Lögberg - 16.11.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.11.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER 1905 cr gefið út hvern fimtudag af The Lögberg Printing & Publishing Co.. (löggilt), að Cor. William Ave., og Nena St. Winnipeg, Man.—Kostar 82.00 um árið (á Islandi 6 (kr. Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by the Lög- oerg Printing andPublishing Co. (Incorpor- ated), at Cor. William Avenue & Nena St.. Winnipeg, Man—Subscription price $2.00 per year, payable in advance. Single copies 5 cts. S. HJORNaSON', Edltor, M. PAULSON, I!us. Mfinager. Auglísingar. — Smá-auglýsingar í eitt- skifti 25 cent fyrir 1 þml. Á stærri auglýs- ingum um lengri tíma, afsláttur eftir samn ingi. Böstaðaskifti kaupenda verður að til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bú- stað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er: The I.ÖGBERG PRINTING 4 PCBL. Co. P.O, Boi 136., Wlnnipeg. Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Edltor Lðgherg, P.O.Box 138, Wlnnlpeg. M«n. Samkvaerat landslögnm er uppsogn kaup- anda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.~Ef kaupandi, sem tr í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þessað tilkynna heimilisskiftin, þá er þaö fyrir dómstólunum álitin sýnileg sönn- on fyrir prettvíslegum tilgangi. Aukin vcrzlunarviðskifti viö Austurlönd. Ein sog stuttlega lneirr verið <lrepiC á hér í blaðinu fyrir. skemstu, var það talið næsta lik- legt, að Japanar, sem nú eru jneð heverjum degi að lealla má, að laga lifnaðarháttu og menn- ingu sína sem mest eftir evróp- isku. sniði, mundu og leggja nið- ur hrísgrjónagraufa sina, minsta kosti að nokkru leyti, og semja sig að korn og hveitnautn hvítra manna. Það er nú fyllilega víst, að þeim er það orðiö næsta hugleik- ið, að ná viðskiftum, liagkvæm- um, við styrkar hveitiræktarþjóð- ír. — Bandaríkin hafa rekið hMeitiverzlun við Austurlönd fyrrum, en sakir hins mikla inn- flutnjngsstraums í nefnd riki, hef- ir útflutningur hveitis fremur farið minkandi tú Austurlanda, =■.5 undanskildum þremur síðustu árum. Japanar hafa þvi i hyggju að auka hveitiverzlun sina að tölu- verðum mun, með þeim hætti, að koma á föstu gufuskipasambandi milli Argentina og Japan. Hafa þeir hugsað sér að sitja fyrir öllum hveitiflutningi af þessu víðáttumikla Suður Ameríku lýð- veldi. Telja menn þessar gufu- skipaferðir til Argentina líkleg- an fyrirboða annarra n.ýrra verzl- ainarviðskifta við nyrðVa hluta j\meríku. Enn sem komið er, þá leikur mjög á óvjssu um, hversu vfcrzl- unarskifti Japana gangi viið Suð- ur Ameríku lýðveldi þetta. Raun- ar er hveitirækt þar mikil og út- flutningur hveitjs hefir aukist þar á síðustu þremur til fjórum árum að töluverðum mun. En þar er einn jllkleyfur ókostur við að eiga, en það er hafnleysið, því að Tieita má, að á fleiri hundruð mílna svæði, sé torvelt að finna jiýtilega höfn í Argentina. Þar við bætist enn fremur, að bæði er fólksfæðin þar töluvert meiri en , nokkurs staðar hér í Norður Amexíku, og.vegir kváðu svo illir umferðar þar og járn- brautargöngur ógreiðíærar, að