Lögberg - 04.01.1906, Side 2

Lögberg - 04.01.1906, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR 1906 Nyárssiöir, IÞaö, aö láta eigi áramótin svo hjá líða, að þeirra sé minst með hátíðahöldum og viðeigandi við- höfn, hefir verið forn venja grund völluð fyrir orófi vetra, og eru or- sakirnar til hennar nátengdar mannlegu lífi og tilfirtningum. Eftir að kristni hefst minnast menn árskomunnar aðallega með hátíðahaldi trúarlegs eðlis, en fyr- ir þann tíma var og haldið upp á nýársdaginn með ýmiskonar há- tiðahöldum. Gyðingar heilsuðu nýja árinu iþegar í gamla daga með lúðraþyt og básúnublæstri og er sá siður þeirra enn í dag, því eins og kunn ugt er, þá eru þeir flestum þjóðum fastheldnari við forna siði og venjur, en áramót eru hjá Gyðing- um að vorinu til, eins og hjá fleiri ' jóðflokkum Austurlaníia. Forn-Persar höfðu þann sið, að gefa hver öðrum egg i nýársgjöif, en eggið var tákn hins skapandi kraftar er alt lætur til vierða. Síð- an hefir þessi siður orðið almenn- ur á vorhátíðum hjá þjóðum á síð- ari tímtlm og sérstaklega hefir mikil venja verið að hafa egg í máltiðir á páskum hjá mörgum þjóðflokkum,svo sem Englending- um o. fleir. — Hinir gömlu Róm- vejrjar færðu guði sínum Janusi miklar slátrunardórnir á nýárs- dag, og hjá þeim verður fyrst vart við þann sið, að hver óskar öðrum gleðilegs nýárs, og með óskinni fylgdu jafnaðarlegast gjafir, en iþeir sem gjafanna urðu þó oftast að njótandi voru meiri háttar menn þjóðarinnar, og ficngu gjaf- irnar brátt á sig skattblæ og færð- ust síðan sem bein álög til keisar- ans og runnu í fjárhirzlu lians. Nýárssiðir vorír eru aðallega frá Rómverjum komnir; en vel má geta þess í sambandi við undan- farið, að nýárið hefir verið hátíð- legt haldið frá fornum tíma og langt aftur fyrir miðaldir, á ýmsr tim tímum og ýmsum helgidögum ársins. Þannig hefir fæðingar- dagur Krists verið hafður á nýárs- dag alt fram á miðja 16. öld. Og sá siður að gefa gjafir er í gotnesk germönsku löndunum orðinn fast- ur jólasiður, þar sem aftur á móti í Belgíu pg á Frakklandi er slíkt að eins tíðkað á nýári. Það hafði verið almennur siður í löndum Austurríkiskeisara, að honum voru hamingjuóskir færð- ar á jólum og páskum, frá þegn- um hans, en 1766 lét keisarinn sem iþá stjórnaði Austurríki Jóscp II., iþað boð út ganga, að slíkt hið sama skyldi gert á nýársdag, og mikil viðhöfn og hátíðabragur með fylgja. Hefir sá siður slðan orðið almannur við hirðir flestra konunga og keisara víða um heim, og hafa eigi óvíða fengið á sig pólitískan blæ. Hini’r mismunandi nýárssiðir benda oftlega á ýms sérkenni hjá þjóðflokkunum. Lengi var það venja í New York að tízkufrúrnar heimsóttu liver áðra, búnar sinum baEtu og skrautlegustu klæðum, alsettar gullskarti og gimsteinum. tÞeirri frúnni, sem hepnaðist að hafa náð i finasta og' skrautlegasta skrúðann til að klæðast í, og bar svo af hinum öðrum að hún var einróma álitin bezt búin, henni var það skoðað sem viss forboði góðs og happariks komandi árs. íbúarnir í Helgolandi, smáeyju sem Danir eiga norðvestan við Evrópu í Norðursjónum, kváðu vera mjög ötulir í að óska hver öðrum hamingju á áramótum. Frá því snemma að morgni ný- ársdaginn og alt til kvelds, er fólk þar á stöðugri flugferð frant og aftur til að heimsækja kunningj- ana og árna þeim heilla, og glevmist einhver af vinahópnun>, þá skoðar sá hinn sami það sem persónulega móðgun sér gerða. t>ar óska menn hver öðrurn: heil- brigði, hamingju og gttðsblessun- ar, svo og ntargra þorska og hjartafriðar. Á Þýzkalandi er það rnikill sið- ur, í sumtim fylkjum landsins, að prýða b'runna alla í borgujn og þorpum, með grænviði og blóm- um og danza svo í kring um vatns bólið; sérstaklega er mikið að þessu gert í fylkirru