Lögberg - 21.09.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.09.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG EIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER 1905 Jögberg er f(efið út hvern fimtudag af The Lögberg PRINTING & PUBLISHING Co.. (löggilt), að 'Cor. William Ave., og Nena St. Winnipeg, Man.—Kostar $2.00 um árið (á Islandi 6 <(kr. Borgist fyrirfram, Einstök nr. 5 cts, Published every Thursday by the Lög- Oerg Printing and Publishing Co. (Incorpor- ated), at Cor. William Avenue & Nena St., Winnipeg, Man —Subscription price $2.00 per year, payable in advance. Single copies 5 cts. M. PAULSON. Edttor, J.A.BLOVOAL.Bu.Muta tier. Auglýsingar. — Smá-aug_lýsingar í eitt- skifti 25 cent fyrir 1 þml. A stærri auglýs- ingum um lengri tíma, afsláttur eftir satnn ingi. Böstaðaskifti kaupenda verður að til- kynna skrifiega og geta um fyrverandi bú- stað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The I.ÖGBERG PR1NTING 4 PUBL. Co. P.O, Box 130.. Winnlpeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Edltor Lögberg, P.O.Box 130, Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaups anda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus Jjegar hann segir upp,-Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þes sað tilkynna heimilisskiftin, þá er það fyri r dómstólunum álitin sýnileg sönn- an f yrir prettvíslegum tilgangi. Ástæöulaus óánægja. SÖkum þess,aö innan skamms er búist við fylkiskosningum í báSum nýju fvlkjunum, Alberta og Sas- Katchewan, þá er af sumitm ekk- ert látiS ógert til þess aS koma inn hjá kjósendum óánægju meS frjálslynda flokkinn sem nú, sem stendur, er þar stjómarflokkurinn. MeSal annars hefir veriS reynt aS vekja óánægju með því aS segja, aS viS hátíSahaldiS i Regina hafi Mr. Haultain veriS beittur því ranglæti aS honum hafi ekki veriS kyft aS halda ræSu eSa í óvirð- ingarskyni viS hann veriS ' frarn hjá honum gengiS. Og af ónær- gætni viS fólksfjöldann hafi ekki Sir Wilfrid Laurier verið látinn halda ræðu eftir að menn voru komnir langt að ef til vill fyrst og fremst til þess að heyra hann tala. Ct af þessu tvennu gerðu aftur- haldsblöðin allmikinn hávaSa, þar á meðal Roblin-stjórnar blöSin í Winjiipeg: Telegram og Tribune. f Því verður ekki neitað, að hefði ákæra þessi veriS sönn, þá var því ekki bót mælandi að snerSa hjá þesum tveimur mönnum. MeS því aS leyfa ekki Sir Wilírid Laurier að ávarpa fólkið liefði öll- um nærstöddum veriS gert rangt til; og með þvi að leyía ekki Mr. Haultain aS tala, hefði honum, fyrverandi stöðu hans vegna, og öllum nærstöddum konservatívum verið gert rangt til. Það er því nauðsynlegt að menn fái að vita sannleikann í máli þessu til þesg að fyrirbyggja á- stæðulausa óánægju og gremju og rangar ákærur og óvild. Ritstjóri blaösins Regina Leadcr átti tal um þetta vð H.W. Laird borgarstjór- ann í Regina,sem fyrir hátíðahald- inu stóS, og farast honum orð á þessa leið: \ ,,\ iSvikjandi staðhæfing þeirri, aS Mr. Haultain hafi ekki verið leyft aS tala heldur ýtt aftur fyrir, þá hefi eg þaS aS segja, aS hann var upphaflega á prógramminu. Undir borðum var ætlast til að fyrir minni gestanna mæltu: Da- vio Laird, fyrsti landstjóri NorS- vesturlandsins, A. E. Forget síð- asti landstjóri Norðvesturlandsins og 'dr. Haultain fyrsti og síSasti stjóniarformaður þess. Þegar Mr. Haultain var sýnt prógramm- ið þá krafðist hann þess, að