Lögberg - 28.09.1905, Síða 2

Lögberg - 28.09.1905, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER 1905 Kafli úr meirihluta-nefndar- áliti í hraðskeytaniálinu. Eftir Þjóöólú. Hvaöa hfaöskeytaaöfcrö cr grciö- ust, gagnlegust og öruggust. Milli landa er ekki nema um tvær aðferöir aö ræöa: sæsima eöa J>ráölausa firðritun. Aö því er snertir samanburð á þcssum tv'eim aðferðum.teljum vér nægja aö vísa til álits verk- meistaranna Krarups og For- bergs. Krarup er í þjónustu danska rikisins og yfirmaður rík- isritsímanna í Danmörku hefir vísað á hann sem dugandi mann. Forberg er Norðmaöur og hefir yfirmaður ríkisritsímanna í Nor- egi útvegaö hann til ráöa og framkvæmda í þessu máli. Er cngirj minsta ástæða til að ætla, engin minsta á stæöa tl að ætlai, aö þessir menn, sem aö öllu leyti eru óháöir Mikla norræna félag- inu, ráði oss til annars, en þeir mundu ráða hver sirini þjóö, enda «r oss fullkunnugt um, að skýrsl- ur þeirra eru í fullu samræmi við Iþær skoöanir, sem ríkjandi eru um allan hinn mentaða heim með- al allra þeirra, er vit liafa á hraö- skeytamálum og líta óhlutdrægt á þau. Vér veröum þvi aö hallast aö þeirri skoðun, að því er áhrærir sambandið viö önnur lönd, að sæ- símasamband sé, þegar á alt er litiö, bæöi öruggara og um leið miklu gagnlegra. Um innanlandssamband er nokkuð öðru máli aö gegna. Þar er um þrjár aöferöir aö ræöa, þráðlausa firöritan, simritun og símtal. Menn sjá sér ekki fært aö hafa loftskeytastöövar annars staðar en á andnesjum, þannig aö skeytin berist yfir sjó, en sena minst yfir land. Þessu fylgir sá mikli ó- kostur, aö flestar stöövarnar koma að litlum eða engum beinum not- unt, at' því þær standa langt frá mannabygöum eða í strjál- bygð; annar ókostur engu minni er í því fólginn, að skeytin komasis ekki stanzlaust milli fjar- lægra staða, heldur fara þau eins konar selflutningu mfrá eShni stöð til annarrar; hver millistöö tekur við af næstu stöð bak við sig og sendir þau áfram til næstu stöðv- ar framundan; verður þannig að afrita orösendingarnar eins oft og millistöðvarnar eru margar. Ef t. d. er farið eftir uppáitungunni í fylgiskjali 5, I ^tilb. Marc.fél) verður að afrita orðsendinguna frá Rvík til Akureyrar 6 sinnum, sem sé á Reykjanesi, Færeyjum, Hvalvik,langane«i, Rauðagnúp og Gjögri. Þessi selflutningur skeyt- anna er afar tafsamur og kostnaö- arsamur, og auk þess mjög hætt við, aö skeytin skekkist á leðinni (mislesturj. Þar viö bætist svo sá annmarki, að skeytin (ætherbylgjurnar) fara frá hverri stöð í allar áttir, °g geta þvi skeytin , ef stöðvarnar eru margar og vinna margar sam- tímis, öll farið í rugling og alt orðið óskiljanlegt. Er engin full trygging fengin fyrir því, aö þessu verði varnað. Loks getur 4)etta samband truflast heila og hálfa daga af veðrabrigðum eða breytingum á rafmagni loftsins, og gæti sá truflunartími orðið býsna langur alls yfir á ári hverju. Símasambandi er alt ööru vísi háttað. Þar fara orðsendingarn- ar (rafmagnskippir) ákveðna leiö, gegn um málmþráöinn; þau fara líka keina leiö, fram hjá viökomu- stöðum, eru ekki afrituð þar og send þaöan aftur; auk þess er hægt að senda miklu fleiri orð á hverri mjnútu gegn um þráð en milli loftskeytastöðva.og það kem- ur naumast fyrir, að skeytin verði misskilin. Það eitt er líkt, að með báðum þessum aðferðum koma stafirnir út á pappírsræmu á viðtökuáhaldinu, söm punktar og strvk; hver stafur hefir sitt merki, samsett af punktum og strykum. Þá er og hægt að leggja síma um allar sveitir, hægt að leggja sambandsleiðina