vöruflutningsgjald er þar nærfelt þrefalt við flutningsgjald í Banda ríkjunum. Aflar Jnessar samgöngnbömlmy hljóta að hnekkja greiðum við- skiftum við Japan að miklum mun, og þar sem höfn sú, er lík- legust væri til skipalegu í Argen- tina, er eigi skemra fráYokohama eða Honkong en Vancouver, þá væri eigi undarlegt þti Japanar legðu með tímanum leiðir sínar þangað, þar eð þeim er þar vís hin gfeiðasta og notiadrýgsta hVeitiverzlun við Canada, sem hugsast getur, þiegar Grand Trunk brautin er komin á laggirn- ar, og flytur afurðir landsin^ í sílíðandi óslitnum straumi frá hafi til hafs.— Mun þá með vissu mega telja Japana einhverja hina vissustu viðskiftaþjóð Canada, og eigi þá eina af Austurlandaþjóð- unum, heldur jafnvel Kínverja líka, sem nú eru farnir að nota hveiti í líkingu við Japana. Auðvitað eru það að eins frum- sporin sem bæði Japanar og Kínverjar hafa enn stígið í því að kaupa korn og hveiti, en þfcgar þeir eru farnir að nota það til fullnustu, mun markaður sá, sem þeir búa Arnoríku, og þá einkum Canada, verða svo stórfeldur, að fæsta mun óra fyrir því nú, en náttúran hef*r líka lagt svo mik- inn hulinn frjókraft í brjóst þessa lands, að svo lítur út fyrir, sem trautt muni finnast jafnoki þess, þótt leitað væri um heimsbygð alla. Kosningaúrslitin f Alberta. Eins og við var búist fóru kosningamar í Alberta þannig.að af hinum tuttugu og fimm þing- sætum unnu liberalar tuttugu og þr;jú sæti. í einu kjördæminu að eins var þingmannsefni af flokki conservatíva kosið, og um eitt þingsætið leikur enn vafi á hver hlotið liafi. R. B. Bennett, leiðtogi con- servatíva, féll í valinn í Calgary, og má það segja, að líkt færi fyr- ir hontim nú og R. L. Borden við Dominion kosningarnar 3. Nóv- ember í fyrra. Lítill vafi er talinn á, að koen- ingamar í Saskatchewan fari á sömu leið. ------0------- Tígulsteinsgerð í nánd við Winnipeg. í sumar seni leið voru yfir fimtíu miljónir af tígulsteinum búnar til í grend við VVinnipeg. Að því er mönnum nú er kunnugt var fyrst byrjað á þessum iðnaði í Winnipeg árið 1875. Hét sá maður Browee er fyrstur byrjaði á þvi og hafði aðsetur sitt á Logan ave. Tig- ulsteinn frá verksmiðju hans vax að nokkru leyti notaður þegar bygt var gamla Grand Pacific hótelið, sem nú er búið að rífa niður. Sá sem næstur varð til að taka sér fyrir hendur að búa til tígulstein í Winnipeg var einn af mönnum sem þá áttu sæti í bæjarstjórninni. Hét liann J. B. Moore. Árið 1878 byrj- aði hann á að búa til tígulstein og sendi hann sýnishorn af honum á iðnaðarsýningu, sem haldin var í Toronto árið 1879. Fékk hann verð- laun fyrir á sýningunni. Eftir þetta byrjuðu ýmsir fleiri að búa til tígulstein í grend við Winni- peg. Arið 1882, sem kallað hefir verið „boom“ árið mikla hér í Winnipeg, byrjaði maður nokkur, M. Lamontagne að nafni á tígul- steinsgerð í St. Boniface. Bjó hann tígulsteininn til með vél, er hestar gengu fyrir, og voru það um fjög- ur hundruð þúsund steinar, serr þar voru búnir til yfir sumarið, en að öllu samtóldu var framleiðslan í Winnipeg það ár nálægt tveimur miljónum tigulsteina. Kostaði þús- undið