Elsass-Lothr- ingeii. Púnsdrykkja, sem víða er töluvert um hönd höfð á áramót- um, er enskur siður. Nafnið á drykknum púnsi (e. pnchj, er upprunalega komið úr sanskrít, fteitir þar „pantscha“ og þýðir santa sem fimrn. Drykk þenna þenna lærðu Englendingar að búa til af Indverjum, og voru þá í hann notuð fimm efni: vatn eða vín, te, hrísgrjónabrennivín, sítr- ónuvökvi og sykur. Frá þessum fiinm efnum stafar nafnið. Það var fvrst árið 1695, að Englendingar tóku að minnast nýja ársins- með púnskollu. Eigi var það þó á Englandi sjálfu, þó að stðar yrði það venja þar, held- ur í Cadix á Spáni, þar sem hinn enski flotaforingi Russel sat á þeim tíma, og lét brugga drykk þann á jóladag fyrir fjölda manns í feykistó'rri skál. En nýársdagur var þá haldinn á jóladag hjá Eng- lendingum, sem mörgum öðrum þjóðum. Og enn í dag senda Englendingar af gamalli venjtt- festu nýársgjafir sínar til kunn- ingjanna á jóladaginn. Frá þíess- ari nýnefndtt stóru púnsskál sem flotaforinginn enski lét byrla í Cadix er svo sagt í gömlum ritum: í miðjum garði gullepla og sítr- óna var stór vatnsþró, í hana var helt hálfu uxahöfði af ágætasta fjallmalagavíni, 200 gallónunt af brennivíni, 600 pundum af sykri, vökva úr 12,000 gulleplum, musk- at og vatni eftir þörfum. Síðan bauð flotaforinginn öllum enskutn kaupmönnum og liðsforingjum til miðdegisvteizlu, og að lokinni mál- tið, var gestunum boðið að ganga ut í garðinn og setjast að drykkju við púnsskálina niiklu, sem þar var til reiðu, nteð þeim útbúnaði er áður var sagt. í hinni geysi- stóru vatnsþró var unglingspiltur á ofurlítilli kæntt, prýðilega útbú- inn og .skrevttu'r, og fylti sá bikara og rétti að hinum saman- söfnuðu gesturn. Ekki þarf að efa, að slörkulegur hefir endirinn orðið á leiknum, en þessir menn voru börn sinnar tíðar, og ekki uþpnæmir fyrir stnáskæringum.— En sagan um þessa ntiklu og fyrstu púnsdrykkju barst til Eng- lands, og ruddi braut fyrir líkunt gildum og þessu þó i smærri stíl væru, og breiddist síðan út til ann- arra landa Eyrópu og varð þar al- gengur nýárssiður á þeim tima. Réttindi kvenna á Kússlandi. Rússneskt blað, útgefið í Jaris- lavborg, hefir nýlega skýrt mál- efni þetta allítarlega, og er hér gerð grein fyrir því hielzta, sent þar er tekið fram. Altnennur áhugi ogháróma kröf- ttr hljóma um land alt eftir frelsi og framsókn, í allflestum áhuga- ntálutn þjóðarinnar, og er þegar bót fengin á mörgum þjeim einok- unar og ófrelsisákvæðum, er öld- um saman hafa staðið i vegi fyrir framförum og þjóðmenn-ingu allri, en. engin þessara frelsiskrafa fier sanit í þá átt að bæta að neinu leyti hag rússnesktt kvennanna, sem frá alda öðli hefir verið hinn aumasti, svo að heita má, að hvert meybarn sem fæðst hefir meðal alntúgans þar í landi, hafi vlerið og sé enn i heiminn borið með ok þrældóms og óvtrðingar á herðum sér. í engu rnáli, sem nokkra þýðing hefir,er konunni gefinn kostur á að láta vilja sinn i ljós, eða njóta sjálfstæðis síns á nolckurn veg.— Hún er í öllum atriðum háð fyrst vilja forieldra sinna, og ef hún giftist þá mannsins, sem hún hefir verið gefin. Að eins ein undan- tekning er frá ófrelsis- og ósjálf- stæðisreglunni, og hún er sú, að konurnar hafa af sérstakri náð fengið að taka þátt í sunnudags- skólauppfræðingu, á stöku stöð- um, en það er að eins í hámentuð- ustu héruðunum í landinu, en vtíðast hvar þar sem uppfræð- ingin er á lægra stigi, svo að heita má að lítill setn enginn ljósglampi mentunar hafi inn í þjóðfélagið skinið, þar er réttur og staða kon- unnar á lítið eitt hærra stigi en skynlausu skepnunnar.. Rússneska skáldið Rekasow hef- ir og tíðum dregið fram litskarpar myndir af hinni mannúðarlausu meðferð á almúgakonunutn rúss- nesku. Síðan hann samdi ritverk’ sín þar að lútandi, er langur