sér yrði slept vegna þess hann óttað- ist, að samsætið tæki alt of lengi. Homirn var bent á, aS samkoman liefði sögulegt gildi og, aS vinum hans væri það áhugamál, aS hann talaði. En Mr. Haultain sat við sinn keip, og þaS var strikaS út nafn hans samkvæmt ósk hans og kröfu. ÞaS er því enginn flugu- fótur fyrir því, að fram hjá Mr. Haultain hafi verið gengið, og eg, sem vitanlega er einlægur flokks- maSur hans, mundi naumast hafa átt þátt í því að útbola honum. I aðalefninu er hiS sama tim Sir Wilfrid Laurier að segja. Hon- um var alls ekki meinaS að tala. Á upphaflega prógramminu, sem lagt var fram fyrir landstjórann, var gert ráð fyrir að Sir Wilfrid I.ttu’rier ávarpaði fólkið eftir aS ávörpin til landstjórans og fylkis- stjórans hefðu verið flutt og þeir svarað. Sir Wilfrid Laurier var fjarverandi þegar prógrammið var samþykt, en á mánudaginn baðst hann undan því að halda ræSu undir beru lofti, vegna þess liann yrði aS fara varlega með hálsinn á sér. Þess vegna var prógramminu breytt, og nafn hans fært yfir á samsætis prógrammið. Og þegar mannfjöldinn kallaSi hann fram, þá spurði eg hann, hvort hann treysti sér ekki að tala fáein orS, og það gerði hann. Þetta er allur sannleikurinn í málinu.“ Skýringar þessar sýna, að allur gauragangurinn í afturhaldsblöð- unum út af meðferSinni á Mr. Haultain hefir við engan sannleik að styðjast og ér einungis gerS til þess að kveikja pólitiskar æsingar. Hvað sagt er um triðinn. Þótt alment sé yfir því fagnaS, að stríSinu á milli Rússa og Jap- ansmanna er lokið, þá ber ekki helztu blöðum landanna saman um það, hvort sættin i Portsmouth muni verða hlutaðeigendum til ills eða góðs í því formi og á þeim tima sem hún komst á. Gremja og vonbrigði japönsku alþýðunnar sem leiddi til svo megnra upp- hlaupa og ofsókna gegn útlending- um, að ýmsa bæi varð aS setja undir hervakl. Tækifæri skrif- stofuvaldsins á Rússlandi til þess að bæla niSur innbyrðis baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi.sem svo stórkostlega eykst við það, aS losast við ófriðinn við Japans- menn. Hinn bitri óvildarhngur þeirra flokkanna í báSum löndtin- um, sem stríSmu vildu liakla á- fram, gagnvart Bandaríkjunum fyrir hluttöku Roosevelts forseta í samkomi(iaginu. Alt þetta og margt fleira hefir leitt til þess, aS blÖSin eru nú i vafa um þaS hver áhrif sættin ínuni hafa á Rússland og Japan og framtíðarsamkomu- lag heimsþjóSanna.' Blöð þau, sem Jiannig líta á, telja það vafa- samt, hvort viturlegt sé af Japans- mönnum að gera sér að góðu til- slökun míkadóans frá upphaflegu kröfunum sem hafi verið svo stór- feld, að eigintega hafi sú hliSin orðið ofan á viS samningana, sem undir varö í vopnavðskiftunum. Að vísu fái Japansmenn á þennan hátt hvíld og tækifæri til aS safna nýjum kröftum til þess að mæta á- rásum og ójöfnuði Rússa, sem bú- ast megi við að lialdi áfram eSa. að minsta kosti, ekki sé neitt í samnÍMgunum til að fyrirbyggja.' Hins vegar er af öðrum því lialdið fram, að Japansmenn hafi. farið viturlega að. Þeir séu bún- ir aö koma því til leiðar sem um liafi verið barist og það borgt sig betur fyrir þá að hætta nú heldur en halda stríðinu áfram hvað mikl- ar skaSabætur sem um væri að tefla. ÞaS er líka haft eftir H. W. Dennison lögmanni japönsku stjórnarinnar við friöarþingiö, aS þaS hefði ekki borg’aS sig að halda stríöinu áfram þangað til hægt væri að neyða Rússa til aS greiða skaöabætur. Honum