af tígulsteini þá nálægt sext- án dolluruni fyrst en fór svo sífelt hækkandi eftir því sem kom frain á sumarið. og áður en lauk voru fim- tíu dollarar borgaðir fyrir þúsund- ið Eftir að þetta ár leið dofnaði aftur yfir tígulsteinsgerðinni, eins og mörgu öðru um þær mundir, og árið 1885 náði tala tígulsteinanna, sem til voru búnir, ekki fullri milj- ón. En eftir að þetta ár leið fór smátt og smátt að lifna yfir þessum iðnaði aftur og hefir framleiðslan síðan farið vaxandi ár frá ári. Síð- astliðið ár,—1904-—, voru búnar til nálægt þrjátíu og fimm miljónir tíg- ulsteina, og í ár fimtíu miljónir. Meðalverð á þfúsundinu af tígul- steini í ár má ætla að hafi verið tíu dollarar, söluverð, og verður þá öll tígulsteins-frainleiðslan, sem búin hefir verið til úr leirjörðinni hér umhverfis Wjnnipeg, nálægt fimm hundruð þúsund dollara virði. Að öllu samtöldu er nú á þrett- án stöðum unnið að tígulsteinsgerð í umhverfi Winnipegborgar. Ellefu af þessum verkstöðum eru í grend við St. Boniface, og eitt í suður- hluta og annað í norðurhluta Win- nipegborgar. Til þess að framleiða þessar fimtíu miljónir tígulsteina á ári þessu hafa fimtán vélar gengið stöðugt að heita má, og getur hver þeirra framleitt á dag, ef kappsam- lega er að unnið, fjörutíu þúsund tígulsteina, eða allar til samans sex hundruð þúsund tígulsteina á dag. Kostnaðurinn við það að búa til tígulsteininn, frá því leirinn er tek- inn úr jörðinni og þangað til búið er að móta steininn, er að meðal- tali einn dollar og tuttugu og fimm cent á hvert þúsund. Hefir það þannig kostað kringum sextíu og tvö þúsund og fimm hundruð doll- ara að framleiða þessar fimtíu miljónir tígulsteina hér í Winnipeg. Til framleiðslunnar er hafður sandur í sambandi við tigulsteins- mótin. Á hvert þúsund af tígul- steininum kemur nálægt því fimtíu centa virði af sandi, og hefir þá þurft sjö þúsund og fimin hundruð dollara virði af sandi til allrar framleiðslunnar í sumar er leið. Vanalegu þurktmarofnarnir taka frá fjögur hundruð til sjö hundruð þúsund tígulsteina. Stærsti þurk- unarofninn hér, sem nú er til og bygður var í sumar er leið, tekur eina miljón og tvö htmdrud og tólf þúsund steina. Mótun steinanna kostar hér um bil fimtíu cent á hvert þúsund. Einn maður mótar kringum tíu þúsund steina á dag, og getur þannig unnið sér inn fimm dollara þá daga, sem hann vinnur að því. Til þess ad brenna tígulsteininn má áætla að hálft cord af við þurfi á hvert þ-úsund af steinunum. Hafa þá tuttugu og fimm þúsund cord af við farið til þess að brenna þessar fimtíu miljónir tígulsteina. Ef nú hvert cord er reiknað á fimm dollara, þá kostar eldiviður til sam- ans eitt hundrað og tuttugu og fimm þúsund dollara. Kostnaðurinn við að flytja steininn frá þurkunarofn- unum og víðsvegar út um borgina nam nálaegt sjötiu og tveim þús- undum og fimm hundruð dollurum. Auk tígulsteinsgerðarinnar voru búnir til í sumar nálægt Louise- brúnni, hér um bil ein miljón og sex hundruð þúsund steinar til bygginga úr cementi og sandi. Með þeim vélum, sem notaðar voru voru framleiddir tuttugu þúsund steinar á degi