þar, fcem hún kemur að mestum notum, hægt að hafa viðkomustöðvar á leiðinni svo margar sem þörf gerist, t.d. 18 eða fleiri á leiðinni frá Reykja- vík til Seyöisfjarðar, og hægt að komast hjá stöðvtim, sem ekkert beint gagn gera. Oss getur ekki dulist, og vér hyggjum, aö allir muni geta gert sér ljóst, hversu rnikla yfirburði símasamband innanlands hefir yfir loftskeytasamband. Og þó er enn ótalið aðalgagnið, sem hljótast mundi af landsima, þeir megin-hagsmunir, að hann veitir landsbúum færi á aö talasF við, þó að þeir séu staddir sinn í liverri sveit, sinn á hverjum landsenda, og getur samtalið far- ið fram í gegn um þræðina, þó að samtimis sé verið að senda orð- sendingar eftir þeim með símrit- unaráhöldum. Ekkert annað hrað- skeytasamband kemst i hálfkvisti við þetta; munurinn er þvi likur sem milli bréfaviðskifta og munn- legs viðtals. Og hér við bætist svo, að talsimastöðvar eru mjög óbrotnar; til þess aö gæta þeirra þarf enga sérstaka mentun; það gietur hver maður gert; en til þess að gæta loftskeytastööva þarf mikinn lærdóm, og ritsímastöðvar þurfa einnig manna með talsveröa undi rbúningsmentun. Ef menn vilja íhuga alt þetta og gæta þess enn fremur, hversu oft menn geta lokið vandasömum erindum á fáum minútum, ef kostur er á munnlegu samtali, er- indum, sem taka mundu afarlang- an tíma með bréfaskriftum, og einnig verða býsna tafsöm og kostnaðarsöm, þó að kostur væri á að senda rituð hraðskeyti, þá ætlum vér, að engum geti dulist, aö talsímasamband, það eitt og ekkert annaö, getur komið til mála sem aöalhraðskeytaaðflerð innanlands—eins hér og í öllum öðrum löndum. Ef löftskeytastöðvar eru reistar á andnesjum, verður ekki hjá því komist að leggja þegar j byrjun síma inn í landið á sumum stöðum og óðar mundu kröfurnar vakna um sima inni í landinu milli hér- aðanna. Hver og einn getur hug- leitt hvað þetta mundi kosta. Og þar sem 4ími væri kominn og kostur fenginn á samtölum, rnundi dnginn, nota annað. Ef hins vegar lanílsími væfi Iagður frá Seyðisfirði til Reykja- víkur, þá væri þegar fengið tal- simasaniband milli. fjöldamargra héraða, og öðrum héruðum mörg- um og einstökum sveitum innan- handar að gera álmur frá liöfuð- kiðinni heim til sin, víða með litlum kostnaöi. Að því er snertir bilunarhiættu á landsíma, þá er hún ekki meiri hér en í mörgum öðrum löndum^ og sjálfsagt minni en víða annars staðar, er síðar skal að vikið. Að- gerðir á þráðunum, þá er þeir slitna, eru heldur ekki erfiöari íen viða á sér stað. Viljum vér t.d. benda 4 eitt dæmi. Bærinn Björg- vin í Noregi hefir c. 70,000 íbúa; þaðan er enginn sæsimi til útlanda. Skpyti til útlanda verður fyrst að fara til Kristjaníu. Höfuðsíminli (ritsími og talsimi) milli Björg- vinar og Kristjaníui liggur beina^ leið yfir hátt og breitt fjalllendi, og er sú óbyggða leið lengri en hér er nokkurs staðar milli bygða á fyrirhugaðri leið landsímans frá Seyðisfirði til Reykjavíkur. Það er því eindregið álit vört um innanlandssambandið, að þar komist lóftskeytaaðferðin ekki í nokkurn s^mjöfnuð við talsima- samband, að því er gagnsemi snertir fyrir almenning. Kostnaöaráœtlanir — Tilboö um loftritun. — Símakostnaður. Vér höfum tekið kostnaðarhlið málsins til rækilegrar íhugunar. Nefndinni hafa borist ítarleg og sundurliðuð framboð um loftrita, bæði milli Islands og útlanda, og eins innanlands, og vér höfum átt á nefndarfundum tal við umboðs- menn þeirra tveggja félaga, er framboðin hafa gert, en það er Siemens & Halske i Bferlín og Marconifélagið x London. — Til- boð