginu gerðist og þá varöar mestu, en til þess er ekki þessi tími ársins hentugur, og veröur þaö þvi áð bíöa. í viötali við hann um helztu málin, sem uppi voru um síöustu Dominion-kosningar, fýrust hon- um þannig orö: ,.Þaö sem Ieiddi til mestrar um- ræðu á þinginu var. eins og kunn- ugt er, mentamálaákvæöiö í stjórn arskrá nvju fylkjanna, þrátt fyrir það J>ó þar væri um ýms langt um þýðingarmeiri mál aö ræða, svo sem ákvæðið um stjórnarland- ið. fiármálin og margt fieira. En mentainálaákvæðið hreif mest til- fintúngar þingmantia. Eg var mcö ákvæðinu eins og því var breytt, af ástæöum sem eg geröi grein fyrir í þinginu og opnu bréfi og því er óþarft aö taka fram hér. Eg tek eftir því. að andstæö- íngablööin sutn hafa heilmikiö um þaö aö segja, að þaö dragist að byrjaö sé á lagning Grand Trunk Pacific járrlbrautaríhnar. Þaö lítur út fyrir, að þeim sé þaö ó- 'kunnugt, að menn. svo mörgum þúsundum skiftir, eru önnum kafnir viö þýöingarmesta atriðiö í sambandi viö lagning brautarinn- ar. því að velja og mæla biautar- stæöiö. Á meöan eg dvaldi í 'Ottawa, báöu margir frá Winnpeg og ýmsum öðnjm stöðum. í vest- urlandinu mig aö reka eftir þvi, að byrjað yrði á brautnni. En eg sá, aö járnbrautarnefndin gerði alt í þá átt, sem mannlegum kröftum var vaxiö; og eg álit þaö vitur- icga gert af henni aö hlusta ekki á eftirrekstur manna til þess aö byrja á brautarlagningunni fyr en hún hefir valiö þá leiö fyrir hana, sein nefndin álítur heppilegasta vera í bráð og lengd; og þaö er ckki svo þýöingarlaust aö velja scni stvzta leiö, meö sem allra niinstum krókum og halla. Ekki get eg um þaö sagt, hve- •nsr lagning brautarinnar bvrjar fyrir alvöru; það eitt veit eg. að nefndin vonar, að hún geti gefið einhverja hluta hennar út í haust. \'eröi þaö ekki, þá veröur því um aö kenna, aö nefndin verður ekki undir slíkt búin. \ iðvíkjandi orösveim þeim, aö Grand Trunk járnbrautarfélagið muni taka við C. N. R. brautinni, er þaö að segja, aö eg legg alls engann trúnað á það. Löggjöfin og samningarnir gera ráð fyrir því, aö lögð verði ný járnbtaut írá hafi til hafs, og því verður ekki breytt nema á þingi; og þingið er ekki líklegt til neins slíks eftir áherzlu þá sem á braut- armálið var lögð viö síðustu kosn- 'ingar og atkvæöagreiöslu kjós- enda meö því. Litlu eftir aö orðrómur þessi gaus upp skrifaði eg Mr. Hays og meblim stjórnarinnar sitt bréfið hvorum og spuröi þá hvort slíkt heföi við nokkurn sannleik að styðjast. í svari sínu neitaöi Mr. Hays því afdráttarlaust og með- limur stjórnarinnar sömuleiðis. Auk þess skilst mér svo, aö þeir Mackenzie og Mann vilji ekki selja braut sína. A hinn bóginn getur hvorki stjórnin né alþýða sett sig upp á móti því, þó svo kynni aö fara, að Grand Trunk Pacific járnbrautarfélagiö keypti Canadian Xorthern brautina sem aukabraut. En þrátt fyrir það veröur ný járnbraut aö leggjast I hafanna á milli. Annars væru lögin brotin-og alþýöa svikin. \iðvíkjandi St. Andrew’s strengjunum hefi eg ekki annað að segja en það, að við kosningarnar í haust eð var sagðist eg skyldi segja af mér ef verkið ekki yrði svo vel á veg komið innan tveggja ára, aö Winnipeg-búar yröu a- nægðir. Þaö loforð mitt stendur. Gömlu samningarnir hafa verið numdir úr gildi og samkomtilag komist á viö úlr. Kelly, og er með því einn af öröugleikunum yfir- stíginn. Meö