hverjum. Finnlendiimar fá aftur frelsi sitt. Rússakeisari gefur út auglýsingu um að kröfum Finnlendinga, um að fá aftur sín fornu réttindi, skuli verða framgengt. Frá London á Englandi flaug þannig orðuð fregn út um allan heim, með fréttaþráðunum, hinn 2. þ. m.:— „Samkvæmt símskeyti frá Hels- ingfors á Finnlandi hafa Finnlend- ingar nú lýst því yfir að þeir fram- vegis ætli sér að vera óháðir Rússa- keisara. Fréttaritari eins stórblaðs- ins í París á Frakklandi símritar blaðinu frá Pétursborg, að uppreist gegn yfirráðum Rússa sé nú almenn landshornanna á milli á Finnlandi. Hann segir: .Obolensky fursti, rússneski landstjórinn á Finnlandi, lagði niður embætti sitt í gær, í við- urvist ótölulegs fjölda af bæjarbú- um. Á öllum opinberum bygging- um hefir rússneski fáninn verið dreginn niður, og finski fáninn ver- ið dreginn upp í staðinn. Stúdentar og- verkamenn, sem ásamt með her- mönnum hafa gsett reglu á strætun- um um undanfarinn tíma, hafa nú gengið í lið með byltingamönnun- Uffl.“ Frá bænum Haparganda, seni er nyrzti bærinn í Svíaríki, rétt við landamæri Finnlands, er símritað 2. þ. m.: „Símritað er hingað frá Uleaa- borg á Finnlandi að borgararnir þar hafl lýst því yfir að landstjóran- um, borgarstjóranum og yfirmanni lögregluliðsins væri vikið frá em- bættum. Á hinum opinberu skrif- stofum er hætt öllum störfum. öllum skólum og sölubúðum ær lokað.“ Hinn i.Nóv. er símritað frá Hels- ingfors: „Yfir ölum opinberum byggingum lilaktir nú hinn rauði uppreistar- fáni, ásamt með finska fánanuin. Frelsishreyfingin breiðist úðfluga út um landið. Verkföll eru almenn í öllum iðnaðargreinum. Ekkert blað kemur út; símasambandið á milli allra járnbrautarstöðva á Finn landi er slitið. Kjöt og önnur mat- væli stíga i verði hröðum fetum.“ Daginn eftir, 2. Nóv., er simritað frá Helsingfors: „Þrjátiu þúsund Finnlendingar hafa nú umkringt höll Iandstjórans. Þeir heimta ýmsar réttarbætur, þar á meðal ahnennan atkvæðisrétt. A hverju augnabliki er búist við að foringjar uppreitsarinnar gefi út auglýsingu um að Finnland skuli hér eftir verða lýðveldi. Frá Finn- landi er nú verið að senda skotíæri til byltingamannanna á Rússlandi. Finska fánann er nú búið að draga upp alls staðar á Finnlandi. 1 Helsingfors hefir bráðabirgða-bæj- arstjórnin tekið aö sér umsjón yfir öllum stjórnardeildunum. Yfir fjög- ur þúsund sjálfboðaliðar hafa gefið sig fram til herþjónustu. Enginn hinna rússnesku embættismanna reyndi að sýna neinn mótþróa í því að leggja niður embætti sitt. V'arð- menn og lögreglumenn gengu góð- viljuglega frá og fengu borgurunum vopn sín i hendur, og annast þeir nú sjálfir um viðhald á spekt og friði. Finnlendingar senda nú málaleit- anir sínar til Pétursborgar. Heimt- uðu þeir endurreisn allra þeirra stjórnarfarslegu réttinda,er áttu sér stað í landinu áður en Rússar fóru að traðka rétti þeirra, og að auki ýmsar umbætur aðrar, sem fram- farir heiinsins síðan hafa gert nauð- synlegar að þeirra áliti. Þar á með- al er almennur kosningarréttur. Þó þessar inálaleitanir væru í alla staði hæverskiega orðaðar, voru þær í eðli sínu ekki annað en