þeirra höfum vér látið prenta n>eð þessu voru áliti og vísum hér til hinna prentuðu skjala. — Þessum tilboðum fylgja og upp- dregnar línur, er sýna staði þá, er ætlast er til að settir verði í sam- band viö loftritun. Til þess að geta boriö saman kogtnaöinn við tilboðin öll, eftir sama mælikvaröa, þá höfum vér reiknað niður, hve hátt árgjald landsjóður íslands þarf að greiða á ári i næstu 20 ár, þegar neiknað- ur er árlega áifallandi kostnaöúf við rekstur, viðhald og. fy'rning, og hinum útlagða bvggingar- og stofnkostnaði breytt í 20 ára af- borgun með 4)4 prct. vöxtum eða 1 afborgun og vexti 7)4 prct. á ári. Að því er snertir tilboðin frá félaginu Siemens & Halske í Ber- Hn, þá var nefndin öll samdóma um, að það eina af tilboðum þess félags, er komið gæti til álita, væri tilboð það, er auðkent er V. Eftir tilboðinu er kostnaður við efni, flutning til landsins og b. vgguig stöðva kr. 736,500.00 og aö auki r Grunlnar, loðir og flutn- ingur innanlands áætlaður kr. 54,000.00. Kostnaður við by ■crrr- ing landlína kr. 88,000.00. °A- ætlað alls af umboðsm. félagsins kr. 878,500.00. Sé þetta eftir fyrirgreinduni mælikvarða reiknað senx árlegt gjald í 20 ár eru það á ári kr. 65.887.50. Arlegur reksturskostnaður er eft- ir áætlun umboðsmannsins kr. 106,692.00. Árskostnajjur alls kr. 172,57900. Nefndin er öll á einu rnáli um það, að ekki væri tiltækiliegt að ganga að þessum kjörum, þar sem kostnaðurinn er svo mikill, og meirihluti ne.fndarmanna auk þess taldi vafasamt, að þetta reyndist vel, auk þess sem fyrirsjáanlegt var, að leggja þurfti mikið af landlínum út frá þessum útnesja- stöðvum, ef landið ætti alment að hafa gagn af þessu fyrirkomulagi. Til þess var ætlast, að tekjur allar af loftritunum rynni í land- sjóð,en rekstur loftrit. átti svo landstjórnin að annast,og umboðs- maöúr félagsins vildi eigi binda félagið til þess að annast rekstur stöðvanna. Trygging af hálfu þessa félags hefir eigi vjerið framboðin önnur en að landsjóður greiddi bygging- arkostnaðinn með árlegum af- borgunum, er þá mætti halda inni, ef illa reyndist, enda er nefndi'nni kunfiugt um,1 að félag það, er hér, á hlut að máli, er mjög áreiðan- legt í viðskiftum og að dómi sér- fróðra manna lengst á veg komið allra þeirra félaga, er við Ioftrit- un fást, að því er sambandsöryggi og nákvæmni snertir. Hin önnur tilboð þessa félags eru talin svo ónóg og dýr í hlut- falli við gagnsemi, að hér þarf eigi frekar að þeim að víkja. Þegar ?vi næst er litið til þeirra tilboða, ;er komið hafá fram af hálfu Marconifélagsins i London, þá er það að eins eitt af tilboðum þess félags, er komið getur til á- lita, sem sé hið fyrsta. Þar býðst félagið til að setja upp loftrita- stöðvar á Skotlandi og Færeyjum og koma þeim stöðvum í samband viö hina fjóra kaupstaði á land- inu fyrir (£35,000) 637,000 kr. stofnkostnað og áætlay, að árleg- ur reksturs- og viðhaldskostnað- ur verði £4,278 eða 77,859 kr. á ári. En jafnhliða eða til vara býðst félagið til að taka að sér stofnun, riekstur og viðhald sam- bandsins fyrir árlegt gjald í 20 ár, c. 128,000 kr. á ári. Tekjurnar tilfalli landsjóði og stöðvarnar séu eign landsjóðs eftir 20 ár. Um hin önnur tilboð af hálfu þessa félags virðist eigi ástæða til að ræða frekar, þar sem þau eigi fullnægja þeim kröfuni, að koma á hraðskeytasambandi er til álita geti komið utan og innanlands og gagnsemi þeirra því er minni. Trygging fyrir því, að stöðvar þessa félags reynist áreiðanlegar hefir eigi verið boðin, en félagið hefir um mánaðartíma haft