fjárveitingar til umbóta í bænum álít eg að Winipeg-menn ættu að vera vel ánægðir. Nú er verið’ að reisa nýja pósthúsiö og því hraðað ait sem unt er. Steinn- inn, sem fvrst var ætlaöur í fram- hliö þess, var ekki álitinn nógu góður og þvi skift um stein. Breyting sú taföi dálítiö fyrir j verkinu; og með því eg óttaöist að töfin yrði meira en lítil þá fékk | byggingamestarann og kon- traktórann austur til Ottawa og kostnaðinn viö skiftin ákveöin þar til þess enga frekari töf eöa 1 ágreining þyrfti framvegis að ótt- j ast. Samkvæmt loforði mínu í fvrra I veröur póststöð bygð í noröur- J bænum. Lóö undir bygginguna I hefir verið keypt á horninu á ! Magnus ave. og Main st. Bygg- * ingin veröur myndarleg og bæjar- ! prýði, og er ætlast til hún veröi ] fullgerö næsta ár. I þessu sambandi má geta þess, aö hvcrnig sem reynt er að bæta j fvrirkomulagiö í gamla pósthúsinu I og fjölga mönnum þar, þá gctur j ekki bréfhirðing og .afgreiðsla tullnægt þörfum Winnipeg-bæjar fyr en nýja pósthúsið er komið upp. Hið sama er um tollhúsið að segja. A meðan gamla tollhúsið \ cr notað hljóta ýntsir óhjákvæmi- ! lcga að lífea, sem vörur fá ígegn- um það. En nú á þinginu var fjárupphæð veitt til að kaupa lóð fvrir undir tollskoðunar-vörulu'#;. ' ! Cvgging sú veröur tafarlaust sett j npp og verðivr hún höfð þægileg og myndarleg. Menn hafa verið sendir til New York og víöar til þess að fá ljósar hugmyndir um sem allra haganlegast fyrirkomu- lag. Og svo þegar búið er að breyta gamla pósthúsinu í tollhús með nýjasta fyrirkomulagi þá hafa Winnipeg-búar vonandi í því efni undan engu að kvarta.” ------o------ Meöferð Roblin-stjórnarinnar á Winnipeg-bee. Það eru orðnir svo margir ís- lendingar í Winnipeg, sem nú eiga fasteignir og verða að greiða skatta af þeim, að þeim stendur ekki á sama hvernig útgjöldum er á bæinn hlaðið. Því að öll bæjar- útgjöld koma úr vösum þeirra. sem fasteignir eiga innan tak- marka bæjarins, eða því sem næst. Menn vilja vinna það til þó skatt- ar séu háir sé þeim varið til um- bóta í bænum, en skíni bænum ekkert .gott af útgjöldunum og séu þau í alla staði óeðlileg og ranglát,þá setja fastelgna eigend- endur sig upp á móti þeim. Þannig er megn óánægja hér í Winnipeg yfir þeim hróplega rangláta skatti sem Roblin-stjórn- in leggur á bæinn. Hann er í ár $4,840.70. Þar af eru $537.86 fyrir að verja bæinn fyrir úlfum!! Winnipeg-bær er ekki í neinni sjáanlegri liættu fyrir úlfum, og allir geta skilið, að til slíkra úlfa- veiöa í bænum ver ekki Roblin- stjórnin einu einasta ccnti. Þá er annar útgjaldaliöur ekki síður ranglátur; það er $3,227.16 handa heilbrigðisnefnd fylkisins. Til er að vísu slík nefnd, en Winnipeg- bæ skín ekki hið minsta gott af henni. Bærinn hefir sina eigin heilbrigðisnefnd og í sambandi við liana feikna-mikinn kostnað. Það ætti Winnipeg-mönnum að nægja þó ekki sé auk þess á þá lagt að borga nefnd fylkiSStjórnarinnar, sem alt verk sitt vinnur utan bæj- ar.. Því tryðu fáir að þingmenn- irnir fyrir Winnipeg,sem allir til- heyra stjórnarfiokknum, létu ann- að eins og þetta viðgangast, tækju því með þökkum,að láta beita bæ- inn slikum ólögum. Blöðin segja, að bæjarstjórnin hafi tckið þessu með illu, eins og ekki er ótrúlegt; en líún getur yíst ekkert að gert. A meðan Roblin-stjórnin situr við völdin verða menn aö gera sér þetta að góðu eins