Lögberg - 18.01.1906, Page 1
Byssur
og skotfæri. Takið yður frídag til þess að skjóta
andir og andarunga. Við höfum vopnin sem
með þarf. Við höfum fáeinar byssur til leigu
og skotfæri til sölu. j
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
538 Main Str. Telept|one 339
Steinolíuofnar,
í kveldkulinu er þægilegt að geta haft hlýtt *
herberginu sínu. Til þess að geta notið þeirra
þæginda ættuð þér að kaupa hjá okkur steinol-
íuofn. Verð $5 00 og þar yfir,
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
538 Main Str, Telephone 339.
19 AR.
II
Winnipeg, Man..
Fimtudaginn, 1S. Janúar 1906.
nr. a
Kosningarnar
á Englandi.
Liberalar vinna frœgan sigur.
Kosningunum er enn ekki lokiö
en eftir síðustu fréttum í gærdag
stóöu flokkarnir þannig aö vígi:
Liberalar .... .. .... 131 sæti
Conservatívar.............49 sæt'
Vorkamannaflokkurinn .. 28 sæti
Cons. Free Traders .. .. 3 sæti
Nationalistar.............37 sæti.
Liberalflokkurinn hefir nú bor-
ið sigur úr býtum í ýmsum kjör-
dæmum, er conservatívar hafa
haldið í síðastliöin tuttugu ár.
Fréttir.
Hinn ajkunni líkneskjamcist-
ari Paul Trubetykoi, sem getið
hefir sér frægan orðstír fyrir list
sína á heimssýningunni t Paris
1900, hefir verið falið á hendur af
ýmsum hinum mörgu vinum og
unnendum Tolstoýs greifa, aö
gera af honum standniynd, og er
ákveðið, að þetta minningarmark
skáldsins mikla eigi að standa í
Parísarborg.
Komið hefir til «rðs að gera
mælingar og annan nauðsvnlegan
undirbúning til að byggja brú
með járnbrautarsporum á yfir um
sundið milli ey'jarinnar Vancouv-
er og meginlandsins á British
Columbia vestanverðri. Fái brú-
arsmíðin framgang.er áformið að
byggja skipalægi mikið og örugt
á vesturströnd eyjarinnar. . F.r
talið að höfn sú muni mikiö
greiða og flýta fyrir verzlunar-
viðskiftum öllum við Austurlönd-
in, í Asiu, þar eð innsiglingin í
sundið bæði hefir tekið nokkurn
tíma og þar að auki verið oft
torveld og hættuleg sakir tíörar
þoku þar um slóðir.
Hungursneyð mikil kvaö vera
í nyrðri hluta Indlands, sakir
skaölegra þurka, einkum í héruð-
unum Raiputana og Gwalior.
Hcfir þar eigi rignt í marga mán-
uði. Landsfólkið flýr þaðan
hópum saman til að leita sér að
lífsforða og vatni, fyrir menn og
skepnur. Stjórn landsins hefir
þegar tekið að sér um 70 þúsund
manna, er til hennar hafa leitað,
og séð fvrir lífsþörfum þeirra, og
kvað gjarnan vilja gjöra meira í
að aðstoða liina bágstöddu, en
Hindúar eru stórlát þjóð, sem
ekki vilja beiðast hjálpar fyr en í
fulla hnefana.
Edward Englandskonungur er
unnandi iþróttum og fimleika
æfingum eins og kunnugt er. í
vor kvað hann ætla að gera sér
ferð til Aþenu á Grikklandi og
vera þar viðstaddur ólympisku
leikina, sem alt frá fornum tíma
eru haldnir þar á vori hverju.
Nýfundnar eru málmnámur í
Quebecfylki milli St. Johns vatns
vatns og Quebecborgar. Sagðar
eru þær auðugar af silfri og kop-
ar> °g ýmsar fleiri ódýrari málm-
tegundir svo sem blý, hafa síð-
ustu rannsóknir þar leitt í ljós.
Þó að vetur þessi hafi veriö
hinn affarasælasti til lands hér í
Ameríku, þá hefir stormasöm og
óhagstæð veðrátta verið til sjáv-
arins og hríðarbyljir. Mikil stór-
viðri hafa gengið yfir Atlanzhaf-
ið og hvirfilvindar á Kyrrahafi.