timi liðinn, og hefi,'r hagur bændanna á Rússlándi verið töluvert bættur síðan, en i norðurhluta Rússa- veldis eru kjör konunnar að nyestu leyti hin sörnu og áður. — Hún er enn þá þrælkuð og kúguð og jafnvel sleppur eigi við likamlega misþyrmingu bóndans eða þeirra, sem yfir hienni hafa að segja. Hún hefir engan rétt til að kvarta, má það ekki, getur það ekki, en verð- ur að bera böl sitt ein síns liðs, og örmagnast undir Hfsbyrðinni ogi falla í valinn, þegar hún gfetur ekki risið undir henni lengur. Það skal eigi farið hér frekar út í lýsingu á högum rússnesku konunnar yfir höfnð, en drepið á eitt atriði að eins, nefnilega hjóna- bandið. Val eiginmannsins, sem hjá öllum mentaþjóðum heimsins* er og hefir verið álitið vandamesta sporið, sem hin unga mær stígur, á morgni fullorðinsáranna, er aldriei stígið af almúgastúlkunni sjálfri á Rússlandi, heldur eru það forekfrar hennar og vandamenn, sem frani úr því ráða, án þess hún sjálf hafi þar minstu vitund að segja. Hún verður að sitja með þann útkjörna, hvort sem henni þykir súrt eða sætt. — Þrátt fyrir það þó hér sé um það atriði að ræða, sem eingöngu snertir hana sjálfa, og hin tímanlega vellíðan hennar stendur og fellur með, hvort vfel tekst eða illa, þá á hún í þessu máli ekkert atkvæði. Sama kúgunarhöndin er krept enn þá utan um kvenréttindin í þessu landi, sem hélt bændunum bundnum á þrælaklafanum þar, á dögum ánauðarinnar miklu, sem öll rússnesk alþýða stuivl undir og sfcit af sér að lokum, en hagu'r kvennanna var samt óbættur, þó bænda ánauðinni væri af létt. Eins og oft skfeði á þeim dögum, þegar ríkir jarðeigendur, sem bæði áttu ' jarðirnar og líka bændurna, sem á þeim bjuggu, neyddu landsetana til að gefa dætur sínar þeim, sem eigendunum sýndist og þær eigi ósjaldán teymdar grátandi á b’rúð- arbekkinn, svo er og enn venja meðal bændanna, en sá munurinn, að nú eru það foneldrarnir og vandamennirnir sjálfir, sent mis- bjóða tilfinningum sinna eigin af- kvæma og nánustu, í stað þess að áður voru þeir neyddir til þess, að meira eða minna leyti, svo að bót- in er engin, né afsökun nein á þtessu gjörræði. Almenna venjan er nú, að húsfaðirinn lítur í kring um sig eftir girhilegum tengda- syni, afgerir hjúskaparmálin við hann, og verði þeir ásáttir, kunn- gerir hann einkamálin fyrir fjöl- skyldu sinni, með orðum og í svo hátíðlegum rómi, að enginn dirfist að andmæla. Enda þorir dóttirin ekki að kvarta eða sýna neinn mótþróa, að andmæla vilja for- eldranna í þessu efni , væri að brjóta venju, sem búin er aö fá hefð, og sem hefir of djúpar rætur fiest í rússneska almúgalífinu til þess, að nokkur einstaklingur væri fær um að buga hana eða brjóta á bak aftur, og á hverja tilraun, sem í þá átt færi, væri litið sem rang- láta uppreist gegn góðum og vel- viljuðum foreldrum, og enginn gæti framar litið þá stúlku réttu auga, er slíkt leyfði sér að gera. Þó hefir það komið fyrir, að brúðarefni hefir látið óánægju sina í Ijósi; en þá var tekið til þeirra ráða, sem hlutu að fækka slíkurn mótþnijatilfellum, cnda kváðu þau nú koma örsjaldan fyr- ir. Ef brúðurin maldar eitthvaö i móinn, þá kalla foreldrarnir sam- an vini sina og vandamcnn og er síðan skotið á húsþingi, og fyrst með margvislegum fortölum reynt að fá stúlkuna til að láta undan, dugi það ekki, þá er hún skömm- uð óbótaskömmum og áð síðustu er tekið til likamlegra misþvrm- inga, og endirinn verður þá jafn- an, að hin ógæffusama brúður sér þann kost vænstan að hlýða og líöa. — Þetta eru bcinar afleiðiug- ar og menjar kúgunarinnar á bænda ánauðartimunum. Þá var altítt að draga brúðurina jafnvel út úr kirkjunni, ef hún þverskall- aðist við að greiða jáyrði sitt, og lemja hana þangað tií hún þorði ekki annað en hlýða, og játa að hún hefði valið sér