við- tökustöð hér í Reykjavík og birt nokkur loftskeyti, er stöðin hefir tekið á móti. Þá er þar næst að taka til at- hugunar væntanlegan kostnað við sæþráð frá Hjaltlandi til Austur- lands og talsíma þaöan um Akur- eyri til Reykjavíkur. Hinn fyrsti liður í þeirri áætlun er hið árlega tillag um 20 ár, 35,- 000 kr. á ári til sambandsins milli landa. Af sæþræðinum hefir land- sjóöur eigi aðrar tekjur en hinn svonefnda „terminal"-taxta, eða landgjald,er ætla má að verði nál. 7 aurar af hverju orði, eða sé af- greiðsla m(eð þræöinum áætluö 200 orð daglega í 300 daga ár hvert, þá 4,200 kr. á ári. Að liðn- um þessum 20 árum, er landsjóð- ur, ef félagið eigi heldur áfram án styrks, eigandi að 1-3. af sæ- þræðinum, er áætlað er, að allur muni kosta 1,800,000 kr.. Sé nú svo talið, að þráðurinn sé í hálfu verðgildi eftir 20 ár, en endingar- tími sæþráða er nokkuð yfir 40 ár að minsta kosti, þá ætti hluti Is- lands í þræðinum að vera 300,- 000 kr. virði. Iiinn annar liður í þessari kostn- aðaráætlun er bygging landsíma frá Seyðisfirði, landtökustað þráö- arins, um Akureyri til Reykjavík- ur. Um þennan kostnað liggja fyrir áætlanir, og vér álítum, að áætlun sú, er verkfræðingur Olaf Forberg hefir gert ,eftir aö liann var búinn að rannsaka veginn og kynna sér alla staðháttu, sé hin á- bvggilegasta. , Yér gerum síðar i þessu áliti enn ítarlega og sundurliöaða gfein fyrir hinum leinstöku atriðum í þessari áætlun, en í þessum sam- anburði álítum vér rétt aö nefna svo háa upphæð, að vér séum þess fullvissir, að jafnvel þótt eitthvað færi mjög óheppilega, þá væri upphæðin næg. Vér setjum aö efni í og bygging landsímans kosti 480,000 alls; þar frá drag- ast 300,000 kr., sem er tillag M. N. félagsins, og yrði þá landsjóö- ur að borga í eitt skifti 180,000 kr., sem jafngildir 13,500 kr. á ári í 20 ár (7)4 prct.ý. Það eru engar líkur til, að kostnaðurinn nái þessari upphæö, ef alt gengur þolanlega, hvað þá, að hann fari fram úr henni, eins og ítarlegar verður gerð grein fyrir siðar. Þá er hinn þriðji liður kostn- aðarins: Reksturkostnaður, við- hald og fyrning. Þar hefir verkfræðingur O. Forberg, sem hefir um nokkur ár verið yfirmaöur yrfir land- og sæ- þráðastöðvum í norðanverðum Noregi, þar sem líkt háttar til og hér á landi, áætlað 33,375 kr. alls á ári. Þótt vér aö vísu teljuin það mjög líklegt, eins og' síðar verður gerð grein fyrir, að áætlan þessi reynist nærri vegi, þá vilj- um vér í þessum samanburði hækka hana upp í 39,500, til þess að vera þess fullvissir, að franx úr henni þurfi ieigi að fara. Hinn árlegi kostnaður við landsíma og sæþráð er því í hæsta lagi talinn: 1. Till. til sæþráöar .. ..35,000 2. Afb. og vext. af 180000 í 20 ár................ I3,5°° 3. Rekstur og viöhald landsíma...............39,500 Eða alls .. ..88,000 Tekjur allar af landsímanum falla til landsjóðs, og síminn er allur hans eign. Þess má geta, aö eftir skilyrðum þeim, er sett voru af hálfu Danmerkur 1898 og sem alþingi 1899 aðhyltist eða sætti sig við, átti M. N. að hafa ttkjur af landsímanum móts við tillag sitt, 300,000 kr., og eignar- rétt að honum eftir sama hlutfalli. Þessi íslandi nxjög svo óhagfieldu skilyrði hafa verið feld burtu, og befir það mikla þýðingu fyrir málið. Því -næst er að athuga hverjar tekjur liklegt er að lantþjóður fái árlega af loftritunum og af símasambandinu. Af loftritasam- Ixandinu rnilli landa gerum vér ráð fyrir, að tekjurnar, ef alt reyn- ist vel, gæti orðið alt að 20,000 kr á ári, en teljum engar líkur til, að þær fari fram úr