farast þ\tnn- ig orð: „Viö héldum ekki til streitn skaðabótakröfunni af þeirri ein- földu ástæðu, að viS stóSum ekki nógu vel aö vígi til I>ess. Heföum við haft herskipaflota í Eystrasalti, eða landher okkar fyrir hliðum Pétursborgar eða Moskva,þá hefS- um við aö líkindum getað fengiö líku framgengt eins og ÞjóSverjar þegar lið þeirra settist um París. Þeir fengu miklar skaöabætur hjá Frökkum, en þeir fengu þær fyr- ir að hverfa frá borgarhliSunum. En floti okkar og landher er í iiiörg þúsund mílna fjarska frá Norðurálfunni og Rússlandi. Satt er það aS vísu, að viS hefðum getaö haldiö striöinu áfram og unniö Vladivostock, og ef til vill meS því komist í þau spor að geta neytt Rússa til skaðabóta. En aö vinna Vladivostock hefði kost- að okkur meira Cn skaðabótum þeim nemur, sem fram á er farið, þó ekkert tillit sé tekið til mann^ fallsins. Stjórninni stendur eng- inn ótti af þvd hvernig friðarsamn- ingunum er tekið heima fyrir. Mikið af óánægjunni er vafalaust pólkískum æsingamönntim aS kenna.“ Og sé gætilega á málið litiö, þá cr mikið vafamál, hvort Japans- menn ekki hafa fengiS alt þaS,sem þeir bjuggust við aö fá. Það er( vanlegt þegar likt stendur á og hér, að fram á meira er í fyrstu fariö en búist er við aö fá.til þess að geta slegið af og mætt mótpart- inum á miöri leiö. AS minsta kosti sést það þó,að þeir fá miklu meira og Rússar verða miklu meira ^f hendi að láta, heldur en Japáns- menn fóru fram á fyrir rúmuj hálfu öðru ári síöan. Jarögöng uiidir sundið milli Englands og Frakklmds, I mörg ár hafia menn VeriS að ráðgera aS grafa göng undir sundið, sem aðskilur England og Frakkland, og tengir saman At- lanzhafið og NorSursjóinn,til þess aS koma á landföstu sambandi á uiillj ríkjamia. Fyrir löngu siðan eru menn búnir aö gera sér áreiS- anlega gren fvrir því, aS slik ráða- gerö er í alla staði framkvæinan- leg frá verkfræðislegu sjónarmiðj. AS ekki er búiö að vinna þetta verk enn kemur til af öörum á- stæðum, og hafa Knglendingar, sér í lagi, komiö fram með þá mótbáru, aS landvörnin yrði aö miklu levti ómöguleg Fyrir þá, ef undirgöngin væru grafin og Frakkar færöust þaS í fang að ráðast á Englendinga. Nú sem stendur fer mjög vel á meS þessum þjóöum ,miklu betur en verið hefir um mörg undanfarin ár, og af þeirri ástæðu er það, að enn á ný hefir málinu verið hreyft aö grafa göng undir sundið. Beggja ntegin sundsins hefir nú verið ritað og rætt um að bæta samgöngujrn- ar milli landanna sem að eins eru aSskilin með þessu mjóa sundi.. Af umræömium um málið eru þessar helztar: Tveir vegir eru til þess að koma sambandinu á: annað hvort meS því að byggja brú yfir sundið eða grafa göng undir þaö. Brúar- hugmyndin er eins og hugmyndin um jarðgöngin, töluvert gömul orðin. Báðar hugmyndirnar eru framkvæmanlegar og ekki er ólík- legt að sá tími komi, að þær báðan komist í framkvæmd. En svo er að sjá sem verkfræðingarnir að- byllist frentur hugmyndina um jarögöngin, þyki auöveldara að láta búa þau til en brúna og hæg- ara að viðhalda þeim. Segja þeir, að þegar búiö er að grafa þau og fullgera, sé ekki svipaS því eins mikil hætta á að þau eyði- leggist eins og brúin, sem ávalt sé hættu og skemdum undirorp- in af völdum hafsins. Þar aö auki er straumurinn í sundinu svo afar-stríður, að örðugt mundi vera aö leggja viðunanlegar og full- tryggar undirstööur undir brúar- stöplana. Enska blaðið London Croniclc, flutti nýlega