og margt ann- að ógeðfelt og ranglátt frá henn- ar hendi. ------o------ Rússar og Japansmenn. Þegar þetta er ritað hefir ekk- ert frézt af gjörðum íuDtrúanna sem nú eru saman konmir í Bandaríkjunum til þess að reyna að koma á friði milli Rússa og Japansmanna. Rússnesku blööin bera sig vel, láta sem þau sjái þess enga þörf að kaupa frið dýmm dómum; Rússar geti haldið stríðinu áfram þangað til þcir sigri Japansmenn. Japansmenn eru fáorðir eins og þeirra er venja þegar vandamál eru á ferðinni. Samt þykjast menn hafa það fyrir satt, að þeir vilji því að eins sættast, aö þeir fái algerð umráð yfir Manchúríu og Kóreu, fái bæinn Vladivostock og alla strandlengjuna sem Japan og Saghalin eyjan liggur úti fyrir. Þannig vilja þeir útbola Rússum algerlega úr AusturAsíu og verða þar sjálfir cinráöir, k'ita riki sitt liggja báðu megin sundsins svo jai»aska hafið verði innanlands eða innan rikK. Það er Jxitta, fremnr en paningar, sem Japans- menn hugsa sér að fá. Fáist það, þá vilja t>eir gjarnan frið, því þá hafa þeir fengið tryggingu fyrir því, að þeir verði ekki áreittir á sjó eða landi um langan ókominn tíma. Fáist það ekki, þá vilja þeir helzt halda stríðinu áfram þangað til þeir ná því sem þeir á friðsamlegan liátt ekki fá. Jap- anska þjóðin er fús til að halda stríðinu áfram því hún þykist eiga sigurinn vísan að lokum. Týnd og aftur fundin. ('Fratnh. frá 3. bls.J. hefir komið til hugar að snúa við aftur og fara heim, er bágt aö | segja; en bað er víst, að. hjá henni vöknuðu undarlegar tilfinningar, sem ekki höfðu gert þar vart við sig áður — þær voru sambland af kviða og tilhlökkun. Svo hélt hún áfram, en fór nú hægar en fyrr, og nam ekki staðar fyr en viö skólann í Landton. Þar mættu henni margar litlar stúlkttr, sem spnrðu hana hvort hún væri kom- in til þess að vera við skemtan þeirra. Hún kvað svo vera, en roðnaöi við. Þær spurðu hana hvort hún heföi ekki komið með nesti; en hún sagðist ekki hafa komið með nesti, vegna þess, að hún ætlaði elcki að vera lengi. Hún þoldi ekki forvitni stúlkn- anna og gekk þvi burtu frá þeim. Eftir stuttan tíma var börnun- um raðað í fylkingu og gengu svo allir norður aö gilinu. Þegar þangað kom fóru börnin undir eins að leika sér. Elín byrjaöi a mörgum leikum, en henni fanst | börnin eitthvað svo undarleg, áð hún undi sér alls ekki hjá þeim. j Henni fór nú að líða illa, og hún óskaði, að hún befði aldrei íariö. heldur veriö heima aö leika sér við Axel í litla húsinn þeirra.sem þau j höfðu bygt viö giliö. Þegar klukk- an var eitthvaö um fjögur, þokli hún ekki lengur að vera þarna, lagði hún því á staö heim aftur j meö'tárin i augunum og hjartað j fult af kvíða. Hún gekk nú rnjög hægt. Þeg- j ar hún var komin nokkurn spöl j frá þorpinu, sá hún mann langt j norður á brautinni. Hún h'élt að: þetta væri (aöir sinn, og í ein- j liyerju ofboöi hljup hún út í skóg- j inn. Þegar hún var komin svo ! langt að hún hélt aö hún mundi ekki sjást.settist hún niður ogætl- aöi aö bíða þangað til aö maður- inn væri kominn fram hjá henni. , . 1 Húii sat lengi hr*eyfingarlaus 'í skóginum, en þegar hún hélt að j maðurinn væri kominn fram hjá sér, stóð hún upp og ætlaöi út á brautina aftur.