Síðustu fréttir segja, aö þrjátiu
og fimm skip hafi farist í ferðum
milli Ameríku og annarra landa
síðastliðinn Desembermánuð. Af
þeim voru 19 gufuskip, og er það
sörgleg viðbót við skipskaða
þann, er varð hér á vötnunum i
Nóv. í haust,þar sem nítján skipa
fórust í einu ofviðrinu.
Ekki eru álitlegar horfurnar í
Kaukasuslöndunum enn þá. Stór-
skotalið Rússa liefir látið fall-
byssuskot dynja á liúsum upp-
reistarmanna, en hinir tekið á
móti með sprengikúlum og mikið
mannfall orðið i beggja liði. í
borginni Elizabethpol, sem stend-
ur niutiu mílur sunnan og vestan
við Tiflis, hafa Tartarar drepið
Armeníumenn hrönnum saman,
með svo afskaplegri grimd, að
fram úr hófi keyrir.
Nálægt Portage la Prairie hér
í fylkinu kviknaði í híbýlum efna
bónda nokkurs, Brazils að nafni.
Eldsins varð vart kl. 4 að morgni
síðastl. mánudags. Komust bæði
hjónin ásamt þremur börnunum
út úr íbúðarhúsinu, sem mikið
var tekið að brenna þegar fólkið
vaknaði. Inni brunnu þar þrjú
börn þeirra og ellihrum tengda-
móðir. Meiri hluti eigna bóndans
brann, peningshús öll, sjö hestar,
liðug 2,000 bush. af hweiti og
kornvöru, öll áhöld, vagnar og
aktýgi. Orsakir eldsins ókunnar,
liklegast þvkir að falist hafi neist-
ar í öskuíláti i geymsluskúr á-
föstum við íbúðarhúsið.
Óeirðunum á Santa Dominica
lyktaði svo að Rodriquez lilerfor-
ingi, er veitti liði hins brottrekna
ríkistjóra Moralis forstöðu, féll í
annari atlögunni gegn herliði
Carceres, er nú situr þar að völd-
um. Morales hefir flúið og leitaö
á náöir sendiherra Bandaríkj-
anna.
Eyrra miðvikudag, hinn 10. þ.
m., kom upp eldur mikill í stóru
hóteli í Minneapolis og brunnu
þar inni á milli tuttugu og þrjátíu
manns. Hátt á annaö hundrað
næturgestir voru í hótelinu þegar
eldurinn kom upp og voru margir
þeirra, er út komust, mjög hætt
komnir og sumir svo stórkost-
lega brendir, að flytja varð á spít-
ala og litlar likur til, að þeir muni
lifa af. Veggir og gólf í hótel-
inu.sem hvorutveggja áti að vera
eldtrygt, loguðu fyrirstöðulausí
jafnskjótt og eldurinn náði þeim.
Á bóndabýli nálægt Boissevain,
Man., brunnu gripahúsin, bæði
fjós og hesthús í vikunni sem leið
og varð engu af gripunum bjarg-
að. Auk þess misti bóndinn all-
ar birgðir sinar af heyi og öðru
gripafóðri.
Viðsjárnar með Þjóðverjum
og Frökkum, sem ýms blöð segja
að alls ekki sé enn séð fyrir end-
irinn á, hafa nú þegar haft þving
andi áhrif á peningamarkaö
Þjóðverja að ýmsu leyti. Þykir
mörgum þetta benda til þess að
friðurinn milli þeirra þjóða sé
alt annað en tryggur.
Næst þegar Dominion.-þingiðí
kemur saman ætlar Sir Wilfrid
Laurier að leggja fyrir það frum-
varp til laga um friðun skóganna
í Canada. Er svo til ætlast, að
settar verði sérstakar negluf, við-
vikjandi skógarhöggi, til þess að
vernda skóginn í landinu frá al-
gerðri eyðileggingu.
Dr. George F. King„ steina-
fræðingur í New York, hefir ný-
lega látið það álit sitt í ljósi, aö
gimsteinanámur muni vera til í
Canada, að líkindum helzt í Ont-
ario, þó ekki hafi enn hepnast að
finna þær. Færir hann það til
síns máls að margar líkur hendi
til, að gimsteinar, sem fundist
hafa í Californiu, Norður-Carol-
ínu, Georgiu og Alabama, hafi
borist þangað á ísöldinni norðan
að.
Nýtt félag liafa ínenn rtokkrir
í Minnesota myndað í því skyni
að neka búskap í stórum stíl í
Saskatchewan dalnum. Ætlar fé-
lagið að rækta þar ýmsar korn-
tegundir og kórna upp stórum
hjörðum af nautgripum, sauðfé
og hrossum auk þess sem það
jafnfranit ætlar sér að hafa með
höndum kaup og sölu á löndum í
Canada.