vel samda grein um jarSgöngin og er þar að* mestu leyti litið á málið frá því sjónar- miöi hver áhrif göngin muni hafa á landvörnina. Þar er þaö tekið fram, að liöin séu næstum tuttugu og firnm ár frá því máliS hafi al- varlega verið tekið til íhugunar og margt hafi tekið breytingum á því timabili. Með því að bora niSur í sjávarbotninn fullvissuðu ntenn sig þá um, aS kalklag var þar í jarö- veginum stranda á milli, og er það ntjög heppilegur jarSvegur, þar sem grafa á slik göng og tiltölu- lega létt að grafa sig í gegn um hann. En siSan þessar rannsókn- ir fóru fram hefir verkfræöínni mjög mikið fleygt fram og nú á dögum væri miklu léttara aö leysa verkið -af hendi en þá var. AS þá var hætt við aö grafa göngin kont aS niiklu leyti til af því aö her- málastjórnin hnekti málinu. Bar hún þaö fram meöal annars, að öll hin kostnaðarsömu vígi, sem búiS væri aö byggja meðfram sundinu á strönd Englands, kæniu þá aö engum notum, sökum þess að frá Frakklandi væri hfegt, hventer sent vera skyldi, að koma her yfir til Englands gegn um göngin, sem bæði gæti á skömmum tíma tekið og eyðilagt vigin og lagt undir sig allan suðurhluta Englands mót- stööulaust. \ Gegn þessum mótmælum her- stjórnarinnar var því þá hreyft, að ef til þess kæmi, að Frakkar færu aS nota sér jarðgöngin til þess að senda lierliS gegn um þau til Englands, þá væri mjög auð- velt að stemma stigu fyrir þvi ann- aö hvort á þann hátt að spre-ngja þau í sundur eöa .fylla þau með sjó. Varla væri heldur hægt að hugsa sér, að á ófriðartímum yrðu gÖngin svo slælega vöktuð, aö gegn um þau væri hægt aö ráðast inn á England meS herafla. Slfkt væri mögulegt aS eins á friðartím- um þegar engin varðhöld væru liöfð og Englendingar ættu sér einskis ills von af Frakka hálfu. -En slíkt væri tæplega hugsanlcgt, enda eru nú á tímum nóg r,. til þess að verja sig fyrir árásum hers, sem ætlaði sér þesas leið vil England. Á ófriöartímum væru jarögöngin, meira aS segja, hættu- leg gildra fyrir herliö að hleypa sér í. Eins auðvelt og nú er orð- ið aS setja sig í fréttasamband vi ' fjarlæga staði væri ómögrucgt annað en á Englandsströndinni yrðu menn þess jafnskjóit vtsari ef lagt væri á staS með herliö inn í göngin frá meginlaiidinu. Og með þeim áhöldum, sem nú cru fyrir hendi, sprengietnum og raf- magnsáhöldutn, væri auðC' að loka göngunum á svipstundu. Mætti þá annaS hvort sprengja þau sundur eða fylla þau með sjó, með rafmagnsáhöldum, sem einn maSur gæti stýrt og látið fram- kvæma verkiö l>ó hann sæti inni á skrifstofu sinni í London, eða væri í enn meiri fjarlægð frá sundinu og göngunum. Fyrir tuttugu og fimm árum síö- an lét verkfræðingur nokkur í ljósi við nefnd manna, sem þá var sett til þess aö íhuga málið, það álit, og færöi rök fyrir, aö hægt væri aö loka göngunum án þess aS spilla þeim. Þó ófriður kæmi upp á milli landanna, sem gerði það ó- umflýjanlega nauSsynlegt að loka göngunum í bráð, mætti þó ganga aö þjví vísu, aS ekki yrði sá ófriöur óendanlegur og að honum enduð- utn mundu rnenn óska, að sam- bandið gegn um jargöngin gæti liafist á ný. SíSan hefir verkfræð- inni og vísindunum fariS stórkost- lega fram. Menn hafa fundiö upp aðferðir, sent hægt væri að loka göngunum meS um stundarsakir, án þess að þurfa með því að skemma þau hið allra minsta. Og búast má viö, að í framtíöinni, eöa á þeim tiu árum eða meira, sem ganga mundu til þess að grafa og fullgera göngin, mundi