— Hún gekk lengi, en aldrei kom hún út á bráutina. Loksins fór hún að gráta og kalla á mömmu sína. því hún var oröin áttavilt og vissi ekkert lnaö hún var aö fara. Hún óskaði aö hún hefði ekkert fariö um daginn, J —svo sagði hún.við sjálfa sig : j „Eg skal ekki gera þetta aítur — aldrei gera neitt, nema meö leyfi mörftmu, þvi það er satt, sem mamma hefir sagt mér um vondu börnin — börnin, sem ekki hlýöa foreldrtim sínum. Ó, skyldi eg vera oröin vont barn?“ Hún grét nú enn ákafar og kallaði alt af hærra og hærra; en ekkert svar kom.— Hún hélt áfram, lengra og lengra, og bjóst alt af viö að finna brautina, — en alt kom fyrir eífki, Aumingja Elín var oröin hrætld og vonlaus um, aö hún mundi nokkurm tima komast heún.til for- eldra sína. Hún kallaði þangað til hún var orðin rám og grét þangai til hún kom ekki upp hljóði íyrir ekl<a. Loksirs settist hún niður, öldungis yfirkomin af þreytu. Hún reyndi að hugsa upp eitthvert ráð til þess að komast út úr þessum dimma skógi; en hún gat ekki hugsað um annað en það: að hún væri vilt og kæmist aldrei framar til foreldra sinna. Sólin var að setjast og það var eins og geislarnir titruðu á lauf- unum þegar þau bærðust í gol- unni — eins og þeim fyndist það ekki vera kominn tími til þess að kveðja skóginn og blómin og fuglana, og hverfa svo ofan fyr- ir sjóndeildar-hringinn. Blóntin virtust líka taka það nærri sér að sjá af sólinni. Fuglarnir kvök- nðu á greinunum eins og þeir væru að bjóða sólinni „góða nótt.“ Og svo hvarf hún og geislarnir deyfðust og roðinn færðist smátt og smátt lengra út á loftið.þang- að til hann rann saman við hinn heiðbláa himinn—og sólin var sezt. Golan suðaði í trjánum og Elínu fanst hún heyra eitthvað undarlegt hljóð, við og við. Hún stóð upp og hlustaði. Nú heyrði hún ekkert,—en samt var hún viss um að það var eitthvað ann- að hljóð, heldur en suðan í vind- inum, sem hún hafði heyrt;—nú heyrði hún það aftur og enn aft- ur. Hún beið litla • stund og heyrði, að hljóðið færðist nær og nær þangað til hún heyröi orðaskil. „Elín, Elín,“ var kallað. „Eg er hérna,“ kallaði Elín á móti,—„hérrta langt, langt út í skóginum.“ Elín kannaðist við röddina—það var Axel, sem var að kalla á hana. Hún tók hattinn sinn upp af jörðinni og hljóp á móti honum. Þegar þaU mættust, tók Axel hana í faðm sinn og fagnaðar tár- in stóðu í augurn þeirra. „Eg hefi verið að leita að þér svo lengi, og mamma þín er orðin svo ósköp hrædd um þig,“ sagði Axei eftir stundar þögtt. „Ó, cg var orðin svo hrædd um aö eg mttndi aldrei komast heim aftur," sagöi El'rn, en hún átti bágt nteö að koma orðunum upp. „En því varstu að fara í burtu ?“ spuröi- Axel og . sorgar- blíða lýsti sér í rnálróm hans. „Æ, mig langaði svo sárt til aö íara.“ sagöi Elín, „en mamma vildi ekki lofa mér það. Mér fanst hún svo vond við ntig af þvi að hún lofaði mér ekki að fara, aö eg fór bara til þess hún færi aö leita að mér. Ó, Axel, hðlduröu aö hún mamma sé reið við mig?“ „Eg veit það ekki,“ svaraði Ax- el. „En því sagöir þú mér ekki, að þú ætlaðir að fara? Eg hefði farið með J>ér og þá héfði eg get- að séö um þig. Mér hefir leiðst svo mikið í dag af J>ví þú yarát ekki hjá mér, eg vildi að við gæt- um alt af verið sainan — vildir þú það ckki?“ . „Jú; en hún mamma vill það ekki — hún segir að eg sé orðin of stór til J>ess að leika mér nteð drengjum.