Komist hefir það upp, að fjöldi
smásölukaupmanna í New York
hafa haft samtök með það að
falsa vogir sinar og er það næst-
um undantekningarlaust fátæka
fólkið, sem verður að kaupa
nauösynjar sínar daglega í smá-
kaupum, er svikin hafa lent á.
Lögreglan hefir nú lagt hald á
ekki færri cn fimtíu þúsund vog-
ir og eitt hundrað þrjátíu og sex
þúsund lóð, sem alt var falsað og
notað til þess að hafa af kaup-
endunum með. Alls konar kaup-
menn hafa orðið uppvísir að
þessu, en mest brögð að fölsun-
unum hefir þö veriö af hendi
kjötsalanna og kolakaupmann-
anna. Hafa jafnvel margir af
kjötsölunum ráðið verkamenn
sína þannig að kaup þeirra skyldi
innfalið í yfirvigtinni sem þeir
gætu stolið af viðskiftamönnun-
um.
Hinn 19. Janúarmán. árlega er
það siður á Rússlandi að keisar-
inn, ásamt æðstu embættismönn-
um kirkjunnar, leggi blessun sína
yfir Neva-fljótið. En nú í ár er
mælt að keisarinn ekki muni þora
að eiga það á hættu að taka þátt
í þessari athöfn af ótta fyrir
morðráðum þegna sinna. Orsök-
in fyrir þessum ótta keisarans
stafar æinkum af því, að á þeim
stöðvum, þar sem athöfnin er
vön að fara fram, hafa nú þegar
fundist allmargar tundurvélar,
sem þannig var frá gengið að
hægt vúr að kveikja í þeim úr
töluverðri fjarlægð og sprpr.gja í
loft upp alt í nánd viö þær.
Meiri rokviðri en dæmi eru til
á síðastliönum tíu árum gengu
yfir Ontario á þriðjudaginn var
og geröu þar víöa allmikið tjón.
Á eitt af gufuskipum Can.
Pac. járnbrautarfélagsins lagði
tollmáladeildin í St. á Niewfound-
landi löghald um siðastl. helgi.
Orsökin til þessa var sú, að einn
af skipverjunum sást flytja í land
af skipinu tvö þúsund vindla,
sem ekki hafði veriö greiddur
tollur af.
Þorrablót
Eftir vanda um þenna tíma árs,
er nú uppi fjöður og fit í Krist-
nesi við undirbúning hins árlega
miösvetrarsamkvæmis, sem Helgi
magri býður íslendingum fjær og
nær til.
Eins og fyr hefir verið kunn-
gert, verður samkvæmi þetta hið
næsta haldið þann 15. Febrúar,
því um það leyti standa yfir hin-
ir alkunnu skozku þjóðleikir.sem
„Bonspiei" nefnast. Verður þá
margt manna hér í Winnipeg-
borg °g hátíðabragur á öllu þar.
En það sem mestu máli skiftir er
það, aö um það leyti geta menn
ícröast með jámbrautum þjessa
lands fyrir hálfvirði.. Á C. P. R.
frá Moose Jaw að vestan og frá
vesturcnda Northwestern brautar
innar. En C. N. R. frá Melfort
og Wannon að vestan,og á braut-
um þessara beggja félaga frá
Port Arthur að austan.. Líka
verða fargjöld niðursett við þetta
tækifæri, á Bandaríkja járnbraut-
um fyrir þá, er þetta samkvæmi
sækja. — Og geta utanbæjar-
menn trygt sér aðgöngumiða hjá
H. S. Bardal, 172 Nena st., eða
einhverjum félagsnianna. Þessi
mikli afsláttur fargjalda bj’rjar
9. Febrúar og verða farseðlar
góðir og gildir til heimferðar til
20. sama mánaðar.
I næstu blöðum verður nokkuð
nákvæmar skýrt frá allri tilhögun
samkvæmisins og ættu allir að
að lesa þaö meö athygli.
Kristnesi hinu vcstra,
15 Janúar 1906.
Helgi magri.
Heiðurssamsœti
héldu Akureyrarbúar séra Matth.