síðasta sáttaboð frá hendi Finnlendinga.sem Rússakeisari hlaut að ganga að, ef hann óskaði þess að geta haldið stórhertogadæminu Finnlandi fram- vegis, á friðsamlegan hátt. Finn- lendingar voru við því búnir að bera afleiðingarnar,sem óhjákvæmi- legar hefðu orðið, ef keisarinn ekki hefði orðið við kröfum þeirra. En til þess kom ekki. Keisarinn og ráðanautar hans sáu sér ekki annað fært en að ganga að kröfum Finnlendinga, og klukkan eitt, að- faranótt hins 4. þ. m., undirskrifaði keisarinn yfirlýsinguna, sein veitir Finnlendingum aítur öll þau stjórn- skipulegu réttindi, sem þeir höfðu áður en keisarinn ónýtti stjórnar- skrá þeirra í Febrúarmánuði 1899. Með yfirlýsingunni eru úr gildi feld- ar allar tilskipanir.sem stjórnin hef- ir gefið út, Finnlandi viðvíkjandi, frá þeim tima og til þess dags, scm yfirlýsingin er dagsett, þar á meðal herlögin frá 1901, sem vöktu svo mikla gremju á Finnlandi. Keisar- inn hefir samþykt umsóknina, um lausn, frá finska öldungaráðinu, og jafnframt boðið að finska lands- þingið skuli koma saman hinn 20. Desember næstkomandi. Landsþing- inu verður fengið í hendur fult vald til þess að semja sín eigin fjárlög, en að undanförnu hefir stjórnin á Rússlandi búið þau til eftir eigin geðþótta og án þess að neinn F'inn- lendingur hefði minstu vitund að segja í því efni. Enn fremttr á landsþingið að ákveða um aukning atkvæðisréttarins. Sama daginn, hinn 4. Nóvember, var hin staðfesta yfirlýsing keisar- ans send áleiðis til Finnlands með sérstöku gufuskipi. Finnlendingar hafa þannig fengið aftur sína fornu sjálfstjórn í þeirri mynd sem hún var fyrir 1899, og fulltrúar finsku þjóðarinnar,—lands þingið, er aðalsmenn, klerkar, borg- arar og bændur mynda,—fær nú aft- nr að ráða málum landsins til lykta, en öldungaráðið, sem skipað og valið hefir verið að undanförnu af kcisaranunt einum saman, og á sið- ustu árum hefir haft alt eftir sínu eigin höfði, hvað landsmálin suerti, hefir nú litið sitt æfikveld. Eins og kunnugt er, var það í Febrúarmánuði 1899, að keisaratil- skipuniti kom út, sein í raun og veru -nrði út af við hina gömlu stjórn- arskrá Finna. Gaf þá keisarinn undirtyllum sínum í öldungaráðinu vald til þess að ákveða hvað vera skyldi lög og réttur í landinu. Árið 1891 kom svo út enn ný tilskipun og var með henni finski þjóðherinn af- numinn. Var þá svo skipað fyrir, ad h inarfinsku herdeildir mætti senda hvert sem vera skyldi og þeirra væri þörf fyrir rússneska keisaradæmið. Og að því búnu byrjaði Bobrikoff landstjóri,— eins og viljalaust verkfæri í hendi Pleh- ves, hins alræmda, harðdræga, sam- vizkulausa ójafnaðarmanns —, að framfylgja sinni ómildilegu, fyrir- litlegu kúgunaraðferð á Finnlandi, scm öllum hraus hugur við. En nú er hinni ábyrgðarlausu og harðdrægu einvaldsstjórn lokið. Nýtt tímabil, sem ósegjanlega bjart- ara er yfir, byrjar nú hjá hinni sögu frægu finsku þjóð, og er öllum hin- um mentaða heimi það sannarlegt gleðiefni. Rússar hafa leikið þá hart að undanförnu og á margan hátt misboðið rétti þeirra og þjóð- ernis-tilfinningu. Beztu menn þeirra hafa verið ofsóttir, og margir hver- ir orðið að flýja land. En þrátt fyrir það, þó þeir hafi tilfinnanlega fengið að kenna á harðstjórnar- svipu og ofríki Rússa, hefir ekki tekist að drepa niður sjálfstæðisþrá þeirra, og þjóðerniseinkenni sín hafa þeir dyggilega varðveitt og A. Friðrikssyni ódýrast í bænum. Söluverö frá 15. til 25. þ. m., aðeins móti peningum: 20 pd malað sykur........