“ Axel svaraði engu, en það færð-' ist sorgarblær- yfir andlit hans. Alt í eiiui tók hann eftir því. aö það var óðum að dimma, svo liann tók i hönd Elinar og leiddi hana J»egjandi út á brautina. Þau gengu hratt, en hvorugt I þeirra talaði orð, J>ví J>au voru niður sokkin í hugsanir sínar. Elín var aö lnigsa um hvað mamma sín mundi segja við sig þegar hún kont heim, en Axel var að hugsa um það, sem Elín liaföi síöast sagt við hann. En þegar Elín sá húsið sitt sagði hún við Axel, J>vi lnin hélt að hontnn Iiefði þótt við sig, vegna þess að hvtn talaði ekkert vfó hann á leiö- inni: Hví skyldu menn borga háa leigu inn í bænum.með- an hægt er aS fá land örskamt frá bænum fyrir gjafvirði ? Eg hefi til sölu land í St. James 6 mílur frá pcsthúsinu, fram með Portage avenue sporvagnabraut-. sem menn geta eignast tneð $10 niðurborgun og $5 á mánuði. Ekran að eins $150. Land þetta er ágætt til garðræktar. Spor- vagnar flytja menn^alla leið. H. B. Hariisoo <SCo. Bakers Block, 470 Main st. WlNNIPEG. N.B.—Skrifstofa mín er í sam- bandi við skrifstofu landa yð- ar, Páls M. Clemens, bygg- ingarmeistara. „Ertu reiður við mig, Axel?“ „Nei, nei; eg gæti ekki verið reiður við J>ig“; hér J>agnaði hann um stund, en sagði svo aftur: „Mér þykir ósköp vænt um þig, Elín, og mér þykir gaman að leika við þig og mér leiðist þegar þú crt ekki hjá mér.“ Síðustu oröin sagði hann lágt ,því J>au voru nú komin svo nálægt húsinu. „Mér þykir lika vænt um J>ig.“ sagði hún, „og við getum leikið okkur í litla luisinu okkar við gil- ið, eins og viö höfum gert.“ Nú voru J>au komin heim til Elínar, og Axel slepti liönd henn- ar eins og hann væri feiminn að láta foreldra liennar sjá að hann leiddi hana. Axel og Elín kvöddust við hlið- ið og Axel hljóp heim til sín, en Elín fór inn í hús; en það greip hana einhver feimni um leiö og hún gekk inn, J>ví hún vissi hversu rangt hún hafði gert. Móöir hennar mætti henni í dyrunúm. Hún var föl og grátbólgin og aug- un voru flóttaleg. „Hvar hefirðu . verið barn?“ sagði hún. Elín gat ekki svarað þessari spurningu. Hyert orð hljómaði í eyrum hennar lengi á eftir — svo hart — svo kalt. Hversn vel sem Elin barðist við að halda tárunum til baka, var það ekki hægt. Móð- ir hennar tók eftir J>ví og dáðist aö þvi meö sjálfri sér. Hún tók hana nú ekki í fang sér til þess aö kyssa burtu tárin, eins og hún var vön að gera; en hún sneri sér und- an til J»ess að láta Elínu ekki sjá tárin, sem' stóðu í hennar eigin augum. Hún náði brátt aftur valdi yfir tilfinningum sínum og sagði Elinu, aö maturinn biði hennar á borðinu og henni væri bezt.að boröa og fara svo aö sofa.. En þó Elín ekki hefði bragöaö mat síðan um morguninn, hafði hún nú enga lvst á að borða. svo hún fór þegjandi upp á loft og lagðist upp í rúmið sitt óg grét þangaö til hún sofnaði. Viðkvæma litla hjartað liennar var orðið þreytt af harmi og mótlæti þvi, sem hafði mætt henni um daginn. Og Jxó freistingin heföi verið sterk.þá var iðrunin enn þá sterk- ari þótt fáir vissu það, aðriv en guð einn. Eftir nokkura stund kom Signý upp. Hún kysti Elínu á ennið og þurífaöi tárin af kinnum hennar, klæddii hana síðan úr fötunum og settist síðan á rúmstokkinn. Elín svaf mjög vært þrátt fyrir þetta ónæði, sem lienni var gert, svo Signý viiwú að hún hlaut að hafa verið þreytt. Hún tiHc litlu hendina hennar og hélt henni í báðtini sín- um. Ilún hugsaði til orðanna, sem hún hafði sært þetta litla

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.