Jochumssyni, fjölmennir, á 70.
afmælisdegi hans í Nóv. sl. Mælti
fyrir rninni skáldsins Guðmundur
læknir Hannesson. Márgar fleiri
ræður voru þar fluttar. I sam-
sætinu flutti séra Matth. eftirfar-
andi kvæði, er hann nefnir;
KVEÐJA,
11. Nóvember 1905.
Sú stund er góð er gamlir vinir
' finnast
og glaðir örfa þreytta hversdags-
-ifid;
þá verður oss á margan hlut að
minnast,
sem minnið geymdi slikri heill-
stund,
þá vakna kraftar, tilfinningar
tvinnast
og tíminn yngist, býður gull i
mund:
þ.ví rís eg upp sem bjarg á móti
bárum,
með bros á vör—að liðnum
sjötíu árum!
Eg fæddur var á gömlu Marteins
messu,
á miðjum degi átján—þrjátiu og
fimm;
og lífiö var mér léð að mark
þessu,
en lengi fj’rst mér þótti brautin
dimm.
Og nú skal þreyta fang við forna
skessu,
sem flestum þótti bæði skæö og
grimm.
En fyrst um sinn, að fella mig
að velli
skal fremur verða leikseigt,
kerling Elli.
Hvað, hef eg lært á öllum þessum
árum—
því æfi manns er sannnefnd
skójlatí ð ?
Það fyrst, að gleðin glóir helzt
á tárum.
og gæfan kostar bæði sorg og
stríð.
Og þó aö sorgin sofi lifs á bárum
og sólin veki jaröarblómstrin
fríð:
er löngum stopult Hf og yndi
þjóða, —
vcr lifuni fyrst við yl og kraft
htns góða.
Hvaö hef eg lært? Að líf og
auðna breytist;
að lán og ólán snýst Um manns-
ins sök;
að sí og æ vor sálarstyrkur
þreytist
er sitjum vér og nemum lifsins
rök;
að dýrið móti mannsins viti
strevtist,
að mitt á leið sé krókur, gildra,
vök.
Hvað hef eg lært? Að líf og
heilsa manna
sé leit og stöðug eftirspurn hins
sanna.
Ilvað hef eg lært? Að dást aö
Drottins geimi,
og drekka guðaveig af andans
skál;
því eg hef lifað tíma hér í heimi,
sem heimsins þjóðir gæddi nýrri
sál,
og óminn heyrt af æðri hnatta
hreimi,
sem hjarta mínu vakti guðamál.
HvaS hef eg lært? Að landið
vort hið magra
á lífsins hrunn hins góða, sanna
og fagra.
Hvað hef eg lært um Hfið
hmumegin?
Eg lærði fátt, sem barnið ekki
veit.
Eg lagðist djúpt, því vita vildi
feginn
um veraldir, sem enginn maður
leit.
En hvert það sinn, tr sannleiks
gekk eg veginn
eg sá í anda miklu stærri reit,
þars hvert það sáð, er svalt í
fctríði hörðu,
mót sólu hlær á lifandi manna
jörðu.
Hvað hef eg unnið? Elsku vinir
kæru!
mig angrar sárt, hvað þaö er lít-
ilsvert.
En samt eg þigg með þökkum
slíka æru,
sem þér af kærleik til mín hafiö
gert.
Þótt hundrað mínir hörpustreng-
ir væru
er hjörtu yðar ljúfast gætu snert
og svngju þeir með tignar-tóna
bjarta,
Þeir tæmdu þó ei vinaryl míns
hjarta!
„Nú slekk eg ljósið — og svo
sloknar ljósiö,“
hann Shakeslpeare kvað við Des-
demónu lát.
En hvað um það? Eg kveð það
karla ósið,
að kveðja fvrst, þá brott er vit
og gát.
Eg kveð — eg kveð án sorgar
hismið, hrósið,
alt heimsins strið með blekking,
synd og fát.
Hið sattna, góða og fagra finnur
veginn!
Farvel. farvel! Og sjáumst
hinumegin!
Arsfund
sinn hélt söfnuður Fyrstu lút-
ersku kirkjunnar hér i bænum
næstliðið þriðjudagskveld. Ritari
las upp ársskýrslu nefndarinnar
og var hún samþykt i einu liljóði.
Jafnaðarreikningur kirkjunnar
var framlagður og samþvktur;
reyndust tekjurnar að vera $4,-
443-32, en útgjöldin $4,213.99.
Eru þá i sjóöi $229.33. Safnað-
arfulltrúar voru kosnir: J. J.