manngefniö af vel yfirlögðu ráði og einlægum vilja. IVT, Paulson, 660 Ross Ave., selur Giftingaleyflsbréf Chamberlain's Cough Rcmcdy al- getlega skaðlaust. Hver einasta móðir ætti að vita, að Chamberlain's Cough Remedy er algerlega skaðlaust fyrir börnin og hefir engin eiturefni inni að halda. Selt hjá öllum kaup- mönnum. “EIMREIÐIN” Fjölbreyttasta og skemtilegasta tlmaritiS á Islenzku. RitgerSir, sög- ur, kvœSi myndir. VerS 40c. hvert hefti. Fæst hjá H. S. Bardal og S. Bergmann. ~ \ -------------------------- The Northern Bank. Utibúdeildin á horninu á Nena St. og William Ave. Rentur borgaöar af innlögum. Ávísanir gefnar á Islandsbanka; og víðsvegar um heim Höfuðstóll $2,000,000. ABalskrifstofa í Winnipeg, THE TCANADIAN BANK Of COHHERCE. á horninu á Ross og Isabel HöfuSstóll: $8,700,000.00. VarasjóSur: $3,500,000.00 f SPARISJÓÐSDEIRDIN Innlög $1.00 og þar yflr. Rentur iagðar viS höfuSst. á sex mán. fresti. Víxlar fást á Englandsbanka, sem eru borganlegir á Islandi. ADAIjSKRIFSTOFA I TORONTO. Bankastjóri I Winnipeg er o------JOHN AIRD-----------< THE DOHINION BANK. á horninu á Notre Dame og Nena St. Ails konar bankastörf af hendi leyst. Ávísanir seldar á útlenda banka. Sparisjóösdeildin. Sparisjóðsdeildin tekur við innlög- um, frá $1.00 að upphseð og þar yfir. Rentur borgaðar tvisvar á ári, 1 Júní og Desember. Imperial Bank ofCanada Höfuðstóll - . $3,500,000.00 Varasjóður - 3,500,000.00 Algengar rentur borgaðar af öllum innlögum. Avísanir seldar á bank- ana á Islandi, titborganlegar I krón. Otibú I Winnipeg eru: ASalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne Ave. N. G. I.ESI.IE, bankastj. Norðurbæjar-deildin, á horninu á Main st. og Selkirk ave. F. P. JARVIS, bankastj. Df.M. halldohsson, PARK RIVER. N. D. Er að hitta á hverjum miðvikudegi I Grafton, N.D., frá kl. 5—6 e.m. GABINET-MYNDIR $3.00 TYLFTIN, til loka Desember mánaðar hjá GOODALL’S 616>á Main st. Cor. Logan ave. ORKAR MORRIS PIANO Tönninn og tilflnningin er fram- leitt á hærra stig og með meiri list heldur en ánokkru öðru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgst um óákveðinn tlma. pað ætti að vera á hverju helmlli. S. L. BARROCLOUGII & CO., 228 Portage ave., - Winnipeg. MÍltOU, „D LTFSALI. H. E. C L O S E prófgenginn lyfsali. Allskonar lyf og Patent meðul. Rit- föng o.s.frv.. Læknisforskriftum ná- kvæmur gaumur gefinn. MaþleLeafRenovatiog^orks Við erum nú fluttir að 06 Albert st. Aðrar dyr norður frá Mariaggi hót. Föt lituð, hreinsuð, pressuð, bætt. Tel. 482. Dr. W. Clarence Morden, Tannlæknlr. Cor. Logan ave og Main st. 620^ Maln st. - - ,’Phone 135. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir sanngjarnt verð. — Alt verk vei gert. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa:— Room 33 Canada Life Block, suðaustur hornl Portage avenue og Main st. Utanáskrlft:—P. O. Box 1364. Telefón: 423. Winnipeg, Man. Skautar! Skauta handa drengjum, stúlkum og fullorönum til afnota viö hockey-leiki og abrar skemtanir. Ekkert er hentugri jólagjöf. Góðír skautar á 50c. Betri skáutar alt aö $5,00. Hockey sticks handa drengjunum, á 20 og 25C. cents. Viö' seljum hinar frægu Mic-Mac á 45 cents. SLEÐAR! SLEÐAR! Mjög mikiö úrval af sleöum á 25C. og þar yfir. Glenwright Bros Tel. 3380. 587 Notre Dame Cor. Langside. ib cftir — því að Eddu’sBMlngapapplr heldur húsunum heituml og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, L^d. Ílöents, WINNIPEG. Winnipeg Picture Frame Factory, Búð: 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. //WW| Allar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Viö þurfum umboösmenn ,víösvegar til aö selja fyrir okkur.— Heildsala og smásala. P. Cook, Eigandi.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.