$ 1.00 20 pd Sagógrjón.......... 1.00 25 pd Hrísgrjón.......... 1.00 9 könnur Tomatoes....... 1.00 11 “ Corn.............. 1.00 13 “ Peas.............. 1.00 10 “ BláLer.............1.00 14 “ Kúrenur.......... 1.00 13 hvít bollapör......... 1.00 12 bláoggrœn bollapör. ... 1.00 7 pd fötur af jam frá 40C—6oc 10 til 25 prócent afsláttur á öll- um leður-skófatnaði. Eg hefi undur fallegar JÓLA- og BRÚÐARGJAFIR. Fólk út á landi getur sparað sér peninga meö því að panta hjá mér vörur. X. frederickson, 61 I Ross st., Winnipeq vakað yfir þeim þrátt fyrir allar á- rásir og ofbeldi. Siöir og hættir. í enska tímaritinu „Grnad Maga- zine“ stóð nýlega ritgerð um upp- runa ýmsra siða og hátta, sem enn tíðkast þann dag í dag og haldist hafa öld fram af öld. Enn á vorum dögum er þaðþann- ig álitin ókurteisi af karlmanni að rétta kvenmanni hendina án þess að taka fyrst af sér vetlinginn eða hanzkann. Þessi siður hefir hald- ist við síðan á miðöldunum og var í þá daga næsta þýðingarinikill. Þá var það all-títt að karlmenn gengu með járnglófa, og ef þeir hefðu ekki dregið þá af sér áður en þeir réttu kvenmanni hendina, er hætt við að fáar hefðu orðið til þess að taka í hendina á þeim. Nú á tímum, og fyrir löngu síðan, eru vetling- arnir orðnir voðfeldari, en siðurinn helzt við enn í dag hjá öllutn kurt- eisum mönnum. Hvers vcgna er það kurteisra manna siður að taka ofan hattinn þegar þeir heilsa? Það er einnig 4 lcifar frá miðöldunum. Þegar al- vopnaðir menn hittust í þá daga tóku þeir ofan hjálmana til þess að gefa með því til kynna að þeir kæmu í friðsamlegum erindum og fullvissa hver annan um að engpn hætta eða von um áhlaup væri á ferðinni. Hið sama liggur og til grund- vallar fyrir því að heilsa tignum gestum á þann hátt að skjóta fall- byssuskotum. Með því að skjóta úr fallbyssunum vottuðu menn gest- um þeim, er komu til kastalans, fullkomnasta traust, og átti þetta að tákna að þeir sem fyrir voru legðu frá sér vopnin og treystu því að gestirnir breyttu eins. Á þeim tím- um tók það langan tíma að hlaða fallbyssurnar aftur, þegar einusinni var búið að hleypa úr þeim skoti. Nú á tímum er alt öðru máli að gegna, hvað það snertir, og nú er fallbyssunum skotið í virðingar- skyni og viðhafnar, þegar tignir gestir koma eða fara. Að maður réttir fram hægri hend- ina, þegar maður heilsar, en ekki þá vinstri, eru einnig Ieifar frá þessum óróatímum, þegar allir þurftu að vera varir um sig og hafa gát á öllu þegar gest bar að garði. Til þess að tákna vinsamlegt hug- arþel, þegar maður heilsaði manni, rétti hann fram hægri hendina, sem hann vanalega hélt á sverðinu með, ; cwopnaða, og gaf með því til kynna I að hann hefði sliðrað sverðið og J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.