Vopni, S. W. Melsted, Þ. Þór-
arinsson, G. Thomas allir endur-
kosnir, fimti fulltrúinn Jónas Jó-
hannesson er nýkjörinn. Endur-
skoðunarmenn, A. Frímann og
Árni Eggertsson endurk.
Á þessu safnaðarári hafa sam-
kvæmt ský rslu prestsins séra Jóns
Bjarnasonar verið skírð 59 börn,
fermd 27 ungmenni og 4 full-
orðnir meðlimir enn fremur stað-
fest sk.írnarsáttmáia sinn. Á ár-
inu hafa í söfnuðinum framfarið
17 hjónavígslur, 33 greftranir,
444 altarisgöngur og inngengið
78 nýir meðlimir. Úr söfnuöinum
gengtt fyrir burtflutning í fjar-
lægð ein kona og eitt barn.
Að því er oss virðist er safnað-
arlífið hér hið fjörugasta og
stendur það nú með meiri blóma
en nokkurn tíma áður. Má það
bæði þakka prestinum, full-
trúunum og djáknunum, sem
sýna það í orði og verki
að þeim er velferð safnað-
arins sannarlegt* hjartans mál-
efni, og sú heilnæma trúarskoð-
un, að allir meðlimir safnaðarins
eigi að vera lifandi og starfandi
limir á safnaðarlíkamanum, er og
óðum að ryðja sér til rúms, og
enda ljóslega sjáanleg í safnaðar-
lífinu.. Finnum vér mikinn og
tilfinnanlegan mun á safnaöarlífs-
fjörinu Hér, og dauöa þeim og
deyf, sem víðast ríkti í söfnuðun-
um heima á Fróni, síðast er vér
vissum til.
Ur bænum.
Sama góða tiðin helzt enn, með
mjög vægu frosti og jafnvel með
sólbráði suma daga. Elztu menn
muna varla aðra eins tíð.
Samkvænlt ósk Bjarnar Lín-
dals hér í bænum, skal þess getið,
að hann leggur í dag á stað suður
í Dakota, ásamt syni sínum, til
fundar við kunningja og vini
sina, og býst við að dvielja þar
tvær eða þrjár vikur.
A safnaðarfundi Tjaldbúðarinn-
ar. sem haldinn var á þriðjudag-
inn var, reyndist fjárhagurinn
standa svo: Tekjur og í sjóði frá
fyrra ári samtals $3,187.89, út-
gjöldin $3,149.15. í sjóöi því við
lok fjárhagsársins $38.74. Safn-
aðarfulltrúar voru kosnir á fund-
inum: L. Jörundsson, M. Mark-
ússon, H. Halldórsson. J. Gott-
skálksson, Chr. Hillmann.
Illa hefir ökumönnunum komið
saman þessa dagana, þeim er möl
og sand draga til bæjarins frá
Bird’s Hill. Hafa þeir barist með
rekuni, svipum og öllu, sem hönd
á festi. Sagt er að Kynblending-
ar hafi byrjaö á ófriðnum, með
því að ryðjast fram, og keyra
hesta sína á önnur „team“ til þess
að verða sem fyrstir að ná í
vagnhleðslu, í vi'ðskiftunum er
sagt aö þeir hafi boriö hærri hlut,
því að þeir voru fjölmennari,
þangað til í seinustu orrahríð-
inni á föstudaginn var, þá fóru
þeir algerlega halloka og flýðu af
hólminum, en einn féll í ómegin,
særðttr svöðusári á höfði.
Þann 15. Þ. m. gaf séra Friörik
Hallgríntsson saman í hjónaband
í íslenzktt kirkjunni að Grund í
^rgyte, hr. Tnga Gunnar Brynj-
ólfsson og ungfrú SúsÖnntt Crist-
oplnerson, dóttur Sigurðpr Christ-
ophersonar aö Grund. Brúðgum-
inn er sonur Sveins Brynjólfs-
sonar hér í bænum, ungur maötir
og efnilegur. Daginn fyrir hjóna-
vígsluna hélt unga fólkið í ná-
grenninu brúðurinni fjölment
samsæti, og færðu henni gjafir til
minja um foma vináttu. Ný-
giftu hjónin komu hingað til bæj-
arins á mánud.kveldið og lögðu
af stað ásamt bróöur brúðurinn-
ar Halldóri í fyrra kveld vestur
til Elgin í Brit. Col. þar sem
foreldrar systkinanna dvelja nú.
Væntanlega koma ungu hjónin
hingað til bæjarins meö vorinu
og setjpst hér að.