veröa jafnframt búið að finna enn auð- veldari og betri aSferð til að loka þeim en menn nú þekkja. Svo mjög fleygir verkfræðinni nú á- frant á hverju ári, að óhætt virð- ist vera að gera ráð fyrir þessu. öllum þeim, sem gefa sig við ltinni hærri stjórnfræöi og láta sér antt um aö reyna að finna ráð til þess aS koma á varan- legum friði í heintinum, liggur þaö í augum uppi, að ekkert væri tryggara og líklegra til að vernda ltann en óslítandi vináttusambönd milli Englendinga og Frakka. Fyr- ir milligöngu Frakka gæti sam- lyndið orðið varanlegt milli Eng- lendinga og Rússa. Bandalag á milli Englendinga ogjapansmanna gefur þeim fult vald í hendur í Austur-Asíu og nægan mátt til í>ess að koma í veg fyrjr að þar brjótist út ófriður. Samband á milli Englendinga, Frakka og Rússa yrði einnig nægjanleg trvgg ing fyrir friðnum í Norðurálf- ttnni. Og þegar málin eru komin í þetta horf, er stórt spor stígiö í þá áttina að útrýma stríðunum úr heiminum. Þröskujdarnir, sem þá Hví skyldu menn borga háa leigu inn í bænum.tneö- an hægt er aö fá land örskamt frá bænum fyrir gjafviröi? Eg hefi til sölu land í St. James mílur frá pcsthúsinu, fram með Portage avenue sporvagnabraut-. sem menn geta eignast tneö $10 niöurborgun og $5 á mánuði. Ekran aö eins $150. Land þetta er ágætt til garöræktar. Spor- vagnar flytja menn alla leið. Bakers Block, 470 Main st. WlNNIPEG. N.B.—Skrifstofa mín er í sam- bandi viö skrifstofu landa yð- ar, Páls M. Clemens, bygg- ingarmeistara. eru eftir í veginum fyrir heims- friðinum, munu ekki veröa óyfir- stíganjegir. Slíkir voða-viSburö- ir og átt hafa sér stað í stríðinu á milli Rússa og Japansmanna koma þá ekki framar fyrir. Á sátta- íundum og dómþingum verða þá ágreiningsmál ríkjanna rædd og á enda kljáð, friösamlega og án blóðsúthellinga. Leiðrétting. Herra ritstjóri; — Fyrirgefið þó eg ónáöi yður með lítilli athugasemd viö grein yðar um járnbrautarmál Gimli-manna, er birtist í blaði yöar af 24. f. m. I nefndri ritstjórnargrein farast yður þannig orð: „Þeir sem lesið hafa þaö sem Lögberg hefir til málanna lagt, geta séð það á sögu málsins eins og Mr. Thompson segir hana, að Gimli-menn hafa fengið kröfum sínum framgengt einmitt með aðferð þeirri, sent Lögberg benti á sem líklegasta.“ Mér finst aS þér fariö hér lengra með slíkri staðhæfing, en góðu hófi gegnir, því mig getur ekki rekið mitini til, aS Lögberg hafi nokkuru sinni — á síðastliðnum Ivetri eöa þessu liðanda sumri — lagt það til þessa járnbrautarmáls, £em nokkur veigur væri t, eða sem nokkufs virði væri, til að byggya sókn málsins á. \ritanlega benti blaðiS olckur einu sinn á tvo mehn, sem líklega og sjálfsagða að senda austur til Ottawa, til að vinna aö framkvæmdum í málinu, en þó til þess hefði komið, að þurft hefði að senda menn til Ottawa, þá hefðu þeir aldrei verið seryiir af Gimli-mönnum. VERZLUN OG VERZLUNAR-STADUR A. FRIDRIKSSONAR, 6IIR0SSAYE, - WINNIPEC, elzta og fyrsta íslenzk verzlun í bænum, er nú TIL 8ÖLU MEÐ ALLMIKLUM VÖRUM. Eg hefi rekiö verzlun á sama staönum í nál. tuttugu og fiaim ár; staöurinn því betur þektur en flestir aörir og sér- Ie 1 álitlegf tæk*r ".ri fyrir efnilegan íslending aö sæta boöi þessu. íbúöarhús mitt, og tvær lóöir áfastar búöinni, er einiiig til sölu. Eg get gefiö rýmilega söluskilmála, einkum ef cg sel bráölega Á. FRIÐRIKSSON, Winn;pr i2. Sept. 1905.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.