þeirri upphæð, sérstaklega vegna þess,hve ógreitt sambandið verður yflr hinar mörgu millistöðvar, einkum norð- anlands og vestan. Það hefir og talsverð áhrif, hve hátt gjald yrði sett fyrir skeytin. Af sæþræöinum milli landa hef- ir landsjóður ,eigi neinar tekjur, “EIMREIÐIN” Fjölbreyttasta og skemtilegasta tímaritiö á íslenzku. Kitgjörðir, myndir, sögur og kvæði. Verð 40C. hvert hefti. Fæst hjá H. S. Bardal og S. Beigmr nn. THE CANADIAN BANK Of COMMERCE. á. liorninn á Kon ov Inabel Höfuðstóll $?,roo,<X)o.oo Varasjóður $3,500,000.00 SPARISJODSBEILDIS Innlög $1.00 og þar yfir. Rentur lagðar við höfuðstól á sex mánaða fresti. Vfxlar fást 6 Englands hanka kb eru borganleglr á /»laodi Aöalskrifstofa í Toronto. Bankastjóri í Winnipeg er °----JOHN AIRD------o THE DOMINION BANK. Borgaður höfnðstóll, $3,000,000 00 Varasjóður, - 3,500,000.00 Eitt útibú bankans er á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi Ieyst. Sparisjóðsdeildin tekur við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Rentur borg- aðar tvisvar á ári, í Júní og Desember. T. W. BUTUER, Bankastjóri. Imperial Bank ofCanada Höfuðstóll.. $3,500,000 Varasjóður.. 3,500,000 Algengar rentur borgaðar af öllum inn- lögum.—ÁvíSANIR SELDAR X BANKANA X ís- LANDI, IJTBORGANLEGAR í RRÓNUM. Utibú í Winnipeg eru: Aðalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne ave. N. G. LESLIE, bankastjóri. Norðurbæjar-deildin, á horninu á Main st og ^elkirk ave. F, P, JARVIS, bankastjóri. DR A.V. PETERSON • 1 Xorskur tannlæknir. Room 1 Thompson Block PHONE 3048. opp. Clty Uall. Bí@yEi þer þurfið að láta hreinsa, fylla eða gera við tennurnar þá komið til mín. Verð sanngjarnt. Dr.M. halldobsson, FeipIc Rlvep, 3XT ZD Er að hitta á hverium miðvikudegi í Grafton, N. D., frá kl. 6—6 e. m. STÆKKAÐAR MYNDIR, 16x20 Crayons á $2.00 hver 16x20 með vatnslitum $3.00. MYNDARAMMAR: 16x20 rammar frá $1.00 og þrr yfir. Vér búum til myndaramma af öltum stærðum. Komið og skoðið þá. GOODALL’S Myndastofur 616/4 Main st. Cor. Logan ave. 5 36yft Main st. cor. James st. Taylor st. Louise Bridge. á hærra stig og með meiri list en á nokk- uru öðru. Þau eru seld með góðum kjönam og ábyrgstum óákveðinn tíma. Það ætti að vera á hverju heimili, S L BARROCLOUGtí & Co. 228 Portage ave. Winnipeg. LYFSALI H. E. CLOSE prófgenginn lyfsali. Allskonar lyf og Patent meðul. Rit- föng &o.—Læknisforskriftum nákvæm- n gaumurigefinn. MaiiIeLeafRcoovatingiWorks Við erum nú fluttir að 96 Albert st. Aðrar dyr norður af Mariaggi hotelinu. Föt hreinsuð,lituð,pressuð og bætt. TEL. 48a. Dr. W. Clarence Morden, tannlœkmr Cor. Lofitan ave. og Main st. 620J4 Main st. - - ’Phone 185. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir sanngjarnt verð. Alt verk vel gert. Thos. H. Johnson, íslenzkur lðgfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstopa: Room 83 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. 4. Main st. Utanáskrift: P. O. box 1864, Telefón.423. Winnipeg, Manitoba IORKAR MORRIS PIANO Tónninn'og.tilfinninginer framleitt -Pimib cftiu — þvi að — Eflfla’s BuDDingapappir heldur húsunum beitum* og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verdskrá til TEES & PERSSE, L™. áQENTS, WINNIPEG. Winnipeg Picture Frame Factory, Búð: ' 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. Allar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Við þurfum umboðsmenn víðsvegar til að selja fyrir okkur.— Hsilisala og* atirsla. P. Cook, Eigandi.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.